Morgunblaðið - 30.11.1983, Side 17

Morgunblaðið - 30.11.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 17 í bjartri heiðríkju Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Gylfi Gröndal: Björtu hliðarnar. Sigurjóna Jakobsdóttir segir frá. Útg. Setberg 1983. Sigurjóna Jakobsdóttir, ekkja Þorsteins M. Jónssonar, greinir í þessari bók Gylfa Gröndal frá lífshlaupi sínu. Hún er nú níutíu og tveggja ára og í sextíu og sex ár var hún gift Þorsteini M. Jónssyni, landsfrægum skólamanni, bóka- safnara, útgefanda, alþingismanni og svo má lengi telja. Um langa ævi lét Þorsteinn M. Jónsson að sér kveða eins og sést á þessari upptalningu og hlutverk Sigur- jónu var einkum og sér í lagi að ala upp stóran hóp barna þeirra hjóna. Engu að síður hefur hún frá fyrstu tíð haft mikla þörf fyrir afskipti af félagsmálum og í mörg ár lék hún með Leikfélagi Akur- eyrar við góðan orðstír og vann með manni sínum af mikilli at- orku, einkum að því er varðar bókaútgáfustörf Þorsteins, sem ekki er víst að menn geri sér nú grein fyrir hversu mikilsverð voru. Gylfi Gröndal hefur sýnt það í ýmsum bókum, sem hann hefur ritað eftir fólki, að honum er lagið að laða fram góða frásögn og hann fer ákaflega smekklega með sitt eigið hlutverk í þeim bókum. Sigurjóna Jakobsdóttir Manneskjan sem segir frá er núm- er eitt, höfundur tranar sér í engu fram. En honum tekst oft- með þessu að ná fram verulega góðri frásögn og lifandi lýsingum. Sigurjóna fæddist árið 1891 í Grímsey og bjó þar fyrstu æviár sín. En lungann úr bernsku og æsku bjó hún á Akureyri — rétt- ara sagt Oddeyrinni. Hún hefur frá mörgu að segja og. Gylfi Gröndal hefur fært það í afar læsilegan búning. Síðan giftist hún ung, býr um hríð í Borgarfirði eystra, en lengst starfsævi sinnar þó á Akureyri. Þar segir hún frá kynnum við ýmsa þekkta og óþekkta menn; það er verulegur veigur í lýsingu hennar á kynnum þeirra hjóna við Davíð frá Fag- Gylfi Gröndal raskógi og notalega kímin og vin- samleg er frásögn hennar af Guð- mundi Hagalín, svo aðeins þeir tveir séu nefndir. Yfirlætisleysi einkennir frásögn Sigurjónu, en lesandi fær ótvíræð- an skilning á merku og allsér- stæðu lífsstarfi þessarar heiðurs- konu. Hlutur Þorsteins M., manns hennar, er fyrirferðarmikill í bók- inni og að vonum. í senn var hún eiginkonan á bak við mann sinn, sem studdi hann með ráðum og dáð, en hélt sjálfstæði sínu og gaf sér tíma til að stunda margt af því sem hugur hennar stefndi til. Það er heiðríkja og stilla yfir frásögninni. Titiil bókarinnar mikið réttnefni. Svona bók er gott að lesa og dálítið mannbætandi. Margs konar dagar Bókmenntir Jenna Jensdóttir Rune Belsvik Margs konar dagar Guðni Kolbeinsson sneri á fslensku Teikningar eftir Morten M. Krist- iansen ÆSKAN Reykjavík 1983 Það drífur ýmislegt á daga barnanna í sögu þessari sem er um margt óvenjuleg. Sjö börn lítil og stór eru aðal- persónur auk þess sem höfundur hennar birtist öðru hverju í fyrstu persónu og leitar fanga hjá börn- unum í efni sögunnar. Nyrst í Noregi er þorpið þeirra. Líflítið leiðindaþorp án barnanna og Rune Belsvik. Það eru þau öll sem sjá um að alltaf er eitthvað að gerast spennandi, skemmtilegt — dularfullt. Börnin eru önnum kafin við leiki og uppátæki. Þau flögra milli þess raunverulega og æsandi at- burða eigin hugarflugs. Þorpið er þeirra heimur og þar er fiskverkunarhúsið gamla þar sem átakanlegustu og leynilegustu atburðirnir gerast. Strákurinn óli er ástfanginn af stelpunni Ingunni í upphafi sögu. Það kostar hann heilabrot — dulmálsbréf og fleira. Svo finna krakkarnir mávinn. Hann er vængbrotinn. Mávurinn á að deyja — en hver á að drepa hann? „Já, þú verður víst að deyja, seg- Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! ir óli við mávinn alvarlegur f bragði. — Hvað ætlarðu að gera? spyr Ingunn. — Ég verð að koma honum niður á fiskverkunarhúsið. Þar hlýtur að vera eitthvað til að drepa hann með. En þið skuluð bíða hér.“ Börnin bíða eftir óla og heyra skelli og skarkala, eins og öli sé að berja með svipu. Heyra einnig að hann æpir og öskrar. Allt dettur síðan í dúnalogn. „ — óli kemur út um stóru dyrnar. Hleypur upp brekkuna til hinna. — Þetta var best fyrir hann, segir óli. Hin horfa dálítið óörugg á hann. Margrét fer að hlæja." óla finnst hann vera eins og fullorðinn og hann nýtur aðdáun- ar krakkanna. Hann einn veit samt það sem veldur honum kvíða. Mávurinn er enn f fiskverkunar- húsinu — lifandi. Mávurinn vængbrotni reikar heim til Óla og fær þar eitthvað að éta. Þar er hann látinn út í haust- myrkrið af því móðir óla þolir ekki fugladrit. „Mávurinn var rekinn út daginn eftir. En um kvöldið stendur hann aftur fyrir utan rauða húsið sem óli á heima í.“ Lesandi á eftir að hitta mávinn oftar en einu sinni í sögunni og veit að óli á til aðra hlið en þá sem hann sýnir krökkunum, þegar hann þykist mikill maður. Systkinin óli og Hanna fara til Tromse með foreldrum sínum. Það er Rune að þakka. Hann lætur mömmu vera með annan fótinn of langan. Hún þarf að fara til sér- fræðings. Þau fara með hraðferj- unni. A ferðalaginu og í Tromse birtast þeim margar áður óþekkt- ar myndir af veröldinni. Ég læt þetta nægja. Af nógu er að taka í svo viðburðaríkri sögu sem hér. Höfundi er sérlega lagið að setja fram hugsanir sínar í öguðu formi með hnitmiðuðum setning- um sem krefja lesandann um at- hygli á því sem er að gerast hverju sinni. Þýðingin hefur sín áhrif. Æsk- an gaf bókina út og frágangur all- ur er góður eins og á öðrum bókum frá útgáfunni. OPINSKÁOG EINUEC LJOÐ um ástina, lítilmagnann og dauðann. Ljóð sem hitta lesandann í hjartastað. Hér eru prentaðar þœr tvœr ljóðabœkur sem Vilmundur Gylfason gaf út í liíanda lífi og að auki mikið ljóð, Sunnefa, sem lá með handritum skáldsins fullbúið til prentunar. TRYGGING TAKNAR TRYGGING HF LAUGAVEG1178 SÍMI21120

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.