Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 15 Opið bréf til iðnaðarráðherra, Sverris Hermannssonar - eftir Jónas Pétursson Heill og sæll Sverrir! Nýlega var eftir þér haft í út- varpi hverju þú svaraðir fyrir- spurn á Alþingi um Suðurlínu. Akveðið væri að ljúka henni á næsta ári og það væri nauðsyn austfirskra raforkunotenda að tryggja þeim þannig ca. 14 mega- vött í varaafli. Ég hrökk ónotalega við, hafði búist við því af þér að þú lofaðir möstrunum, sem komin eru, að standa eitthvað sem verð- uga minnisvarða um þá ófyrir- leitnu óstjórn er að baki stendur. Ég hefi viljað trúa því að upp sé runnið fyrir þér að með Suðurlínu á að ná til fulls valdi á öllum hreyfingum í orkumálum Austur- lands. Öll sjálfsbjargarviðleitni skal drepin! Skilyrði rafvirkjana á heimslóðum hundsuð, sem þó æpa á íbúana um allar jarðir. Þann þátt sjálfstæðismála byggðanna, sem nú er orðinn stærstur! Já, jafnvel 150 milljónir, sem þó eru ekki til — skulu í þetta með illu eða góðu — og tilgangurinn er í raun að drepa austfirskt frum- kvæði í orkuöflun. Kröflulína var einu sinni byggð til að bjarga orkumálum hér — á þeim árum er sjónhverfingaleikur Orkustofnunar var kominn á svið til að hindra virkjanir á Austur- landi. Hún er til og getur flutt, líklega að magni, allt það raf- magn, sem Austfirðingar nota um þessar mundir. Við þetta bætist að Kröflurafmagn hefir verið að vissu leyti á svörtum lista. Eins og níðangurinn, sem lengi var uppi um Kröflu vegna eldsumbrotanna, skuli sem lengst lifa. Svona „Ætlar þú aö stuðla að því aö takist að drekkja vonum og vilja Austfirð- inga í Rauðahafi Hjör- leifs Guttormssonar?“ flumbruháttur í raforkustjórn ætti ekki að ske í þinni tíð! Hræðsla við bilun á Kröflulínu furðuleg nú. Og ósvífnust úr munni þeirra sem barist hafa fyrir línum í staö virkjana. Auðvitað getur Kröflulína bilað. En hvað þá um Suðurlínu? Nei, nei, nei, Sverrir! Nú á orkuráð- herra að tryggja aukið fé í orkuöflun hjá Kröflu og slá því þar með föstu að þar sé baktrygg- ing Austfirðinga — á meðan virkj- að er á Austurlandi. Þú átt að beita þér fyrir að Seyðfirðingar, með aðstoð frá Austfirðingum í heild, virki Fjarðará. Brjóta þar með af Austfirðingum bannið við sjálfsbjörg í raforkuöfiun. Á Suð- urfjörðum á einnig að virkja. Fljótsdalsvirkjun er sýnilega ýtt aftur. Sjónhverfingalist orku- valdsins og alþingismanna hefur dugað til að sussa á Austfirðinga. Rakvatnssamlíking þín um Bessa- staðaá talin hafa hjálpað þar til, ekki saklaust að vera neyðarlegur í orði stundum. Með vitsmunum og slægð verður mörgu til leiðar komið, bæði illu og góðu. Ætlar þú að stuðla að því að takist að drekkja vonum og vilja Austfirð- inga í Rauðahafi Hjörleifs Gutt- ormssonar? En nú vakna mér ýmsar spurn- ingar í huga! 1. Hver er orðinn rannsóknar- Mezzoforte í Ronnie Scott’s - eftir Jón Kaldal Föstudagskvöldið 3. og laugar- dagskvöldið 4. des. urðum við nokkrir félagar vitni að tónlist- arviðburði á heimsmælikvarða. Við vorum staddir í jassklúbbi Ronnie Scott í London. Á sviðinu stóð íslenska hljómsveitin Mezzo- forte og lék hún af slíkri fimi og 95% af umframfjárþörf, fær hann 1.999 kr. til húsaleigu. Athygiis- vert er að leiga á einstaklings- herbergi á Gamla Garði er 2.300 kr. og talin ódýr miðað við hinn almenna leigumarkað. Það sem er þó enn athyglisverðara er, að í þingmannslaunum fyrir þingmenn utan af landi, er innifalinn leigu- húsnæðiskostnaður upp á 7.500 kr. á mánuði, eða 57,7% af fram- færsluupphæð þeirri sem náms- maður fær. Það er undarlegt þeg- ar á það er litið að t.d. Árni býr í eigin húsnæði í Reykjavík, þótt hann heiti þingmaður utan af landi og held ég að hann ætti að líta sér nær þegar hann er að bera saman laun og lán eða laun og laun og væri athyglisvert að sjá tölurnar sem út kæmu ef hann færi að bera sín eigin kjör saman við kjör hinna lægst launuðu, og ef hann bæri saman sín kjör og kjör námsmanna. Áreiðanlega fengjum við raunhæfari mynd af því „hróp- andi óréttlæti" sem ríkir í þessu þjóðfélagi en 30% óréttlætið hans Árna gefur til kynna. innlifun að enginn viðstaddra varð ósnortinn, enda létu áheyrendur hrifningu sína óspart í ljós. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Ronnie Scott’s einn virtasti jassklúbbur í heiminum. Telja skærustu stjörnur jassins það mikinn heiður að fá að leika þar. Ameríkanar segja um hann: „Ronnie Scott’s er besti jassklúbb- ur í heiminum utan Ameríki." Það að verða þess heiðurs aðnjótandi að spila á svona stað er hreinlega staðfesting á því að drengirnir eru komnir í „meistaraflokk" og opnar það þeim ýmsar dyr í tónlistar- heiminum sem ekki standa opnar hverjum sem er. Prógrammið sem Mezzoforte bauð uppá var eigin tónverk ásamt klassískum jassópusum, og verður ekki annað sagt en að það hafi farið vel á með gamla grunn- inum og nútíðinni. Mín eyru sögðu mér að bebop-ið sé farið að þrengja sér af enn meiri krafti inn í músik Mezzo en það gerði áður. Jazzleikarar heimsins hafa nú í ríkum mæli tekið sér fyrir hendur að endurreisa bebop. Þeir spila það með ívafi af þvi sem hefur gerst í jassinum frá bebop-tíma- bilinu. Verður eflaust athyglisvert að fylgjast með því hvernig sú tónlist þróast. Éf ég reynist sannspár þá mun Mezzoforte vera með í þessum hópi. Um félaga hljómsveitarinnar ætla ég ekki að fjölyrða. Ég vil aðeins segja að hver og einn þeirra hefur náð mjög miklum þroska á sitt hljóðfæri og þeir sameiginlega sem hljómsveit. Jónas Pétursson kostnaður frá byrjun á svæði Bessastaðaár og Fljótsdals- virkjunar? Er áætlunarkostn- aður „blekkingavirkjana" með- talinn? Verður þessi kostnaður með framreiknun talinn með virkjunarkostnaði Fljótsdals- virkjunar? (Segjum um alda- mótin.j Er enginn rannsóknar- kostnaður á þessu sviði sem til- heyrir og er færður á Orku- stofnun? 2. Hver er, til samanburðar, heildarrannsóknarkostnaður Þjórsárvirkjana frá upphafi? Er einhver kostnaður þar færð- ur á Orkustofnun? 3. Hver er vaxtakostnaður og fjármagnskostnaður svo- nefndra byggðalína hjá ríkis- sjóði 1983? Þar af á Vestfjarða- línu og í öðru lagi Kröflulínu frá Kröflu til Skriðdals? 4. Hver er vaxtakostnaður og fjármagns- af Kröfluvirkjun 1983? Hver var orkuframleiðsla þeirrar virkjunar á 12 mánuð- um síðustu í kílóvattstundum og á hvaða verði reiknast hún? Hér vil ég bæta við: Fimm ára fjármagnskostnað Kröfluvirkjunar á að draga frá Kröfludæminu að minnsta kosti vegna eldsumbrota! Hverju nemur það? Að lokum þetta: Nú átt þú að láta hendur standa fram úr erm- um og brjóta niður helsið á fram- kvæmdavilja og getu, sem nú hvíl- ir á. Láta snilli Jóns í Árteigi njóta sín og hans líka, sem munu koma betur í ljós þegar birtir. Fjarðará og virkjun á Suðurfjörð- um, í Vopnafirði og Sandá í Þist- ilfirði. Kalla bjartsýnina fram í byggðarlögum, þá lyftast Grettis- tökin á fullveldisdaginn. Með kveðju, Jónns Pélursson er fyrrrerandi al- þingismaöur — búsettur í Fellabæ rið Lagartljótsbrú. /íuKin pjonusta íaðalbanka Við önnumst nú alla algengustu gjaldeyrisþjónustu: Kaup og sölu á ferðamannagjaldeyri, sölu námsmannagjaldeyris, stofnun innlendra gjaldeyrisreikninga og útgáfu VISA greiðslukorta. tönaðaitankinn Reykjavík: Aöalbanki, Lækjargötu 12 Breiðholtsútibú, Drafnarfelli 16-18 Laugarnesútibú, Dalbraut 1 Grensásútibú, Háaleitisbraut 58-60 Réttarholtsútibú, Réttarholtsvegi 3 Garðabær: v/Bæjarbraut Hafnarfjörður: Strandgötu 1 Selfoss: Austurvegi 38 Akureyri: Geislagötu 14 Súsanna Srararsdóttir er nemi í Aín Kaldal er einn af eigendum Háskóla íslands. Teiknistofunnar Arko. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.