Morgunblaðið - 13.12.1983, Page 39

Morgunblaðið - 13.12.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 . 47 Grænmetisverslun landbúnaðarins: Útboð lækkaði flutn- ingskostnað um tvo þriðju ÚTBOÐ Grænmetisverslunar land- búnaðarins á flutningi 1.200 tonna af kartöflum frá Hollandi lækkaði fraktkostnað um nær %, eða úr 120 dollurum á tonnið í liðlega 44 doll- ara. Þessi lækkaði flutningskostnað- ur kemur þó neytendum ekki til góða í lækkuðu kartöfluverði nema á óbeinan hátt: niðurgreiðslur úr rík- issjóði lækka stórlega og verða inn- an við eina krónu á tonnið, að því er Gunnlaugur Björnsson, forstjóri Grænmetisverslunar landbúnaðar- ins, sagði í samtali við blm. Morgun- blaðsins. Léleg kartöfluuppskera innan- lands hefur haft það í för með sér, að óvenju mikið hefur verið flutt inn af kartöflum í ár og „það hefur raunar ekkert lát orðið á kartöflu- innflutningi síðan í júlí," sagði Gunnlaugur. Eimskipafélag Is- lands hefur flutt kartöflur fyrir Grænmetið fram að þessu fyrir 180 dollara brúttóverð á tonnið. Af því hefur verið gefinn 30% af- sláttur, svo nettóverð pr. tonn hef- ur verið 120 dollarar. Gunnlaugur sagði að til þessa hafi verið erfitt að bjóða þessa flutninga út, þar sem ekki hafi alltaf verið vitað með nægum fyrirvara um hve mikið magn yrði að ræða eða hvenær það yrði fáanlegt. „En nú keyptum við 1200 tonn af hol- lenskum Binté-kartöflum á einu bretti og ákváðum að flytja þær heim í þremur skömmtum, í des- ember, janúar og febrúar. Þá var augljóslega hægt að bjóða þetta út og það gerðum við. Við fengum fjögur tilboð, frá Eimskipafélagi fslands, Hafskip, Skipadeild SIS og Þorvaldi Jónssyni. Tilboðið frá Hafskip var lægst og því var tek- ið.“ Gunnlaugur staðfesti að Eim- skip hefði boðið 50 dollara á tónn- ið en Hafskip 44,25 dollara. Við það bættist smávægilegur kostn- aður, því að í tilboði Hafskips var ekki reiknað með uppskipun og í tilboði Eimskips var ekki reiknað með útskipun, sem er almennt nokkuð dýrari. Hin tilboðin tvö voru talsvert hærri en í þeim var reiknað með öllum kostnaði, sagði hann. Jasstónleikar í Norræna húsinu Jass verður leikinn á sjöttu og síðustu Háskólatónleikum þessa misseris, sem haldnir verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 14. desember. Þar koma Guðmundur Ingólfsson og Reynir Sigurðsson fram og leika „Norræn þjóðlög með jass-ívafi“. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og standa í u.þ.b. hálftíma. Fjárfestingarfélagið hættir fasteignasölu Tekur upp almenna fjármálaráðgjöf STJÓRN Fjárfestingarfélags ís- lands hefur ákveðið, að dótturfyrir- tæki félagsins, Fjárfestingarmarkað- ur Fjárfestingarfélagsins, muni sam- einast því og beinni miðlun við kaup og sölu fasteigna verði hætt. Þess í stað mun Fjárfestingar- félag fslands bjóða óháða og hlut- lausa fjármálaráðgjöf á breiðu sviði, sem styðjast mun við sér- þekkingu félagsins á fjármála- sviðinu, eins og segir í auglýsingu Fjárfestingarfélagsins í Morgun- blaðinu sl. sunnudag. í upphafi mun verða farið af stað með fasteignaráðgjöf 19. desember nk. Þar munu fyrirtæki, fasteignasalar og einstaklingar geta fengið ráðgjöf á fjármála- sviðinu. í auglýsingu félagsins segir, að aðstoðin muni einkum felast í aðstoð við að meta áhrif greiðsluskilmála á raunviði það sem um er að ræða við kaup og sölu fasteigna. í því felst m.a. að- stoð við tilboðsmat og tilboðsgerð. Dræm loðnuveiði LOÐNUVEIÐIN undanfarna daga hefur verió rajög dræm og eru skipin nú sum hver að tygja sig til heim- ferðar og í jólafrí að sögn Andrésar Finnbogasonar hjá Loðnunefnd. Alls eru nú komnar um 113.000 lestir af loðnu á land. Á laugardag tilkynntu 7 skip Loðnunefnd um afla, samtals 2.570 lestir. Það voru Víkingur AK, 800, Hilmir II SU, 400, Erling KE, 260, Hilmir SU, 500, Eldborg HF, 60, Pétur Jónasson RE, 180 og Gísli Árni RE, 370 lestir. Á sunnu- dag tilkynnti aðeins eitt skip, Dagfari ÞH, um afla, samtals 130 lestir. Síðdegis í gær höfðu fjögur skip tilkynnt Loðnunefnd um afla, samtals 980 lestir. Það voru Al- bert GK, 300, Huginn VE, 300, Kap II VE, 230 og Höfrungur AK með 150 lestir. Þá leggur félagið mat á hag- kvæmni fasteignakaupa borið saman við leigu eða fjárfestingu í öðrum fjármunum. Félagið mun standa fyrir útleigu og viðhaldi á tölvutækum hugbúnaði sem auð- veldað getur fasteignasölum að bjóða upp á sveigjanlega greiðslu- skilmála á sama hátt og félagið hefur gert á undanförnum árum. Námskeið í kvöld í meðferö og matreiðslu í örbylgjuofnum verður í kvöld frá kl. 20—22 í versluninni. Stjórnandi námskeiösins hússtjórnarkennari. er Ólöf Guönadóttir Þátttaka tilkynnist í síma 17244. HLJOMBÆR HLJÐM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI "■ ™ nfifiwi ■ ít ■ ■ IHIHMÞ-' --- HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 17244 ,__, UMBORNIN PAÐ GERIR (£LKO) OG FRAMLEIÐIR TENGLA MEÐ „BARNAVERND“ Reynslan hefur sýnt aðþörf er á að fyrirbyggja slys á heimilum — Maður veit aldrei á hverju bömin taka uppá. FAGMENN ættu að hugleiða öryggið sem Elko veitir börnum. JTRÖNNING Sund?b?ra simi 84000 OP® TIL SJÖ í KVDLD Vöruniarkailurinn hf. EIÐISTORG111 manudaga — þriðjudaga — miövikudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.