Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 1
52 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 4. tbl. 71. árg. FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 Prentsmiðja Morgunblaösins Tjónið á Akranesi 100 milljónir Gífurlegt tjón varð í óveðrinu og flóðunum á Akranesi í gærmorgun. Er talið, að tjónið nemi allt að 100 milljónum króna. 15 hús og byggingar skemmdust meira eða minna, nokkur ónýttust gjörsamlega og sömuleiðis bílar, vélar og tæki. Fiskafurðir virðast hafa sloppið furðanlega vel, samkvæmt því sem fram kom í viðtöium við forsvarsmenn fyrirtækja á Akranesi í gær. Sjór og grjót gekk yfir byggingar og fyrirtæki við ströndina og aðkoman að sumum þeirra var eins og þau hefðu orðið fyrir loftárásum. Mörg húsanna voru hálffuil af sjó og í sum varð ekki einu sinni komist á klofstígvélum. Myndin að neðan er tekin af því, sem áður var Vélaleiga Birgis Hannes- sonar við Ægisbraut á Akranesi. Sjá nánari frásögn og myndir á miðsíðu blaðsins í dag. Buhari leiðtogi herstjórnarinnar í Nfgeríu: Ekki í aðstöðu til að bjóða IMF byrginn Lagos, 5. janúar. AP. Mohammaed Buhari, leiðtogi herstjórnarinnar í Nígeríu, sagði að Shehu Shagari, fyrrum forseti, HERMENN og lögregla skutu á fólk sem safnast hafði saman í miðri Túnisborg í dag þegar óróaseggir reyndu að kveikja í einu stærsta verzlunarhúsi borgarinnar, Magasin General. I>rír menn a.m.k. særðust er skotið var á mannfjöldann, en auk skotvopna beittu öryggissveit- irnar táragasi. Til uppþota kom víða annars staðar í borginni eftir kyrran dag í gær. Hermenn tóku sér stöðu á hús- þökum er uppþotin hófust og á svipstundu birtust herþyrlur með og helstu ráðgjafar hans yrðu hafðir í haldi þar til stjórnin hefði ákveðið sekt þeirra vegna efna- liðsauka. Er skothríðin hófst tók mannfjöldinn til fótanna svo kyrrt varð á örstundu. Yfirvöld tilkynntu að snauðustu borgurunum yrðu greiddar bætur vegna mikilla verðhækkana á brauði og öðrum nauðþurftum. Einnig að laun lægstlaunuðu yrðu hækkuð í sama skyni. Yfirvöld sögðu á mánudag að fjórir hefðu týnt lífi í óeirðum í landinu er hófust 29. desember, en aðrar heimildir herma að a.m.k. 25 hafi látist. hagsörðugleika þjóðarinnar. Væru þeir við góða heilsu og í besta yfirlæti. Réttarhöld yfir Shagari hafa ekki verið ákveðin. Buhari réttlæti ítrekað stjórnarbyltinguna og sagði herinn ekki hafa getað horft aðgerðarlaus á þjóðina sigla hraðbyri í efnahagsglötun og allsherjarhrun. Stjórn Shagar- is hefði verið gerspillt og falsað úrslit kosninga í ágúst sl. er Shagari var endurkjörinn. Einnig ítrekaði hann að Níg- eríumenn yrðu áfram í samtök- um olíuframleiðsluríkja, OPEC, og myndu hvorki lækka olíu- verð né auka framleiðslu. Buhari svaraði ekki spurn- ingu fréttamanna um hvort gengi gjaldmiðils landsins yrði fellt eins og Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn hefði krafist, en kvaðst ekki telja Nígeríumenn í þeirri aðstöðu að þeir gætu boð- ið sjóðnum byrginn. Einnig vék hann sér undan að svara spurn- ingum 100 fréttamanna um Muhammed Buhari hvernig herstjórnin ætlaði að reisa efnahag landsins við og sagði jafnan að verið væri að skoða málin. Aðspurður hvenær lýðræði yrði komið á að nýju sagði Bu- hari að það mál hefði ekki enn komið til umræðu, og af frá- sögnum útvarpsins má ráða að herstjórnin hafi ekki í huga að hverfa aftur til lýðræðislegra stjórnarhátta næstu árin. Daglegt líf er komið í eðlilegt horf í Lagos og innanlands- og millilandaflug einnig, en landa- mæri eru þó lokuð. Blað í Lagos sagði í dag að Abisa Akinloyi, formaður flokks Shagaris, hefði tekist að flýja land til Benin. Morð um miðjan dag í Osló Osló, 5. janúar. Frá fréttariUra Morgunblaðsins, Per A. Borglund. „bETTA var aftaka“, sagði lögreglan, eftir að 35 ára gamall maður var skotinn til bana á götu í miðborg Osló á þriðjudag. Vitað er, að hann hafði að baki sér 15 ára feril í fíkniefna- og glæpahringum Osló. Maðurinn var skotinn í munninn með skambyssu af hlaupvídd 38. Ekki er vitað um ástæðuna fyrir morðinu, en lögreglan tel- ur það augljósan vitnis- burð um þá hörku, sem ríkir í fíkniefnahópum borgarinnar. Þrír menn hafa verið handteknir í tengslum við morðið, en lýst er eftir manni og konu til viðbótar. Maðurinn — Harald Georg Aas — er sá sem framdi morðið og er jafnframt lýst eftir hon- um og vinkonu hans, Jannicke Getz, í Svíþjóð og Danmörku. Skotið á fólk í Túnisborg Túnisborg, 5. janúar. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.