Morgunblaðið - 29.12.1983, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 29.12.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 7 Nýtt — Nýtt Angórupeysurnar eru komnar. Glugginn, Laugavegi 40. SÍNE SÍNE-félagar, muniö jólafundinn sem haldinn veröur í Félagsstofnun stúdenta viö Hringbraut föstudaginn 30. desember kl. 14.00, og jólaballið sem veröur á sama stað kl. 21.00. Nánar auglýst á morgun. Happdrætti styrktarfélags vangefinna 1983 Vinningsnúmer: 1. vinningur: Mazda-bifreiö 1984 nr. 12447, 2. vinningur: Bifreiö aö eigin vali aö upphæö kr. 220.000 nr. 93482, 3. vinningur: Bifreið aö eigin vali aö upphæö kr. 160.000 nr. 31007, 4—10. vinningur: Húsbúnaður aö eigin vali. Hver upphæö kr. 60.000 nr. 12377, 23322, 32409, 28339, 50846, 63195, 65215. Verið velkomin ópavogsbúáf athugið! Við bjóðum aila almenna hársnyrtTngu svo sem: Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, tástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opið fra kl. 9—18 á virkum dögum og kl. 9—12 á laugardögum. Pantanir teknar í síma 40369. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. • H i Isaac Bashevis Singer: 99 Nútímamaðurinn mesta villidýrið“ Marxisminn og SlS-hugsjónin Þjóöviljinn hendir því á loft í gær sem Morgunblaðið haföi aö segja í tilefni af þeim orðum sem Isaac B. Singer lét falla um nútímann, þjáninguna og fjölmiðla. Og Tíminn hendir því á loft í gær að Morgunblaðið hafi kallað SÍS auðhring og lagt Stakstein í götu þeirra sem vilja skipta við Miklagarð sem sé sambærilegt viö þá steina sem borgaryfirvöld lögðu í heim- ildarlausu SÍS-götuna til og frá Miklagarði. Nánar er um þessi mál ritað í Staksteinum í dag. Þjáningar Þjóðviljans Þjóðviljinn hefur þjáðst töluvert vegna viðtals við Isaac Basheivis Singer, nóbelsskáldið, sem birtist hér f Morgunblaðinu skömmu fyrir jól og snerist um fjölmiðla, þjáningar og ónæmi nútímamannsins fyrir hörmungum. Morgun- blaðið fjallaði um viðtalið við Singer í forystugrein á Imrláksmessu og hefur sá leiðari orðið til þess að kvelja Þjóðviljann enn frekar ef marka má rit- stjórnargrein hans í gær. 1 sjálfu sér er það rann- sóknarefni hvers vegna Þjóðviljinn er svona upp- næmur vegna viðtalsins við Singer og réttmætra ábendinga hans um þá áráttu fjölmiðla að telja líf sitt komið undir þjáningum annarra. Þjóðviljinn er eins og kunnugt er skrifaður í þeim anda að fyrir rúmum 100 árum hafi Karl Marx komið fram með þjóðfé- lagskenningu sem útrými allri þjáningu sé henni fylgt Tilraunir til að fram- kvæma þessa kenningu hafa náð lengst í Sovétríkj- ununt og fylgiríkjum þeirra. Vegna hörmung- anna sem kenningunni hafa fylgt ríkir sálarangist hjá mörgum sem á hana trúa í auðvaldsríkjunum. Þeir láta þó ekki af trúnni og telja það málstaðnum enn fyrir bestu að benda á þjáningar annarra og þá einkum í auðvaldsheimin- um eða fyrir tiistilli auð- valdsrikjanna í þeirri von að hið þjáningarlausa þjóð- félagskerfi Karls Marx þyki betri kostur. Þjóðviljinn er helsti mál- svari marxismans hér á landi og kappsfyllstur í lýs- ingum á þjáningunum sem auðvaldið leiðir yfir lönd og þjóðir. í skrifum Þjóð- viljans vegna leiðara Morg- unblaðsins í tilefni af um- mælum Singers nær þján- ingarfull reiðin hámarki þegar kemur að þeim skoð- unum fjölmiðla og sérfræð- inga í Bandaríkjunum, meðal annarra eins af rit- stjórum New York Times, að eindregin og markviss andstaða margra fjölmiðla við ríkisstjórn Ronalds Reagan kunni aö hafa dregið úr tiltrú almennings til fjölmiðlanna en hún hef- ur minnkað úr 39% í 13,7% á stuttum tíma. Snýr Þjóð- viljinn út úr forystugrein Morgunblaðsins með barnalegum hætti og segir að tilvísanir þess í banda- ríska fjölmiöla um þetta efni séu „skammir" í garð bandarískra fjölmiðla „fyrir að þeir skuli ekki vera nógu auðsveipir stjórn sinni."(!) Þjóðviljinn þolir ekki að sjá þessa skýringu á minnkandi fjölmiðlatrausti í Bandaríkjunum á prenti, enda sér blaðið sína sæng uppreidda ef hið sama á við hér á landi, að neikvæð skrif lon og don leiði til þess að almenningur missi áhuga á fjölmiðlum — ætti þetta þó ekki að koma þeim Þjóðviljamönnum á óvart miðað við reynslu þeirra sjálfra hingað til. Til vamar SÍS Forystugrein í nýjasta hefti Samvinnunnar er svar við Staksteinum frá því fyrir nokkrum vikum sem ritaðir voru í tilefni af því að SÍS opnaði stórversl- unina Miklagarð í Reykja- vik. Svo mikið liggur við að þessi forystugrein úr tíma- riti SÍS er endurprentuð í heild í Tímanum, daglegu málgagni SÍS, f gær. 1 for- ystugrein Samvinnunnar er rembst við að tolja mönnum trú um að SÍS sé annars konar hringur en auðhringur enda „samtök almennings í landinu". Tíminn birtir inngang að svari Samvinnunnar við Staksteinum og þar segir meðal annars: „Gamli söngurinn um að sam- vinnufélögin séu auðhring- ur og einokunarstefna er kyrjaður á ný og er nú (eft- ir að Mikligarður kom til sögunnar innsk. Stak- steina) falskari en nokkru sinni fyrr. fhaldsmeirhlut- inn (í borgarstjórn Reykja- víkur innsk. Staksteina) hefur bókstafiega lagt stein í götu þessa glæsilega fyrirtækis til að gera við- skiptavinum erfiðara fyrir að komast að því og frá, en það er sama hvað íhaldið og Mogginn rembast við, neytendur kunna vel að meta þá góðu og hag- kvæmu þjónustu sem Mikligaröur býður upp á...“ Það er sérkennilegt að sjá það í þessum málgögn- um SÍS hvernig peninga- sjónarmiðum, hugsjónam- álum og fiokkspólitískum derringi er hrært saman. Málflutningur af þessu tagi skýrir vel hvers vegna SIS tclur að ástæöulaust hafi verið fyrir borgaryfirvöld í Reykjavík að amast við því að lagöur var sérstakur SÍS-vegur til og frá Mikla- garði. SÍS þarf auövitað ekki að fara eftir sömu skipulagsreglum og aðrir enda „samtök almennings í landinu". SfS stundar um þessar mikla herferð í ríkisfjöl- miðlunum í því skyni að breyta ásýnd sinni. Hver eru meginstef þessara aug- lýsinga? f fyrsta lagi eiga menn að treysta SÍS fyrir peningunum sínum. í öðru lagi eiga menn að treysta SIS fyrir framfærslu sinni. í þriðja lagi eiga menn að fá ofbirtu í augun af hinu gyllta merki SÍS sem glóir I eins og gullkálfurinn. Leigjendasamtökin: Rangt að húsaleiga hafi hækkað samkvæmt vísitölu Hagstofu 1. okt. sl. VEGNA frétta sem birst hafa í fjöl- miðlum varðandi 4% hækkun húsa- leigu 1. janúar nk. vilja Leigjenda- samtökin taka fram eftirfarandi: 1. Það er rangt að húsaleiga hafi hækkað samkvæmt vísitölu Hag- stofu fslands þann 1. okt. sl. Síð- asta leyfða hækkun var þann 1. júlí 1983. 2. Leigjendasamtökin mótmæla þeirri túlkun Hagstofu íslands að vísitala sú sem Hagstofan reiknar skuli koma til framkvæmda. Hér er aðeins um að ræða heimild til hækkunar, þ.e. 1. janúar 1984 má húsaleiga samkvæmt þessari vísi- tölu meira en um 4%. 3. Leigjendasamtökin vilja leggja áherslu á það, að þau telja að þessi vísitala skuli gilda fyrir alla leigu- samninga þar sem ekki er sér- staklega samið um hækkanir. Fréltatilkynning ÚRVALIÐ ALDREI FJÖLBREYTTARA OPIÐ í KVÖLD TIL KL. 20 1 2 ÁNANAUSTUM. SÍMAR 28855.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.