Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 45 "'fWW VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Ay If Um sjón- varp, öl og mann- réttindi Lesandi skrifar: „Velvakandi. „Móttaka til einkanota", segir póst- og símamálastjóri um Lux- or-loftnet þeirra Sovétmanna, sem þeir keyptu af Hljómbæ til þess að ná með útsendingum sjónvarpsins rússneska um gervihnött. Það er nú það. Stundum eru talsmenn hins opinbera hlynntir því að leyft sé eitt og annað, „ef það er einungis til einkanota", en oftar en ekki er þó sá gállinn á þeim, að ekki má leyfa þetta eða hitt vegna þess að það er til einka- nota eða í þigu einkaaðila. Er ekki loftnetsskermur sov- éska sendiráðsins einmitt dæmi um þetta? Það skal tekið fram hér strax, að sá er þetta ritar er því samþykkur, að sendiráðið rússn- eska geti og fái leyfi til að notfæra sér móttöku hinnar rússnesku sjónvarpsstöðvar, sem sendir út um gervihnött, sem móttökur nást á hérlendis. En það ættu ekki að vera Rúss- arnir einir sem hafa þennan rétt, heldur auðvitað allir aðrir sem hafa vilja. En ef slíkt yrði algengt, myndi að líkindum vera fyrir bí frjálslyndi póst- og símamála- stjóra eða stofnunar hans og túlk- unin vera gegn „einkaafnotum". Það vill svo til, að meðan Hljómbær fékk átölulaust (en það var auðvitað ekki lengi), að taka á móti sendingum rússneska gervi- hnattarins voru margir sem lögðu leið sína þangað í verslunina og horfðu á dagskrána. Þetta var af- bragðsdagskrá með léttu efni mestmegnis, hljómleikum, söng, sýningum hvers konar og öðru af- þreyingarefni, sem varla þurfti neinna skýringa við eða íslenskra texta, svo þess vegna hefði þessi dagskrá verið tilvalin fyrir allan almenning. Mér finnst það afar eðlilegt, að úr því að þeir í sendiráðinu rússn- eska hafa nú fengið aðgang að sjónvarpi frá sínu heimalandi, þá verði einnig leyfðar útsendingar frá sjónvarpi þeirra varnarliðs- manna á Keflavíkurflugvelli, svo að sendiráðið bandaríska hafi að- gang að sjónvarpi frá sínu heima- landi en meira fylgir á eftir. Auðvitað eiga Islendingar líka að hafa aðgang að því sjónvarps- efni sem næst hér á landi, og þess vegna er nú kjörið tækifæri að leyfa frjálsar útsendingar og óþvingaðar á bæði rússneska og bandaríska sjónvarpinu fyrir alla þá sem vilja notfæra sér aðstöð- una. Það þarf að bjóða fleirum en póst- og símamálastjóra ( afmæl- ishóf eða bara einhvers konar hóf hjá sendiráðum þessara ríkja, svo að hægt verði að ræða þessi mál og taka um þau ákvörðun. Póst- og símamálastjóri segir í frétt í Mbl. um leyfisveitinguna til handa Sovét-sendiráðinu. Eg sagði honum (þ.e. 1. sendiráðsritara, innsk. grhöf.) að enginn gæti sagt neitt við því, þótt þeir settu upp viðtökuloftnet, enda er fólk um allan bæ að taka á móti send- ingum frá öllum mögulegum út- varpsstöðvum. Þróunin er enda sú, að allur almenningur getur innan örfárra ára tekið á móti sjón- varpssendingum ef hann svo vill.“ — Þetta voru orð póst- og síma- málastjóra. En hér er farið í kringum efnið all harkalega, sennilega til þess að villa um fyrir þeim sem eru ákafir fylgjendur frjálsrar móttöku sjónvarpsefnis frá Keflavík og síðan aftur nú frá rússneska gervihnettinum. „Það er ekki hinn minnsti agnúi á því að samtengja móttöku sjónvarpsefnis frá gervihnetti við slík loftnet sem Hljómbær seldi Rússum og ná inn sjónvarpsefni fyrir alla landsmenn." Það er að fara í kringum efnið, þegar bent er á að fólk um allan bæ sé að taka á móti öllum mögu- legum útvarpsstöðvum. Það er þó alveg rétt hjá póst- og símamála- stjóra. En það á ekkert skylt við sjónvarpssendingar og hingað til hefur almenningur ekki mátt það á eigin spýtur. Hitt, að þróunin sé sú, að almenningur geti innan ör- fárra ára tekið á móti sjónvarps- sendingum ef hann vilji, eins og póst- og símamálastjóri orðar það, er líkast því að verið sé að fara í kringum efnið. Það er nefnilega ekki spurning um að innan örfárra ára geti almenningur tekið á móti sjónvarpssendingum, heldur núna, í dag, sbr. móttöku frá Sovétríkj- unum og móttöku sjónvarpsefnis fyrir hið bandaríska á Keflavíkur- flugvelli. Það er ekki hinn minnsti agnúi á þvi að samtengja móttöku sjón- varpsefnis frá gervihnetti við slíkt loftnet sem Hljómbær seldi Rúss- um og ná inn sjónvarpsefni fyrir alla landsmenn. Allt tal um að loftnet þeirra Rússanna sé ekki f samræmi við byggingarstíl hússins eða hitt, að nú sé komið „kapalkerfi" á Kefla- víkurflugvelli, lokað kerfi, sem ekki sé hægt að breyta, allt er þetta yfirskin til þess að reyna að komast fyrir og dreifa áhuga þeirra sem vilja fá frelsi í þessum málum, á sjónvarpsefni, hvaðan sem það kemur. Það er staðreynd, að það eru tvær þjóðir í þessu landi að því er varðar mannréttindi, útlendingar geta horft á sjónvarp, frá gervi- hnöttum, ef þeim sýnist svo, ís- lendingar ekki. Útlendingar geta grætt á okkur íslendingum með því að selja til landsins fjöldann allan af tímarit- um með auglýsingum um vín og tóbak, en okkur sjálfum er bannað að auglýsa þessar vörutegundir (nú er enn í bígerð frekari reglu- gerð með lögum um tóbaksvarnir! — þar sem banna á að hafa tóbak til sýnis í hillum verslana!) — Og útlendingar geta f sendiráðum drukkið áfengt öl, jafnvel íslenskt, en íslendingum er bannað að neyta þessa drykkjar. Það sjá allir, að hér verður að verða breyting á, og sjálfsagt er að byrja nú á því að leyfa innflutning og fyrirgreiðslu á loftnetum, sem gera mönnum kleift að nota þau til móttöku á sjónvarpsefni frá gervihnetti þeim, sem Bandaríkja- menn nota til sendingar gegnum Skyggni og þeim sem Rússar nota til móttöku í rússneska sendiráð- inu.“ Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér I dálkunum. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þeir eru andsnúnir hvorutveggju. Rétt væri: Þeir eru andsnúnir hvorutveggja. VEIÐIMENN Svartá framan Hvamms í Svartárdal og Fossá eru boönar út til silungsveiöi sumariö 1984. Einnig eru til leigu þaö sumar, Seyöisá, Haugakvísl og Auöólfsstaöaá. Skriflegum tilboöum skal skilaö til Péturs Hafsteins- sonar, Hólabæ, Austur-Húnavatnssýslu, sími 95—4349, fyrir 15. janúar 1984, sem veitir nánari uppl. Réttur áskilinn að taka hvaöa tilboöi sem er eöa hafna öllum. Stjórnin. \ SKYRTUR MELKA GOLWIN — er auöveld í þvotti og ekki aö strauja. þarfMí" Bómullin er nefnilega blö meö 30% polyster.m nduój Efni í skyrtunni er sérlega smáköflótt, og skyrtan er i tallegt,| meöB „Tab“-kraga Fæst í öllum helstu herrafataverslunum ! landsins.B J ÞU SMIÐAR EIGIN INNRÉTTINGU og sparar stórfé! Björninn býður þér allt efni til smíða á eigin fataskápum og eldhúsinnréttíngu. Hurðaeiningar eru úr dönskum úrvals viði. Það er ekki svo lítið, að spara allt að helmingi með því að smíða eigin innréttingu! Við vertum fúslega allar nénari upplýsingar í síma 25150

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.