Morgunblaðið - 30.11.1983, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983
25
Fiskiþing
Fulltrúar á fískiþingi:
Sala skipa úr landi
hættuleg sjálfstæðinu
FULLTRÚAR á Fiskiþingi í
gær voru flestir sammáia um
það, að ekki bæri að selja
fískiskip úr landi, en viður-
kenndu að í dag væri flotinn
full stór. Töldu þeir að með
því að selja skipin úr landi
væri sjálfstæði okkar veruleg
hætta búin. Einnig væri
nauðsynlegt aö endurnýja
flotann ef Islendingar ætluðu
sér að halda áfram að vera
fískveiðiþjóð.
Guðjón Kristjánsson, ísafirði,
hafði framsögu um endurnýjun
fiskiskipaflotans og kynnti hann
tillögu fjórðungsþings fiski-
deilda í Vestfirðingafjórðungi.
Þar er varað við stækkun fiski-
skipaflotans miðað við núver-
andi ástand fiskistofna, en lögð
áherzla á nauðsyn þess, að hald-
ið verði áfram eðlilegri endur-
nýjun. Ennfremur að útgerðinni
verði á hverjum tíma leyft að
hagnýta sér hagstæðustu kjör
við endurnýjun flotans og varað
við því að velta vanda skipa-
Frumvarj) um veiðar í fiskveiði-
lögsögu Islands:
Veitir sjávarút-
vegsráðherra
of mikið vald
„ÉG VIL ENGUM manni svo illt að fá honum eins mikið vald og
þetta frumvarp veitir sjávarútvegsráðherra, allra sízt núverandi
sjávarútvegsráðherra, sem varpað hefur fram mörgum hugmyndum
um lausn á vandanum og með því skapað umræðugrundvöll í stað
þess að taka einhliða ákvarðanir," sagði Björgvin Jónsson meðal
annars á Fiskiþingi í gær. Þá var til umræðu frumvarp um veiðar í
fískveiðilögsögu íslands.
smíðaiðnaðarins yfir á sjávar-
útveginn.
Hjá þingfulltrúum kom fram
sú skoðun að gera yrði innlendri
skipasmíði mögulegt að keppa
við erlendar skipasmíðastöðvar
og það yrði helzt gert með bætt-
um lánakjörum. íslenzk skipa-
smíði væri mjög góð og gæti
veitt fjölda manns atvinnu.
Endurnýjun væri nauðsynleg og
íslenzkir sjómenn ættu heimt-
ingu á henni. Hér væru útlend-
ingar, sem væru að slæðast eftir
kaupum á beztu skipunum í flot-
anum, en skuldastaða margra
þeirra væri slík, að sala leysti
ekki nokkurn vanda, því síður að
leggja þeim. Færu Islendingar
bæði að selja beztu skipin og
endurnýjuðu ekki flotann,
stefndum við sjálfstæði þjóðar-
innar í hættu eins og fyrr á öld-
um.
Töldu menn leið til úrbóta, að
verðbólga hefur lækkað og að
lengja yrði lánstíma og bæta
lánakjörin ef viðhald og endur-
nýjun flotans ætti að geta átt sér
stað innanlands. Þingfulltrúum
þótti áróður í þjóðfélaginu gegn
sjávarútvegi og fjölda fiskiskipa
mjög ómaklegur. Sjávarútvegur,
sem skapaði um 75% gjaldeyr-
istekna þjóðarinnar, væri vissu-
lega ekki baggi á þjóðinni og
verzlunarhallirnar á þéttbýlis-
svæðunum væru byggðar fyrir
gjaideyristekjur sjávarútvegs-
ins.
McAfylgjandi línurit sýnir aukningu selorms í fiski lönduðum á Suðureyri
við Súgandafjörð frá 1963. Sýnir það fjölda hringorma í kílói þorsks
veiddum á djúpslóðura í fremri súlunni en af grunnslóð í þeirri aftari.
Hringormur eykst
í nær öllum
tegundum fisks
AUKNING á hringormi í físki og
vandamál í kjölfar þess hafa nokkuð
verið rædd á Fiskiþingi. Hefur
mönnum borið saman um það að
hringormavandamálið fari sívaxandi
þrátt fyrir tilraunir til að halda vexti
selastofnsins niðri. Mikil aukning
hefur orðið á hringormi í físki lönd-
uðum á Suðureyri við Súgandafjörð
á undanförnum árum, en svæðið þar
fyrir utan var lengi að miklu leyti
hringormalaust.
Fiskimálastjóri ræddi þetta
vandamál í skýrslu sinni og sagði
hann þar:
„Eins og öllum er kunnugt hefur
virðingarverð viðleitni verið höfð
frammi til að halda selastofninum
hér við land í skefjum. Ljóst er að
þær aðgerðir eru hvergi nærri
nógar, því þetta vandamál er orðið
í mörgum tilfellum ógnvekjandi.
Hringormur hefur aukist í nær
öllum tegundum fisks.
Á þessu ári sýna niðurstöður að
hringormur í þorski hefur vaxið
með ólíkindum og dæmi eru um að
vinna við að tína orm úr þorsk-
flökum tekur 40—50% af snyrt-
ingar- og pökkunartíma fisksins.
Auk þess er mikill hringormur í
lifrinni. Full ástæða er því að at-
huga nánar hvort þetta er ekki ein
ástæðan fyrir hægari vexti fiska,
því þessi sjúkdómur hlýtur að
draga úr þroska þeirra fiska, sem
fá í sig mikinn orm á fyrstu árum
æviskeiðsins.
Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri
í sjávarútvegsráðuneytinu, kynnti
frumvarpið og kom þar fram, að
sjávarútvegsráðherra fær víðtæk-
ar heimildir til setningar reglu-
gerða. Þar má nefna heimild til
ákvörðunar togveiðisvæða; heim-
ild til skiptingar veiðisvæða milli
veiðarfæra; heimild til setningar
friðunarsvæða, þar sem tilteknar
veiðar eru bannaðar; heimild til
ákvörðunar heildarkvóta í veiðum
á einstökum stofnum og skipt-
ingar hans milli báta og veiðar-
færa og ákvörðunar sóknartak-
marka; heimild til leyfisbindingar
allra veiða; almenna heimild til
setningar reglna um framkvæmd
laganna, t.d. lágmarksstærðir,
möskvastærðir og meðferð afla.
Þingfulltrúar voru yfirleitt
sammála að með þessu frumvarpi
yrði ráðherra veitt of mikið vald
og líklegast yrði það helzt til þess,
að hann fengi seint vinnufrið fyrir
hinum ýmsu hagsmunahópum.
Nokkrar umræður urðu um
aflamark og mark heildarafla.
Töldu sumir að með slíkum að-
gerðum gætu menn hætt að hugsa
í „12 mílum". Sama væri hvar
þorskurinn væri tekinn, aðalatrið-
ið væri að hann yrði tekinn þar,
sem hagkvæmast væri og á hag-
kvæmastan hátt. Ekki voru allir
sammála um þetta og töldu þá
hættu á því, að togarar færu of
nálægt landi og eyðilegðu veiði-
svæði minni báta, sem ekki gætu
leitað annað.
Þá var rædd tillaga frá Vest-
manneyingum um að smækka
möskva, en hann er nú 155 milli-
metrar. Töldu þeir, að þegar troll
og dragnót hefðu verið notuð um
tíma væri möskvinn kominn upp í
allt að 170 millimetra. Mælingar
Landhelgisgæzlunnar sýndu fram
á þetta.
Er rætt var um aflamark og
ákvörðun um að loðnuskip fengju
ekki leyfi til veiða í þorskanet,
benti einn fulltrúa á að það ætti
ekki aðeins að miða við loðnuskip-
in sjálf. Einnig ætti að skerða
bolfiskafla þeirra staða, sem loðn-
una fengju.
Einn fulltrúa saknaði þess í
frumvarpinu, að ekki var minnzt á
að hætta að miða togveiðiheimild-
ir við lengd skipa. Sú viðmiðun
væri einhver mesta endaleysa síð-
ustu laga. Vegna hennar hefði ým-
ist verið skorið aftan eða framan
af skipunum og allt of mörg skip
væru nú með „Framsóknarnefið".
Hið eina rétta í þessum málum
væri að miða við veiðimöguleika
skipanna og þá taka tillit til vélar-
orku.
Meðferð fisks hefur
farið aftur
Fiskikör í stad
fiskikassa
TALSVERÐAR umræður urðu um
gæðamál á Fiskiþingi í gær. Töldu
menn, að meðferð físks hefði farið
aftur og töldu ýmsar skýringar á
því. Menn hefðu haft oftrú að hin-
um hefðbundnu fiskikössum, úti-
vistartími væri oft og langur og
fiskur biði of oft lengi í landi þar tii
hann væri unninn.
Guðjón Kristjánsson og Hjörtur
Hermannsson höfðu framsögu um
gæðamál og kynntu tillögur hinna
ýmsu fiskideilda. Guðjón taldi, að
heppilegra væri að nota fiskikör,
500 til 1.000 kílóa, um borð í skip-
unum en hina hefðbundnu fiski-
kassa. Þá gat hann þess að mats-
reglur og verðflokkun yrðu að vera
hvetjandi fyrir sjómenn. Þing-
fulltrúar voru Guðjóni sammála
Frá fískiþingi
um fiskikörin og kom fram sú
skoðun að kassarnir gætu verið
miklu verri en stíur, og 11 daga
kassafiskur væri óhæfur til
vinnslu. Því væri ákveðin verð-
uppbót á kassafisk ákaflega hæp-
in.
Margir þingfulltrúa tölu fersk-
fiskmatið í molum, og sagði einn
þeirra, að það hefði gert mikla
bölvun eins og það væri og væri
tóm vitleysa. Alþingi hefði gengið
á undan með lagasetningu, sem
stuðlaði að því að eyðileggja fisk.
Vinnulöggjöfin og helgarfrí sjó-
manna væru til þess eins. Vinnu-
löggjöfin bannaði fólki að vinna
nema ákveðinn tíma á sólarhring,
sem oft yrði til þess, að fiskur
fengist ekki unninn fyrr en of
seint.
Þá ræddu menn hringorma-
vandamálið, og töldu það í beinum
tengslum við uppgang selastofns-
ins. Þá kom fram sú hugmynd, að
með því að kasta lifur í sjóinn
væri verið að rækta orminn upp.
Mikið væri af honum í lifrinni og
selurinn æti hana síðan og hring-
rásin þannig aukin.
Nokkrar umræður urðu um
fræðslumyndir SÍF og sjávarút-
vegsráðuneytisins um meðferð
afla og fiskvinnslu, og þóttu þær
slæmar. Einn fulltrúa orðaði það
svo, að mynd SÍF væri léleg, en
mynd sjávarútvegsráðuneytisins
til skammar. Leikaraskap eins og
þar væri sýndur ætti ekki að bjóða
nokkrum manni upp á.