Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 ísvog hf. Reykjavík: Samið um sölu á 5 milljónum rækjudósa til Bandaríkjanna KYRIRTÆKIÐ ísvog í Reykjavík hefur nú náð samningum um sölu á 5 milljónum dósa af niðursoó- inni rækju til Bandaríkjanna. Nemur söluverð rækjunnar um 170 milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra ísvogar, Guð- laugs Hermannssonar. Guðlaugur sagði ennfremur, að magn þetta væri til afhend- ingar á næsta ári. Samningur- inn væri til þriggja ára, 5 millj- ónir dósa árlega og yrði hann endurskoðaður í lok hvers árs. Verð til kaupenda í Bandaríkj- unum er 1,16 dollarar á dósina, eða rúmar 33 krónur íslenzkar. Það gerði því um 336 krónur fyrir kílóið, sem væri talsvert meira en fyrir frysta rækju. Tekizt hefðu samningar við Háskóli íslands: Plasma — Efnafræði — Almennur fyrirlestur PRÓFESSOR Lorne M. Chanin frá Minnesota-háskóla mun halda almennan fyrirlestur um plasma-efnafræði þriðjudaginn 13. desember kl. 17:00 í húsi Verkfræðideildar stofu 158. Lorne M. Chanin hefur verið gistiprófessor í verkfræði- og raunvísindadeild háskólans á þessu misseri. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Arason & Co. í Sandgerði um að sjóða niður rækju upp í þessa samninga og væri í athugun að ná slíku samstarfi við fleiri að- ila. Hér væri um að ræða svo- kallaða innanfjarðarækju og Eldeyjarrækju, sem væri frem- ur smá og næmi niðursuðan um 10 lestum á viku árið um kring. Aðventukvöld í Húsavíkurkirkju Húsavík, 12. desember. AÐVENTUNNAR var minnst með hclgistund í Húsavíkurkirkju í gær. Avarp flutti séra Björn H. Jónsson og Védís Bjarnadóttir las jólasögu. Samkór, um 60 manns, söng jólalög undir stjórn Úlriks Ólasonar kirkjuorganista og með undirleik Lynne Werner. Hólm- fríður Benediktsdóttir söng ein- söng. Kirkjunni hefur borist gjöf, ljósakross, frá Hrefnu Bjarna- dóttur, börnum hennar og tengdabörnum, til minningar um mann hennar, Þórhall Karlsson skipstjóra. — Fréttaritari. INNLEN-T Laufabrauðsdagar í Breiðholti Laufabrauðsdagar voru í Breiðholtsskóla sl. sunnudag. Þar mættu nemendur, kennarar og foreldrar, skáru út laufabrauð, steiktu það og sungu af hjartans list. Fjölmenni var og góð stemmning. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þótti vissara að hafa slökkviliðsmann á vakt þegar laufabrauðið var steikt. Kveikt á jólatrénu frá Hamborg LJÓS voru tendruð á Hamborg- arjólatrénu, sem stendur við Hafnarbúðir síðastliöinn laug- ardag, en þetta er 18. tréð, sem félagsskapur í llamborg, Viking- errunde, gefur Keykjavíkurhöfn. Félagsskapur þessi er samtök sjómanna og blaðamanna í Hamborg. Að þessu sinni tendraði þýzki þlaðamaðurinn Hagen Deecke og kona hans Katerine ljósin á trénu, en Gunnar Guð- mundsson hafnarstjóri veitti því viðtöku. Viðstaddir athöfn- ina voru hafnarstjórn, þýzki sendiherrann, forseti borgar- stjórnar o.fl. Myndin er tekin við athöfnina. Blönduós afþakk- adi fjárveitingar FJÁRVEITINGANEFNI) Alþingis, sem undanfarna mánuði hefur setið á linnulausum fundum við að út- hluta framkvæmdafé og fleiru til hinna ýmsu byggða landsins, fékk all sérstakt skeyti í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér. í skeytinu kemur fram að hreppsnefnd Blönduóshrepps af- þakki allar fjárveitingar til Blönduóss á árinu 1984. Ástæða þessa mun vera sú að hrepps- nefndin vildi fá að hefja byggingu stórs íþróttahúss, en ákveðið hef- ur verið að slá öllum slíkum nýj- Listmunauppboð Klausturhóla: Kistillinn sleginn á 50 þúsund krónur ÚTSKORINN kistill frá árinu 1720 var seldur á 50 þúsund krónur á listmunauppboði Klausturhóla á sunnudaginn. — Kistillinn, mikið út- skorinn og með áletrunum með höfðaletri, var, eins og sagt var frá í blaðinu á laugardaginn, nýlega keyptur í Kaupnannahöfn og fluttur hingað til lands, en er íslenskur að uppruna. Rúmfjalir frá árunum 1649 og 1749 voru slegnar á 20 þúsund og 26 þúsund krónur, og tveir íslensk- ir fálkar voru slegnir hæstbjóð- endum á 7.500 krónur og 15.500 krónur. — Framangreindar upp- hæðir frá uppboðinu á sunnudag- inn eru án 23,5% söluskatts. um framkvæmdum á frest á land- inu á meðan svo árar sem nú er. Sýslunefndin brást ókvæða við þessu og sendi umrætt skeyti, en áætlað hafði verið að um 8 millj- ónir króna færu til ýmissa fram- kvæmda á Blönduósi á næsta ári og mest í heilsugæslustöðina. Ekki mun ljóst ennþá hver við- brögð fjárveitinganefndar verði. Síðbúin leiðrétting MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Gísla Jónssyni, menntaskólakennara á Akureyri: „Inn í formála minn að ljóða- úrvali Heiðreks Guðmundssonar, MANNHEIMA, hafa laumast tvær vondar villur. Mig langar til þess að biðja Morgunblaðið að leiðrétta þær báðar, enda fylgdu þær með í þeim hluta formálans sem blaðið var svo góðfúst að birta. Fyrri villa. Prentast hefur: En þá voru mikil tískufyrirbrigði í ís- lenskri ljóðagerð (bls. 10). Þetta á að vera tískubrigði, ekki tískufyr- irbrigði. Sídari villa. Prentast hefur: I fjórðu ljóðabókinni, MANN- HEIMUM (1966), er heimsádeilan skrifuð frá mannlífskönnuninni með kaflaskiptum (bls. 11). Þetta á að vera skilin frá, ekki skrifuð frá. Ég bið lesendur bókarinnar og blaðsins, einkum fjölmarga að- dáendur skáldsins, afsökunar á þessum vondu villum sem að sjálf- sögðu eru á mína ábyrgð." — Gísli Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.