Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 Fjölskylda f hrakningum í Norðurárdal: „Frúin í Hamborg“ kom í góðar þarfír Borgarnesi 5. janúar. „I>etta fór allt vel og gleymist því sjálfsagt fljótt,“ sagði Jónas Snæbjörnsson umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Sauð- arkróki, í samtali við blm. Morgunblaðsins í gærkvöldi, en hann var þá staddur í Sveinatungu efst í Norðurárdal ásamt eiginkonu sinni og fjórum ungum börnum þeirra, auk eins barns í viðbót sem með þeim var. Þangað var þeim bjargað um klukkan sjö í gærkvöldi á snjósleða úr bíl þeirra sem sat fastur á þjóðveginum skammt frá bænum. í honum höfðu þau setið föst frá því fyrir hádegi. Jónas lýsti ferðalaginu þannig: „Við komum úr Reykjavík í morg- un og vorum á leið til Sauðár- króks. Lögðum við af stað frá Borgarnesi klukkan hálf tólf eftir að hafa komið við hjá Vegagerð- inni þar. Vegagerðarmenn höfðu þá ekki fengið fréttir um að Holtavörðuheiði væri ófær. Síðan þegar að við komum hérna upp fyrir Sveinatungu var veðrið orðið bandvitlaust og vegurinn kolófær. Snerum við þá til baka, ég gekk á undan og konan keyrði á eftir. Komumst við þannig stuttan spöl til baka eða þangað til að ég sá ekki veginn lengur og ekkert frá mér, þannig að ekkert var að gera annað en að setjast þar að. Þetta var um hádegisbilið og sátum við síðan í bílnum til klukkan sjö um kvöldið er komið var á snjósleða frá Króki og okkur ekið heim að Sveinatungu. Ég þorði ekki annað en að drepa á bílnum fljótlega eftir að við stoppuðum vegna hræðslu við kol- tvísýringseitrun þar sem púst- rörið fylltist strax af snjó, en þeg- ar sljákkaði í veðrinu kom ég bíln- um ekki í gang aftur. Okkur leið ekkert illa, við vorum þarna sjö í bílnum og sátum sem þéttast til að halda á okkur hita. Það var leiðinlegra þegar slökknaði á vasaljósi sem við notuðum til að lýsa okkur en við gerðum allt sem MR byrjar aft- ur á mánudag Starfsemi Menntaskólans í Reykjavík átti að hefjast að nýju í dag að loknu jólaleyfi nemenda. Vegna samgönguerfiðleika og veð- urútlits var ákveðið í gær að fresta skólahaldi til mánudags. við gátum til að hafa ofan af fyrir börnunum, fórum í leiki eins og Frúin í Hamborg og hvað þetta heitir nú allt saman. En mikið vorum við kát að komast hingað í Sveinatungu, hér erum við í besta yfirlæti," sagði Jónas Snæbjörns- son. Ólöf Geirsdóttir, húsfreyja í Sveinatungu, sagði þegar við töl- uðum við hana í gærkvöldi, að von væri á tíu manns í viðbót sem vegagerðarmenn væru að bjarga úr bílum á heiðinni, þannig að þröngt yrði setinn bekkurinn í Sveinatungu þá nóttina. Sagðist hún lítið hafa annað en gólfið og teppi til að bjóða fólkinu en allt myndi þetta bjargast einhvern veginn. Ólöf er ekki óvön gesta- gangi sem þessum, til dæmis sagði hún að 5. janúar í fyrra hefðu 17 manns, sem vegargerðarmenn björguðu úr bílunum á heiðinni, gist hjá henni og undanfarnar tvær nætur hefðu fimm manns verið veðurteppt hjá þeim. HBj. Hálfur floti Strætisvagna Reykjavíkur tepptist f öngþveitinu á miövikudag, yfir 20 vagnar. Þeir sem lengst máttu biða eftir að komast leiðar sinnar biðu í vagni á Höfðabakka í yfir sjö tíma í fyrradag. Meðfylgjandi mynd var tekin á Lækjartorgi í fyrrakvöld er nokkrir greiðviknir gerðu sitt til að leið 6 kæmist leiðar sinnar. MorgunblaðiA/ KÖE Suðurland og Reykjanes: Rafmagnsstaurar víða brotnir, einn brunninn og vírar slitnir „VKDRIÐ hefur óneitanlega haft áhrif á rafmagnskerfið, en viögeröarmenn hafa verið við störf þar sem hægt hef- ur verið að koma því við og get ég ekki annað sagt en að þeir hafi staðið sig með sóma, enda hörkuduglegir menn,“ sagði Guðjón Guðmundsson, rckstarstjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins, þegar hann var í gær inntur eftir ástandi rafmagnskerfisins eftir óveðrið í fyrradag. „Nú um hádegið átti eftir að gera við raflínu í Flóanum, en þar voru nokkrir rafmagnsstaurar brotnir og vírar slitnir," sagði Guðjón. „Búið var að gera við samskonar skemmd- ir í Ölfusinu, þar sem talsvert var un brotna staura. Viðgerðarmenn unnu þar í alla nótt, en í snemma í morgun var veðurofsinn orðinn slík- ur að þeir voru sendir heim, en hófu aftur störf klukkan tíu í morgun og luku viðgerðinni. Síðan fréttist það seinna í dag að eitthvað hefði farið úrskeiðis í Ölfusinu aftur og er nú Ástand að færast í viðunandi horf, segir Guðjón Guðmundsson hjá Rafmagnsveitum ríkisins verið að gera við það. Truflanir urðu á rafmagnslínunni frá Búrfelli til Hvolsvallar, sem reyndar olli því að rafmagnslaust var á Byggðalinunni þar í tvo tíma í gær. Eins voru truflanir á línunni frá Hvolsvelli til Landeyja, að Vest- mannaeyjastrengnum sem bilaði á sjöunda tímanum í gær. Fóru við- gerðarmenn á staðinn og kom í ljós að kviknað hafði í einum staur, en línan komst í lag aftur um tíuleytið. Einnig voru rafmagnstruflanir und- ir Eyjafjöllum. Þá hefur raflínan til Þingvalla frá Ljósafossi verið biluð í þrjá sólarhringa og ekki verið unnt að hefja þar viðgerð vegna veðurs og ófærðar. í Borgarfirðinum urðu einnig nokkrar skemmdir sem nú hafa verið lagfærðar til bráða- birgða. A Reykjanesinu komst straumur aftur á meginlínurnar eftir að raf- magnslaust hafði verið þar í um 6—8 tíma í gær og rafmagn komst skömmu síðar á í Vogum og Höfn- um. Eins var rafmagnslaust á lín- unni frá aðveitustöðinni í Njarðvík- um, sem meðal annars veitir raf- magn á Keflavíkurflugvöll, en það orsakaði ekki rafmagnsleysi þar því að á Keflavíkurflugvelli er öflug vararafstöð sem sett var í gang. Ástæðan fyrir því að svo lengi var rafmagnslaust á Reykjanesinu er sú að viðgerðarmenn gátu með engu móti athafnað sig þar vegna veður- ofsans og skyggni var slíkt að menn sáu vart handa sinna skil. Ástandið er nú smám saman að færast í viðunandi horf og svo fram- arlega sem veður er þannig að við- gerðarmenn geta athafnað sig ætti viðgerðum að ljúka fljótlega," sagði Guðjón Guðmundsson að lokum. Grindavík: Tveir bílar útaf veginum „VEÐRINU hér er nú að slota,“ sagði Guðfinnur Bergsson, varðstjóri lögreglunnar í Grindavfk og frétta- ritari Mbl., er haft var samband við hann síödegis á miðvikudag. „Sem betur fer hefur ekki verið mikið um óhöpp, en þó fóru tveir vöruflutningabílar út af veginum. Veðrið hefur verið mjög slæmt í dag, mikil hálka en færðin sæmi- leg. Reykjanesbrautin er ófær og allmargir bílar eru fastir þar“. Fólk hlusti á aðvar- anir og fari eftir þeim Kappklæddur og snjóklepraður situr bílstjórinn undir stýri á einkabifreiðinni á leið heim. Margir máttu bíða tímunum saman í bifreiðum sínum meðan starfsmenn sveitarfélaga notuðu stórvirk tæki til að opna helztu umferðaræðar. Morgunblaðið/' Friðþjófur „Snjóruðningstæki hafa verið í gangi frá því að syrta tók um hádegi á miðvikudag, en fram eftir degi gekk illa að ryðja, bæði vegna skyggnis og ekki síst vegna þess að fjölmargir fólksbílar sátu fastir á víð og dreif um götur borgarinnar. Svo virðist sem fólk láti sér ekki segjast og leggji af stað akandi í óveðri og ófærð þrátt fyrir ítrekuð tilmæli um að vera sem minnst utan dyra og alls ekki á illa búnum fólksbílum," sagði Ingi Ú. Magnússon, gatnamálastjóri, þegar blaðamaður ræddi við hann í gær. „Það var ekki fyrr en um sex- leytið að snjóhreinsunin var komin á skrið. Þá opnuðust stóru sam- gönguæðarnar, Miklabraut, Kringlumýrarbraut, Elliðavogur- inn, Stekkjarbakki, Breiðholts- braut og Höfðabakkinn, þannig að strætisvagnar komust af stað. Vagnarnir komust þó lítið áfram því að ekki var fyrr búið að ryðja þrönga akfæra braut á göturnar, Ingi U. Magnússon gatnamálastjóri um erfiðleika í snjómokstri á óveðursdaginn en fólksbílar voru komnir í veginn og festust margir þeirra. Sýnir það að enn þarf að brýna fyrir fólki að hlusta á aðvaranir og fara eftir þeim. Flýtir við svo slæmar að- stæður eins og þarna sköpuðust borgar sig hreinlega ekki og getur orsakað öllu meiri töf en ella. Um kvöldið voru 20 tæki í snjómokstri, en helmingi þeirra var þá lagt og óþreyttir menn sett- ir á 10 tæki sem unnu til klukkan fjögur um nóttina. Þá var bætt við 10 tækjum og á sjöunda tímanum bættust enn 10 tæki við, þannig að í dag eru 30 tæki í snjóhreinsun á götum borgarinnar. Nú er vérið að opna síðustu leiðina sem er efsti hluti Breiðholtsins, Suðurfellið og Seljahverfið, en þar hefur snjó- hreinsun gengið hvað verst. Þegar aðalgöturnar hafa verið ruddar verður byrjað að nota tækin í íbúð- argötur. Jú, þetta eru mikla aðgerðir," sagði Ingi, „um 80 manns hafa unnið við hreinsunina og auk eigin tækjakosts höfum við fengið lánuð tæki og leigð frá ýmsum aðilum. Kostnaðurinn við sólarhringsað- gerðir eins og þessar er um 500 þúsund krónur og þar sem fjár- veitingin er 20 milljónir má sjá að það þarf ekki marga svona sól- arhringa til að saxa verulega á hana. En þetta er nú allt að kom- ast í lag og svo framarlega sem sæmilegt veður helst ætti snjó- hreinsun að verða lokið í kvöld,“ sagði Ingi Ú. Magnússon, gatnam- álastjóri, að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.