Morgunblaðið - 13.12.1983, Page 14

Morgunblaðið - 13.12.1983, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 Aukin verðmætasköpun í fiskiðnaði: Betri meðferð og betri nýting sjávarfangs Kaflar úr framsögu Björns Dagbjartssonar fyrir fyrsta þingmáli hans Björn Dagbjartsson, matvæla- fræðingur, hefur setið á Alþingi und- anfariö í fjarveru Halldórs Blöndals (S), sem situr þing Sameinuöu þjóö- anna. Hann mælti sl. þriöjudag fyrir sínu fyrsta þingmáli, tillögu til þings- ályktunar um betri meðferð og betri nýtingu sjávarfangs. Ræða hans fer að hluta til hér á eftir. Ógeðfelld sóun verðmæta Sú tillaga sem hér er flutt miðar að því að taka af öll tvímæli um heimildir til sjávarútvegsráðherra að skylda fiskiskip til að koma með að landi allan fisk allra teg- unda svo og hvers konar fiskúr- gang sem fellur í veiðiferð. í 12. grein landhelgislaganna er bók- staflega gefið í skyn að fiski sem ekki næði tiltekinni lágmarks- stærð mætti ekki landa nema öðruvísi væri ákveðið. í lögum um upptöku ólöglegs sjávarafla nr. 32, 19. maí 1976, segir m.a. í 1. gr. að ólöglegur sjávarafli sé sá afli eða hluti afla sem ekki nær lágmarksstærð þeirri sem ákveðin er í lögum, reglugerðum eða sérstökum veiði- leyfum og í 2. gr. segir: „Ólöglegur sjávarafli skal gerður upptækur og andvirði hans renna í sérstakan sjóð ..." Þrátt fyrir þessi ákvæði og önn- ur, sumir segja einmitt þeirra vegna, í lögum og reglugerðum um lágmarksstærðir fisktegunda hafa deilur um veiðar á smáfiski síður en svo hjaðnað en það hefur ætíð verið og verður framvegis háð dómgreind stjórnanda fiskiskips hvernig hann stundar veiðiskap með framtíðarsjónarmið í huga. Því verður ekki trúað að skipstjór- ar togskipa stundi vísvitandi dráp á undirmálsfiski í stórum stíl. Það verður heldur ekki séð að ákvæði um skyndilokanir og veiðieftirlits- menn hafi getað eða geti hindrað slys í þessum efnum. Þá hefur því verið haldið fram að vegna ákvæða í lögum um upptöku ólög- legs afla sé smáfiski yfirleitt fleygt þó að hann sé allur dauður eða dauðans matur. Hér er um nijög ógeðfellda sóun á verðmæt- um að ræða, sem með lagabreyt- ingum verður að hindra. Með því að greiða lágmarksverð fyrir und- irmálsfisk en setja jafnframt nýj- ar reglur um viðurlög vegna und- irmálsfisks í afla á það að vera tryggt að smáfiskur verði að verð- mætum án þess að tapað sé nein- um möguleikum til að koma í veg fyrir veiðar á smáfisi nema síður væri. Viðurlög við smáfiskadrápi gætu verið veiðileyfissvipting fyrir endurtekin brot, en ráðherra hefur boðað leyfisbindingu tog- veiða á næstunni. Nýting aukaafurða — mengunarvörn Við heimtum margra ára meng- unarrannsóknir af væntanlegum iðjuverum, en firnum af úrgangi er fieygt átölulaust á miðunum. Eitt dæmi eru 2000 tonn af hum- arúrgangi, sem sannanlega spillir humarmiðunum við rotnun. Slóg úr bolfiski, þ.e. þorski og ufsa, er að jafnaði talið vera milli 15 og 20% af þunga fisksins upp úr sjó, þar af er þriðjungur lifur og þriðj- ungur hrogn eða svil í kynþroska fiski. Allt þetta hverfur í hafið frá togurunum. Þó að það sé að jafn- aði e.t.v. eitthvað minna af innyfl- um í smærri þorski og þó að bol- fiskafli togara verði ekki nema 200 þúsund tonn á ári, þá erum við samt að tala um nálægt 40.000 tonnum, þar af þriðjungurinn lif- ur eða um 10.000 tonn af lýsi að verðmæti um 150 milljónir króna á ári. Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins hefur í allmörg ár bent á sér- staklega eina leið til að nýta þess- ar aukaafurðir um borð í veiði- skipunum og það er með svokall- aðri meltuvinnslu til fóðurs. Þó að e.t.v. verði ekki hægt að selja alla meltu í fóðurstöðvar strax, þá er alltaf hægt að skilja lýsið úr í hvaða fiskimjölsverksmiðju sem er og þurrka eggjahvítu og stein- efni í mjöl. Lýsið eitt ætti að duga fyrir afskriftum af búnaði og afia- Björn Dagbjartsson hlut, en fyrirhöfn áhafnar verður engin umfram venjulega slæg- ingu. Búnaður til meltuvinnslu kostar nú ‘A— l‘/i milljón króna í hvern togara eftir aðstæðum um borð, en tekjur ættu að verða a.m.k. 6—800 þús. kr. á ári. Meltan sjálf er hrein aukageta sem getur orðið drjúg, ekki síst þar sem hægt verður að nýta svokallaðan ruslfisk og smáfisk sem menn slysast til að drepa. Fullnýting hrogna og lifrar Á Alþingi 1977 var samþykkt þingsályktun frá Sigurlaugu Bjarnadóttur, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að gera könnun á því hvernig fullnýtingu hrogna og lifrar yrði við komið. Svo er að sjá á útflutningsskýrslum, að nýting hrogna hafi a.m.k. ekki dregist saman á undanförnum árum. Stafar það að nokkru leyti af því, að áhafnir hafa fengið að hirða og salta hrogn um borð. En það verð- ur því miður ekki sagt um lifrar- nýtingu. Nýting hennar versnar stöðugt. Má þá og benda á það að niðursuðuverksmiðjur hefur skort lifur til niðursuðu, en lifur ísuð í plastpoka geymist hiklaust í nokkra daga og þannig var lifur reyndar nýtt til niðursuðu, t.d. á Akranesi, fyrir nokkrum árum. Einnig er vakin athygli á þings- ályktunartillögu Guðmundar G. Þórarinssonar o.fl. vorið 1981 um lífefnavinnslu m.a. úr fiskinnyfl- um. Við íslendingar höfum nu eignast a.m.k. 3 verksmiðjuskip sem geta unnið og fryst afla um borð. Við framleiðslu fiskflaka ganga u.þ.b. 60% af þunga slægðs fisks úr sem hausar og bein. Við má búast að frystitogurum fjölgi og gefur það auga leið hvernig um- horfs yrði á miðunum ef úrgangi frá 30 skipum væri fleygt á veiði- slóðinni, en sjómenn annarra skipa telja úrgang þessara tveggja frystitogara þegar mjög áberandi. Því er nauðsynlegt að grípa þegar í taumana og skylda verksmiðju- skip til að hirða sinn úrgang og koma með að landi frystan, melt- an eða þurrkaðan. Sams konar skyldur ættu að fylgja grásleppu- veiðunum. Það er ófært að fyrir hverja tunnu af hrognum sé hálfu tonni af úrgangi fleygt í sjóinn. Reynslutími Það skal ítrekað að til þess að megin tilgangi þessarar tillögu verði náð og allur afli komi að landi verður að greiða fyrir hann. Mér sýnist að einungis reynslan fái skorið úr því, hvort þetta að- hald verður nægilegt. Mér finnst skynsamlegt að líta á fyrstu mán- uðina sem þessi ákvæði verða í gildi, sem tilraun til að komast að hinu sanna; til að komast að því hve mikil brögð eru að veiðum á fiski, sem er undir máli. Á þessum reynslutíma yrði engum refsað, aðeins leitað að skynsamlegum refsimörkum. Síðan yrði það að koma í ljós hvort lagasetning og verðlagning á smáfiskinum nægði til þess að hann kæmi að landi jafnvel þó að það kynni að leiða til útláta og refsinga fyrir skips- stjórnarmenn og útgerð. Hitt er víst að eins og er, verður dauður smáfiskur engum til gagns nema e.t.v. múkka og marfló. Þá er það annar aðaltilgangur tillögunnar að tryggja betur nýt- ingu á fiskúrgangi s.s. slógi, hrognum og lifur og svokölluðum úrgangsfiski t.d. kolategundum, gaddaskötu, blágómu, gulllaxi o.fl. Betri meðferð, betri nýting Það er svo komið og kunnara en frá þurfi að segja, að varla þarf að reikna með auknum fiskafla hér við land. Aukin verðmætasköpun í fiskiðnaði hlýtur því fyrst og fremst að byggjast á betri með- ferð og nýtingu þess sem aflað er. Auk verðmætasköpunar eru það oft umhverfissjónarmið, sem leiða til þess að farið er að huga að nýt- ingu úrgangsefna. Það er því mið- ur fremur fátítt hér á landi enn sem komið er, en rétt er þó að hafa í huga, að mengunarvaldur reynist oft vera verðmæti á röngum stað. I lögum um Verðlagsráð sjávar- útvegsins er kveðið á um það, að ráðið skuli verðleggja allan fisk- afla. Það yrði alltof langt mál að fara nákvæmlega út í hagkvæmnisút- reikninga til að sýna fram á það hvað hægt væri að borga fyrir hinar og þessar tegundir sjávar- fangs sem nú falla ónýttar frá borði. Ég minntist áður á kostnað við meltuvinnslu og væntanlegar tekjur í því sambandi. Búnaður til að heilfrysta úrgang og frysti- geymsla kosta '/2 — 1 milljón króna eftir aðstæðum um borð. 10 tonn af frosnum úrgangi í hverri veiði- ferð togara eru væntanlega 30—40 þúsund króna virði sem loðdýra- fóður, sem á ársgrundvelli nálgast 1 milljón í tekjur. Að vinna mann- eldisafurðir, t.d. japanskan marn- ing, úr smáfiski kostar meiri fjár- festingu en gefur líka margfalt meiri tekjur. Það er alveg augljóst og skal undirstrikað, að þessi nýtingar- aukning sjávaraflans sem fram kæmi með þessu móti er enginn skjótfenginn stórgróði. En fyrir- litning hinna síðustu uppgangsára á gömlum dyggðum, nýtni og hirðusemi, verður nú að víkja. Það verður að leggja alúð við sérhverja viðleitni til að stækka þjóðarkök- una, þó að í smáum skömmtum sé. Ef menn koma sér ekki saman um hvernig skipta eigi þessari viðbót, verður ríkisvaldið að skerast í leikinn. Ég vil að lokum benda á það að samþykktir nýlokins Fiskiþings ganga mjög í sömu átt og tillagan sem hér er flutt. Þetta sýnir að þörfin á breyttum viðhorfum í þessum efnum er orðin mjög brýn. Hrópandi óréttlæti - eftir Súsönnu Svavarsdóttur í Morgunblaðinu 19. nóvember sl. er heljarinnar langloka eftir Árna Johnsen, þar sem hann gerir samanburð á „lægstu tekjum verkafólks og námslánamöguleik- um sem íslenska þjóðfélagið býður menntamönnum okkar“. Hann segir m.a. að „laun séu eitt og lán annað og ónákvæmt sé að bera þar saman nema að því leyti að bæði verkamaðurinn og námsmaðurinn eigi að hafa framfæri af þeirri fjárupphæð em um er að ræða í hvoru tilviki, verkamaðurinn af 10.960 kr. á mánuði, en námsmað- urinn af 13.000 kr.“. Mismuninn á þessum tölum kallar Árni „hróp- andi óréttlæti“ og rökstyður það með því að námslán hafi hækkað um liðlega 30% umfram launa- hækkanir til verkafólks. Þessi .. segir Árni lánakjör námsmanna mun hag- stæðari en þau kjör sem almennir lántakendur eiga kost á í bankakerfi landsmanna. Þetta eru fánýt rök, því við námsmenn erum hluti af almenningi í land- samanburður hjá Árna er ekki bara það sem kalla mætti „óná- kvæmur" heldur er hann í hæsta máta óraunhæfur, því eins og hann segir sjálfur þá eru laun eitt og lán annað. í fyrsta lagi eru námslán LÁN til framfærslu meðan á námi stendur og eru að fullu verðtryggð, auk þess sem LAN þessi skulu endurgreiðast, eins og eðlilegt er. { öðru lagi var á þingi Verka- mannasambands (slands í Vest- mannaeyjum (og önnur félög hafa fylgt á eftir) þ. 14,—15. október sl. ályktað um að raunhæf lægstu laun í dag á (slandi væru 15.000 kr. Ljóst má því vera að enn eru námslán undir því sem kalla ætti lægstu laun. Lægstu laun verka- manna í dag eru þó enn lægri eins og Árni bendir á, en ástæðan er ekki sú að farið hefur verið að lög- um við útreikning á framfærslu- mati námsmanna, heldur er það staðreynd, eins og allir vita, að sú ríkisstjórn sem hefur Árna á sín- um snærum sem þingmann, hefur komið forkastanlega og algerlega óafsakanlega fram við verkafólk, með afnámi á lögbundnum samn- Súsanna Svavarsdóttir ingsrétti og afnámi vísitölubóta á laun og er það mesta svívirða að Árni skuli ætla sér að etja saman námsmannasamtökunum og verkalýðshreyfingunni, sem eiga virkilega sameiginlegra hagsmuna að gæta gagnvart þeirri siðlausu ríkisstjórn sem situr við völd á Is- landi í dag. Ennfremur segir Árni lánakjör námsmanna mun hagstæðari en þau kjör sem almennir lántakend- ur eiga kost á í bankakerfi lands- manna. Þetta eru fánýt rök, því við námsmenn erum hluti af al- menningi í landinu og þegar við höfum lokið námi með skulda- bagga á bakinu, eigum við eftir að taka lán í þessu bankakerfi og hjá Húsnæðisstofnun, þar sem allar fjárfestingar okkar sitja á hakan- um meðan við erum í námi. Ann- aðhvort hefur Árni vísvitandi sleppt þessu til að pússluspilið hans félli saman, eða að hann bara fattaði ekki, sem ekki er ólíklegt. Eitt var það sem ekki kom fram í grein Árna, sem þó hefði átt að gera það til að gæta fyllstu sann- girni við samanburð á mismunun einstaklinga í þessu þjóðfélagi. I útreikningi á fjármagnsþörf námsmanns sept.-nóv. 1983 er reiknað með að hann þurfi að greiða 2.104 kr. fyrir húsnæði og þar sem námsmaður fær aðeins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.