Morgunblaðið - 30.11.1983, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983
29
„Elskaðu sjálfan þig“,
ný bók frá Iðunni
IÐUNN hefur gefiö út bókina Elsk-
aðu sjálfan þig eftir bandaríska
sálfræöinginn dr. Wayne W. Dyer.
Álfheiöur Kjartansdóttir þýddi.
Bók þessi er ný af nálinni og
hefur að undanförnu verið þýdd á
fjölda tungumála. Formála að ís-
lensku útgáfunni ritar Anna
Valdimarsdóttir, sálfræðingur, og
gerir þar grein fyrir bókinni, m.a.
á þennan hátt: „Nafn bókarinnar
kann að vekja þær hugrenningar
hjá einhverjum að tilgangur höf-
undar sé að ala á sjálfselsku og
óbilgirni, en það er að sjálfsögðu
langt frá lagi. Hins vegar undir-
strikar hann að undirstaða vænt-
umþykju og ástar á öðrum sé að
elska sjálfan sig. Ef tilfinningar
okkar í eigin garð mótast af
ósanngjarnri gagnrýni, sjálfs-
ásökunum og miskunnarlausri
kröfuhörku um eigin getu, er hætt
við að tilfinningar okkar til ann-
arra beri einhvern lit af því lífs-
viðhorfi ... Undirstaða væntum-
þykju á öðrum er að geta elskað
sjálfan sig. Höfundur leggur enn-
fremur áherslu á að sjálfsvirðing
sé hverjum manni nauðsyn og
enginn geti lifað sæll undir oki
þess að þykjast stöðugt öðrum
síðri“.
Bókin Klskaöu sjálfan þig skipt-
ist í tólf kafla þar sem rætt er um
ýmsar hliðar á þeim vanda að
hver maður geti orðið sinnar eigin
gæfu smiður. Kaflaheitin gefa
vísbendingu um hvernig tekið er á
Hammond Innes á
heimskautaslóðum
IÐUNN hefur gefið út nýja sögu
eftir Hammond Innes. Nefnist
hún Helför á heimskautaslóðir
og er sautjánda bók höfundar
sem út er gefin í íslenskri þýð-
ingu.
Helfor á heimskautaslóöir segir
frá för Duncans Craig, fyrrver-
andi sjóliðsforingja, til Suður-
íshafsins. „Hundruð leiðang-
ursmanna lenda í ólýsanlegum
mannraunum," segir í kynningu
forlagsins, „bæði af manna völd-
um og óblíðrar náttúrunnar. Þrír
hvalveiðibátar og verksmiðju-
skipið Suðurkrossinn farast í ísn-
um. Og meðal hvalveiðimanna er
kaldrifjaður morðingi. Borgarís-
jakarnir hrannast að skipbrots-
mönnum og aðstæður gera allar
björgunartilraunir vonlausar ...“
Helför á heimskautaslóöir þýddi
Álfheiður Kjartansdóttir. Bókin
er 216 blaðsíður. Oddi prentaði.
Mikil sfld á Fáskrúðsfirði
FáskrúðsfirAi, 28. nóvember.
ALLMARGIR sfldarbátar voru á
veiöum hér í flröinum í nótt og í
morgun, og var afli þeirra mjög góö-
ur. Reknotabátar, sem hér voru
fengu á bilinu 4—500 tunnur og
dæmi voru um aö nótabátar fylltu
sig.
Frysting er enn í fullum gangi,
en sú síld sem barst hingað í dag
var allmiklu stærri en verið hefur
og er því betri til frystingar.
— Albert.
j i
(ELSKAÐU
SJÁLFAN
hir' VVÁYNE
FlU VV.DYHR
jlÐUNN
efninu: Taktu ábyrgð á sjálfum
þér; Ástin fyrst; Þú þarft ekki á
viðurkenningu þeirra að halda; Að
verða óháður fortíðinni; Gagns-
lausar tilfinningar — sektarkennd
og áhyggjur; Að kanna hið
óþekkta; Að ryðja venjuhindrun-
um úr vegi; Réttlætisgildran; Eng-
in frestun framar; Lýstu yfir
sjálfstæði þínu; Reiðin kvödd;
Mynd af einstaklingi sem er snú-
inn af öllum villigötum.
Bókin Elskaðu sjálfan þig er 206
blaðsíður. Oddi prentaði. Þýðingin
er gefin út með styrk úr Þýð-
ingarsjóði.
(FrétUtilkynning)
Spilabækur Amar og Örlygs:
Blýanta, blaða
og orðaleikir
Bókaútgáfan Orn og Orlygur
hefur gefið út bókina Blýanta-,
blaða- og orðaleikir í bóka-
flokknum Spilabækur Arnar og
Örlygs.
Áður voru komnar út bækurn-
ar Tveggja manna spil og Hvern-
ig á að leggja kapla. Höfundur
bókarinnar er Svend Novrup,
ritstjóri Politiken um skák og
bridge og höfundur margra bóka
um skák og spil, en þýðandi er
Trausti Björnsson.
í þessari bók kynnumst við
nokkrum leikjum sem geta veitt
okkar mikla ánægju. Það eina
sem til þarf er blað og blýantur
og okkar eigin snilli til að lifga
upp á tilveruna.
Til eru margir leikir með
strikum, reitum og orðum sem
eru bráðskemmtilegir og oft
veita leikirnar hugmyndaauðgi
okkar ríkulega umbun.
í þessari bók er nokkrum nýj-
um leikjum lýst, aðra könnumst
við við, en sumum þeirra hefur
verið breytt annað hvort spila-
reglunni eða stigagjöfinni. Eins
og í tveim fyrri bókum kappkost-
ÖRÐALEIKIR
Spílabækur Arnar og Örlygs
ar höfundurinn að skýra allt í
sambandi við leikina sem best og
oft með dæmum.
Bókin Blýanta-blaða og orða-
leikir er filmusett og prentuð hjá
Prentstofu G. Benediktssonar en
búndin hjá Arnafelli hf. Kápu-
gerð annaðst Sigurþór Jakobs-
son.
„Laríon“
— Ný bók eftir
Peter Freuchen
BÓKAÍITGÁFAN Skuggsjá, Hafnar
firöi, hefur geflö út nýja bók eftir
Peter Freuchen, sem nefnist Laríon.
„Peter Freuchen er frægur vítt um
lönd vegna þekkingar sinnar og
rannsókna og vegna margra frá-
bærra bóka,“ segir m.a. í frétt frá
útgefanda.
„Ævintýralega atburði, sem oft
gerast í raunveruleikanum, en
fæstir kynnast af eigin raun, leit-
aði hann upp, skráði á bækur og
ávann sér hylli og aðdáun fjöld-
ans. Þannig varð til sagan af Lar-
íon, síðasta mikla indíánahöfð-
ingjanum í Alaska.
Þetta er grípandi frásögn um
hinar miklu óbyggðir Alaska og
frumstætt líf indíánanna, sem
landið byggðu, er fyrstu hvítu
skinnakaupmennirnir komu þang-
að og frumbyggjarnir komust í
fyrstu snertingu við menningu
hvita mannsins. Þetta er meist-
PETER FREUCHEN
IARION
SKUGGSJÁ
araleg frásögn hins mikla sögu-
manns um baráttu náttúrubarna
gegn þeim, sem þröngvuðu sér inn
á landsvæði þeirra og tókst að sá
því hatri, er að lokum endaði með
hinu hroðalega blóðbaði við Núl-
ató.“
Laríon er 270 bls. að stærð, þýdd
af Sverri Pálssyni.
Sendiherr-
ar afhenda
*
trúnaðarbréf
TÓMAS Á. Tómasson, sendi-
herra, afhenti þann 21. október
sl. Juan Carlos, konungi Spánar,
trúnaðarbréf sem sendiherra ís-
lands á Spáni með aðsetur í Par-
ís.
Hannes Jónsson, sendi-
herra, afhenti hinn 21. október
sl., Pierre Aubert, forseta
Sviss, trúnaðarbréf sitt sem
sendiherra íslands í Sviss með
aðsetur í Bonn.
Þá afhenti Hannes Jónsson
Rudolf Kirschlaeger, . forseta
Austurríkis, trúnaðarbréf sitt
sem sendiherra íslands í Aust-
urríki með aðsetur í Bonn.
opiðtil sjö íkvöld [j5] Vörumarkaðurinn hl. e/ð/storghi
mánudaga — þriðjudaga — miðvikudaga
kV raöauglýsingar — radauglýsingar — raðauglýsingar
XFélagsstarf
Sjálfstœðisflokksins]
Selfoss — Selfoss
Aðalfundur Siállstæöisfólagslns Óölns, veröur haldinn flmmtudaginn
1. desember, Kl. 20.30, aö Tryggvagötu 8, Selfossi.
Dagskrá: 1. Venjulega aöalfundarstörf.
2. önnur mál.
Félagar fjölmenniö. Stjórnin.
Mosfellssveit
Viötalstími
hreppsnefndarmanna
Sjálfstæðisflokksins
Magnús Sigsfeinsson oddvíti og Bernharö
Linn hreppsnefndarmaöur veröa til viötals i
fundarsal Hlégarös (uppi) kl. 17—19 miö-
vikudaginn 30. nóvember.
Allir velkomnir meö fyrirspurnir um sveltar-
stjórnarmál og framkvæmdaáætlun hrepps-
ins.
Sjálfstæöisfélag
Mosfellinga.
Árnessýsla
Aöaifundur fulltrúaráös sjálfstæðisfélag-
anna i Árnessýslu veröur haldinn í Sjálf-
stæöishúsinu að Tryggvagötu 8. Selfossi,
sunnudaginn 4. desember nk. kl. 15.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf
2. Avarp Þorsteins Pálssonar formanns
Sjálfstæöisflokksins.
3. önnur mál.
Stjórnin.