Morgunblaðið - 30.11.1983, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983
Vilborgarsjóður
Þeir Sóknarfélagar sem eiga rétt á styrk úr Vilborg-
arsjóöi eru beönir aö hafa samband viö skrifstofuna
fyrir 12. des. nk.
Starfsmannafélagiö Sókn.
VEIÐIMENN
Blanda er boöin út til stangveiði frá 1. júní — 31. júlí
1984. 4 stendur eru leyföar í ánni.
Skriflegum tilboöum skal skilaö fyrir 15. janúar 1984
til Péturs Hafsteinssonar, Hólabæ, Austur-Húna-
vatnssýslu, sími 95—4349, sem veitir nánari upplýs-
ingar. Réttur áskilinn aö taka hvaöa tilboði sem er
eöa hafna öllum.
Stjórnin.
SEXTAN ÞÆTTIR
, UH
ÞJ0ÐSK0RUNG
Bjami Benediktsson crtti stœrri hlut
að því en ílestir aðrir að móta svip
íslenskrar stjómmálasögu á því
tímabili sem einna viðburðaríkast
heíur orðið á íslandi.
Bók sú sem hér birtist um hann
er œvisaga rituð aí sextán
höíundum sem allir þekktu hann
náið og störíuðu með honum
að ákveönum viðíangseínum.
Ritar hver um þann þátt í œvi og
staríi Bjarna sem hann þekkti best.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir MAGNÚS SIGURÐSSON
Strauss í sviðsljósi
stjórnmálanna á ný
FRANZ Josef Strauss, leiðtogi kristilega flokksins (CSU) í Bæjaralandi,
hefur látið verulega að sér kveða að undanfornu. Og honum hefur svo
sannarlega tekizt að koma á óvart. Fáir vestur-þýzkir stjórnmálamenn
hafa verið hvassyrtari í garð Austur-Þýzkalands á liðnum árum en einmitt
Strauss. Í sumar beitti hann sér samt fyrir feiknalegri lánveitingu til
Austur-Þjóðverja, sem nam um einum milljarði vestur-þýzkra marka.
Þetta þótti vissulega tíðindum sæta.
Fyrir skemmstu hugðist
Strauss gera enn betur og
beitti sér aftur fyrir stórfelldri
lánveitingu til Austur-Þýzka-
lands. En nú fannst Helmut
Kohl kanslara nóg komið af svo
góðu og kom í veg fyrir þessi
áform. Rök Kohls voru þau, að
fyrirheit austur-þýzkra stjórn-
valda um mannúðlegra stjórn-
arfar hefðu ekki verið haldin og
því kæmi það ekki til mála, að
stjórn hans ábyrgðist nýtt stór-
lán. Atburðir þessir hafa verið
ofarlega á baugi í Vestur-Þýzka-
landi að undanförnu og haft í för
með sér, að Strauss er enn á ný
kominn í sviðsljósið.
Samt finnst mönnum sem
Strauss hafi tapað enn einni lot-
unni í þeirri valdabaráttu, sem á
sér stað milli hans og Kohls
saksóknara til dómstólanna var
væntanleg í síðustu viku. Búizt
var við, að á grundvelli hennar
yrðu Lambsdorf og ýmsir aðrir
háttsettir stjórnmálamenn kall-
aðir fyrir rétt.
Það er hins vegar á valdi dóm-
aranna að taka ákvörðun um,
hvort málinu skuli haldið áfram
og búast má við, að þeir þurfi sex
mánuði til þess að skera úr um,
hvort þau sönnunargögn, sem
saksóknarinn hefur lagt fram,
séu nægilegur grundvöllur fyrir
því að láta réttarhöldin fara
fram. Almennt hafði verið gert
ráð fyrir því, að Lambsdorf segði
af sér embætti, er skýrsla sak-
sóknarans yrði lögð fram.
Lambsdorf mun hins vegar hafa
tekið þá ákvörðun með samþykki
Kohls kanslara að bíða með allt
Þaö vakti mikla athygli, er Strauss heimsótti Austur-Þýzkaland og beitti
sér fyrir stórláni þangað á liðnu sumri. Þessi mynd var tekin í þeirri
heimsókn og sýnir Strauss ásamt Erich Honecker, leiðtoga austur-þýzkra
kommúnista.
kanslara. Síðustu mánuði hefur
sá síðarnefndi hvað eftir annað
látið fara frá sér yfirlýsingar
þess efnis, að engar breytingar á
stjórn hans stæðu fyrir dyrum.
Er þetta vafalítið gert í þeim til-
gangi að kæfa allar uppástungur
úr röðum stuðningsmanna
Strauss um breytingar, svo að
hann geti fengið aðild að stjórn-
inni. Jafnframt hefur Kohl vilj-
að styrkja stöðu Otto Lambs-
dorfs efnahagsmálaráðherra,
sem sætt hefur mikilli gagnrýni
að undanförnu. Strauss og
stuðningsmenn hans hafa hins
vegar stöðugt verið að vonast
eftir, að Lambsdorf segði af sér,
svo að Strauss gæti tekið sæti
hans.
Rannsókn Flick-málsins
Lambsdorf liggur undir ákæru
um að hafa tekið við fé á síðasta
áratug — annað hvort handa
sjálfum sér eða flokki sínum,
Frjálsa demókrataflokknum
(FDP) — frá Flick-fyrirtækinu,
móðurfélagi iðnsamsteypu, sem
er á meðal þeirra stærstu sinnar
tegundar í Vestur-Þýzkalandi. í
staðinn á Flick að hafa hlotið
gífurlegar skattaívilnanir.
Rannsókn í þessu máli hefur
staðið yfir í tvö ár, en skýrsla
slíkt, þar til niðurstöður dóms-
ins lægju fyrir. Hans-Dietrich
Genscher, utanríkisráðherra og
leiðtogi frjálsra demókrata, er
einnig sagður þessu samþykkur.
Embætti efnahagsmálaráð-
herra er eitt af þeim fáu ráð-
herraembættum, sem Strauss
telur hæfa hæfileikum sínum, en
hann dregur enga dul á, að hann
líti á sjálfan sig sem snjallasta
stjórnmálamann landsins. Eina
embættið annað, sem Strauss
hefði áhuga á, er embætti
Genschers. Þá hafa þær hug-
myndir komið upp hjá stuðn-
ingsmönnum Strauss, að komið
verði á fót stærra ráðuneyti, sem
nái yfir efnahags- og fjármála-
ráðuneytið og að hann verði þar
ráðherra. Georg Stoltenberg úr
flokki CDU er nú fjármálaráð-
herra og samstaða hans með
Kohl og Genscher er almennt
kunn.
Gagnrýnir Bonn-stjórnina
Sú valdabarátta, sem Strauss
heyr nú, á að miklu leyti en þó
ekki eingöngu rót sína að rekja
til persónulegs metnaðar hans.
Enda þótt Strauss sé 68 ára
gamall, er hann enn sem fyrr
gæddur þróttmikilli skapgerð og
ríkum metnaði og með sínar eig-
in skoðanir á helztu málefnum
þjóðar sinnar. Hann var varn-
armálaráðherra í sex ár á sjötta
og sjöunda áratugnum og fjár-
málaráðherra 1966—1969, en
þegar hann bauð sig fram til
kanslaraembættisins í kosning-
unum 1980 tapaði hann fyrir
Helmut Schmidt, þáverandi
kanslara.
Strauss mun fyrir löngu leiður
á þeim staðbundnu stjórnmál-
um, sem hann hefur þurft að
fást við að undanförnu sem for-
sætisráðherra fylkisstjórnarinn-
ar í Bæjaralandi og sækir það nú
fast að verða virkur á nýjan leik
með þátttöku á vettvangi þjóð-
málanna í Bonn. Hann hefur
gagnrýnt sambandsstjórnina
óspart að undanförnu — jafnt
kanslarann sjálfan sem einstaka
ráðherra — fyrir kjarkleysi og
hik og fyrir að hafa mistekizt að
hagnýta sér kosningasigurinn í
marz sl. til þess að koma á
raunverulegum umbótum í land-
inu. Þá hefur Strauss ekki látið
sig muna um að lýsa Lambsdorf
þannig, að hann hafi yfirleitt
ekkert vit á efnahagsmálum og
eftir innrás Bandaríkjamanna í
Grenada beindi Strauss spjótum
sínum gegn Genscher og síðan
Kohl kanslara sjálfum fyrir að
hafa látið í ljós efasemdir um
nauðsyn og gildi þessara aðgerða
gagnvart Reagan-stjórninni.
Hafnaði embætti
innanríkisráöherra
Eftir sigur kristilegu flokk-
anna í kosningunum í marz var
Strauss boðið að gerast innan-
ríkisráðherra, en hann hafnaði
því. í stað hans tók Friedrich
Zimmermann við embættinu, en
hann er úr flokki Strauss, sem
starfar eingöngu í Bæjaralandi.
Þegar vonir Strauss um áhrifa-
stöðu innan stjórnarinnar urðu
að engu fyrir atbeina Kohls,
reyndi hann að fá því framgengt,
að ákvarðanataka yrði flutt frá
ríkisstjórninni til þriggja manna
ráðs aðildarflokka stjórnarinn-
ar, þar sem sæti áttu hann sjálf-
ur, Kohl og Genscher. En Kohl
hefur ekki reynzt neitt sam-
vinnufúsari en áður og ein af
helztu kvörtunum Strauss að
undanförnu hefur einmitt verið
sú, að þetta ráð hafi aðeins einu
sinni komið saman til fundar
síðan í kosningunum í marz.
í Bonn er mönnum tíðrætt um
langvarandi og djúpan persónu-
legan ágreining milli þeirra
Strauss og Genschers, en
Strauss er talinn líta á frjálsa
demókrata sem meginhindrun-
ina í vegi sínum til þess að kom-
ast til valda í landinu. Enda þótt
frjálsir demókratar hafi tapað
miklu fylgi eftir að hafa fellt
samsteypustjórn þeirra sjálfra
og jafnaðarmanna fyrir rúmu
ári, eru þeir Genscher og Lambs-
dorf eftir sem áður mjög valda-
miklir sem ráðherrar í núver-
andi stjórn. Víst kann Strauss að
hafa orðið að lúta í lægra haldi
að sinni í valdabaráttunni, en
þess sjást samt augljós merki, að
fyrr en seinna hyggist þessi lit-
ríki en umdeildi stjórnmálamað-
ur ryðja sér að nýju braut til
valda í Vestur-Þýzkalandi.
(Heimildir: Der Spiegel og
The Wall Street Journal)