Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 29 Austurvelli Það kom fram í máli Anne- Marie Lorentzen að þetta er 32. árið sem Óslóarborg færir Reykjavíkurborg jólatré að gjöf. Tré Reykjavíkurborgar er eitt þriggja trjáa sem Óslóarborg gef- ur út í heim á hverju ári, eitt er sett upp á Trafalgar Square í London og annað í Rotterdam. Markús Örn Antonsson sagði meðal annars þegar hann þakk- aði Óslóarborg fyrir jólatréð: „Reykvíkingar vilja njóta allra slíkra birtugjafa og er þetta glæsilega og ljómandi jólatré frá Ösló síst undanskilið. Augu umheimsins beinast þessa dagana að afhendingu frið- arverðlauna Nóbels í Ósló. Mannréttindi eru efst á baugi. Þjóðum íslands og Noregs er í blóð borin virðing fyrir frelsi og sjálfstæði og þær hafa tryggt sér full mannréttindi með lýðræðis- legu stjórnarfari. Sameiginlega viljum við vernda og varðveita tilveru okkar sem frjálsra þjóða, og við hugsum með hryggð og innilegri samúð til þeirra, nær og fjær, sem lifa í stöðugum ótta við valdið — harð- ýðgi, mannfyrirlitningu og svipt- ingu almennra lýðréttinda. Frjálsum þjóðum hlýtur að verðá hugsað til meðbræðra sinna í áþján, þegar blik jólaljósanna bregður enn á ný skæru ljósi á hinn mikla og kærleiksríka frels- is- og friðarboðskap jólanna." Frá athöfninni á Austurvelli. Fremst til vinstri er sendiherra Nordmanna, Anne- Maríe Lorentzen, sem afhenti tréd, þá Carolin Gudbjartsdóttir, sem kveikti á trénu, síöan koma Markús Örn Antonsson, forseti borgarstjórnar, sem tók við trénu fyrir hönd Reykvíkinga, og eiginkona hans, Steinunn Ármannsdóttir. Pólýfónkórinn og kór Kórskólans. Myndin var tekin á æfingu í Vörðuskóla. Ljósm. köe. „Af fögnuÖi syng“ Jólatónleikar Pólýfónkórsins í Háteigskirkju á fimmtudag MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Pólýfónkórnum: Það ber til nýbreytni í jóla- haldinu hjá Reykvíkingum í ár, að Pólýfónkórinn efnir til jóla- samsöngs með þátttöku almenn- ings næstkomandi fimmtu- dagskvöld. Hljómleikar þessir verða með sniði, sem nýstárlegt er hér en algengt erlendis, eink- um í Bretlandi, þar sem það þyk- ir ómissandi þáttur jólaundir- búnings að koma í kirkju eða konsertsal til að hlýða á og taka undir fallega jólasöngva, svo- nefnda carols í flutningi kórs og hljóðfæraleikara. Ingólfur Guð- brandsson bryddaði upp á þessu hér fyrir mörgum árunffmeðan hann var námsstjóri tón- listarfræðslunnar, en það hefur að mestu legið niðri síðan, þótt margir kirkjukórar efni til að- ventusöngva. Til liðs við sig og Pólýfónkór- inn, sem mun bera hita og þunga tónleikanna, hefur Ingólfur fengið kór Kórskólans, sem Pólýfónkórinn hefur starfrækt í haust við miklar vinsældir og Hörð Askelsson, organleikara Hallgrímskirkju auk nokkurra hljóðfæraleikara. Þá mun hinn glæsiiegi, ungi söngvari, Krist- inn Sigmundsson, taka lagið með kórnum, en Kristinn starfaði með Pólýfónkórnum í mörg ár. Alls munu um 130 manns taka þátt í þessum samsöng. Umgjörð tónleikanna verður upphafs- og lokakór Jólaoratoríu Heinrichs Schiitz en á milli er fjöldi fagurra jólasöngva, sem Pólýfónkórinn og Kórskólinn syngja til skiptis eða saman og sum lögin með þátttöku tón- leikagesta. Inn á milli verður orgelleikur og ritningarlestur. Á efnisskránni eru m.a. lög eftir J.S. Bach, Schubert, Mendels- sohn, Robert A. Ottósson og Sig- valda Kaldalóns auk fagurra jólasöngva, sem upprunnir eru á meginlandi Evrópu eða í Bret- landi og nú eru þekktir um allan hinn kristna heim. Aðgöngumiðar fást i Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar og Ferðaskrifstofunni Útsýn. Vert er að benda á, að ekki munu fleiri en um 300 manns komast á tónleikana og ástæða er til að tryggja sér miða tímanlega á þessa sérstæðu tónleika. dli ifJH. SciiKií Enn eru þeir við sama heygarðs- hornið. Fróðlegt verður að sjá hvort aðrir skákmenn api þetta eftir þeim og katalónska byrjunin komist í tízku á ný. 4. — dxc4, 5. Rf3 — Rbd7. Áður í einvíginu hefur hér verið leikið 5. — c5, eða 5. — Bd7. 6. 0-0 — Hb8. Svartur undirbýr að valda peðið með 7. — b5. 7. a4 — b6, 8. Rfd2! Betra en 8. Rbd2, þvl riddarar hvíts njóta sín báðir vel á drottn- ingarvængnum. 8. — e5?! Svarta staðan er tæplega nægi- lega vel þróuð til þess að réttlæta slíka árás á miðborðið. 9. Rxc4 — exd4, 10. Dxd4 — Bc5, 11. Dd3 — 0-0. 12. Rc3 Hvítur hefur greinilega fengið betri stöðu og hótar nú að bæta hana enn frekar með 13. Hdl og 14. Bg5, auk þess sem Rc3-b5 liggur í loftinu. 12. — Bb7,13. Bxb7 — Hxb7,14. Df3! Héðan I frá er hver einasti leikur Kasparovs mjög beinskeyttur. Ef nú 14. — Hb8, þá tryggir 15. Rb5! hvít- um stöðuyfirburði. Svartur reynir því að andæfa á löngu skálínunni. 14. — Da8, 15. Bf4! — a6, 16. e4 — Ha7, 17. Rd5 — b5? Þessi veiking bætir ekki úr skák fyrir svörtum. Skárra var að reyna að koma drottningunni I leikinn með 17. — Dc6, þó hvítur standi eft- ir sem áður betur eftir 18. Hfcl — Rxd5, 19. exd5 — Df6, 20. Dg4. At- hugandi er einnig 19. — Dg6!? 18. Ra5 — bxa4, 19. Hfcl — Bd4, 20. Hxa4 — Bxb2? Nú tapar svartur skiptamun og þar með skákinni. Hér eða í næsta leik á undan var bráðnauðsynlegt að leika Rxd5. 21. Re7+! - Kh8, 22. Hc2 - De8. 22. — Be5, 23. Rec6 leiðir til svip- aðrar niðurstöðu. 23. Hxb2 — Dxe7, 24. Rc6 — Dc5, 25. Rxa7 — Dxa7, 26. e5 Þó hvítur hafi unnið lið, hefur það á engan hátt rýrt stöðuyfirburði hans. 26. — Rg8, 27. Be3 — Da8, 28. Dxa8 — Hxa8, 29. f4 — Re7, 30. Hd2! og Korchnoi gafst upp. Framhaldið gæti orðið 30. — Rb6, 31. Bxb6 — cxb6, 32. Hd6, eða 30. - Rf8, 31. Bc5 og eftirleikurinn er auðveldur. Tveir síðustu sigrar Kasparovs hafa virst ótrúlega auðveldir fyrir hann. Það er þó engin ástæða til að láta slaka taflmennsku Korchnois kasta rýrð á frábæra frammistöðu unga mannsins. Þegar þeir Fischer og Tal voru á uppleið á sínum tíma, fannst öllum sem andstæðingar þeirra veittu litla sem enga mót- spyrnu á köflum. En í þessu einvígi hefur Kasparov sannað sig mjög al- hliða skákmann með frábærri tafl- mennsku í endatöflum og einföldum miðtöflum. Staðan og úrslit: Kasparov 0 'h Vi Vi 'h 1 1 'h 1 5Vi v. Korchnoi 1 'k Vi Vz Vi 0 0 'A 0 3Vi v. Nú nægja Smyslov tvö jafntefli HÆGT og bítandi færist Vassily Smyslov, 62ja ára Moskvubúi, nær því að slá Zoltan Ribli út úr áskorenda- keppninni í skák. Níundu skákina sem tefld var á sunnudaginn tefldi heimsmeistarinn fyrrverandi af miklu öryggi og gaf andstæðingi sínum eng- in færi á því að flækja taflið. Skákin varð því ekki sérlega spennandi, en þessi aðferð Smyslovs er mjög skiljan- leg, því hann hefur tveggja vinninga forskot og hvert jafntefli þýðir því í raun sigur fyrir hann. Staðan í einvíginu er því þannig, að Smyslov hefur hlotið 5!6 vinning en Ribli 3Vi. Tvö jafntefli til viðbót- ar nægja því til að Smyslov fái 6% vinning, en hámarksfjöldi skáka er 12. Enn sjást engin þreytumerki á Smyslov þó hann sé löngu kominn af þeim aldri sem þykir beztur fyrir skákmenn, þ.e. 35—40 ár. Hann eyð- ir yfirleitt fremur litlum tíma á skákirnar og er sá eini af keppend- unum fjórum í undanúrslitunum í London sem ekki hefur notað heim- ild sína til að fresta skák án þess að gefa upp ástæðu. Níunda skákin: Hvítt: Vassily Smyslov Svart: Zoltan Ribli Tarrasch-vörn I. d4 — Rf6, 2. Rf3 — e6, 3. c4 — c5, 4. e3 Smyslov kærir sig ekki um að tefla á móti Ben-Oni-byrjuninni og leika 4. d5, því þá koma oft upp mjög flóknar stöður. Því skyldi hann líka vera að gera sér lífið of erfitt? 4. d5, 5. Rc3 — Rc6, 6. cxd5 — exd5. í fimmtu og sjöundu skákunum lék Ribli 6. — Rxd5, en tapaði báð- um, þó hann sé sérfræðingur í slík- um stöðum. Smyslov hefur því unn- ið bæði sálrænan og fræðilegan sig- ur, hann hefur þvingað andstæðing- inn til að gefa eina af sínum uppá- haldsbyrjunum upp á bátinn. 7. Be2 — cxd4, 8. exd4 Að leika 8. Rxd4 og tefla gegn stöku peði svarts á d5 er algengasti leikmátinn í þessu afbrigði, en stað- an í einvíginu útskýrir hvers vegna Smyslov vill halda stöðunni sam- loka eða „symmetrískri". 8. — Bd6, 9. Bg5 — Be6, 10. 0-0 — h6, II. Bh4 — g5. Ribli er fremur rólegur og yfir- vegaður skákmaður, en örvænting vegna stöðunnar í einvíginu hefur greinilega knúið hann til að breyta um stíl. 12. Bg3 - Re4, 13. Bxd6 - Dxd6, 14. Rd2! Vegna metnaðarskorts Smyslovs í byrjuninni var Ribli að því kominn að ná frumkvæðinu, en þessi leikur tryggir jafnvægið. 14. — 0-0-0 Fyrsta langhrókunin í einvíginu í London 117 skákun. 15. Hcl — Kb8, 16. Rb3 — Bc8. Upphafið á mjög hægfara áætlun, en það var hreint ekkert að hafa í stöðunni. 16. — Hc8 var eðlilegri, en hefði flýtt fyrir uppskiptum á hrók- um. 17. 13 — Rxc3, 18. Hxc3 — b6, 19. Bb5 — Bb7, 20. Del Hræðilega hógvær leikur sem miðar einungis að drottningarupp- skiptum. 20. Dd2 og síðan 21. Hfcl var hvassara. 20. — Re7, 21. Dg3 — Rf5, 22. Dxd6+ — Rxd6, 23. Bd3 — Rc4, 24. Hbl Ekki 24. Bxc4? — dxc4, 25. Hxc4 — Ba6 og vinnur skiptamun. 24. — Hhe8, 25. Kf2 Peðsránið 25. Bxc4? — dxc4, 26. Hxc4 — Bd5, 27. Hb4 — He2, hefði vakið svarta liðið úr álögum. 25. — Ba6, 26. Rcl — Bb5, 27. Re2 — Rd6, 28. Hbcl — Bxd3, 29. Hxd3 og um leið þáði Smyslov jafnteflistil- boð Riblis. Staðan og úrslit: Smyslov 1 0 'k Vi 1 ‘k 1 ‘h 'h 5/2 v. Ribli 0 1 'h 'h 0 ‘h 0 'h 'k 3>/2 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.