Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 Hörð keppni var á júdómóti Armanns HIÐ árlega júdómót júdódeildar Ármanns var haldið 5. des. sl. Keppt var í tveimur þyngdar- flokkum þ.e. + 78 kg.^og + 78 kg., svo og opnum flokki, en þar er keppt um veglegan bikar. Bjarni Friðriksson sigraði örugg- lega í opna flokknum og varð þar meö bikarmeistari júdódeildar Ármanns 1983. I öðru sæti var Runólfur Gunnlaugsson, en Krist- ján Valdimarsson og Gísli Wium skiptu meö sér þriðja sætinu. Keppni í þessunr flokki var nokkuð hörö og spennandi á köflum. Bjarni keppti ekki í flokkakeppn- inni, en þar sigruöu Kristján Valdi- marsson og Gísli Wium. Úrslit mótsins urðu annars þessi: + 78 kg flokkur: 1. Gísli Wium 2. Hilmar Jónsson 3. Magnús Jónsson og Karl Erl- ingsson. + 78 kg flokkur: 1. Kristján Valdimarsson 2. Arnar Marteinsson 3. Runólfur Gunnlaugsson Opinn flokkur: 1. Bjarni Friðriksson 2. Runólfur Gunnlaugsson 3. Gísli Wium og Kristján Valdi- marsson Mikil gróska er í starfsemi júdó- deildar Ármanns og er júdó æft þar sex daga vikunnar. Núverandi byrjendanámskeiö hafa veriö í gangi frá því í haust og er þátttaka í þeim góö. Deildin er elsta júdófé- lag á landinu, stofnuö 1957. Verðlaunahatar í opnum flokki, fré vinstri: Bjarni Friðriksson, Runólfur Gunnlaugsson, Kristján Valdimarsson. Á myndina vantar Gísla Wium sem lenti í þriðja sæti í þessum flokki. Hluti af verðlaunahöfum mótsins, fré vinstri: Arnar Marteinsson, Run- ólfur Gunnlaugsson, Magnús Jónsson, Karl Erlingsson, Kristján Valdi- marsson og Bjarni Friðriksson. Á myndina vantar Gísla Wium og Hilmar Jónsson. Verölaunahafar í - 78 flokki: Magnús Jónsson og Karl Erlingsson. Á myndina vantar Gísla Wium og Hilmar Jónsson. \áSÁ Júdómenn á byrjendanámskeiöi hjá júdódeild Ármanns. Bjarni Friöriksson bikarmeistari Ármanns í júdó, 1983. Verðlaunahafar í + 78 kg. flokki, frá vinstri: Kristján Valdimarsson, Arnar Marteinsson og Runólfur Gunnlaugsson. Opiö bréf til íþróttasíðunnar: Islenska glíman er menningarverðmæti VEGNA þeirrar umræöu, sem glíman hefur fengið á íþróttasíð- um Morgunblaðsins, langar okkur, sem kappsamlega iökum glímu, að kynna starfsemi okkar svo hver sem vill geti séö að glíman er ekki aö líða undir lok. Réttara er að segja að glíman sé að rísa upp úr miklum öldudal. Glíman hefur verið iðkuö meö ýmsum afbrigðum allt frá land- námsöld og má með sanni segja aö hún sé ein af elstu íþróttum sem iökaðar eru í dag. Miklar breytingar hafa oröiö á glímunni frá fyrstu tíö og hefur hún þróast frá hryggspennu yfir í buxna- og axlartök frá buxnatökum yfir í ólartök en í kringum 1965 var ólunum skipt út meö svokölluð- um breiðum glímubeltum sem notuö eru enn í dag. Á þeim tíma var glímuáhugi mik- ill og reyndist oft erfitt aö fóta sig á æfingum fyrir glímandi mönnum útum allt gólf. Margir glímuunn- endur og reyndir glímumenn lótu í sér heyra á íþróttasíöum dagblaö- anna og úrslitum kappglíma gerð góö skil og ekkl síöur þegar sjón- varpiö hóf starfsemi sína 1968. Á síöustu árum hefur minna heyrst frá glímuviöburöum á opinberum vettvangi. Kemur þar margt til. Nýir ungir íþróttafrétta- ritarar hafa komiö fram á sjónar- sviöiö í staö hinna eldri og hafa þeir í minna mæli veriö uppteknir af glímuíþróttinni. Á sama tíma sljóvgaöist bar- áttuandi forustumanna glímunnar og er nú svo komiö að hending ein ræöur því hvort greint só frá úrslit- um glímumála. Ýmislegt hefur þó veriö gert til aö glæöa glímuna lífi. 1. Glímufélögin þrjú í Reykjavík hafa frá árinu 1980 hafiö samæf- ingar á sumrin meö aöaláherslu á sýningarglímu. Þjálfarar hafa veriö þeir Ágúst Kristjánsson rannsókn- arlögreglumaöur og Höröur Gunn- arsson forstjóri. Rúnar Bjarnason slökkviliös- stjóri hefur veitt okkur glímu- mönnum húsaskjól, en allar sam- æfingar glímufélaganna hafa veriö haldnar í íþróttasal slökkvistöövar- innar viö Öskjuhlíö. Á Rúnar Bjarnason slökkviliðsstj. þakkir skildar fyrir velvild og umburöar- lyndi gagnvart okkur glímumönn- um. Þessar sumaræfingar hafa átt sinn þátt í aö auka fjölbreytni og tækni hinna einstöku glímumanna, minnka félagaríginn, sem oft var þrúgandi hér áöur og síðast en ekki síst hafa þær gert þaö aö verkum aö til er samhæföur glímu- hópur sem hvenær sem tilefni gefst getur sýnt sýningarglímu. 2. Glímufélagiö Ármann og glímudeild KR hafa gert tilraunir aö veita stúlkum aögang aö glímu- æfingum. Tilraunir þessar gáfust vel og var áberandi aö þær gátu ekki síöur en drengir veriö brögð- óttar og bragðfimar í glímum sín- um. Aöstaöa fyrir samæfingar kynj- anna eru fyrir hendi hjá glímufélög- unum í Reykjavík og er ekkert því til fyrirstöðu aö halda þessari viö- leitni áfram. Lesandi góður. íslenska glíman er eitt af menn- ingarverömætum þessarar eyþjóö- ar, sem aldrei má glatast. Til að hefja glímuna til vegs og viröingar þarf að hefja glímu- kennslu í skólum landsins. Glímu- æfingar eru góóar uppbyggjandi líkamsæfingar og eiga þess vegna fullt erindi í íþróttakennslu barna- og unglingaskólanna. Ef grein þessi mætti vekja áhuga einhverra ykkar þá er okkur aö finna á eftirtöldum stööum: Giímudeild KR, Melaskólinn Rvík., þriöjud. kl. 19.50 og föstud. kl. 19.00. Glímufél. Ármann, Bald- urshagi Laugardal, þriðjud. og föstud. kl. 19.00. Glímufél. Víkverji, Baldurshagi Laugardal, mánud. og fimmtud. kl. 19.00. Jón Egill Unndórsaon • Þeir eru ekki háir í loftinu þessir ungu glimumenn en petr voru mættir á æfingu hjá KR í Melaskólanum. i Vonandi halda þeir sér við efnið og halda áfram að æfa glímuna. Ljósm./KöE.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.