Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 11 FASTEIGNASALAN SKÓLAVÖROUSTlQ 14 Í. h*ð Síöumúli Atvinnuhúsnæði - Síðumúli - Atvinnuhúsnæði Götuhæð ca. 200 fm með miklu útstillingargluggum. Skemmti- legt og gott pláss sem hentar flestum greinum atvinnurekst- ur. Verð ca. 3,2 milljónir. Auöbrekka Atvinnuhúsnæði - Auðbrekka — Atvinnuhúsnæði 1. haeö jarðhæð ca. 300 fm glæsilegt húsnæöi. Tilvalið fyrir verslunar-, iðnaðar- eöa skrif- stofuhúsnæði. Verö ca. 4,5 millj. Vantar — Skipti Vandað stórt og skemmti- legt einbýlishús. Verðhug- mynd 7—8 millj. Skipti koma til greina á mjög skemmtilegu húsi í Garöa- bæ með arinn, sána og hita- potti. Leifsgata Sala — Skipti Parhús, kjallari, hæö og ris (3x70 fm). Á 1. hæð eru 3 stofur og eldhús. 2. hæð: 3 svefnherb. og bað. I kjallara: þvottahús, sána, salerni, geymsla og 2 svefnherb. Óska eftir einbýlis- húsi, raðhúsi eða sérhæð. Einn- ig kæmi bein sala til greina. Kópavogsbraut 5 herb. íbúö i tvíbýli (1. hæö). Bílskúrsréttur fyrir tvöfaldan bílskúr. Húsið er forskalaö timburhús sem búið er að klæöa meö járni frá Garöastál. Verð ca. 1,6—1,7 millj. Vantar Höfum fjársterka kaupendur aö sérhæðum. Ýmsir skipta- möguleikar koma til greina á bæði dýrari og ódýrari •ignum. Spóahólar Glæsilegt fullbúiö 3ja herb. ibúö með sérsmíðuöum innrétt- ingum. Ljós teppi, góðir skápar í herbergjum og holi. Verð 1.450—1.500 þús. Skólavörðustígur — Skipti — Sala Skemmtileg 3ja herb. íbúö ca. 85 fm ofarlega viö Skólavörö- ustíg. Æskileg skipti á eldra húsnæöi sem mætti þarfnast lagfæringar. Vmislegt annað kæmi til greina. Verö ca. 1.450 þús. Vantar Eldra húsnæöi miðsvæðis i bænum. Má þarfnast lag- færingar. Nesvegur 3ja herb. ca. 77 fm íbúð á 2. hæö. Laus í byrjun janúar. Verð ca. 1,2 millj. Mávahlíö 2ja herb. ca. 70 fm mikið stands. íbúö á jaröhæð. Æskil- eg skipti á 4ra herb. íbúö helst með bílskúr miösvæöis. Verö ca. 1,2 millj. Álftamýri — Skipti Skemmtileg 54 fm 2ja herb. íbúö á 4. hæö. Skipti á 3ja—4ra herb. íbúö miösvæðis. Verð 1.150 þús. Vantar Vegna mikillar sölu undan- farið vantar okkur 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. ibúöir á öllu höfuðborgarsvæöinu. Skoðum og verðmetum samdægurs. Sími 27080 15118 Helgi R. Magnússon lögfr. ^m—mmmmammmJ 81066 Leitib ekki langt yfir skammt 31066 Leitid ekki langt yfir skammt BOÐAGRANDI - 3JA HERB. 85 fm glæsileg ibúð á 3. hæð í nýrri btokk. Suöursvalir. Góðar innréttingar. Ákv. sala. Útb. 1250 þús. HúsafeÍ! Húsafell FASTEIGNASALA Langholtsvegi 115 ( Bæ/arleióahusinu ) sirru 8 10 66 Aóalsteinn Pétursson Bergur Guönason hdl FASTEIGNASALA Langholtsvegi 115 ( Bæ/arleióahustnu ) simi■■ 8 1066 Aóalsteinn Pétursson Bergur Gu&nason hd> i ttovgtsnttbifrife *' Metsöluhlad á hverjum degi! FJARMÁLARÁÐGJÖF ■W'.-'r'rp v NY ÞJONUSTA.., í REKSTRI FJÁRFESTINGARFÉLAGS ÍSLANDS HF. Gunnar Helgi Hálfdánarson, cand. oceon, MBA Framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélags (slands hf. Agætu viðskiptavinir, Fjárfestingarfélag íslands var stofnað árið 1971 með heimild í lögum frá Alþingi nr. 46, 1970. Að stofnun þess stóðu margir öflugir aðilar á öllum sviðum atvinnulífsins s.s. fjárfestingalánasjóðir, lífeyrissjóðir, bankar og stórfyrirtæki. Markmið félagsins er að beita sér fyrir nýjungum í atvinnu- lífinu og stuðla að betri nýtingu fjármuna og fjármagns og þar með heilbrigðara fjármálalífi landsmanna. I því skyni hefur það m.a. staðið að rekstri leigukaupastarfsemi, verðbréfa- markaðar Fjárfestingarfélagsins, Frjálsa lifeyrissjóðsins og Fasteignamarkaðar Fjárfestingarfélagsins hf. Síðastnefnda þættinum í starfsemi félagsins, var ætlað að kynna sveigjanlega greiðsluskilmála á fasteignamarkaðin- um, þannig að kaupendur og seljendur með frábrugðnar óskir um greiðsluskilmála gætu átt viðskipti saman. Frá stofnun hefur Fasteignamarkaður Fjárfestingarfélagsins náð umtalsverðum árangri á þessu sviði með hjálp vaxandi verðbréfaviðskipta hér á landi. Þörfin fyrir sveigjarilega skilmála hefur komið skýrt fram á undanförnum árum, ef dæma má af móttökum þeim, sem þessi nýjung fékk. Á starfsævi Fasteignamarkaðar Fjárfestingarfélagsins hf., hafa mörg hundruðir eigna verið seldar, þar af um 2/3 á kjörum, sem ekki höfðu þekkst áður eða u.þ.b.: 50% af kaupverði útborguð 50% af eftirstöðvum kaupverðs lánuð á verðtryggðum kjörum til 10-20 ára á 3% vöxtum. Ljóst er, að með þessum leiðum var leystur vandi margra, sem ekki höfðu áður getað átt viðskipti saman samkvæmt þeim ósveigjanlegu og stífu kjörum, sem of algeng hafa verið í fasteignaviðskiptum á undanförnum árum. Til marks um þann árangur, sem náðst hefur, hafa nú fleiri fetað i fótspor félagsins í þessum efnum. Jafnframt hyggjast nú 2 af sölumönnum Fasteignamarkaðar Fjárfestingarfélags- ins hf., gerast atvinnurekendur og setja upp sína eigin fasteignasölu. Að mati okkar hjá Fjárfestingarfélagi Islands er þessi þróun ánægjuleg og er þessum aðilum óskað góðs gengis í framtíðinni. Með hliðsjón að markmiðum Fjárfestingarfélags íslands hf. og hinum öru breytingum í atvinnulífinu, er mikilvægt fyrir félagið að vera sveigjanlegt í fjárfestingum sínum og starfsemi. Nú, þegar félagið telur, að ísinn sé brotinn í þessum efnum, hefur það því ákveðið að hætta rekstri fasteignasölu og einbeita kröftum sínum að frekari nýjungum í atvinnumálum og fjármálalífinu. I samræmi við þennan ásetning hefur stjórn Fjárfestingar- félags Islands hf., ákveðið að dótturfélag þess, Fasteigna- markaður Fjárfestingarfélagsins hf., sameinist móðurfélaginu og mun sjálfstæðri tilvist dótturfélagsins þar með Ijúka. Var því beinni miðlun við kaup og sölu fasteigna hætt frá og með föstudeginum 9. desember 1983. Þess í stað mun Fjárfestingarfélag Islands bjóða óháða og hlutlausa fjármálaráðgjöf á breiðu sviði, sem styðjast mun við sérþekkingu félagsins á fjármálasviðinu. Munu traust og fagleg vinnubrögð vera kappkostuð. Fjármálaráðgjöf þessari er ætlað að fara inná fjölmörg svið einka- og fyrirtækjafjármála í framtíðinni. Markmiðið með henni er að efla upplýsingar á markaðinum og stuðla þannig að rökréttri markaðsverðmyndun fjármuna og fjármagns hér á landi. I upphafi mun fjármálaráðgjöf Fjárfestingarfélagsins fara af stað með fasteignaráðgjöf þann 19. desember n.k. Þar munu fyrirtæki, fasteignasalar og einstaklingar geta notið góðs af sérþekkingu félagsins á fjármálasviðinu. Mun fasteignaráð- gjöfin einkum felast í eftirfarandi: 1. Aðstoð við að meta áhrif greiðsluskilmála á raunvirði það sem um er að ræða við kaup og sölu fasteigna. I þessu felst m.a. aðstoð við tilboðsmat og tilboðsgerð. 2. Mat á hagkvæmni fasteignakaupa samanborið við leigu eða fjárfestingu í öðrum fjármunum. 3. Útleigu og viðhald á tölvutækum hugbúnaði sem auð- veldað getur fasteignasölum að bjóða uppá sveigjanlega greiðsluskilmála á sama hátt og félagið hefur gert á undanförnum árum. Er markmiðið hér að aðstoða markaðinn við að taka upp heppilegar markaðsvenjur og veita honum faglegan stuðning og ráðgjöf í þeim efnum. Pétur Þ. Sigurðsson hdl. og hagfræðingar félagsins munu annast fasteignaráðgjöfina. Um leið og félagið vill bjóða einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu þess, vill það þakka viðskiptavinum Fasteignamark- aðar Fjárfestingarfélagsins viðskiptin á liðnum árum og benda þeim á, að móðurfélagið yfirtekur allar skuldbindingar hans og mun því ábyrgjast og uppfylla þær allar. Er þeim viðskiptavinum sem eiga ólokið málum, því bent á að snúa sér til aðalskrifstofu félagsins, sem aðsetur mun hafa að Skólavörðustíg 11, Reykjavík, sími 28466. Fjármálaráðgjöf Fjárfestingarfélagsins verður veitt á sama stað. FJÁRFESTl NGARFELáG tSLANDS HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.