Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 19 Hitamál í Sviss: Sósíaldemókratar íhuga að slíta stjórnarsamstarfi Danuta og sonur í Osló Egil Aarvik, formaður Nóbelsnefndar norska Stórþingsins, óskar hér þeim mæðginunum, Bogdan og Danutu, til hamingju með friðarverðlaunin, sem þau veittu viðtöku fyrir fjölskylduföðurinn, Lech Walesa, en hann þorði ekki að fara að heiman af ótta við að fá ekki að snúa heim aftur. Bresk tollyfírvöld leggja hald á þróaðan tölvubúnað London, 12. desember. AP. TOLLGÆSLAN í Bretlandi hefur lagt hald á háþróaðan bandarískan tölvubúnað, sem talið er að hafi átt að smygla til Sovétríkjanna. Þessar aðgeröir bresku tollgæslunnar koma í beinu framhaldi af aðgerðum toll- gæsluyfirvalda í V-Þýskaiandi og síöar Svíþjóð. Að sögn tollgæslunnar bresku fannst búnaður þessi í vörubifreið, sem var um það bil að aka um borð í ferju á leið frá Poole við suðurströndina til Frakklands. Talið er að búnaðurinn sé rúmlega 20 milljóna ísl. króna virði. í tollskjölum, sem fylgdu köss- Sprengjan í Lundúnum: Skoskir þjóðfrelsis- menn báru ábyrgðina Lundúnum, 12. desember. AP. HINN LEYNILEGI skoski þjóðfreis- isher, sem berst fyrir aðskilnaði Skot- lands frá Bretlandi, hefur lýst á hend- ur sér ábyrgð á sprengingunni f búð- um breska hersins í Woolich á dög- unum, þar sem þrír hermenn og ein kona slösuðust. Hreyfing þessi hefur áður sent bréfasprengjur til ýmisra stjórnmálamanna, en vitanlega ekki staðið fyrir meiriháttar framkvæmd- Veður víða um heim Akureyri •sá skýjað Amsterdam 6 skýjað Aþena 14 heiðskírt Bangkok vantar Barcetona 9 léttskýjað Berlín 44 heiðskirt Briissel vantar Buenos Aires 27 rigning Chicago 4 skýjað Dublin 5 heiðskirt Feneyjar 5 léttskýjað Frankfurt 3 snjór Genf 3 skýjað Havana 31 heiðskírt Helsinki +11 heiðskírt Helsingfors vantar Hong Kong 19 skýjað Jerúsalem 13 skýjað Jóhannesarborg 27 heiðskírt Kaupmannahöfn +2 heiðskírt Kairó 20 skýjað Las Palmas 21 skýjað Lissabon 14 skýjað London 5 skýjað Los Angeles 17 heiðskirt Madrid vantar Malaga 15 léttskýjað Mallorca 12 skýjað Mexíkóborg 23 heiðskírt Miami 26 skýjað Montreal +7 skýjað Reykjavik +2 skýjað Rio de Janeiro 29 skýjað ura á borð við Woolich-sprengjuna áður. Maður með mikinn skoskan hreim símaði til AP-fréttastofunn- ar um helgina og flutti tíðindin. Gat hann þess jafnframt að óvinir Skotlands mættu vara sig á næst- unni því þjóðfrelsisherinn hefði í hyggju að láta vita af tilvist sinni með þeim hætti sem um er rætt. Sagði hann að sprengjur yrðu sprengdar í Lundúnum og öðrum stærri borgum Englands. William Hucklesby, yfirmaður hryðjuverkadeildar Scotland Yard, sagði að um 9 kílógrömm af sprengiefni hafi verið í Woolich- sprengjunni og búast mætti við því að umræddur þjóðfrelsisher léti verða af hótunum sínum. Sagðist Hucklesby óttast mest að þjóð- frelsisherinn myndi láta til skarar skríða um jólaleytið. unum sagði að ákvörðunarstaður væri Frakkland, en að sögn bresku fréttastofunnar Press Associated, er talið fullvíst að búnaðurinn hafi átt að fara til Tékkóslóvakíu. Þrír Bretar hafa verið hand- teknir vegna þessa máls, en voru ekki nafngreindir. Breska blaðið Daily Mail segir hins vegar, að einn þeirra sé Bryan Williamson, yfirmaður fyrirtækis í bænum Wimbourne, skammt frá Poole. Fyrirtæki hans hefur verið bann- að að selja bandarískan tæknibún- að vegna gruns um viðskiptatengsl hans við austur-evrópskar þjóðir. Að sögn sérstaks fulltrúa Bandaríkjastjórnar, sem hefur yf- irumsjón með samræmingu her- afla NATO, hafa Sovétmenn á undanförnum árum í síauknum mæli komist yfir háþróaðan tæknibúnað frá Vesturlöndum. „Finna má vestrænan tæknibúnað í meira en 150 tegundum sovéskra vopna," sagði hann í viðtali við BBC fyrir skemmstu. Bern, 12. desember. AP. FÉLAGAR í svissneska sósíal- demókrataflokknum munu koma saman til sérstaks fundar í mars á næsta ári og gera út um hvort (lokkurinn hafi áhuga á því aö halda áfram þátttöku í samsteypu- stjórn landsins. Framkvæmda- nefnd flokksins greiddi um þetta atkvæði um helgina og var ákvörð- unin samþykkt með 74 atkvæðum gegn engu. Mál þetta er til komið af því að íhaldsflokkurinn neitaði að skipa Lilian Uchtenhagen í eitt af sjö ráðherraembættum. Frú Uchtenhagen hefði þar með orð- ið fyrsti kvenráðherra í Sviss í háa herrans tíð. Ráðherrasætið var laust vegna þess að Willy Ritchard fjármálaráðherra lést í október, en í stað frú Uchten- hagen var Otto Stich skipaður í embættið. Hann er flokksbróðir frú Uchtenhagen, en talinn standa nær stefnumálum íhalds- flokksins en Uchtenhagen. Sósíaldemókratar er ævareiðir vegna þessa máls og í tilkynn- ingu sem lesin var upp eftir fund framkvæmdaráðsins var sagt m.a. að íhaldsflokkurinn hefði ekki sýnt lágmarkskurteisi og sósíaldemókratar hefðu lengi mátt þola ótrúlega smán frá svokölluðum stjórnarbræðrum sínum. Otto Stich sagði að hann væri sammála því að staða sósíal- demókrataflokksins í stjórnar- samstarfinu væri rædd með hliðsjón af þessu máli. Hann sagðist hafa tekið við lausa ráðherraembættinu einungis til þess að flokkurinn missti ekki annað af tveimur ráðherrasæt- um sínum. Dýrar? Ódýrar? Honiara, Salomonseyjum, 9. desember. AP. YFIRVÖLD Á Salomonseyjum hafa kveðið upp úrskurð sem all- ir eyjaskeggjar verða að hlýta hvort sem þeim lýkar betur eða verr. Það heyrir undir þann sið þeirra, að festa kaup á eiginkon- um. Nú er búið að frysta verðið og það skiptir ekki máli hversu falleg eða gáfuð ungfrúin er, hún má alls ekki fara yfir 600 doll- ara. Þeir sem uppvísir verða að því að bjóða betur, eiga þriggja mánaða fangelsi yfir höfði sér. Reglur þessar eru til að koma í veg fyrir „verðbólgu" í eiginkonuinnkaupum og byggja eyjaskeggjar á slæmri reynslu nágranna sinna á Papua með frjálst verðlag. Þar kostar frúin allt að 18.000 doll- urum og þykir mörgum nóg um. En þó verðþakið á Salo- monseyjum sé nú 600 dollarar, segja kunnugir, að enn megi fá prýðilegt kvonfang á litla 300 dollara, sérstaklega ef seilst er til afskekktari hluta eyjanna. Aðdáendur handteknir Moskvu, 12. desember. AP. RÚMUR tugur sovéskra náms- manna, sem segjast vera einlægir aðdáendur tónlistar John Lenn- ons, efndi í gær til þögullar minn- ingarathafnar um hann í hæðun- Lennons í Moskvu Neitar reykinga- mönnum Lundúnum, 9. desember. AP. KUNNUR hjarta- og æðaskurðlækn- ir í Lundúnum, Roger Greenhalgh, hefur lýst því yfir að hann muni neita að skera upp kransæðasjúkl- inga í framtíöinni, nema að því til- skyldu að þeir samþykki að hætta reykingum að aðgerðinni lokinni. Greenhalgh segir: „97 prósent sjúklinga minna er fólk sem reykt hefur í allt að 20 ár eða oftast enn meira. Það þýðir ekkert að bjarga fólki sem vill ekki bjarga sér sjálft og fólk sem enn vill reykja eftir að hafa lent í svona aðgerð, er fólk sem ekki vill hjálpa sér sjálft. Og þá vil ég ekki eyða tíma mínum í það.“ Greenhalgh sker árlega hundruð manna upp vegna krans- æðasjúkdóma og skyldra kvilla. Símamynd AP. Lifði slysið af Þcssi litla stúlka liföi af flugslysið mikla í Madrid á dögunum og vissulega er myndin hryggileg. En þrátt fyrir hörmungar þær sem fólkið gekk í gegn um, var ekki allt svo slæmt að ekkert gott fyrirfyndist. Hún lifði slysið af þessi hnáta, einnig foreldrar hennar og bróðir. um skammt frá Moskvu. Þrátt fyrir að athöfnin væri haldin utan borgarinnar slapp hópurinn ekki við áreitni lögreglumanna, sem handtóku þrjá og gerðu upptækt veggspjald, þar sem á voru rituð slagorð gegn kjarnorkuvopnum. Að sögn eins úr hópnum tók námsmennina að drífa að snemma um morguninn og létu þeir lítið á sér bera. Þarna um slóðir er eitt vinsælasta útivist- arsvæði Moskvubúa. Það var hins vegar ekki fyrr en um miðj- an dag að námsmennirnir hóp- uðu sig saman framan við grind- verk og einn þeirra dró úr pússi sínu umrætt veggspjald. Námsmennirnir höfðu ekki staðið óáreittir nema í nokkrar mínútur er lögreglumenn, jafnt einkennisklædda sem óeinkenn- isklædda, bar að. Voru skilríki námsmannanna könnuð í skynd- ingu í viðurvist vestrænna fréttamanna. Engin tilraun var gerð til að meina þeim að ræða við fréttamennina. Þrátt fyrir beiðni lögreglu- mannanna um að minningar- athöfnin yrði haldin annars staðar fór hópurinn hvergi og námsmennirnir, sem sumir hverjir voru síðhærðir mjög á sovéska vísu, ræddu kappsfullir við fréttamennina. Sögðu m.a. að sovésku lögreglunni stæði stuggur af öllum síðhærðum þegnum. Upplýstu jafnframt, að þeir hefðu efnt til svipaðrar at- hafnar undanfarin tvö ár á þeim sunnudegi er væri næstur dán- ardægri Lennons. Bítillinn var skotinn til bana 8. desember 1980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.