Morgunblaðið - 11.12.1983, Side 25

Morgunblaðið - 11.12.1983, Side 25
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 Sögur af þessum smávaxna, sviflétta freka og skapilla heimshornaflakkara Reykvíkingar búa svo ótrúlega vel að hafa í miðbæ sínum sannkall- aða fuglaparadís. óvíða er samankominn fríðari flokkur fugla að sumar- lagi heldur en á Tjörn- inni í Reykjavík. Teg- undafjöldinn er með ólíkindum, endur, mávar, vaðfuglar og spörfuglar, öllu ægir saman, æðarfuglar, grænhöfðar, rauðhöfð- ar, svanir, gæsir, duggendur, skúfendur, stelkar, hrossagaukar, veiðibjöllur, hettu- máfar og kríur, svo eitthvað sé nefnt. Já, krían er sá fugl Tjarnarinnar sem að öðr- um ólöstuðum er einkennisfuglinn. Þrjár tegundir aðrar og raunar fjórar nú á seinni árum keppa um titilinn: stokköndin, æðurin, hettumáfurinn og morðinginn sjálfur, sílamáfurinn. En stokköndin er „mubla“ á Tjörninni ef svo mætti að orði komast, æðurin og hettumáfurinn og raun- ar veiðibjallan einnig eru tiltölulega ný- farin að leggja vatnið undir sig. Það er krían sem er einkennisfuglinn, sá fugl sem borgarbúum þykir líklega hvað vænst um ef um væri spurt. Sá fugl sem beðið er eftir vor hvert, og með komu kríunnar í Tjarn- arhólmann er vorið endanlega komið, og sumarið einnig í hjörtum borgarbúa. Grein þessi segir frá þessum fallega og skapilla litla flugsnillingi, sem eftir að hafa flogið hingað í norðurhöf alla leið frá Suðurskautinu, þarf að byrja á því að berj- ast hatrammlega fyrir hólma sínum við hettumáfinn, sem sjálfur er nýkominn með kaffibrúna sumarhettu sína og er staðfugl að miklu leyti. Vor hvert helga þeir sér hólmann, en verða jafnan að víkja fyrir kríunni. Segir það margt um áræði og skapferli þessa smáa fugls, því hettu- máfurinn er bæði frekur, hávær og mun stærri en krían. Kría eða hettumáfur Margir rugla saman hettumáf og kríu. Frægt var er dagblað hér í borg birti á forsíðu sinni mynd af fyrstu kríu vorsins. Var myndin af hettumáf við Tjörnina. Sjálfsagt hafa línur verið glóandi á um- ræddu dagblaði, því daginn eftir var leið- rétting með nýrri mynd sem sögð var af kríunni, en hettumáfsmyndin sögð hafa birst óvart. Kríumyndin var vissulega af kríu, en var gömul. En ætli það teljist ekki auðvelt fyrir leikmenn að ruglast á teg- undunum snemma á vorin er þessir vinir borgarbúa hafa ekki birst þeim í sumar- skarti sínu í næstum ár? Garg hettujnáfs- ins er í fljótu bragði ekki ósvipað og garg kríu litlu. Og bæði hafa hettu og eru grá á baki. -En ruglingurinn hlýtur að vera að- eins fyrst, því ef hettumáf og kríu er stillt upp hlið við hlið, þá roðna þeir sem hafa talið annan vera hinn. Ætla má að flestir þekki kríuna, en hér kemur samt stutt lýs- ing á fuglinum eins og hún birtist í fugla- bók AB. Er lýsingin á blaðsíðu 199: — 38 sm, auðgreindust frá sílaþernu á einlitu blóðrauðu nefi (það er einlitt, svartleitt á veturna og á vorin getur nefbroddurinn jafnvel enn verið svartur) og sitjandi á styttri fótum. Venjulega grárri að neðan og á hálsi en sílaþerna og roðaþerna, og verður oft hvít rák milli gráa litarins á hálsi og svörtu kollhettunnar. Löngu stélfjaðrirnar ná venjulega lítið eitt aftur fyrir vængbrodda á sitjandi fuglum, en aldrei eins langt og á roðaþernu. Um kjörlendi kríunnar segir ennfremur í sömu bók á sömu síðu: — Einkum sjávar- strendur (meiri sjófugl en sílaþerna), en sums staðar einnig ár og vötn fjarri sjó. Verpur á lágum og sendnum ströndum, í hólmum og eyjum eða mýrlendi. Kríur má sjá víða hér á landi, til dæmis hefur grh. séð þær á Arnarvatnsheiði og einnig í Veiðivötnum á Landmannaafrétti, en hvort þær verpa þar einnig er annað mál. Þó held ég að þær geri það á síðarnefnda staðnum og sennilega á þeim báðum. Frakkur tækifærissinni Vegna kjörlendisins fer svo að krían er einn af sambýlisfuglum veiðimanna hér á landi. Það er varla til sú laxveiðiá, að krí- an komi ekki og sníki maðk handa sér eða ungum sínum nema hvort tveggja sé. Þyk- ir ýmsum fuglinn setja niður við betl af þessu tagi. Fugl, sem af alkunnu áræði og grimmd ver bæði eigin heimili og annarra fugla sem minna mega sín og sækjast eftir sambýlinu. Grh. þykir hins vegar að betl kríunnar bendi til sjálfsbjargarhvata og vitsmuna. Það sannar einnig að krían er tækifærissinni og getur það gefið góða raun í harðri lífsbaráttu eins og dæmin sanna. Krían er mjög hjartfólgin landsmönnum þó svo að margir þeirra ræni eggjum hennar og borði með bestu lyst. Það er alkunna hvernig hún ver varp sitt, stingur sér óhrædd á jafnvel hina þvervöxnustu menn og goggar í höfuð þeirra ef þeir vara sig ekki. Mönnum þykir bæði vænt um hana, en óttast hana einnig. Óttablandin virðing, ást eða hatur, allt er til í dæminu, enda er krían margslunginn fugl og gerir ýmist skráveifur eða gagn. Krían á erfitt uppdráttar, ungarnir eru viðkvæmir og þoía illa kuldahret, sem alls ekki teljast sjaldgæf á landi voru. Hrynja ungarnir oft niður í stórum stíl, en það er gangur lífs- ins, þeir sterkustu lifa og þannig úrkynj- ast stofninn ekki. Þjóðsögur og veruleiki Kríugarg. Hver þekkir það ekki? Stund- um er loftið þrungið þessu ómissandi sumarhljóði. Til eru fleiri sögur en ein um rödd kríunnar og hvernig hún er til komin, en krían er einn af örfáum fuglum sem kunna að segja nafnið sitt og þar gæti leynst sannleikur um þetta óvenjulega nafn. Fyrr á tímum var krían kölluð þerna og frænkur kríunnar kallast allar þemur á íslensku máli, en allar eru þær máfaættar. Þjóðsagan segir, að krían fái ekki málið fyrr en hún hefur bragðað hreistur af laxi. Jafnframt fylgir þessari sögn, að kríunni þyki hreistrið vera hið mesta sælgæti. Nú er krían farin að skrækja miklu fyrr en möguleiki er á því að næla sér í laxahreist- ur. Hitt er svo annað mál að þeir menn eru til sem séð hafa kríur stinga sér á laxa og kroppa í bök þeirra þar sem þeir hafa ver- ið að laumast yfir grunn brot í ánum. Þá þykir það vita á góða veiði meðal neta- veiðimanna, ef kría situr á ysta búkka laxanets. Þá þykir víst að lax muni fastur í netinu. Með þessum hætti þykjast menn hafa séð, að krían geti vísað á veiði, og gömul saga um hvernig nafn kríunnar breyttist ú* því að vera þerna í kría tengist þessum veiðivísunarhæfileika kríunnar ef svo mætti kalla það. Sagan gamla er varð- veitt eins og svo margar aðrar skyldar, í bókum Björns J. Blöndal frá Stafholtsey. Er sagan í bókinni „Að kvöldi dags“ sem út kom árið 1952. Hér kemdur endursögn: Kría — Hörð vor eru algeng á íslandi, en þó svo sé, bregst ekki, að krían kemur stund- víslega um svokallaða krossmessu. Verpir MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 73 Texti: Guðmundur Guðjónsson hún snemma í júní, en ungarnir eru yfir- leitt orðnir fleygir um miðjan júlí eða svo. Er þá stutt í að krían hverfi af landi brott, enda á hún langan veg fyrir höndum. Flýg- ur hún alla leið til Suðurheimskautsins. Er þar að nokkru leyti a.m.k. komin skýringin á því að krían er með síðustu farfuglum sem hingað koma og fer aftur í hópi þeirra fyrstu. Einstaka kría fer þó ekki, en þær sem ekki gera svo eiga dauðann vísan. Eru þar ragir ungfuglar eða veikir fuglar sem ekki fara og falla með þessum hætti. Sag- an er um fugl sem gleymdi eða þorði ekki að fara. Við fjörð einn fyrir vestan bjó einsetu- maður. Sótti hann björg sína á hafið, en aldrei grandaði hann dýri með heitu blóði. Og krían hét í þá daga þerna, en það er mjög fornt íslenskt nafn á kríunni. Eitt sinn um haust, er óveður var, var einsetu- maðurinn á gangi í fjörunni skammt frá húsum sínum. Fann hann þá þernuunga í flæðarmálinu og var hann blautur og líf- lítill. Tók hann ungann, lagði hann við brjóst sitt og bar heim. Maðurinn vissi af reynslu, að vandasamt var að lífga fugla við sem svo langt voru leiddir og enn erfið- ara að halda í þeim lífi svo að þeir töpuðu ekki frelsi sínu. Stundum voru aðstæður þó þannig, eins og nú, að um ekkert annað var að ræða en að reyna og sjá hvernig til tækist. Þernan litla lifnaði öll við er hún kom í hlýjuna og fljótlega tókst manninum að fá hana til að éta nokkra ánamaðka, síðan síli sem hann veiddi í sjónum og loks var litla krílið farið að háma í sig hráa ýsu. Þegar leið á veturinn, kastaði unginn kufli sínum og varð að þernu. Síðan kom vorið og þernurnar með og einsetumaðurinn bar litla vin sinn út eitt vorkvöldið, er þern- urnar kyrjuðu vorsöngva sína. Sleppti hann fuglinum og flaug hann til systkina sinna. En veturinn á eftir var harður og hafísinn lá við land mánuðum saman. Hafði einsetumaðurinn búið við þrengri kost en oftast áður og var hann þó ýmsu vanur í þeim efnum. Svo kom vorið og landsins forni fjandi hélt á ný til sinna eiginlegu slóða. Samt virtist sjórinn fisk- laus. Það var sama á hvaða mið einsetu- maðurinn reri, flyðrumiðin, ýsumiðin, ekki bein dró hann. Fór hann iðulega svangur í háttinn. En svangir menn sofa ekki rótt og nótt eina þóttist fiskimaðurinn vakna við að hurðin á herbergi hans opnaðist og inn gekk kona, sveipuð bláum slæðum með svarta húfu á höfði og í rauðum skóm. Er fiskimaðurinn spurði hana nafns, sagðist hún heita Kría. Hún sagði fiskimanninum jafnframt að hann ætti svo sem að þekkja sig því hún hefði gist hús hans veturinn áður. Sagði Kría eftirfarandi: „Er ég kom- in til að endurgjalda þér lífgjöfina. I upp- hafi vega setti höfundur lífsins þau lög, að sérhvert góðverk skyldi endurgoldið þús- undfalt, en misgjörð koma á móti mis- gjörð. Nú mun ég vísa þér á veiði á morg- un. Og það mun ég gera ættmönnum þín- um í þúsund liðu, öllum þeim, er nema vilja mál mitt og fara eftir bendingum mínum. Endurtaka mun ég nafn mitt á morgun, og það mun ég gera fyrir ætt- menn þína á ókomnum öldum. Skalt þú nú sofa, en vaknaðu snemma, og bú bát þinn. Ég mun vísa þér hvert skal halda." Fiskimaðurinn gat auðvitað ekki annað „Eins og kría á steini“ Björn greinir einnig frá kríunni í bók sinni Vinafundir. Segir hann frá miklu kríuvarpi sem var í Stafholtsey í bernsku sinni, en er nú horfið. Segir hann sérstaka kríudagbók hafa verið í Stafholtsey þar sem komudagur kríunnar var skráður á hverju ári, svo og brottfarardagur hennar ár hvert. Talið var, að sögn Björns, að krían kæmi jafnan á krossmessudag og skeikaöi aldrei nema einum degi eða svo til eða frá. Getur Björn þess að krían sé ekki jafn stundvís og áður var. Björn segir mikið frá kríunni, meðal annars hvernig hún ver varplönd sín. Seg:r Björn frá athyglisverðum skærum kríui.n- ar og branduglunnar, sem fór að verða eftir atvikum algeng í Borgarfirði um 1940 eða svo. Segir Björn að kríunni hafi frá byrjun verið meinilla við ugluna sem flaug hljóðlausu flugi sínu hvert sem henni sýndist. Björn segir kríurnar hafa ráðist tafarlaust á ugluna og flogið aftan að henni. En uglan er vitur fugl sem alkunna er og gerði hún kríunni illa skráveifu. Ugl- an getur nefnilega klórað aftur fyrir sig og hikaði ekki við að gera svo er krían gerði árásir sínar. Segist Björn oft hafa heyrt kríuna skrækja af sársauka er uglan klór- aði hana og einu sinni sá hann kríu fljúga af hólmi blóðuga á höfðinu. En branduglan hefur engan einkarétt á vitsmunum. Krían breytti um bardagaaðferð og stakk sér þá niður á ugluna rétt eins og hún afgreiðir mennina. Hjó krían ugluna í bakið án þess að hún gæti nokkuð aðhafst. Eftir að krí- urnar fóru að beita brögðum þessum fóru leikar þannig að uglan var ekki eins hroka- full í garð kríunnar og fór að virða landa- mæri varplanda hennar. Krían er merkilegur fugl fyrir margra hluta sakir. Um hana mynduðust ýmis orðatiltæki. Til dæmis var í gamla daga og einnig síðar talað um að menn væru „eins og kría á steini" ef þeir voru óþolinmóðir og gátu ekki verið kyrrir. Er orðatiltækið tilkomið af því, að fætur kríunnar eru svo litlir og máttlausir að hún situr aldrei nema stutta stund í einu þó svo að ekki sé það beinlínis tröllabúkur sem þær þurfa að halda uppi. Annað orðatiltæki sem þekkt var hljóðar svona: „Það er eins og kría verpi". Var það sagt um menn sem voru fljótir að skipta skapi þótt farið væri öfga á milli. Ræturnar er að rekja til þess að krían þótti afar fljót að verpa eggjum sínum þó svo að þau teljist kannski heldur stór miðað við stærð fuglsins. En þó að menn hugsi kríunni stundum þegjandi þörfina má ætla að það risti varla djúpt, að minnsta kosti í flestum tilfellum. Rödd hennar hefur verið kallað garg og kannski er betra orð yfir hljóðið vandfundið. Þegar kríunni er mikið niðri fyrir, þegar hætta steðjar að, þenur hún sig ógurlega, gargar og goggar. Sögðu menn þá áður fyrr að hún væri ekkert nema „fiðrið og vargaskapurinn". En þó svona hafi verið talað um kríuna má ætla að raunverulegar tilfinningar landsmanna í garð þessa sviflétta heimshornaflakkara felist mun frekar í þeirri gömlu þjóðtrú, að þeir sem beri utan á sér hjarta úr kríu, þeir verði að hinum bestu mönnum í alla staði. Má þá kríuhjartað vera fjári stórt og þó stórbrotin sé rödd þessa tyðris, þá er hjartað enn stórbrotnara. en munað draum sem þennan og fór hann því eftir honum að því leyti að hann dró sig snemma á fætur. Og er hann var að búa út bát sinn, flaug hópur af þernum yfir höfuð hans og kölluðu þær: „Kría, Kría,“ o.s.frv. Hafa þernurnar síðan verið kallaðar kríur. Af fiskimanninum er það að segja, að hann reri út á fjörðinn og kríurnar fylgdu honum. Um síðir fóru þær að fljúga í hringi yfir ákveðnum bletti og voru þá glaðklakkalegar í rómnum. Vissi fiskimaðurinn í fyrstu ekki hverju sætti, en kveikti á ljósinu er ein krían stakk sér niður og goggaði í hvirfil hans. Gerði hann þá veiðarfærin klár, renndi og fiskaði strax. Er skemmst frá að segja að hann mokveiddi þarna og var gæfumaður allar götur þar eftir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.