Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 41
 ENSKA KNATTSPYRNAN MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 Nú segist White- side reiðubúinn að yfirgefa United Sjá nánar frásögn bls. 27. „Var eins og byrjandi — sagði Phil Mahre eftir fyrsta stórsvigsmót vetrarins Max Julen hinn öruggi sigurvegari í Les Diablerets í gær Irene Epple frá Vestur- Þýskalandi. Hún hefur forystu í stigakeppni heimsbikarsins í kvennaflokki. „ÉG SKÍÐAÐI eins og byrjandi dag,“ sagöi Bandaríkjamaöurinn Phil Mahre, handhafi heimsbik- arsins á skíöum, eftir fyrsta stór- svigsmót vetrarins í Les Diabler- ets í Sviss í gær, en hann varö í 24. sæti, 5,48 sekúndum á eftir sigurvegaranum Max Julen, frá Sviss. Julen var hinn öruggi sig- urvegari — hann var rúmlega hálfri sekúndu á undan helstu keppinautum sínum, landa sínum Pírmin Zurbriggen og Júgoslav- anum Jurij Franko. „Mér tókst frábærlega upp í fyrri feröinni, en var full taugaóstyrkur áður en ég lagöi af staö í þá seinni. Þaö kom þó ekki aö sök,“ sagði Julen eftir keppnina. Þetta var fyrsti sigur Julen i stórsvigi í heimsbikarnum en á undanförnum árum hefur hann fimm sinnurrt hafnaö í ööru sæti í greininni í heimsbikarkeppninni. Hann var meö besta tímann í báöum ferð- um: 1:41.21 mín. og 1:36.47 mín. Samanlagt því 3:17.68. Tímar Zurbriggen voru 1:42.25 og 1:36.02 mín. (3:18.27), og Jurij Franko fór brautirnar á 1:42.55 og 1:36.78 mín. (3:19.33). Julen sýndi á mótinu í gær aö þaö er ekki aö ástæöulausu sem Svisslendingar binda miklar vonir viö hann á Ólympíuleikunum í Sarajveo í febrúar. Eins og áöur sagöi varö Phil Mahre í 24. sæti í gær, Ingmar Stenmark varö sjöundi á 3:20.15, Bojan Krizaj, Júgoslavíu var þrett- ándi á 3:21.44 og Steve Mahre, Bandaríkjunum, varö tuttugasti á 3:22.61. Hann varö á undan Phil bróöir sínum í stórsvigi í fyrsta skipti í mörg ár. Eftir mótiö í gær er Franz Heinzer, Sviss, hæstur í samanlagðri stigakeppni heims- bikarsins meö 65 stig, Pirmin Zurbriggen er annar meö 60 stig og Andreaz Wenzel, Liechtenstein þriöji með 43 stig. Vestur-þýska stúlkan Irene Epple er stigahæst í kvennaflokki, en um helgina kepptu konurnar í bruni og stórsvigi í Val d’ Isere í Frakklandi. Epple er meö 80 stig, Erika Hess, Sviss er önnur meö 75 stig og þriöja er Hanni Wenzel, Liechtenstein, með 47 stig. Erika Hess, sem er aöeins 21 árs, sigraöi örugglega í stórsviginu i Frakklandi. Hún var vitanlega yfir sig hrifin eftir sigurinn, en vildi ekki spá neinu um árangur sinn á Ólympíuleikunum. „Ég tek hvert mót fyrir sig,“ sagöi hún. Eftir fyrri ferðina var Hess komin meö góöa forystu þannig aö sigur hennar var í raun í höfn. Tamara McKinney, Bandaríkjunum, sigurvegari í heimsbikarkeppninni í fyrra, varö í fjóröa sæti. Ómar í Fram ÓMAR Jóhannsson, miðvall- arspilarínn snjalli frá Vest- mannaeyjum, ákvaö um helg- ina aö ganga í raöir Framara og leika meö félaginu í 1. deildinni næsta sumar. Vitaö var aö Ómar hafði full- an hug á aö skipta yfir í Fram, en þaö var ekki fyrr en um helgina aö hann tók endanlega ákvöröun. Hann mun leika meö Tý í árlegu móti á 2. í jólum í Eyjum en eftir þaö mun hann skrifa undir félagaskipti. Þess má geta aö Guömund- ur Steinsson er á heimleið frá Svíþjóö þar sem hann hefur veriö hjá Öster undanfarin ár og mun hann leika meö Fram aö nýju næsta sumar. Bulau vann í Kanada Kanadamaðurínn Horst Bul- au sigraði í stökki af 70 metra palli í Thunder Bay í Kanada um helgina, en keppnin er lið- ur í heimsbikarkeppninni. Bulau stökk 93 metra í fyrra stökki sínu en 91 í því síöara. Hann hlaut 239,1 stig. Finninn Matti Nykanen, sem sló rækilega í gegn á síöasta keppnistímabili, varö annar, stökk 91,5 og 87 metra. Hann hlaut 221,8 stig. Noröurlanda- búar voru í þremur af fyrstu fjórum sætunum: Norömaöur- inn Vegard Oppas hlaut 221,7 stig í þriöja sæti — stökk 91,5 og 88,5 metra og Pentti Kokk- onen, Finnlandi, varö fjóröi meö 213,4 stig, hann stökk 83,5 og 88,5 metra. Þekktir stökkvarar eins og Andreas Bauer og Armin Kogl- er náöu sér ekki vel á strik. Bauer, sem er frá Vestur- Þýskalandi, hlaut 204 stig i ni- unda sæti — stökk 83 og 85 metra, en Austurríkismaöurinn Kogler hlaut aöeins 169,8 stig í þrítugasta sæti. Kogler stökk 75 og 76 metra. Morgunblaöiö/Kristján Einarsson • Bræöurnir getspöku ásamt börnum sínum í gærkvöldi. Frá vinstri: Birgir Guömundsson, Birgir Birgisson, Halldór Óskarsson, Óskar Guömundsson og Guðmundur Jónas Óskarsson. Þeir Birgir og Óskar eru synir Guömundar Óskarssonar, fiskkaupmanns í Sæbjörgu. Yfirburóir Sovétmanna SOVÉSKA unglingalandsliöiö í handknattleik varö um helg- ina heimsmeistari, en heims- meistaramótinu lauk þá í Helsinki í Finnlandi. Engum sem fylgdist með mótinu blandaöist hugur um aö Sov- ótmenn væru með besta liöið — yfirburöir þeirra voru hreint ótrúlegir. j úrslitaleiknum iéku þeir viö Vestur-Þjóðverja og burstuöu þá 32:17 eftir að hafa leitt 12:9 í hálfleik. Valery Goþin var markahæstur sovésku leik- mannanna meö 8 mörk, Konst- antin Charovarov geröi 5 og sömuleiöis Gregory Sviridenko. Jochen Fraatz gerði 4 mörk fyrir Þjóöverja, Ruediger Neitz- el 3. Aörir skoruöu minna. Dan- ir sigruöu Svía 31:28 í leiknum um þriöja sætiö. Þaö var mál manna sem fylgdust meö keppninni aö sov- éska liðiö léki stórkostlegan handknattleik — og aö aörir eins yfirburöir og þeir höföu heföu ekki sést í áraraöir. „Gekk svakalega vel upp“ — Tveir bræður unnu 566 þúsund krónur í getraunum „ÞAÐ VERDUR að segjast alveg eins og er aö við bræöurnir höfum verið mjög annars hugar í dag. Þegar viö geröum okkur grein fyrir því á laugardaginn aö við vorum meö 12 rétta, áttum viö ekki von á öðru en aö fjórir til fimm myndu veröa með 12 rétta þegar dæmiö hefði verið gert upp. Þaö kom okkur því nokkuð á óvart þegar viö hringdum á hádegi á mánudag inn á skrifstofu Getrauna og okkur var sagt aö enn heföi enginn annar hringt og tilkynnt um seðil meö 12 réttum,“ sagöi Óskar Guömundsson, tvítugur Reykvíkingur, í spjalli viö Morgunblaðið í gærdag, rétt eftir aö hann haföi fengiö úr því skorið aö hann ásamt bróöur sínum hafði unniö hæsta vinning sem um getur í sögu Islenskra Getrauna. „Þaö var nokkuö löng biö fram til klukkan 17.10, en þá fengum við loks úr því skoriö aö viö heföum unniö og heildarvinningur okkar nam rúmlega 566 þúsundum króna. Viö fengum 513.393 krónur fyrir 36 raða kerfisseöil og síöan bættist viö þá upphæö okkar þar sem viö vorum meö 7 staka seöla meö 11 réttum. Viö getum því ver- iö glaöir og ánægöir því aö þetta nemur árslaunum hjá hvorum um sig,“ sagöi Óskar. Óskar og bróöir hans, Birgir, notuöu svo kallaö meistarakerfi. Þeir tippuöu á 108 bleika seöla en slíkt kerfi kostar 9.720 krónur. i slíku kerfi eru 33% líkur aö kerfiö gangi upp, þaö er aö segja ef föstu og tvítryggöu leikirnir skila sér al- veg réttir inn. —Þaö voru tveir leikir alveg tryggöir hjá okkur, Liverpool og Coventry og Ipswich og Man. Utd. Ég haföi fengiö mjög sterkt hug- boö um aö Arsenal myndi ekki sigra á útivelli og tryggöi þann leik meö 1—X. Hann skilaði sér lika rétt. Þetta gekk alveg svakalega upp hjá okkur, sagði Óskar sem var í sjöunda himni. Óskar sagöist hafa tippaö reglulega hjá Getraun- um síöan áriö 1978. Ef stóri vinn- ingurinn er ekki reiknaöur meö þá er ég i stórtapi, en nú réttist þetta heldur betur viö. Þess má geta aö Óskar hefur tvívegis áður fengið vinning hjá islenskum getraunum. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.