Morgunblaðið - 29.12.1983, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.12.1983, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983 Ljóðabók Valgerðar Þóru Ljóðabók eftir Valgerði Þóru kom út á Þorláksmessu. Það er fjórða bók höfundar og eru ljóðin skilgreind prósaljóð á bókarkápu. Ljóðabók Valgerðar Þóru heitir Sekt og er prentuð í prentsmiðju Árna Valdemarssonar. Myndir fylgja ljóðunum og eru þær eftir Gunnfríði Svölu og Jón Ingva. í bókinni eru 11 ljóð. Hefst hún á tileinkun höfundar, sem er „32 Davíðs — maskíl". Ljóðin nefnast Sekt, Afvegur, Pabbi, Móðirin, Ör- vænting, Bágt, Veggir, Maður, Vinur, Klaki, Eftir. Sex bombur og skothólkur saman í pakka. Þrumur sem segja sex. FLUGELDAMARKAÐIR HJÁLPARSVEITA SKÁTA AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Vinir Andropovs í ædstu forystuna BREYTINGARNAR á stjórnmálaráði sovézka kommúnistaflokksins virð- ast í fljótu bragði hafa treyst stöðu Yuri Andropovs þrátt fyrir veikindi hans og fjarveru síðan í ágúst að dómi stjórnmálafréttaritara. En það breytir því ekki að margt þykir benda til þess að hann sé aðeins bráða- birgðaleiðtogi, sem reyni að búa í haginn fyrir aðra valdamenn, sem taka munu viö af honum. Á það er lögð megináherzla að slfkar breytingar valdi ekki umróti. Aþað er bent að keppinautar Andropovs virðast ekki hafa notað fjarveru hans sér til fram- dráttar. Mikilvægar stjórnmála- yfirlýsingar hafa verið birtar í hans nafni og helzti keppinautur hans, Konstantín U. Chernenko (72 ára), virðist ekki hafa treyst stöðu sína. Honum hefur þegar verið hafnað einu sinni og Andropov virðist ekki þurfa að óttast hann og enginn nýr maður hefur komið fram úr röðum stuðningsmanna hans. Aðalbreytingarnar voru þær að Mikhail S. Solomentsev (70 ára) og Vitaly I. Vorotnikov (57 ára) voru skipaðir fullgildir full- trúar í stjórnmálaráðinu. Þeir eru taldir andvígir Chernenko og klíku stuðningsmanna hans, sem áttu Leonid I. Brezhnev frama sinn að þakka og reyna að ná aftur fyrri aðstöðu. Solomontsev var skipaður for- stöðumaður eftirlitsnefndar flokksins á síðasta fundi mið- stjórnarinnar í júní í stað stjórnmálaráðsfuiltrúans Arvid Y. Pelshe, sem lézt 84 ára að aldri. Hins vegar var Soloment- sev ekki gerður að fullgildum fulltrúa í stjórnmálaráðinu fyrr en á miðstjórnarfundinum á dögunum. Hann notaði tækifær- ið til að flytja skýrslu um hneyksli í kjarnorkuveri er leiddi til þess að ráðherra, sem hafði verið skjólstæðingur Brezhnevs, var settur af. Vorotnikov var staðgengill Solomentsevs þegar hann var forsætisráðherra rússneska sov- étlýðveldisins. Hann var skipað- ur sendiherra á Kúbu 1979 og talið var að með því hefði vald- aklíka Brezhnevs viljað niður- lægja hann. Þess vegna eru Solo- mentsev og Vorotnikov taldir fjandsamlegir Chernenko-klík- unni og stuðningsmenn Andro- povs. Aðrar helztu breytingarnar voru þær að yfirmaður KGB, Viktor N. Chebrikov (60 ára), var skipaður aukafulltrúi í stjórn- málaráðinu og Yegor K. Ligach- ev (63 ára) var skipaður í fram- kvæmdanefndina. Auk Solomentsevs og Vorotni- kovs er Andropov talinn njóta stuðnings fjögurra annarra stjórnmálafulltrúa: Geidar A. Alievs, gamals starfsmanns KGB (60 ára), Dimitri F. Ust- inovs, landvarnaráðherra (75 ára), Mikhail S. Gorbachevs, landbúnaðarsérfræðings (52 ára), og Grigori V. Romanovs, fyrrverandi flokksleiðtoga í Len- íngrad (60 ára). Eftirtaldir menn virðast í minnihluta og munu draga taum Chernenko: Nikolai A. Tikhonov forsætisráðherra (78 ára), Vikt- or V. Grishin, leiðtogi flokksins í Moskvu (69 ára), Dinmuhamed A. Kunaev, leiðtogi flokksins í Kazakstan (71 árs) og Andrei A. Gromyko utanríkisráðherra (74 ára). óvíst er um afstöðu eins full- trúans, Vladimir V. Shcher- bitsky (65 ára), leiðtoga flokks- ins í Úkraínu, sem er harðlínu- maður í hugsjónafræði og var nátengdur Brezhnev. Eftir valdatöku Andropovs í nóvember í fyrra var aðeins einn maður, stuðningsmaður hans Geidar A. Aliev, skipaður í stjórnmálaráðið, en skipun hans virðist hafa verið samþykkt áður en Brezhnev lézt. Þótt fulltrúum í stjórnmálaráðinu fækkaði úr 14 í 11 vegna dauðsfalla og af- sagna frá því í janúar 1981 var enginn nýr fulltrúi skipaður á miðstjórnarfundinum í júní í sumar. Eina mikilvæga breyt- ingin var skipun stjórnmála- ráðsfulitrúans Romanovs, stuðn- ingsmanns Andropovs, í fram- kvæmdanefnd miðstjórnarinnar. Eftir síðustu breytingar eru full- trúarnir í stjórnmálaráðinu 13. Þar sem enginn nýr fulltrúi var skipaður í stjórnmálaráðið í sumar gátu sér margir þess til að Andropov hefði ekki enn get- að treyst sig í sessi. Erfitt er að segja um hvort breytingarnar nú eru ótvíræð vísbending um auk- inn stuðning við Andropov, en ljóst virðist að nýju blóði hefur verið hleypt í stjórnmálaráðið með skipun manna, sem aðhyll- ast svipaðar skoðanir og hann. Sumir fréttaritarar hafa sagt að veikindi og fjarvera Andro- povs þurfi ekki að þýða að búast megi við að nýir leiðtogar taki bráðlega við völdunum og að ekkert bendi til þess að „hallar- bylting" sé í uppsiglingu. Aðrir telja að Andropov eigi að vera nokkurs konar bráða- birgðaleiðtogi. Bent er á að mik- ilvægasta breytingin á fyrsta valdaári Andropovs hafi verið sú að komið hafi til skjalanna nokkurs konar „innri forysta", sem segi ríkisstjórninni fyrir verkum og fari með stjórn efna- hagsmálanna. Þessi ínnri forysta er skipuð Romanov, Aliev, Nikolai Ryzh- kov, Vladimir Dolgikh og Gorba- chev. Meðalaldur þessara manna er 58 ár. Þeir eru af næstu kyn- slóð á eftir kynslóð Brezhnevs og Andropovs í sovézkum stjórn- málum, þeirri kynslóð valda- manna sem tekur við af þeim. Þessir menn reyna nú að treysta stöðu sína og ýmist hefur verið talið að staða Gorbachovs Mikhail Solomentsev: andvígur Chernenko. eða Romanovs væri bezt. En munurinn á þeim og þeim og Al- iev virðist ekki mikill. Gorbachov og Romanov eru báðir Rússar, eiga báðir sæti í stjórnmálaráðinu og eru báðir miðstjórnarritarar. Þeir eru báðir hæfir menn og hafa báðir haft mikla reynslu í stjórn land- búnaðar- og iðnaðarmála. Aliev er fyrrverandi yfirmað- ur KGB og flokksleiðtogi í Az- erbaijan. Hann er fyrsti vara- forsætisráðherra og kemur fremur til greina sem eftirmað- ur Tikhonovs forsætisráðherra en Andropovs. Herinn stendur með Andropov og KGB, sem hann stjórnaði, og hefur aukið pólitísk áhrif sín síðan hann tók við. Kosningar í flokksdeildum hafa verið notað- ar til að fjarlægja stuðnings- menn Brezhnevs og búa í haginn fyrir breytingar í miðstjórninni. Talið var fyrir nokkru að skipt hefði verið um allt að 30—40% flokksritara á landsbyggðinni. Andropov hafði Gorbachov og Romanov sér við hlið þegar hann hélt ræðu um „æsku og komm- únisma" á fundum með gömlum flokksmönnum í sumar. Hann vill greinilega að þeir sem taka við af honum haldi áfram þeirri baráttu, sem hann hefur háð gegn spillingu og fyrir aukinni velsæld. Auk þess virðist Andropov vona að honum gefist enn nokk- ur tími til að berjast gegn þeirri stöðnun og vanhæfni, sem hann kvað höfuðóvininn þegar hann kom til valda. Með breytingun- um á dögunum hafa aukizt áhrif þeirra valdamanna, sem hafa samúð með þessari baráttu Andropovs eftir margra ára stöðnunarskeið Brezhnevs. Hins vegar má segja að gallar kerfisins séu „innbyggðir" og ógerningur sé að laga þá og þá skiptir litlu máli hvort Andro- pov er fjarverandi eða ekki eða hverjir taka við. Fjarvera hans er orðin löng og hún getur orðið ennþá lengri, ef hann er þá á lífi. En Kremlverjar eru greinilega tregir til að skipta um leiðtoga á þessari stundu, bæði vegna þess að engir ótvíræðir, nýir leiðtogar hafa komið fram og vegna þess að afleiðingin getur orðið ný og hatrömm valdabarátta. Yuri Andropov kjörinn forseti (talið frá vinstri og fremstu röð): Ustinov, Tikhonov, Grishin, Kunayev, Shcherbitsky, Andropov, Ponomarev, Aliy- ev.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.