Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 * Formannafundur ASI: Miðstjórn falið að halda viðræðum áfram FORMANNAFUNDUR Alþýóu sambands fslands, sem haldinn var á sunnudaginn, samþykkti að fela mióstjórn ASÍ aó halda áfram þeim vióræóum, sem hafnar eru við sam- tök atvinnurekenda og ríkisstjórn um gerð bráöabirgðasamkomulags eða kjarasamnings til lengri tíma. í gærmorgun hófst síðan sam- bandsstjórnarfundur ASÍ og lýkur honum í dag. Þar er fjallað um starfsemi ASÍ almennt, en um er að ræða nokkurs konar aðalfund sambandsins, sem haldinn er þau ár, sem þing þess eru ekki haldin. Gert var ráð fyrir, að mestur tími fundarins faeri í umræður um skipulagsmál verkalýðshreyfing- arinnar. 48 ára kona lést í umferðarslysi 48 ARA gömul kona, Erla Lárusdótt- ir, til heimilis á Ferjubakka 4 í Reykjavík, beið bana þegar bifreiö, sem hún var farþegi í, valt á Reykja- nesbraut viö syöri gatnamótin að Vogum. Slysið varð á laugardag klukkan 16.45. Tvennt var í bifreiðinni, sem er af Datsun-gerð, svokölluð pick- up-bifreið. Þau voru á leiðinni til Reykjavíkur þegar ökumaður missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiði)igum að bifreiðin fór út af veginum og valt niður 8 til 10 metra háan vegarkantinn. Erla var látin þegar komið var, með hana í sjúkrahúsið í Keflavík. Ökumaðurinn slapp lítið meiddur. Erla heitin var fædd 28. des- ember 1934. Hún lætur eftir sig þrjú uppkomin börn. Erla Lárusdóttir Verð á áfengi og tóbaki breytist í dag: Flestar tegundir hækka nokkuð — Dæmi eru um óbreytt verð, eða lækkun BREYTING verður á verði áfengis og tóbaks frá og með deginum í dag að telja. í allflestum tilvikum er um hækkanir að ræða, allt frá 1—84%, en dæmi eru þó til aö verð standi í stað eða lækki lítilsháttar. Til glöggvunar fylgir hér tafla, þar sem sýnt er verð á ýmsum teg- undum fyrir og eftir hækkun og þá breytingu sem orðið hefur. BREYTINGAR A VERÐI Afengis OG TÖBAKS 13. DESEMBER 1983 DÆMI OR VERÐSKRA ATVR 3. október 13. desember Breyting Brennivín 380 kr. 380 kr. 0% Kláravín 380 kr. 380 kr. 0% Vodka Wyborowa 530 kr. 530 kr. 0% " Stolichnaja 536 kr. 540 kr. 0,75% " Smirnoff 546 kr. 590 kr. 8,06% " Kamtschatka 546 kr. 530 kr. -0,30% Gordons Gin 520 kr. 590 kr. 13,46% Beefeater Gin 520 kr. 580 kr. 11,54% Bols Genever 546 kr. 700 kr. 28,21% Baccardi Rum‘ 530 kr. 590 kr. 11,32% Cointreau líkjör 501 kr. 710 kr. 41,72% Irish Vi .t j \\ ..ói' 395 kr. 500 kr. 26,58% J.Tgermei'.ter 454 kr. 630 kr. 38,77% Messuvín 52 kr. 60 kr. 15,39% Camus Napoleon konlak 952 kr. 1.030 kr. 8,19% " XO " 1 .144 kr. 1.380 kr. 20,63% Courvoisier " 1 .321 kr. 1.570 kr. 18,85% Hennessey XO ” 1 .21 7 kr. 1 . 550 kr. ' 27,36% Remy Martin V30P " 676 kr. 970 kr. 43,49% Black L'abel Viskl 582 kr. 700 kr. 20,27% White Horse " 530 kr. 590 kr. 11,32% Blaek & White " 530 kr. 600 kr. 18,87% Glenfiddish " 582 kr. 730 kr. 25,43% Seagrams VO " 530 kr. 630 kr. 18,87% St. Emillioy rauðvín 135 kr. 180 kr. 33,33% Red Bordeaux " 106 kr. 120 kr. 13,21% Geisweiler Reserver 193 kr. 260 kr. 34,72% Hosice de Beayre 411 kr. 760 kr. 84,91% Trakia 99 kr. 110 kr. 11,11% 40,74% Bichot Santemes hvítt 135 kr. 190 kr. Whit e Bordeaux 99 kr. 120 kr. 21,21 % 40,74% Bernkastler 135 kr. 190 kr. Liebfraumilch Anh. 130 kr. 140 kr. 7,69% Torres 99 kr. 110 kr. 11,11% Edelfraulein 110 kr. 140 kr. 27,27% PM Chablis 198 kr. 290 kr. 46,46% Gordon Verte kampav. 324 kr. 350 kr. 8,02% Brut Imp " 352 kr. 470 kr. 33,52% Bristol Cream sherry 192 kr. 210 kr. 9,38% Cream de Terry 172 kr. 170 kr. -1,2% Martini 198 kr. 21 0 kr. 6,06% Cinzano 198 kr. 210 kr. 6,06% Duboneet 198 kr. 200 kr. 1 ,0% Campari 322 kr. 320 kr. -0,60% Lemmon "21" 234 kr. 430 kr. 83,76% Limbo 234 kr. 400 kr. 70,94% Almennar sígarettur 38,75kr. 44,1Okr. 13 81 % Frá undirritun samnings um upplagseftirlit í gær. Frá vinstri: Sigurður Blöndal frá K-blaðinu, Jóhann Þórir Jónsson frá Tímaritinu Skák, Elísabet Þorgeirsdóttir frá Sjómannablaðinu Vfkingi, Gunnar Steinn Pálsson frá Sambandi ísl. auglýsingastofa, Árni Árnason, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs íslands, Örn Jóhannsson, skrifstofustjóri Morgun- blaðsins, Þórarinn J. Magnússon frá SAM-útgáfunni, Hilmar Jónsson frá Gestgjafanum og Ólafur Hauksson frá SAM-útgáfunni. Samningur undirritaður í gær: Upplagseftirlit tekið upp f GÆR var undirritaður í húsakynn- um Verzlunarráðs íslands samn- ingur um upplagseftirlit með blöðum og tímaritum. Samningur þessi var undirritaður af fulltrúum Verzlun- arráðsins, Sambands ísl. auglýs- ingastofa, Morgunblaðsins, SAM- útgáfunnar og nokkurra annarra tímarita. Samkvæmt samningi þessum verður framkvæmd könnun á upp- lagi þeirra dagblaða og timarita, sem eru aðilar að honum. Tilgang- urinn með því er sá, að skapa ör- yggi í upplýsingum um útbreiðslu blaða og tímarita fyrir útgefend- ur, auglýsendur og aðra viðskipta- vini. Verzlunarráð fslands mun annast framkvæmd þessarar könnunar og fer fréttatilkynning þess um upplagseftirlitið hér á eftir: Samningur um upplagseftirlit með blöðum og tímaritum var undirritaður á skrifstofu Verzlun- arráðs íslands mánudaginn 12. desember 1983. Aðilar að samn- ingnum eru Samband íslenskra auglýsingastofa, Verzlunarráð ís- lands og nokkrir útgefendur blaða og tímarita. Verzlunarráðið mun annast framkvæmd á eftirlitinu og nær það eingöngu til þátttak- enda í samningnum. Upplagskönnunin tekur bæði til fjölda prentaðra og greiddra ein- taka svo og til skiptingar milli fastra áskrifenda og lausasölu auk annarra atriða, sem kunna að Málflutningur í „lögfræðingamál- inu“ svokallaða fór fram í Sakadómi Reykjavíkur í gær. Ákæra á hendur þremur mönnum var gefin út í sumar eftir að kæra um okur barst á hendur þeim í janúar síðastliðnum. Iléraðsdómari í Kópavogi og lög- fræðingur á Akureyri voru úrskurð- aðir í gæzluvarðhald vegna rann- sóknar RLR á máli þessu. Héraðsdómarinn í Kópavogi er ákærður fyrir fjárdrátt, fjársvik, okur og skjalafals. Ekki var höfð uppi bótakrafa á hendur honum, þar sem hann hefur að fullu verða ákveðin. Niðurstöður verða birtar þátttakendum eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Gert er ráð fyrir, að upplagseftirlitið hefjist í byrjun næsta árs. Kostnaður við könnunina verður greiddur af út- gefendum og auglýsingastofum. Tilgangur með upplagseftirlit- inu er að skapa öryggi í upplýsing- um um útbreiðslu blaða og tíma- rita fyrir útgefendur, auglýsendur og aðra viðskiptavini, sem þurfa á þeim upplýsingum að halda. Upp- Sagnfræðistofnun Háskóla fs- lands hefur gefið út bókina Vestur- faraskrá 1870—1914, A Record of Emigrants from Iceland to America, eftir Júníus H. Kristinsson, cand. mag., skjalavörð. Um rit þetta hafa orðið miklar deilur í Háskóla ís- lands, eins og fram kom í Morgun- blaðinu sl. sunnudag. Þar var m.a. greint frá þeirri niðurstöðu deildarráðs heimspeki- deildar Hí, að minna væri gert úr hlut Þórhalls Vilmundarsonar, prófessors, í inngangi Sveinbjörns endurgreitt það fé, sem hann dró sér. Hann er ákærður fyrir að hafa dregið sér fé úr sektarsjóði embættisins og notað féð, eða hluta þess, til lánastarfsemi og þegið okurvexti. Munu vextir hafa skipti mest þúsundum prósenta. Lögfræðingurinn á Ákureyri er sakaður um fjársvik og til vara að hafa þegið ólögleg umboðslaun. Sölumaðurinn er ákærður fyrir skjalafals, fyrir að hafa gefið út ávísanir úr hefti bróður síns. Birg- ir Þormar, aðalfulltrúi í Saka- dómi, dæmir í málinu. lagseftirlit sem þetta tíðkast í flestum nálægum löndum. Þátttakendur í upplagskönnun- inni verða Morgunblaðið, Gest- gjafinn, Hús & híbýli, K-blaðið, Samúel, Sjómannablaðið Víking- ur, Tímaritið Skák og Samband ís- lenskra auglýsingastofa með fyrirvara um samþykki félags- fundar. Reiknað er með því að fleiri útgefendur og einstakar aug- lýsingastofur muni gerast aðilar að samningnum á næstunni. Rafnssonar, forstöðumanns Sagn- fræðistofnunar HÍ, en ástæða væri til, og minna væri gert úr tengslum verkefnisins, sem nú er komið út í bók, og upphaflegu rannsóknarinnar, sem unnið var að undir leiðsögn próf. Þórhalls. Deildarráðið lagði til að breyt- ingar yrðu gerðar á inngangi bók- arinnar og tiltekin nokkur atriði, sem tilgreind voru í frétt Morgun- blaðsins sl. sunnudag. I gær barst Mbl. eintak af bókinni og var hún þann sama dag sett í dreifingu hjá Sögufélaginu, sem hefur söluum- boðið með höndum. Með kynn- ingareintakinu fylgdi svohljóð- andi fréttatilkynning: „Hinn 10. desember kemur út á vegum Sagnfræðistofnunar Há- skóla íslands Vesturfaraskrá 1870—1914, A Record of Emi- grants From Iceland to America 1870—1914, eftir Júníus H. Krist- insson, cand. mag., skjalavörð. Ritið er 516 blaðsíður og í því eru taldir meira en 14.000 einstakl- ingar, sem fluttust frá íslandi til Vesturheims á þessu 45 ára tíma- bili. Við nafn hvers vesturfara er tilgreint, eftir því sem heimildir hrökkva til, staða viðkomandi og aldur, útflutningsár, útflutnings- höfn, útflutningsskip auk fyrir- hugaðs ákvörðunarstaðar vestra. I inngangi, sem er bæði á ís- lensku og ensku, er tölfræðilegt yfirlit yfir fjölda vesturfaranna í skránni, aldur þeirra og kyn, auk yfirlits yfir það hve mikill straumurinn var úr landinu sam- kvæmt skránni ár hvert og hversu margir fóru úr hverju héraði." „Lögfræðingamálið“: Málflutningur í Sakadómi í gær Vesturfaraskrá Sagnfræðistofnunar HÍ: Bókin komin út með óbreyttum inngangi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.