Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 83 festi rætur innan eigin landa- merkja. Það var ekki fyrr en 1951 sem kaþólskir fengu með samþykki konungs að byggja sér klaustur. Sérstakan kaþólskan biskup yfir sig fengu Svíar ekki fyrr en 1951. Á Islandi komu nunnur af reglu Heilags Jósefs sér upp klaustri rétt eftir alda- mótin og biskup fengum vér fs- lendingar í Landakot árið 1929. Að þessu leyti stöndum vér því miklu framar Svíum. Annað sem maður rekur aug- un í þegar maður kemur inn í dómkirkjuna í Lundi er stór hvelfdur kertastjaki með mörg- um stæðum fyrir smákerti sem hægt er að kaupa í framkirkj- unni. Fólk kaupir sér þar kerti og tendrar en hagnaðurinn renn- ur til góðs málefnis. Sá er ljósið tendrar hugsar sitt, því þetta er þögul athöfn sem ekki er skipulögð í helgi- siðabókum kirkjunnar. En aug- ljóslega minnir þetta á sið kaþ- ólskra sem kveikja á kertum sín- um með velferð dauðra ættingja og vina í huga. Vera má að hinar orðlausu og einstaklingsbundnu trúarathafnir eigi sér dýpri ræt- ur í almenningi en skipulögð trú- arbrögð. Hver kannast ekki við þá stemmningu sem lifandi kertaljós veitir og þá einkum í skammdeginu. Ljósi fylgir hátíð og oft þögul íhugun um hluti sem eru utan og ofan við verald- arvafstur líðandi stundar. Ljósið tengir ef til vill þá sem lifa við látna vini og vandamenn. Á jólum er hver krókur og kimi kirkjugarða hér í Svíþjóð upp- lýstur vegna þess að fólk keppist við að setja upp ljós á leiði vandamanna sinna. Sænskur trúarlífsfélagsfræðingur hefur sett fram þá kenningu að ljósið sé hin nýja trú Svía sem oft fá þá einkunn að vera trúlausastir allra Evrópuþjóða. Sá sem kæmi til Svíþjóðar og dveldi aðeins fyrsta mánuð kirkjuársins þ.e.a.s. í desember mundi ekki sannfærast um það. Á fyrsta sunnudag í aðventu hef- ur orðið vinsælt að fara í kirkju og jólin eru haldin hátíðleg í kirkjunum meira og minna allan mánuðinn. Vinsælasta messan er þó sjálf jólamessan kl. 8 á jóladagsmorgun (þess vegna kölluð Julottan). Skólar í Keflavík fá nýtt nafn GRUNNSKÓLA Keflavíkur við Sunnubraut hefur nýlega verið gefið nafnið Holtaskóli og skólinn við Sól- vallagötu mun í framtíðinni heita Myllubakkaskóli. Skólanefnd gerði tillögur um þessar nafngiftir í fyrrasumar og nú hefur Ragnhildur Helgadóttir staðfest þær. Sterxmog hagkvæmur auglýsingamiöill! 2fl*rgxmX>Iíifcií> I» [i|; V / 11. LlIj —\ k | 'húsgögn J1 Ármúla 44, sími 32035 4^5 KRISTJÁn f kSw SIGGEIRSSOn HF. ^ J LAUGAVEGl 13. REYKJAVIK. SIMI 25870 Opiö á fimmtudögum til kl. 21, á föstudögum til kl. 19 og til hádegis á laugardögum. „Þú reistir tnig upp”, frábær hljómplata með Anne og Garðari, ásamt Magnúsi Kjartanssyni og úrvali sænskra tónlistarmanna. Hljóðritunin var gerð í einu fremsta hljóðveri Norðurlanda. Á plötunni eru þrettán lög, þar af fjögur, sem eiga einkar vel við um jólin! rílADELTlA FORIAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.