Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 Minning: Magnús Guðmunds son bifreiðastjóri Fæddur 13. ágúst 1905 Dáinn 2. desembcr 1983 Hafknörrinn glæsti og fjörunnar flak fljóta bæði. Trú þú og vak. Marmarans höll er moldarhrúga. Musteri guðs eru hjörtun, sem trúa, þó hafi þau ei yfir höfði þak. Þetta lokaerindi úr Hnattasundi Einars Benediktssonar — svana- söngur skáldsins í síðustu Ijóða- bók þess Hvömmum — var ekki aðeins táknrænt fyrir lífshlaup Magnúsar Guðmundssonar, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju, heldur opinská lífsskoðun hans. Hann var einlægur og næmur unnandi allrar fegurðar, hvort heldur var í ytri náttúru eða innri fágun, var söngvinn og tónelskur og lagði alúð við góðar bókmenntir og þá einkum Ijóð. Þessu fylgdi viðkvæm lund og hneigð til lífs- nautnar, svo að stundum skorti nokkuð á þá hörku, er þarf til lífsbaráttunnar. Magnús var með hærri mönnum að vallarsýn, og samsvaraði sér vel, þótt grannur væri, og raunar alla tíð með vöxt ungs manns, svo að næstum jaðr- aði við alvöruleysi. Aldrei var heldur djúpt á kímninni. Hann kom sér að jafnaði vel og var flest- um mönnum hugþekkur, sem hann starfaði með eða var öðrum sam- vistum við. Ekki átti hann síður hylli kvenna, þótt hann bæri ekki gæfu til stöðugleika í þeim efnum. Ætíð var siðfágun og snyrti- mennsku hærri en hina veikari lyndisþætti. Því vil ég telja Magn- ús gæfumann, yfir lífsbrautina í heild að líta, enda þótt ekki safn- aðist honum veraldarauður utan vænn og vel mannaður hópur af- komenda. Trúmaður var hann einlægur, og þó meira á dýptina en að hann flíkaði þvi. Magnús hlaut gott veganesti úr foreldrahúsum, sonur sæmdar- hjónanna Guðmundar Matthíass- onar, verkstjóra, og Pálínu Magn- úsdóttur, er byggðu og bjuggu að Lindargötu 23. Við manndóm og atorku húsbóndans fléttaðist menning og fágun húsfreyjunnar, en hún var kvennaskólagengin, sem fól að tiltölu meira í sér þá en nú. Komu þau upp góðum bóka- kosti og löðuðu að heimilisvini, sem fengur var að eiga kynni við. Með nafni sínu mun Magnús hafa tekið margt frá móðurfólkinu. Móður sína missti Magnús á ungl- ingsaldri, og mun missir hennar hafa fengið mjög á hann, enda þótt brátt bættist honum ágæt fóstra þann stutta tíma, sem eftir lifði í föðurgarði. Þeir Aðalsteinn, eldri bróðir hans, höfðu verið tveir barna á því heimili, en systkini þeirra höfðu fallið í bernsku fyrir þeim skæðu barnasjúkdómunr er þá herjuðu. Með síðari konu föður þeirra, Sigurrós Þorsteinsdóttur, bættust þeim sex hálfsystkini. Varð því brátt fjölskrúðugt og fjörmikið fjölskyldulíf á Lindar- götunni, ekki sízt þá er þeir bræð- ur fóru að búa þar á loftinu og eignast börn, sum eldri en yngstu systkini þeirra. Hefur sá hópur haldið vel saman, og er Magnús fyrstur þeirra systkina að falla í valinn. Ævi manns, sem lifað hefur nærri áttræðu, spannar mikil tímamót í þjóðarsögunni. Ungur reyndi hann sig við sjómennsku og var fyrst á kútter Seagull, en síð- an árum saman á togaranum Arinbirni hersi. En þá var bílaöld að hefjast í landi hér og hneigðist hann í þá átt. Þess má geta í því sambandi, að Guðmundur faðir hans ferðaðist sem starfsmaður og ferðafélagi Ditlevs Thomsens talsvert með fyrsta bílnum hér, þótt ekki æki hann honum. Magn- ús ók fyrst leigubíl um nokkurt skeið, en réðst síðan til Strætis- vagna Reykjavíkur og ók þar um áratuga skeið, einnig á stríðsárun- um, þegar borgin og umferðin var að taka hvað mestum stakkaskipt- um, götur voru meira og minna upprifnar vegna framkvæmda og hernámsástand ríkti. Var á þeim tíma gjarnan stælt um, hvorir fyrr slitu sér upp til agna, bílstjór- ar á strætisvögnum eða langleið- um. Einkum minnist fólks hans fyrir akstur á Sólvallaleið og Lækjarbotnaleið. Vagnarnir voru þá stíft notaðir og til ýmissa hluta, sem einkabílar og sendibíl- ar eru nú til hafðir, einkum á út- leiðunum. Með þeim flutti fólk matföng sín, útsæði, trjáplöntur og jafnvel byggingarefni. Öllu þessu tók Magnús með stakri lip- urð og þolinmæði og skellti ekki hurðum, meðan hann sá tekið tek- ið fótanna. Atvik frá þessu tímaskeiði varð Magnúsi minnisstætt, þar sem það telst til andlegrar reynslu og handleiðslu. Dag nokkurn í akstri um öngstræti Vesturbæjar fékk hann hugboð, líkt og hvíslað væri að honum að fara einstaklega varlega. Varð það til þess, að hann rétt mjakaðist fyrir næsta blind- horn. Kom þá lítil stúlka eins og kólfi væri skotið í veg fyrir vagn- inn. Með venjulegu aksturslagi hefði ekki reynst auðið að stöðva í tæka tíð og varla þurft um að binda. Taldi Magnús það mikla gæfu að vera forðað frá slysi þarna, enda mun hann engu hafa valdið um dagana. Það mun hafa verið árið 1947, að Magnús fluttist til Olíuverzlunar Islands og ók þar olíubíl um átta ára skeið. Var hann þar á sama vinnustað og Aðalsteinn bróðir hans, og faðir þeirra, meðan lifði. Þaðan fór hann til þungaflutn- ingafyrirtækis Gunnars bróður síns. Síðast á starfsævinni hentaði honum léttari vinna, og vann hann þá um alllangt skeið við útkeyrslu og fleira hjá Húsgagnahöllinni. Ekki mun ofmælt, að á öllum þess- um stöðum einkenndi hann sér- stök lipurð og prúðmennska við viðskiptavinina, ásamt trú- mennsku og vönduðu atferlL Þar með er því ekki neitað, að hann átti með köflum örðugt um fulla reglusemi, og varla hafa einhæf störf á sama stað til lengdar átt við fjöllyndi hans. Hið sama mun hafa valdið miklu um, hve margt dreif á daga hans í hjúskaparmálum. Hann kvæntist árið 1928 Jónínu Jóns- dóttur og eignuðust þau eina dótt- ur, Pálínu, er féll fá eiginmanni og börnum, að mestu uppkomnum, fyrir um tveim árum, öllum harm- dauði. I sambýli við Dóru Hall- dórsdóttur átti hann brjú börn, Svanhildi, Hilmar og Olöfu. Árið 1941 gekk hann að eiga Lovísu Hannesdóttur, mæta konu úr Ölf- usinu, en henni kynntist ég, þegar mig bar að garði þessarar fjöl- skyldu. Þau hjónin áttu dæturnar Valgerði og Emmu. Einnig þau slitu samvistir. Hafa þessi börn öll komist vel til manns og áttu góðu gengi að fagna. Enn var ekki allur móður af Magnúsi runninn. Minnist ég glöggt hins sólbjarta sumardags 1%5, er hann stóð á sextugu og gekk til fagurrar brúðkaups- athafnar í Árbæjarkirkju með Elísabet Vilhjálmsson, þýzkri konu en löngu íslenzkaðri, vel menntri og listfengri. Átti hann sitt heimili hjá henni, þar til fyrir skömmu, að hann þurfti meiri um- önnunar við en þar var unnt að veita og endaði daga sína á elli- heimilinu Grund. Um margt áttu þau hjón sameiginleg áhugamál og ferðuðust allmikið saman, með- an kraftar leyfðu, en einnig and- stæðurnar, ólíkir eiginleikar og geta, veita færi áð bæta hvort annað upp. Á tímum meiri tækifæra og hvatningar hefði Magnúsi getað orðið meira úr gáfum sínum og listfengi. Hneigð hans til tónlistar fékk nokkra útrás þegar hann söng í Samkór Reykjavíkur um nokkurra ára skeið. Nýttist það honum æ síðan, þá er stilla þurfti raddir saman í söng. Ekki verður svo við skilizt málstað Magnúsar, að ég láti hjá líða að þakka fyrir hans hönd öll- um, sem verið hafa honum sam- vistum og gert vel til hans. Verður þar að geta sérstaklega bróður hans Aðalsteins og hans ágætu konu Vilborgar, en hjá þeim var ætíð athvarfs og liðsinnis að leita, þegar á móti blés. Einnig er skylt að þakka af alúð þá góðu aðhlynn- ingu, sem hann naut á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og hann mat að verðleikum. Þótt Magnús hafi verið ökumað- ur góður, er nú þar komið vegferð hans, að mannlegur máttur fær ekki haldið um stýrið. Nú kallar hann „ferju á hnatta hyl“, eins og skáldið segir í upphafi kvæðisins, sem vitnað er til hér að framan. Við viljum mega treysta því, að við því auðmjúka kalli hans sé orðið. Blessuð sé minning hans. Bjarni Bragi Jónsson t Eiginmaöur minn, HALLDÓR ÞORSTEINSSON, Stórageröi 34, lést í Landspítalanum 11. desember. Rut Guómundsdóttir. t Eiginmaöur minn. SKAPTI DAVÍÐSSON, trésmíAameistari, síAar bóndi, Útay Laugardal, andaöist 11. desember í Borgarspitalanum. Marie Davíösson. t Eiginmaöur minn, HANNES ARNÓRSSON, fyrrum símstöAvarstjóri í SandgerAi, andaöist í Sjukrahúsi Keflavíkur þann 11. desember. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Anna Sveinbjörnsdóttir. Bróöir okkar. t SKÚLI ÞÓRDARSON, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 14. desem- ber kl. 15.00. Ólafur ÞórAarson, Hjörtur ÞórAarson, Ingibjörg ÞórAardóttir, ÞórAur Sigfús ÞórAarson. Móöir okkar og tengdamóöir. t GUDRÚN ÞORBJÖRNSDÓTTIR, Ásvallagötu 51, andaöist 11. desember í Borgarspítalanum. Stefanía Runólfsdóttir, Þóra og Karl Maack. t Astkær dóttir mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, ERLA LÁRUSDÓTTIR, Ferjubakka 4, Reykjavík, lést af slysförum laugardaginn 10. desember. SigríAur Jónsdóttir, Lárus Sigurður Aöalsteinsson, Anna B. Aöalsteinsdóttir, Helgi S. Ingibergsson, Jóhanna M. AAalsteinsdóttir, Björn Júlíusson og barnabörn. t Hjartanlega þökkum viö öllum sem auösýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdaföö- ur og afa, TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR, skálds. Sérstakar þakkir flytjum viö borgarstjórn Reykjavíkur og Almenna bókafélaginu fyrir aö annast útförina og heiöra minningu hans. Ennfremur þökkum viö blóm og samúöarkveöjur. Bertha J. Guömundsson, GuAmundur Tómasson, Tómas Tómasson, Helga Jónsdóttir, Jón Bertel Tómasson. Lokaö í dag frá kl. 14.30—16.30 vegna jarðarfarar GÍSLA GESTSSONAR, bifreiöarstjóra. Nýja sendibílastööin. Lokað í dag, 13. desember, frá kl. 13.00—16.00 vegna útfarar ÁRNA JÓNSSONAR, kaupmanns. Radiostofa Vilbergs og Þorsteins, Laugavegi 80. Lokað í dag klukkan 13.30—15.30 vegna jaröarfarar ÁRNA JÓNSSONAR, kaupmanns. Elfur, Laugavegi 38. Lokað Vegna jarðarfarar GÍSLA GESTSSONAR veröur fyrir- tækiö lokaö eftir hádegi í dag. Sápugeröin Frigg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.