Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 43 Björn Benedikts- son - Minningarorð segir allt sem segja þarf: Hann var drengur góður. Ekki höfðum við mágur minn þekkzt lengi, þegar ég skynjaði birtuna og ylinn sem honum fylgdu. Sumar eftir sumar lögðum við leið okkar saman til vatna og fljóta, einkum og sér í lagi til Þingvallavatns, ýmist þeirra er- inda einna að vera undir beru lofti, en oftar til þess að renna jafnframt fyrir silung. Á þessum ferðum okkar veitti ég því fljótt athygli, hversu djúp áhrif nátt- úrufegurð hafði á Árna og hversu hrifnæmur hann var, þótt hann hefði ekki um það mörg orð, frem- ur en þau mál sem honum voru hjartfólgnust. Hann var að því leyti dulur, að hann ræddi ógjarna um það sem innst bjó. Ég veit því ekki hvað hann var að hugsa stundum, þegar hann horfði lengi þögull og líkt og frá sér numinn á dýrð himins og jarðar. Hitt veit ég, að ég gleymi seint þeirri lotn- ingu sem ljómaði af svip hans andspænis fegurð og tign ættjarð- arinnar og um leið sköpunarverks- ins. Fyrir ári fór Árni að kenna las- leika, sem læknar greindu að fullu litlu síðar. Hann fékk þá að vita, að hann gengi með háskalegan sjúkdóm og ætti ef til vill skammt eftir ólifað. Þessi úrskurður kom að sjálfsögðu eins og reiðarslag yfir konu hans og börn. Ekki þarf heldur neinum getum að því að leiða, hvernig sjálfum honum varð innanbrjósts við slíkan dóm. En á ytra borði tókst honum að láta sem ekkert væri. Hann gekk að störfum, hvenær sem af honum bráði, bjó sem bezt hann kunni í haginn fyrir fjölskyldu sína áður en hann hyrfi brott, sýndi ætt- ingjum og vinum alúð og ræktar- semi, svo sem hann hafði löngum gert, var hýr og glaðvær líkt og endranær, þótt sífellt syrti að. Mánuðum saman hafði hann harða baráttu við ólæknanlegan sjúkdóm af dæmafárri karl- mennsku og sálarþreki. Nú er því stríði lokið, harmur konu hans og barna þeirra hjóna mikill, söknuð- ur þeirra þungbær. Við Anna vott- um þeim dýpstu samúð, en vonum jafnframt að líkn muni það reyn- ast að eiga ótal minningar um öndvegismann, sem var í senn at- orkusamur, ljúfur í lund og vammi firrður. Á skilnaðarstund þökkum við bróður og vini ógleymanlegar samverustundir og felum önd hans höfundi ljóss og lífs. Ólafur Jóhann Sigurðsson Stóð það líka heima að bæði meðal sjúklinga og samstarfsmanna naut hún óskoraðs trausts og vin- sælda. Þótt vinnutíminn væri oft langur, einkum framan af meðan börnin voru enn í æsku, fannst mér ætíð sem Sveinlaugu þætti hún hafa fundið þar réttan vett- vang í lífinu og hún var sátt við sín kjör. Sveinlaug var enn á besta aldri þegar kallið kom. Aðdragandinn var ekki langur en síðustu stund- irnar erfiðar. Þær urðu þó miklu léttbærari en ella vegna þess að þá hafði hún öll börn sín hjá sér í fyrsta sinn um árabil. Þau sjá nú á bak einstakri móður og vini, miklu fyrr en nokkurn hefði grun- að. Þeim öllum, systkinum Svein- laugar og föður færi ég kveðjur samúðar og hluttekningar að leið- arlokum. Gunnar G. Schram Húmar að kveldi, sest er sól, flaug í gegnum huga minn þegar ég frétti hversu alvarleg veikindi móðursystur minnar voru. Það dimmdi í veðri í orðsins fyllstu merkingu og vindurinn gnauðaði á gluggann. Það var skyndilega kominn vetur. Og þannig er mér innanbrjósts núna, þegar komið er að leiðarlokum. En erfitt á ég samt með að skilja að veru hennar hér á jörðu skuli vera lokið, því svo geysilifandi og sterk persóna var hún í lifanda lífi. Mig langar með þessum örfáu línum að þakka frænku minni fyrir allar ánægjulegu samveru- stundirnar sem við áttum saman. Allar mínar bestu bernskuminn- Fæddur 30. júlí 1920 Dáinn 5. desember 1983 Þann 5. desember sl. lést á Borgarspítalanum í Reykjavík Björn Benediktsson. Hann var fæddur að Ásmundarnesi í Bjarnarfirði í Strandasýslu 30. júlí 1920. Foreldrar hans voru hjónin Benedikt Benjamínsson strandapóstur og Finnfríður Jó- hannsdóttir. Þau bjuggu í Ás- mundarnesi, einnig Brúará, en flytja á Djúpuvík árið 1941. Sem íslenskur sveitadrengur kynnist Björn erfiðum atvinnu- háttum fátækrar barnafjölskyldu norður í einni harðbýlustu sveit á Islandi á hinni nyrztu strönd út við hið drungalega Dumbshaf. Það hefur löngum verið á orði haft hve harðærið á voru landi hefur stælt margan nýtan íslending til góðra dáða. Þau lífsskilyrði sem fyrri- tíðar-fólk mátti búa við í harðbýl- um sveitum sönnuðu fólki það að um tvo kosti var að velja, eins og orðtakið segir „að duga eða drep- ast“. Það var því engin furða þó stofninn af Ströndum hefði orð á sér fyrir kjark og hreysti. Það var heldur ekki heiglum hent að vera traustur póstur í Strandasýslu á þeim tímum sem ár voru óbrúaðar og engir akvegir komnir. Halda uppi lögskipuðum ferðum jafnt í hörðum vetrarhörkum sem á öðr- um árstíma. Þetta starf fórst þeim samt vel úr hendi þessum fyrrit- íðar-mönnum og létu hvergi deig- an síga. Einn þeirra var Benedikt Benjamínsson, hans sögu má lesa í bókinni sem hinn ritsnjalli Strandamaður Þorsteinn Matt- híasson skráði. Ekki er á mínu færi að lýsa þætti Björns, sem hér er minnzt varðandi heimilisaðstoð í föður- garði, til þess skortir mig kunnug- leika. Hitt þekki ég af eigin raun að sveitabörnin urðu ung að taka til hendinni og verða að liði. Stundum hefur hent að til of mik- ils var ætlast af börnum og ungl- ingum, þau ofgerðu sér í vinnu og biðu þess aldrei bætur. Fólk er misfljótt að taka út þroska, svo er orku, þreki og áhuga misskipt á milli einstaklinga af skaparans hendi. Mér hefur verið sagt að Birni hafi ekki verið úthlutað eins ingar eru frá heimsóknum á heim- ili hennar og eiginmanns hennar. Þar sem allt iðaði af lífi og fjöri, enda nóg að gera þar sem þau áttu fimm börn og oft mjög gestkvæmt. En alltaf hafði Sveinlaug frænka tíma aflögu til þess að spjalla við litlu frænku sína og leika við okkur börnin. Því varð ég ekkert hissa, seinna þegar ég sjáíf eignaðist börn, að þeim skyldi finnast, alveg eins og mér forðum daga, alveg óskaplega gaman að fá að heimsækja frænku sína, sem alltaf hélt þeim veislu í hvert skipti sem þau komu, og var það æði oft. Þannig var frænka mín, höfðingi heim að sækja, fyrir smáa sem stóra, það skipti ekki máli hver í hlut átti. Hún var hreinasti snillingur í matreiðslu og voru veislur hennar víðfrægar. Ekki bara fyrir góðan mat, heldur allt sem því viðkom. Allt frá borðbúnaði og blómaskreytingum til tónlistar, allt skyldi vera full- komið. Slíkur var smekkur henn- ar. Þetta átti líka við klæðnað hjá konunni, því sjaldan eða aldrei hef ég séð betur klædda konu á ís- landi. Við hittumst fyrir mörgum árum f París þegar ég var þar við nám, og áttu fransmennirnir ekki til orð um glæsileika og smekkleg- an klæðnað þessarar konu. Finnst mér það segja þó nokkuð um hana, því Frakkar kalla nú ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Ófáar ferðirnar fórum við í bæinn í seinni tíð til þess eins að taka út tískuna í bænum og dást að þeim menningarblæ sem var smám saman að komast á borgina. Einnig fórum við oft saman í miklu af lífsþreki til erfiðisverka, sem föður hans, þrátt fyrir það varð hann nýtur maður til þeirra verka sem honum voru falin. Ungur mun hann hafa aðstoðað föður sinn í erfiðum póstferðum, einnig farið ferðir einn fyrir föður sinn, þegar við þurfti. Að bústörf- um hefur hann einnig mátt vinna, annað þekktist ekki. Þegar fjöl- skyldan er sest að á Djúpuvík verður breyting á störfum, þar ið- ar allt líf af vinnu á uppgangstíma góðu síldaráranna. Það var blóm- legt þorp Djúpavík á þeim árum. Þar fékk hver heil hönd starf að vinna. Björn gerist þar starfsmað- ur og verður aðnjótandi góðæris- ins, sem síldin skapaði á þeim gömlu góðu árum. En silfur hafs- ins er hverfult, sem önnur jarð- argæði, nú er Djúpavík döpur eyðimörk. Þegar þessi fjölskylda flytur á Djúpuvík verður Benedikt póst- og símstjóri á staðnum. Sumarið 1943 ræður hann til sín á símann unga góða stúlku frá Úti- bleiksstöðum í Húnavatnssýslu, Guðrún Þorvaldsdóttir heitir hún. Þau Björn felldu hugi saman og gengu í það heilaga, þegar kynnin gáfu tilefni til. Þau flytja svo að norðan til Reykjavíkur árið 1947. Þau fengu bæði starf í Reykjavík við sitt hæfi, hún á Landsíma ís- lands og hann á Pósthúsinu í Reykjavík. Þar hafa þau unnið samfleytt síðan. Að vísu var hann hættur og kominn á eftirlaun, en hún vinnur enn á símanum. Fyrstu árin bar Björn póst út um bæ, en síðustu 20 árin mun hann hafa verið yfirpóstafgreiðslumað- ur. Þau hjón hafa fengið að lifa þægilegu lífi í höfuðborginni, þau höfðu ástæður góðar til að láta sér líða vel. Þau áttu sína ágætu íbúð, búna góðum munum og gott bóka- safn er alltaf til á heimilinu. Að auki áttu þau góðan sumarbústað á Þingvöllum og bíl til að ferðast á. Þau voru samrýnd og nutu þess vel að mega gróðursetja blóm sín og fegra sitt umhverfi við sumar- bústaðinn sæla. Þau áttu ekki börn, en þau áttu vinalegt heimili, voru gestrisin og sérlega góð heim að sækja, þar var vel veitt og glað- vær heimilisandi á regluheimili. Guðrún er mikil sómakona, sem leikhús og á tónleika, því allt varð hún að sjá og fylgjast með og á öllu mögulegu hafði frænka min áhuga og mátti ekki til þess hugsa að missa af neinu merkilegu. Hennar mottó var „þú verður að sjá hlutinn til þess að geta dæmt um hann“. Sveinlaug varð fyrir þeirri sorg að missa mann sinn á besta aldri. En ekki lét hún deigan síga, áfram hélt hún af miklum dugnaði og sama glæsibrag og áður með öll börnin sín. Seinna dreif hún sig í sjúkraliðaskólann og lauk þaðan prófi og starfaði sem sjúkraliði eftir það. Þungur harmur er nú kveðinn að börnum hennar og barnabörn- um, sem nú sjá eftir móður sinni og ömmu. Einnig öldruðum föður og systkinum sem sjá á eftir elskulegri dóttur og systur. Bið ég Guð að blessa þau og hugga í harmi sínum. Um leið og ég kveð frænku mína elskulegu með kvæði eftir V. Briem, vil ég þakka henni fyrir alla þá elsku sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð. Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. ÁsU Edda Jónsdóttir allir dá, hún bjó eiginmanni sínum gott og notalegt heimili og lagði sig fram um að gera honum lífið eins gott og blessunarrikt, sem frekast er hægt. Ég trúi því að þetta hafi Björn viljað þakka af heilum hug. Hann var dulur mað- ur, flíkaði ekki tilfinningum sín- um. Oft verða slíkir menn mis- skildir. Hitt er víst, komist maður að hjarta slíkra manna, er þar gim- steina að finna. Björn var greind- ur maður, mikið lesinn og fróður. Hann las mikið ljóð og var hag- yrðingur góður. Hann fylgdist vel með þjóðmálum. Var hvergi öfga- maður, en hreifst af samvinnu- hreyfingunni. Björn hafði glöggt auga fyrir því sem fagurt er. Hann tók mikið af fallegum myndum og átti gott safn. Hann safnaði mynt og frímerkjum, tefldi og spilaði bridge í góðra vina hópi. Hann var maður tryggur, sýndi sinni heima- sveit á Ströndum átthagaást. Hann var ekki maður öfundar, ágirndar né haturs, hann fór alls staðar með friði, hógvær maður og lítillátur, eins og þar stendur oft, ljúfur og kátur. Hann hélt sig til hlés við skarkala lífsins, hann sagði ekki margt, en sá þeim mun meira af alvöruathöfnum mann- kindarinnar. Björn gaf ekki tilefni til ágrein- ings né illdeilna, hann var maður friðarins og kærleikans. Þannig þyrftu fleiri að vera. Hann kvaddi þetta líf án fyrir- vara á hljóðlátan hátt, þannig var hann ævinlega, lét lítið á sér bera og kvaddi sáttur við allt og alla, óstressaður, sæll og glaður, við óskum honurn fararheill, um leið og við þökkum hans drenglyndi. Ég bið eiginkonu hans allrar blessunar. Valgarður L. Jónsson • VITURLEG FJÁRFESTING Borðstofuhusgögn, húsgögn t forstofur og hol. í bæklingi okkar er aö finna 100 mis- munandi húsgögn sem eru bæði falleg og vönduö, húsgögn frá Tudor-tímabilinu. Eikin er sérstaklega valin, útskuröurinn djúpur og endurspeglar hæfni útskuröar- meistaranna. Hver hlutur er handvaxborinn. Áferöin er Tudor-brún, Ijós og antik. DUNA Siðumiila 23 - Sími 84200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.