Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983
31
Valgarður Stefánsson:
Stutt athugasemd
Ég rak upp stór augu þegar ég
var að fletta Morgunblaðinu þann
8. desember, því þar rakst ég á
greinarkorn, sem ég sendi blaðinu
í miðjum októbermánuði. Ég var
auðvitað fyrir löngu hættur að
hugsa um þessi skrif mín, taldi
bara að þeim hefði verið þegjandi
stungið undir stól, og sem norð-
lenskur myndlistamaður tók ég
því með jafnaðargeði, enda höfum
við norðanmenn lengi mátt bíða
þar til dyrum hafi verið lokið upp
fyrir okkur. Líkast til hafa lesend-
ur þessarar greinar einnig verið
Þrír seldu
afla erlendis
ÞRJÚ íslenzk fiskiskip seldu afla
sinn erlendis í gær, mánudag. Fengu
þau þokkalegt verð fyrir afla sinn,
sem var meöal annars karfi, koli,
ufsi og þorskur.
Ólafur Bekkur ÓF seldi 97,5
lestir í Grimsby. Heildarverð var
3.078.900 krónur, meðalverð 31,58.
Aflinn var að mestu koli, þorskur
og ýsa. Vigri RE seldi 214,1 lest í
Bremerhaven, mestmegnis karfa.
Heildarverð var 5.166.500 krónur,
meðalverð 24,14. Þá seldi Arney
KE 51,4 lestir, mest ufsa í Cuxhav-
en. Heildarverð 726.800 krónur,
meðalverð 14,13.
dálítið undrandi og ekki að furða,
því greinin var svar til Braga Ásg-
eirssonar vegna Akureyrarpistils,
sem hann skrifaði fyrir nær
tveimur mánuðum. í athugasemd
ritstj. sem fylgdi birtingu greinar
minnar, stendur m.a. „að blaðið
standi ávallt opið forystumönnum
menningarmála í hinum fagra
höfuðstað Norðurlands". Mikið
finnst mér nú hurðin á Morgun-
blaðinu vera þung og lengi að
opnast, þegar birting greinar
dregst svo lengi, sem var þó skrif-
uð í flýti og póstlögð strax tveimur
dögum eftir að pistill Braga birt-
ist. Og nú er þetta gamla blað
fyrir löngu horfið úr blaðakörfum.
Því er birting greinar minnar
þann 8. des. bara eins og skot upp
í loftið og Bragi fyrir löngu kom-
inn í skjól.
Ég vil þó þakka fyrir þá hvatn-
ingu, sem ritstj. Mbl. sendir norð-
ur, og þær óskir, að hlutur Akur-
eyrar verði stærri í Morgunblað-
inu en verið hefur.
Virðingarfyllst,
Valgarður Stefánsson.
Aths. ritstj.:
I rúmleysi í vetrarönnum þurfa
margar greinar að bíða birtingar
hér í blaðinu. En betra er seint en
aldrei! Þá eiga greinar sendar
Morgunblaðinu helzt að þola
nokkurra vikna bið, þótt ekki séu
þær allar klassískar!
Frá fundinum. Elín Pálmadóttir flytur ræðu.
Morgunbladið/KEE.
Morgunblaðió/ÓLK.M.
Syngja fyrir aldraða og sjúka
Söngsveitin Fílharmónía heimsækir nú fyrir jól aldraða og sjúka á sjúkrahúsum og stofnunum. Síðast-
liðinn laugardag var söngsveitin í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg og voru þá þessar myndir teknar
er sveitin söng fyrir vistfólkið.
Mannréttindafund-
ur á Lækjartorgi
Breytingatillögur fjárveitinganefndar við fjárlagafrumvarpið:
ÍSLANDSDEILD Amnesty Inter-
national minntist mannréttinda-
dagsins sl. laugardag með útifundi
á Lækjartorgi.
Bernharður Guðmundsson
fréttafulltrúi og Elín Pálma-
dóttir blaðamaður fluttu stutt
ávörp og Jóhann Hlíðar Harð-
arson, nemandi í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti, afhenti
Matthíasi Á. Mathiesen, við-
skiptaráðherra, undirskriftir
hátt á áttunda þúsund íslend-
inga undir kröfu um að allir
samviskufangar verði látnir
lausir. Þá var söngur og hljóð-
færasláttur.
Amnesty-kertið var tendrað á Lækjartorgi.
Hækkun nemur
166 milljónum kr.
Breytingartillögur frá fjárveitinga-
nefnd við frumvarp til fjárlaga voru
lagðar fram á Alþingi í gær og sam-
kvæmt tillögunum hækkar heildar-
tala fjárlagafrumvarpsins um 166
milljónir króna, en það er innan við
1% hækkun. Eru í frumvarpinu ýms-
ir nýir liðir og má þar sem dæmi
nefna liðinn „íslenska hljómsveit-
in“, en til hans er varið 400 þúsund-
um króna.
Samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. fékk hjá Lárusi Jónssyni,
formanni fjárveitinganefndar, er
hér mest um breytingar vegna
nýrra upplýsinga að ræða og til
þess ætlaðar að unnt verði að gera
raunhæfar greiðsluáætlanir og að
rekstrarliðir verði raunhæfir. Þá
er og um að ræða ýmsa liði sem
skildir höfðu verið eftir þegar
fjárlagafrumvarpið var lagt fram.
Af nýjum liðum í breytingartil-
lögunum má nefna að við embætti
forseta íslands leggst nýr liður,
sem ekki hefur verið sérstakur lið-
ur áður, en það er liðurinn „Opin-
berar heimsóknir", en til hans
fara kr. 900.000. Þá má nefna lið-
inn „Norðurlandaráð", en í hann
fara 1,5 milljónir kr. í liðinn
„Þingmannafundir Fríverslunar-
bandalagsins" fer 1 milljón kr. Þá
er einni milljón veitt til hagræð-
ingar í Námsgagnastofnun og er
sá liður nýr, til Textilfélagsins er
veitt 50 þúsundum króna á nýjum
lið.
Loks má nefna eftirfarandi nýja
liði: Þátttaka í framkvæmdastjórn
UNESCO, 200.000 kr., menning-
arsamskipti við Færeyinga,
200.000 kr., alþjóðaár æskunnar,
100.000 kr., Ólympíunefnd fatl-
aðra, 600.000 kr., Manitoba-há-
skóli Kanada kr. 38.000, flugbjörg-
unarsveitir kr. 450.000, fræðslu-
efni um öryggismál sjómanna kr.
350.000 og sjálfvirkt tilkynninga-
kerfi fyrir fiskiskip kr. 500.000.
Sfldveiðum
lýkur 15.
desember
56.000 lestir
komnar á land
UM 56.000 lestir síldar eru nú
komnar á land á vertíðinni, sem lýk-
ur þann 15. þessa mánaðar. Nú
stunda aðeins 10 skip veiðarnar, 3 á
nót og 7 á reknetum og eiga þau
flest mjög lítið eftir af aflamarki
sínu.
Alls eru nú komnar um 38.000
lestir í hringnót, 17.000 í reknet og
1.000 í lagnet. Af þeim skipum,
sem leyfi fengu til veiðanna, hafa
7 ekki nýtt leyfi til hringnótar-
veiða og 15 skip hafa ekki nýtt
leyfi sín til veiða í reknet.
Halldór Laxness
beðinn afsökunar
f fréttatilkynningu Morgun-
blaðsins 11. desember, þar sem
greint er frá útkomu bókarinnar
Heyrt og séð eftir undirritaðan,
varð prentvilla sem hafði enda-
skipti á efni máls. Stafkrókur, eitt
eignarfallsess féll niður. Kafli sem
heitir Draslið Halldórs Laxness
varð í kaflaupptalningu að „Drasl-
ið Halldór Laxness".
Þetta hefst uppúr því að stytta
mál sitt með því að hafna per-
Skjaldbreiður
eftir Kjarval
á nýju korti
ÚT ER komið kort með mynd af
málverki eftir Jóhannes Sveinsson
Kjarval í útgáfu Litbrár. Mál-
verkið heitir Skjaldbreiður og er
málað á árunum 1957 til 1962. Eig-
andi þess eru Kjarvalsstaðir í
Reykjavík.
sónufornöfnum. Ég margkrossaði
mig þegar ég rak augun í þessi
ósköp. Menn hafa hringt í mig og
spurt myrkum rómi um samheng-
ið. það er á þessa leið, bls. 113,
Heyrt og séð:
„Halldór Laxness féll ungur
fyrir tveim þungmeltum stórkenn-
ingum, kaþólisma og kommún-
isma, sporðrenndi þeim í heilu lagi
eins og þær komu af skepnunni,
lét sig hafa það — og þarf há-
karlsmaga til að meltingin lánist.
Hún lánaðist ekki. Oftrúin, ofátið,
hefndi sín líka. Skáldið hefur verið
að skyrpa beinaruðningnum fram
á þennan dag. Því sem hann kné-
kraup forðum í Landakoti og í
Rússíá heimfærir hann í dag und-
ir eitt orð: drasl."
Síðan er vikið að persónutöfrum
Halldórs í viðkynningu, en það er
utan viðfangs leiðréttingarinnar.
Kaflaheitið er rétt skrifað í bók-
inni. En Halldór er hér með beð-
inn afsökunar.
Jóhannes Helgi