Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983
5
Hjálparstofnun kirkjunnan
Landssöfnun
stendur yfir
Til að takmarkið náist þarf hver íslending-
ur að leggja 20 krónur til söfnunarinnar
Ljósm. Mbl. RAX.
Guðmundur Einarsson og Gunnlaugur Stefánsson hjá Iljálparstofnun
kirkjunnar. Gunnlaugur heldur á fisktöflu eins og þeim sem greint er frá
í fréttinni. Slík tafla vegur aðeins 30 grömm, en inniheldur eggjahvítu-
efni, sem fullnægir þörf manns í 24 klukkustundir.
FISKTÖFLUR, úr malaðri skreið,
eru nú framleiddar á vegum Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar. Hver
tafla, sem vegur um 30 grömm,
kostar í framleiðslu tvær krónur
og fullnægir ein tafla af þessari
gerð eggjahvítuþörf manns í einn
sólarhring.
Þetta var meðal þess sem kom
fram á blaðamannafundi, sem
Hjálparstofnunin efndi til í síð-
ustu viku. Þar kom einnig fram
að fjársöfnun stendur nú yfir og
hafa bæklingar frá Hjálpar-
stofnuninni verið sendir til allra
heimila á landinu. Með þeim
fylgja söfnunarbaukur og gíró-
seðill.
20 krónur á mann
„Við stefnum að því að safna
fjármagni til að geta sent eina
milljón matarskammta til
þurrkasvæðanna í Afríku. Til að
Íað takmark náist, þyrfti hver
slendingur að leggja 20 krónur
til söfnunarinnar," sagði Gunn-
laugur Stefánsson, fræðslu-
fulltrúi Hjálparstofnunar kirkj-
unnar.
Gunnlaugur sagði einnig að
hreint neysluvatn væri óþekkt á
stórum svæðum í Afríku. „Ein
borhola getur séð 1000 til 2000
manns fyrir hreinu vatni og upp-
rætt landlæga sjúkdóma og
kostnaður við uppsetningu einn-
ar borholu með dælubúnaöi er
um 100.000 krónur."
Gunnlaugur sagði að fisktöfl-
urnar væru hagkvæmar í flutn-
ingi og auðveldar í dreifingu á
hjálparsvæðunum, til dæmis á
þurrkasvæðunum í Eþiópíu.
Hann sagði einnig að þær væru
ekki bragðvondar, „þær eru svip-
aðar og harðfiskur á bragðið".
Hlupu um og léku sér
eftir viku
Guðmundur Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnun-
arinnar, sagði frá því á fundi
með blaðamönnum, að fyrir
nokkru hefðu skammtar af fisk-
töflunum verið sendir til
Eþiópíu. „Þar voru börn, sem
lágu á sjúkrahúsi, mjög þjáð af
eggjahvítuskorti og gátu sig
tæpast hreyft. Þeim var gefinn
dagskammtur af áðurnefndum
töflum og eftir eina viku voru
þessi sömu börn farin að hlaupa
um og leika sér.“
Guðmundur sagði að síðastlið-
ið haust hefðu verið send 40 tonn
af þurrkuðum saltfiski til Ghana
og hefði Hjálparstofnuninni ver-
ið tjáð að hann hefði komið að
miklu gagni. „Nýlega fengum við
skeyti, þar sem við vorum beðnir
um að sendá nokkur hundruð
tonn til viðbótar, því ástandið
þar væri mjög slæmt vegna
þurrka."
Fastur þáttur í
jólaundirbúningnum
Guðmundur gat þess, að það
sem af væri árinu hefðu afurðir
að heildarverðmæti 30 milljónir
króna verið sendar frá Hjálpar-
stofnuninni til nauðstaddra í
þróunarríkjunum og hefði það
verið í samstarfi við íslenska
matvælaframleiðendur og ríkis-
valdið. Hann sagði ennfremur að
um 700 manns væru fastir
styrktarmeðlimir og legðu að
mörkum framlög til hjálpar-
starfsins ársfjórðungslega. „Og
sóknarprestar leggja eitt pró-
sent af launum sínum til hjálp-
arstarfsins.
Þátttaka landsmanna í lands-
söfnun Hjálparstofnunarinnar
er orðinn fastur þáttur í jóla-
undirbúningnum. Neyðarköll um
hjálp hafa sjaldan fyrr verið
jafn mörg og alvarleg, en við
treystum því að fólk taki söfnun-
arbaukum og gíróseðlum okkar
vinsamlega og taki þátt í söfnun-
inni með því að koma baukunum
til skila dagana fyrir jól.“
Því fjármagni sem safnast í
baukinn má koma til skila með
gíróseðlum í bönkum, sparisjóð-
um eða póstafgreiðslu, án til-
kostnaðar. Ennfremur taka
sóknarprestar, skrifstofa Hjálp-
arstofnunarinnar og Kirkjuhús-
ið að Klapparstíg 27 í Reykjavík,
við söfnunarbaukum og fjár-
framlögum.
Hernámsljóð
- ný Ijóðabók
eftir Gylfa Gröndal
Morgunblaðinu hefur borist ný
Ijóðabók eftir Gylfa Gröndal,
Hernámsljóð. Þetta er fjórða Ijóða-
bók skáldsins, en hann er einnig
kunnur fyrir samtalsbækur sínar
við merka íslendinga.
Fyrri ljóðabækur Gylfa eru
Náttfiðrildi 1975, Draumljóð um
vetur 1978 og Döggslóð 1979. Það
Gylfi Gröndal
er Setberg sem gefur út þessa
nýju ljóðabók skáldsins.
Af Hernámsljóðum, sem er 61
blaðsíða að stærð, auk efnisyfir-
lits, eru prentuð 150 tölusett ein-
tök, sem höfundur hefur áritað.
Bókin er prentuð í Prentbergi
hf., en kápumynd er eftir Magn-
ús Tómasson.
JNÚMER
_m EITT
¥9 HJÁ
auto
motor
AÐ GEFNU TILEFNI VILJUM VIÐ BENDA BILAKAUPENDUM
Á AÐ LESA ÞESSAR NIÐURSTÖÐUfí í BÍLAPRÓFUN HJÁ
HINUM GAGNRÝNU ÞJÓÐVERJUM.
AUÐVITAÐ ER
UNO FREMSTUR
í samanburöi á sex smábilum hjá
hinu virta þýska bilablaði AUTO
MOTOR UND SPORT var FIAT
UNO i fyrsta sæti. Meðaleinkunn bil-
anna úr þeim 25 atriðum sem prófuð
voru varð þessi:
FIA T UNO 8.62
VW POLO 8.50
PEUGOT 205 8.02
OPEL CORSA 7.72
FORD FIESTA 7.18
NISSAN MICRA 6.64
UMSÖGN UM EFSTA OG NEÐSTA BÍLINN
- þetta eru dómar hinna gagnrýnu þjóðverja.
FIA T UNO:
,,Sterkustu hliöar UNO eru hið pláss-
mikla farþega- og farangursrými og
frábærir aksturseiginleikar. Auk þess
getur maður verið mjög ánægður með
þægindi bilsins og vélargæði."
NISSAN MICRA:
„Eiginleikar MICRA valda vonbrigðum.
Þó þetta sé glænýr bill eru það
einungis eyðslan, verðið og auka-
búnaðurinn sem maður getur fellt sig
við."
FIAT ER ENDURSÖLUBÍLL NÚMER EITT
EGILL
VILHJÁLMSSON HF.
UNOsparakstur;meðaltal3.9lítrarsá besti3.7
Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202
Ford Fiesta 1.1 L
359 Pnnkte
Ein kraftvoller Motor,
Temperament und gute
Verartoeitong - das sirni die
wesentlichen Vorzúge des
Fiesta. dem man ansonsten
deutlich anmerkt. daR er in
die Jahre gekommcn ist.
Peugeot 205 GR
401 Punkte
Im Komfort schlagt
der Franzosc dic
Konkurrenten. auch
seine viertiirige Ka-
rosserie bietet hand-
feste Voraöge. Mit
den Fahrleistungen
ist es jedoch nicht
weit her.
Nissan Micra GL
332 Punkte
Dic Kigenschaftcn dcs
Micra sind cnttöuschend.
Obgleich er cin hrandnen
es Auto ist. kann er nur ir
Verbrauch, Preis und
Ausstattung gefallen.
Opel Corsa 1.2 S
386 Punkte
Gute Fahrleistungen
und Motoreigen-
schaften zcichncn
den Corsa aus. Ka-
rosseric und Fahr-
werk können höhe-
ren Anspritchen
nicht genngen.
VW Polo C
425 Punkte
Die magere Serienausstattung nnd der
relativ bohe Verbranch haben den Polo
wertvolle Punkte gekostet. Er ist gut
verarbeitet, tcmperamcntvoll und agil.
Fiat Cno 55 Super
431 Punkte
Das gúnstigc Raumangcbot und ausgezeichnete Fahreigenschaften
sind herausragcnde Pluspunkte des llno. Mit dem Komfort und
seinen Motorqnalitaten kann man ebenfalls sehr zufrieden sein,