Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 45
Minning:
Hlöðver Einars-
son járnsmiður
Fæddur 18. desember 1911
Dáinn 4. desember 1983
Hlöðver var fæddur í Reykjavík,
foreldrar hans voru Þórdís Guð-
mundsdóttir og Einar Sveinsson.
Fluttust þau frá Reykjavík 1914,
að Brautarholti á Kjalarnesi. Þar
bjuggu þau í eitt ár. Fluttu þaðan
að Leirá í Leirársveit. Dvöldu þar
í 9 ár. Fóru þá til Akraness og
dvöldu þar í 5 ár.
Eftir þessi 15 ár fluttust þau
aftur til Reykjavíkur, nú til fram-
búðar. Hlöðver varð eftir á Akra-
nesi og hóf nám í járnsmíði, hjá
ólafi Olafssyni, járnsmið þar í bæ.
Var hann hjá honum til hausts-
ins 1930, flutti þá til Reykjavíkur
og lauk námi í vélsmiðjunni
Héðni.
Þar vann hann til ársins 1963.
Var hann orðlagður eljumaður
með afbrigðum velvirkur og sam-
vizkusamur, og mjög virtur af
vinnufélögum sínum alla tíð.
Nú breyttist vinna Hlöðvers,
gerðist hann nú félagi og hluthafi
Olivers Thorsteinsson járnsmiðs.
Unnu þeir saman þangað til óliver
lést í janúar 1981. Hlöðver vann
einn við iðn sína á sama stað til
endadægurs.
Hlöðver kynntist yndislegri
stúlku 1940 eða þar um kring,
felldu þau hugi saman, og giftust
og stofnuðu heimili 4. júlí 1942.
Heimili þeirra er á Njarðargötu 33
í Reykjavík.
Eiginkona Hlöðvers er Sigurrós
Edda Ófeigsdóttir. Eignuðust
hjónin þrjár dætur, sem allar eru
búsettar í Reykjavík og nágrenni,
Þórdís er elst, hennar maður er
Ellert Jónsson, lögreglumaður,
Hildur er næstelst, gift Gunnlaugi
Guðmundssyni, múrara, Sigríður
yngst, gift Guðmundi Ólafssyni,
vélstjóra.
Maðurinn með ljáinn gerir
sjaidan boð á undan sér. Oftast
eru högg hans þung og sár og
missa ekki marks. Enginn getur
flúið þegar kallið kemur.
Eftiriifandi eiginkona, dætur og
barnabörn og allt venslafólk er
harmi slegið, afabörnin litlu munu
sakna þess mikið að nú getur afi
Hlöðver ekki oftar leitt þau um
túnið eða fjöruna, og leikið við
þau. Hlöðver Einarsson var fyrir-
myndar faðir, og eiginmaður, afi
og vinur, glaðsinna og hjálpsamur,
heimakær og elskulegur tengda-
faðir, eins og best verður á kosið.
Mig, sem þessi orð skrifa, lang-
ar til að þakka kærum tengdaföð-
ur, þó hann sé nú horfinn úr lif-
anda lífi, fyrir alla hans vinsemd
er hann sýndi mér og fjölskyldu
minni alla tíð á meðan hann var á
meðal okkar.
Guð blessi Hlöðver og styrki
alla afkomendur, eiginkonu og
vinu á sorgarstund.
Gunnlaugur Guðmundsson
Fregnin um andlát Hlöðvers
Einarssonar færði skugga yfir
hvunndaginn eins og dimmt'él á
góðviðrisdegi. Minningunni um
okkar góðu samskipti mun oft
bregða fyrir í mínum huga um
ókomna framtíð, en í þessu eintali
mínu vil ég votta honum virðingu
mína því hana átti hann óskipta.
Enn eru mér í huga fyrstu kynni
okkar, þegar Hlöðver og faðir
minn heitinn ákváðu að hefja
samstarf að Granaskjóli 9. Þá
fyrstu árin skapaðist sú venja að
þeir félagarnir komu ávallt inn í
kaffi á laugardögum. Þessum
glaðværu stundum, þar sem léttur
og skemmtilegur hlátur Hlöðvers
ómaði, vildi ég ekki missa af. Þar
var ég smástrákurinn tekinn í
fullorðinna manna tölu og fékk að
eiga mitt innlegg í umræðurnar.
Þá varð ég þess var, hve faðir
minn bar mikla virðingu fyrir
honum og hæfni hans og hvað
hann var ánægður og kátur yfir
þeirra samstarfi sem átti eftir að
-endast í rúma tvo áratugi, uns
faðir minn lést 1981.
Mér finnst það í raun furða
hvað þeim tókst vel að sneiða hjá
vandræðum í samskiptum sínum,
því báðir voru fastir fyrir og sér-
lundaðir. En það tókst, byggt á
virðingu og vináttu.
Reyndar vissi ég áður um
mannkosti Hlöðvers, en síðastliðin
þrjú ár sýndi hann svo ekki verður
um villst að þar fór vinur. Fram-
koma og hjálpsemi við mig og
mína fjölskyldu hefur verið ein-
stök. Allt stóð eins og stafur á bók
sem hann sagði. Öll viðskipti hans
og móður minnar hafa einkennst
af heiðarleika og trausti.
Ég minnist greiðasemi og hjálp-
semi hans. Hvað það var gott að
eiga hann að. Aldrei var mér neit-
að um neinn greiða sem hann gat
veitt mér. Hann var ævinlega til-
búinn að gefa mér góð ráð og veita
mér hjálp við ýmsar viðgerðir og
jafnvel smíða nýtt ef með þurfti.
Þar tók hann við af föður mínum.
Hreinskiptni hans bar ég virð-
ingu fyrir. Ef ræða þurfti málin
var það gert. Báðir létu í ljós sínar
skoðanir-og alltaf varð samkomu-
lag sem báðir sættu sig við.
Ég sakna þess að geta ekki leng-
ur litið til Hlöðvers á verkstæðið í
Granaskjóli til að spjalla við hann
um heima og geima, um vandamál
lífsins. Finna ánægjuna af áhuga
hans á mínu fólki og því sem ég er
að gera.
Mér eru í fersku minni ferðalög-
in, tjaldferðirnar vítt •um sveitir
landsins, fyrrum daga, hann með
sína fjölskyldu og ég með foreldr-
um mínum, svo og heimsóknir
Hlöðvers og konu hans í sumarbú-
staðinn okkar í Skaftártungu. Þær
verða ekki fleiri. Ekki fæ ég oftar
tækifæri til að líta við á verkstæð-
inu, en slíkt hefur verið reglan
undanfarin þrjú ár. Ánægjutil-—"
finningin við að koma að verk-
stæðisdyrunum, heyra vélarnið-
inn, þennan þunga dyn, og rödd
hans þegar hann varð mannferða
var. Glaðleg kveðjan heyrist nú
aldrei framar. Þess söknum við í
Granaskjóli.
Alltaf gladdist ég yfir því að
vera með þeim hjónum og finna
samheldnina og hlýjuna á milli
þeirra. Eiginkona hans, Edda, og
börnin hafa mikið átt þar sem
hann var og því misst mikið. Þeim
votta ég mína dýpstu samúð.
Orn Thorstensen
Minning:
Sigurður Egils-
son9 Stokkalœk
Á langri ævi getur ekki hjá því
farið, að við kynnumst mönnum,
sem hver og einn ber sitt sérstaka
svipmót. Heiti þeirra hefur jafn-
vel sérstaka merkingu eftir gerð
mannsins, sem ber það. Við mynd-
um okkur gjarnan skoðun á því,
hvernig manngerðin er eftir
fyrstu kynni. Þessi skoðun breyt-
ist stundum síðar, en stundum alls
ekki.
Einn minna samferðamanna,
Sigurður Egilsson, Stokkalæk,
fórst af slysförum 5. þ.m. Þrátt
fyrir það, að samgangur okkar í
milli hafi ekki verið sérlega mikill,
var Sigurður í mínum huga sér-
stakur karakter. Óbreyttur frá
hinu fyrsta til hins síðasta. Ég get
ef til vill með sanni sagt, að ég
hafi ekki þekkt Sigurð svo náið, að
það gefi tilefni til sérstakra
skrifa, enda verða þau fremur ein-
tal minnar sálar en minningar-
grein í venjulegum skilningi þess
orðs. Samt vil ég koma minni um-
sögn um Sigurð til geymslu á síð-
um blaðsins.
Ef ég í dag væri beðinn að lýsa
Sigurði, teldi ég mig geta það með
tveimur orðum. Sannur maður.
Hann var maður, sem átti við sín
vandamál að stríða, en leitaðist
við að leysa þau eftir bestu getu
hverju sinni. Hann var maður,
sem átti sínar gleðistundir og gat
þá notið þeirra án þess að sítera
stöðugt í það, sem miður gekk.
Hann tók hvoru tveggja með jafn-
aðargeði. Og skoðun mín er sú, að
framkoma hans hafi ekki breyst,
hvort sem hann leitaði til annarra
með sín vandamál, eða aðrir leit-
uðu til hans. Hvort tveggja var
jafn eðlilegt. Menn þurfa stuðning
hver annars.
Hann var sannur, af því að hann
vildi hafa það, sem rétt var. „Rétt
skal vera rétt,“ sagði hann eitt
sinn, þegar við áttum kaup saman.
Við slíka menn er gott að skipta.
Ekkert of, ekkert van. Frelsi, jafn-
rétti og bræðralag eru orð, sem
lengi hafa verið tengd saman. Orð-
in til á tímum kúgunar og misrétt-
is. Það eru falleg orð, en athuga
ber, að ekkert þeirra getur staðist
án orðsins sannleikur. Ef þú, les-
andi minn, hugsar til ævi Sigurð-
ar, munt þú komast að þeirri
niðurstöðu, að hann hafi ekki kært
sig um að vera sviptur frelsi og því
síður leitast við að svipta aðra
frelsi, eða kannast einhver við, að
bóndinn á Stokkalæk hafi ætlað
sér stærri hlut eða minni en öðr-
um var ætlaður? Um bræðralag
þarf vart að fjölyrða. Hver, sem
kynntist viðmóti hans getur svar-
að fyrir sig. Mér koma þessi þrjú
orð í huga vegna þess, að Sigurður
var maður sannleikans, og þau orð
eru dauð án sannleika.
í dag mátt þú gráta Rangár-
vallasveit, því þú hefur misst einn
af þínum bestu mönnum, sem
dyggur stóð vörð, en hljópst ekki
undan merkjum. Gleymum samt
KYRSTl aöallundur Hagþenkis, félags
handhafa höfundarréttar á fræðiritum
ng kennslugögnum, var haldinn 21.
nóvcmber sl., en félagið var stofnað 1.
júlí sl.
í fréttatilkynningu sem Morgun-
blaðinu hefur borist segir að í
skýrslu Harðar Bergmann, for-
manns félagsins, hafi komið fram að
unnið er að eftirtöldum verkefnum:
Að afla félaginu aðildar að samn-
ingi um ljósritun og aðra eftirgerð í
íslenskum skólum.
Að afla félaginu réttinda til að til-
nefna fulltrúa í stjórn Launasjóðs
rithöfunda og Rithöfundasjóð Is-
lands.
ekki að líta til fjallsins, sem stend-
ur þrátt fyrir þúsund vinda. Já,
stöndum upp í þögn og virðingu.
Það er við hæfi.
Ég man ferðir hjónanna á
Stokkalæk í skólann, sem ég
kenndi við. Hversu árvökul og
áhugasöm þau voru um menntun
og velferð barna sinna. Ekkert
álag eða fyrirhöfn virtist of mikið
til að bæta úr, ef aflaga fór. Ég
hafði reyndar einhvern tíma orð á
því á foreldradegi í sama skóla, að
þeir kæmu sjaldan, sem ég þyrfti
helst við að tala. Hjónin á Stokka-
læk komu alltaf, jafnvel þótt er-
indið væri aðeins það, að þakka
fyrir sig og sín börn. Með slíkum
foreldrum er ánægjulegt að vinna.
Ég veit nú hvers vegna ég í um-
ræðu sagði stundum „Sigurður
minn á Stokkalæk". Það er
kannski nokkuð langsótt, en mér
hefur alltaf fundist ég eiga svo
mikið í því unga fólki, sem ég hef
kennt. Þó skömm sé frá að segja,
þykir mér meira til þess koma en
annarra. Við Sigurður áttum sem
sagt hóp barna sameiginlega. Þess
vegna var hann um leið minn. Ég
bið honum nú sömu umönnunar og
hann veitti og vildi veita þeim,
sem honum var trúað fyrir. Það
getur þó talist sanngjarnt.
Ekki held ég, að það væri í þágu
Sigurðar, að langvarandi sorg
ríkti vegna fráfalls hans. Heldur
skal áfram haldið án þess að æðr-
ast og því tekið, sem að höndum
ber, en í dag get ég ekki betur
beðið en með orðum fyrrverandi
prests í Odda:
Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga,
en sér í lagi þau, sem tárin lauga,
og sýndu miskunn öllu því, sem andar,
en einkum því, sem böl og voði grandar.
Morgunblaðið bið ég að flytja
kveðju mína að Stokkalæk.
Filippus Björgvinsson
Að leita eftir breytingum á gjald-
skrá Ríkisútvarpsins að því er varð-
ar „fræðileg erindi" og viðurkenn-
ingu á að greitt skuli fyrir afnot
bóka og annarra kennslugagna í
skólasöfnum.
Að safna saman upplýsingum um
sjóði, taxta og útegáfusamninga og
fá fram leiðréttingar á úreltum út-
gáfusamningum.
Stjórn Hagþenkis skipa Hörður
Bergmann, formaður, Anna Krist-
jánsdóttir, rij.ari, Lýður Björnsson,
gjaldkeri, og meðstjórnendur eru
Jörgen Pind og Þóra Kristinsdóttir.
Fyrsti aðalfundur Hagþenkis
Dóttir mín, + SIGFRÍÐUR SÆUNN HALL, San Diego, Kaliforníu,
er látin. Eva Sæmundsdóttir.
+
Móölr mín,
KRISTÍN GfSLADÓTTIR
frá Þverá,
lést í Vífilsstaöaspítala laugardaginn 10. desember.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Ólafur Vigfússon.
Eiginkona mín, móöir og tengdamóöir,
MARTA EIRÍKSDÓTTIR,
sem lést á Sólvagi 1. desember síöastliöinn veröur jarösungin frá
Frikirkjunni í Hafnarfiröi miövikudaginn 14. desember kl. 13.30.
Ingimundur Hjörleifsson,
Siguröur Ingimundarson, Finnur Guömundsson,
Rósa Maria Hinriksdóttir.
+
Útför eiginmanns míns og föður okkar,
GUDMUNDAR SIGURÐSSONAR
frá Höföa,
Gnoöarvogi 68,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaglnn 15. desember kl. 15 e.h.
Jarösett veröur í Gufuneskirkjugaröi.
Blóm afþökkuö, þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktar-
félag lamaðra og fatlaöra.
Málfríöur María Jósepsdóttir
og börn.
+
Kveöjuathöfn um
EGIL JÓNSSON,
áöur hóraöslækni á Seyðisfirði,
Baldursgötu 24A, Reykjavík,
fer fram miövikudaginn 14. desember kl. 10.30 frá Nýju kapellunni
í Fossvogi. Útförin fer fram frá Egilsstaöakirkju, föstudaginn 16.
desember kl. 2 e.h.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna.
Unnur Jónsdóttir.