Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 flfofgmiÞlltfetfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Ekki aðeins hækkanir Lækkunin á bensín- og olíuverði stangast á við allt það sem heyrst hefur af þróun verðlagsmála undan- farin ár. Nú fyrst er að koma fram sú verðlækkun á þess- um mikilvægu neysluvörum sem byrjaði á heimsmarkaði á árinu 1982 og varð mest snemma árs 1983. Ástæðan fyrir því Kve langan tíma það tekur fyrir bensín- og olíu- verð að lækka hér á landi er verðmyndunarkerfið sem hér ríkir. Innkaupasjóður á olíu- vörum hafði safnað miklum skuldum en nú hefur á þeim fáu mánuðum síðan ríkis- stjórnin greip til efnahags- ráðstafana sinna og festi gengið í maí síðastliðnum tekist að snúa stöðu þessa sjóðs við og þess vegna lækk- ar verðið. í fréttatíma hljóðvarpsins á sunnudagskvöld voru lesnar talnaraðir um hækkanir á ýmsum neysluvörum síðan í nóvember 1982. Var þar glögglega lýst þeirri þróun sem allir hafa fundið fyrir að útgjöld heimilanna hafa vax- ið meira en tekjurnar. Ætti það ekki að koma neinum á óvart enda fólst það í efna- hagsráðstöfununum um mán- aðamótin maí og júní að hætta að hækka launin á grundvelli verðhækkana. En það segir hins vegar ekki alla söguna að lesa upp úr Hagtíð- indum og bera saman verð í nóvember 1982 og verðlag í nóvember 1983. Með því er gefið til kynna að ekkert lát hafi orðið á þessum hækkun- um. Sú er hins vegar raunin eins og sést ef nánar er rýnt í Hagtíðindin og ekki látið staðar numið við að bera saman fremstu og öftustu töluna í hverjum dálki. Stökkið í hækkunum er mest á milli nóvember 1982 og febrúar 1983 og febrúar og maí 1983, síðan hægir á og milli ágúst og nóvember 1983 er verðlag tiltölulega stöðugt og lækkar meira að segja á sumum vörum. Hækkanir sýnast raunar mestar á þeim varningi þar sem hið opin- bera hefur mest afskipti af verðmynduninni eins og sést best á verði landbúnaðar- afurða. Þær þeirra sem lúta opinberri verðforsjá hækka mikið en kjúklingar, þar sem samkeppni ræður verði, hafa lækkað jafnt og þétt í verði síðan í maí 1983, þá kostaði kílóið af kjúklingi 144,89 kr. en kostaði í nóyember 136,34 kr. í maí 1983 kostaði kíló af lambalæri eða lambahrygg 104,15 kr. en 145,50 kr. í nóv- ember. Það er úrslitaatriði að verðhækkanaskriðan stöðvist svo að unnt sé að takast á við þau gífurlegu vandræði önn- ur sem alls staðar eru. En þróun verðlagsins undan- farna mánuði sýnir að ekki er lengur aðeins unnt að tala um hækkanir. Þó eru ekki allar hækkanir vegna verðbólgu- veislunnar enn komnar fram. Af því sem eftir er munar mest um skattbyrðina á næsta ári. Svo kann að fara, verði ekki gerðar ráðstafanir til að létta hana eins og frek- ast er kostur, að þrek laun- þega bresti vegna skattanna, kröfur um hækkun launa magnist vegna þeirra og þar með hverfi ávinningurinn vegna þrautseigjunnar til þessa eins og dögg fyrir sólu. Þetta verða þingmenn að hafa í huga við afgreiðslu fjárlaga og sveitarstjórnar- menn við gerð fjárhagsáætl- ana. Eva Peron Sjónvarpsmyndin um Evu Peron var athyglisverð um margt. Hér á þessum stað verður þó aðeins staldrað við lýðskrumið. Atriðið þegar Eva Peron sat í fjölmiðlaljós- inu og deildi peningunum út til fátæklinganna og bauð mönnum 60% kauphækkun þegar þeir báðu um 50% er með mögnuðustu ádeilu á þá landsstjórnarmenn sem þykj- ast geta gert allt fyrir alla á kostnað annarra. „Komið á mánudaginn," sagði Eva þeg- ar peningarnir voru búnir. „Þú þarft ekki að sýnast við mig. Þú ert ekki á svölum for- setahallarinnar," varð sú kona sem reynst hafði Evu best þegar neyð hennar var mest að segja við forseta- frúna eftir að hafa leitað ásjár hjá henni fyrir nágr- anna sinn. Fyrir þessa hreinskilni var konan hand- tekin. „Vald spillir. Gjörræð- isvald gjörspillir," sagði Act- on lávarður. En svo er það ein af þverstæðum sögunnar og stjórnmálanna að Evíta skuli hafa náð slíkum vinsældum meðal almúgans í Argentínu sem enst hafa langt út yfir gröf og dauða þrátt fyrir spillinguna, óhæfuverkin og lýðskrumið. Ljósin tendruð á MIKILL mannfjöldi safnaðist sam- an á Austurvelli á sunnudaginn þegar Ijósin á gjafatré Óslóarborg- ar til Reykvíkinga voru tendruð. Það var ung stúlka úr Hafnarfirði af norsk-íslenskum ættum, Carolin Guðbjartsdóttir, sem kveikti jóla- Ijósin. Það var mikil stemmning við athöfnina, enda veður gott og ým- isleg skemmtiatriði á dagskrá. Jóla- sveinar heilsuðu upp á börnin, dómkórinn söng undir stjórn Mart- eins H. Friðrikssonar og Lúðrasveit Reykjavíkur lék. Norski sendiherr- ann, Anne-Marie Lorentzen, og Markús Örn Antonsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, fluttu ræður. íÆ HFV jJé • PBH Það var glatt á hjalla á Austurvelli á sunnudaginn þegar kveikt var á norska jólatrénu, gjöf Óslóarborgar til Reykvikinga. Kasparov er orð- inn óstöðvandi Skák Margeir Pétursson FÁTT virðist nú geta komið í veg fyrir það að hinn tvítugi Sovétmaður frá Bakú við Kaspíahaf sigri Viktor Korchnoi, fyrrum áskoranda, í einvígi þeirra í London. Að loknum níu skák- um er staðan þannig að Kasparov hef- ur hlotið fimm og hálfan vinning en Korchnoi þrjá og hálfan. Kasparov skortir nú aðeins einn vinning til að tryggja sér sigur og er því í sömu stöðu og Vassily Smyslov í einvígi hans við llngverjann Zoltan Ribli. Má því segja, að allar líkur séu á að í úrslitaeinvígi áskorendakeppninnar mætist æskan og ellin, hinn tvítugi Kasparov og 62ja ára gamli Smyslov. Út úr síðustu fjórum skákum ein- vígisins hefur Kasparov fengið þrjá og hálfan vinning og eftir því að dæma eru líkur á því að einvíginu ljúki strax á morgun, en þá verður tíunda skákin tefld. Kasparov hefur hagnýtt sér slaka taflmennsku Korchnois upp á síðkastið til hins ýtrasta. Þegar hann hefur náð frumkvæðinu, hefur hann teflt af mikilli nákvæmni og ekki gefið Korchnoi minnsta færi á að rétta úr kútnum. Áttunda skákin sem tefld var á laugardaginn var fremur sviplaus. Kasparov, sem hafði svart, jafnaði taflið fremur auðveldlega og eftir mikil uppskipti var síðan samið jafntefli. f níundu skákinni fékk Kasparov hins vegar betri stöðu strax eftir byrjunina og í stað þess að reyna að endurskipuleggja vörn- ina urðu fálmkenndar mótspilstil- raunir Korchnois til að flýta fyrir ósigri hans. Eftir aðeins 20 leiki var staða svarts, Korchnois, orðin von- laus og tíu leikjum síðar gafst hann upp. Korchnoi hefur verið algjörlega óþekkjanlegur í síðustu skákum eft- ir góðan sigur í fyrstu skák einvígis- ins og trausta taflmennsku í fram- haldi af því. í sjöttu skákinni var hins vegar eins og flóðgátt opnaðist og síðan hefur hann teflt byrjanirn- ar óvandvirknislega og mistekist að ráða við frumkvæði andstæðingsins í miðtafli. Áttunda skákin: Hvítt: Viktor Korchnoi Svart: Gary Kasparov Katalónsk byrjun 1. d4 — d5, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — Rf6, 4. g3 Þessi byrjun nýtur mikillar hylli beggja keppenda og kemur það á óvart, því hún hefur síðustu árin verið talin leiða til einfaldra og lítt spennandi staða. 4. — dxc4, 5. Bg2 — c5, 6. I)a4+ — Bd7, 7. Dxc4 — Bc6, 8. dxc5 Með 8. 0-0 - Rbd7, hefði Korchnoi getað fengið upp sömu stöðu og Kasparov í sjöundu skák- inni. 8. — Rbd7, 9. Be3 — Bd5, 10. Da4 — Bc6, 11. Dc4 — Bd5, 12. Db4 Töpin tvö í sjöttu og sjöundu skákunum hafa veikt sáíræna að- stöðu Korchnois. Ef hann hefði enn haft forskot, hefði hann vafalaust ekki hikað við að þráleika. 12. — Dc8, 13. Rc3 — Bxc5, 14. Bxc5 — Dxc5, 15. Rxd5 — Rxd5, 16. Dd2 Það er greinilegt að svartur hefur náð að jafna taflið. 16. Dxb7 — Hb8 hefði jafnvel fært honum frum- kvæðið. 16. — Hc8, 17. 0-0 — 0-0, 18. Hacl — Db6, 19. Dd4 - Hfd8, 20. Hfdl - Dxd4, 21. Rxd4 — R7b6, 22. Rb3 — Hxcl, 23. Hxcl — Hc8, 24. Hxc8 — Rxc8, 25. Bxd5 — exd5. í þessari stöðu stendur hvítur ör- lítið betur vegna þess að svarta peð- ið á d5 er stakt. En svo lítið lið er eftir að Kasparov heldur jafnteflinu erfiðleikalaust. 26. Rc5 — Rd6, 27. Kg2 — Kf8, 28. Kf3 — Ke7, 29. Kf4 — f6, 30. h4 — g6, 31. g4 — b6, 32. Ra6 — Re4, 33. f3 — Rc5, 34. Rc7 — d4, 35. Rd5 — Ke6, 36. Rb4 — a5, 37. Rd3 — Kd5, 38. g5 — f5, 39. Kg3 — Rxd3 og samið jafn- tefli, því peðsendataflið er geril- sneytt öllum lífsneista. Níunda skákin: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Viktor Korchnoi Katalónsk byrjun 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. g3 — d5, 4. Bg2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.