Morgunblaðið - 11.12.1983, Síða 5

Morgunblaðið - 11.12.1983, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 53 þarna skammt frá vélinni og ofan á brjóstinu á mér liggur gríðar- stórt pálmatré sem ég reyndist vera kyrfilega fastur undir. Að nokkru leyti áttaði ég mig á hvað gerst hafði, þegar ég komst til meðvitundar. Allavega varð mér ljóst að eitthvað mikið hafði komið fyrir. Ég sá náttúrlega eld- inn og leifarnar af vélinni þarna rétt hjá. Og svo sá ég fólk liggj- andi í kringum vélina látið eða illa sært. Og sársaukaópin í mörgu af þessu stórslasaða fólki voru hryllileg. — Flaug þér í hug að þetta gætu verið endalok þín? Já, ekki get ég neitað því, að sú hugsun flögraði í gegnum hugann. Þegar ég vaknaði undir pálma- trénu þá blasti við mér þessi hörmung. En það var svo skrýtið, að þegar ég vaknaði og áttaði mig á því hvað hafði skeð, þrátt fyrir allan hamaganginn í kringum mig og með pálmatréð ofan á mér, þá leið mér óskaplega vel. Ég var eitthvað svo rólegur og afslappað- ur og einhver sæla gagntók mig allan, en jafnframt var ég svo syfjaður að ég hugsaði með mér: „Ég ætla að leggja mig aðeins og hvíla mig.“ Ég hallaði svo höfðinu aftur á bak og ætlaði að hvíla mig pínulítið og sofna smástund. En þegar ég hallaði höfðinu aftur, þá verður alveg óskapleg sprenging í vélinni og eldtungurnar stíga til himins. Þá er sem ég hrökkvi upp og í huga mér birtist mynd af Þór- unni konu minni og strákunum mínum í eldhafinu og þá glað- vakna ég og hugsa með sjálfum mér: „Guð minn góður, ég get ekki skilið þau ein eftir." Þetta færði mér skefjalausan þrótt og ég byrja að hamast við að krafsa mig und- an trénu. Mér tókst að komast undan því en það kostaði mikil átök og erfiði. Eg hafði sem betur fór báðar hendur lausar og gróf undan bakinu á mér þannig að um síðir gat ég losað mig undan trénu. Hitinn frá flugvélarflakinu var orðinn óbærilegur og eldurinn nálgaðist mig óðum þar sem ég lá. Þess vegna reyndi ég að koma mér í burtu, en einhverra hluta vegna gat ég ekki með nokkru móti geng- ið. Þess í stað skreið ég í burtu og þegar ég var kominn nokkra metra, þá fundu mig loks tveir innfæddir menn og drógu mig enn lengra í burtu og komu mér svo undir læknishendur. — Hvað heldur þú að þú hafir legið lengi undir trénu eftir að þú komst til meðvitundar? Það gætu hafa verið svona 5—10 mínútur sem ég lá þarna í hálf- gerðu móki, en þó með meðvitund og var að athuga málið með sjálf- um mér. Ég held alveg hispurs- laust að ég hafi alveg verið við það að fara yfir um þegar ég lá þarna undir trénu. Eftir því sem maður hefur lesið og heyrt um svona lífsreynslu, eins og þegar menn t.d. eru nálægt drukknun, þá fyllast þeir sælu- kenndri þreytu. Mér er ljóst, að ef ég hefði lagt mig þarna og sofnað, þá hefði ég ekki vaknað aftur — þá hefði ég dáið. — Þegar þér jókst þróttur og skynjunin varð skýrari og þú kemst undan trénu, varð þér þá hugsað til þess að þú myndir kannski ekki hafa þetta af? Ég hugsaði um það, en þegar ég var að krafsa mig í burtu og sér- staklega eftir að mennirnir höfðu fundið mig, þá kom mér í hug, að eftir allt saman myndi ég kannski hafa þetta af — kannski myndi ég lifa. í þessu sambandi man ég að það var alveg ómetanlegt að finna hlý- huginn frá íslendingunum sem þarna voru, meðan ég lá á spítal- anum, þar voru Dagfinnur Stef- ánsson og áhöfn hans. Fyrstu sól- arhringana vöktu þau yfir mér. Ég var sárkvalinn og á lyfjum, en það er óútskýranlegt hve mikill fegin- leiki fylgdi því að hafa þarna vini og kunningja til styrktar og að- stoðar á þessum tímum. Fyrsti spítalinn sem ég var lagður á var raunverulega enginn spítali, líktist öllu heldur beit- ingaskúr en spítala. Fólk horfði á mann utan af götu. — Hvers vegna heldur þú að þú hafir lifað þetta slys af frekar en margir aðrir sem í vélinni voru? Já, ég hef talsvert velt vöngum yfir þessu, en það er náttúrlega ekkert svar til við þessari spurn- ingu. Kannski er það amma sem réð úrslitum. Hún hafði sagt við mömmu á sínum tíma, að hún ætl- aði að fylgjast vel með mér og gæta mín. Það er kannski eins gott svar og hvað annað. Og líka hitt að heppnin hafi verið með sem oftar, en sérfræðingar sem kannað hafa þetta slys og fleiri hafa sagt að samkvæmt öllum formúlum hefði enginn átt að lifa þetta af. — Fyrir hvaða meiðslum varðstu í slysinu? Bæði lungun stórsködduðust og það var aðeins hluti af vinstra iunganu sem virkaði, fjórir hryggjarliðir brotnuðu, ég var mikið skorinn í andliti og á hnakka, enda fékk ég mikið höfuð- högg, svo mikið að um tíma missti ég sjón á vinstra auga. Blóðmissir varð allverulegur og rófubein skaddaðist. Ég gerði mér hinsvegar enga grein fyrir þessum meiðslum mín- um þegar ég lá þarna undir trénu. Það var ekki fyrr en eftir á að ég skynjaði líkamlegt ástand mitt, enda gat ég rétt með naumindum andað, þegar ég lá undir trénu, og þess á milli kastaði ég upp. Ég var þakklátur fyrir hvert andartak og hugsaði ekki lengra. Seinna var mér sagt að lækn- arnir hefðu talið að ég myndi ekki tóra fyrstu nóttina. Síðar sagði einn læknanna að hefði ég ekki verið líkamlega hraustur, þá hefði ég dáið af völdum meiðslanna. Höggið sem líkaminn fékk hefði nægt til að deyða hvern venju- iegan mann. Ég mun bera þá lífsreynslu alla ævi — Ertu trúaður maður, Harald, og baðstu um hjálp Guðs á meðan þessar þrengingar stóðu yfir? Já, ég er trúaður, held ég megi segja. Ég man nú ekki til þess að ég hafi beðið um guðshjálp á með- an þessi átök stóðu öll yfir. Seinna meir hef ég þó oftsinnis þakkað Guði lífgjöfina. Það er erfitt að átta sig á því, en þó tel ég að ég hafi breyst talsvert eftir þetta slys á Sri Lanka. í und- irmeðvitundinni er alltaf einhver skuggi sem fylgir mér vegna þessa atburðar. Ég finn ekki beint fyrir honum en ég veit af þessum skugga. Kannski er ég rólegri, kannski alvörugefnari, það er erf- itt fyrir mig að lýsa þessu, en ég held að óhætt sé að fullyrða að ég hafi breyst töluvert við þessa lífsreynslu. Fyrstu mánuðina eftir flugslys- ið átti ég erfitt með svefn og vakn- aði oft upp á nóttunni. Ég grét mikið, það þurfti lítið á að bjáta til að ég gæfi eftir og félli saman. Þess á milli virtist ég þó eðlilegur. Ég veit ekki hvað ég var lengi að losna við sárustu minningarnar sem angruðu mig mest. En tíminn læknar öll sár og smám saman jafnaði ég mig. Ég held þó að varla líði svo dag- ur að atburðirnir komi ekki upp í hugann. Mér verður oft hugsað til þessa slyss og ég hef farið í gegn- um þetta þúsund sinnum í hugan- um, hvernig þetta í raun og veru gerðist og hvernig þetta raunveru- lega var. Ég hef ekki beinan ótta af dauð- anum, þótt ég viti vel og kannski betur en áður, að hann getur knúið dyra án þess að gera nokkur boð á undan sér. En ég finn ekki fyrir því í starfi mínu, að ég sé á neinn hátt taugaóstyrkur núna og hafi ótta af hugsanlegu flugslysi. Það er langur vegur frá því. Mér þykir vænt um lífið og ef til vill vænna um það hin síðari ár en áður. En hörmungaratburðirnir á Sri Lanka munu aldrei hverfa hug- skotssjónum mínum svo lengi sem ég lifi. Ég mun bera þá lífsreynslu alla ævi. Texas Instruments heimilistölvan er komin. Verö aöeins kr. 7.950. Vandaöur frágangur, skýr mynd, þægilegt hljómgæði í sérflokki. Þessi frábæra heimilistölva er til sýnis og sölu hjá okkur. Kúlulegasalan hf. Suöurlandsbraut 20, sími 84500. >v > \\f J /’TIGÞ, ^^^Mmeiríháttar tryltttæki! með stýri og öryggisbremsum og þú getur sveigt, beygt og bremsað að vild. Stiga _____ brunsleðinn er níðsterkur: Hann ber jafnt börn BRUNSLEDI sem fullorðna. Með stýrisskíðinu nærðu krappri beygju. örugg handbremsa við Skíðin eru úr þrælsterku Etan-plasti og allar aðstæður og varn- renna því mjög vel. argrind fyrir framan fæturna. Með sérhönnuðum útbúnaði sveigir sleðinn til hliðar og stöðvast sjálfkrafa ef þú missir hann. ÖRNINN Spítatastíg 8 vióÓóinstorg simar; 14661,26888

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.