Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 11 Er hægt aS sigrast á leghálskrabhameini? AlþjóSa heil- brigSismálastofnunin vill aS Islendingar sýni öSrum þjóSum aS hægt sé aS koma í veg fyrir dauSsföll af völd- um þessa sjúkdóms. Efri línan á þessari mynd táknar hreytingar á nýgengi Ifjölda nýrra tilfella) af legháls- krabbameini, miSaS viS 100.000. NeSri línan sýnir dán- artíSnina úr þessum sjúkdómi, en ef vel tekst til verSur hún komin niSur undir núllpunktinn fyrir næstu alda- mót. Flest dauSsföll urSu áriS 1969 119) en fæst 1977 og 1982 (I á ári). Konur sem hafa ekki mætt í leghálsskoSun eru í tífalt meiri hættu á aS deyja úr leghálskrabbameini heldur en þær konur sem hafa einhvern tímann veriS skoSaSar. ÞaS er því full ástæSa til aS hvetja íslenskar konur á aldrinum 25—69 ára til aS fara í leghálsskoSun annaS eSa þriSja hvert ár. 1951 1966 1976 1996 -55 -70 -80 -2000 um hættur af reykingum, dró úr reykingum meðal unglinga um 40% á árunum 1974—’82. Ef haldið verður áfram á þessari braut má reikna með því að mun færri verði hjarta- og lungnasjúkdómum að bráð í framtíðinni. 4. Leghálskrabbamein Ekki þarf að fara mörgum orðum um vel heppnaðar heilsuverndaraðgerðir á þessu sviði. Nú er stefnt að því að út- rýma dauðsföllum vegna þessa sjúkdóms fyrir næstu áramót. 5. Háþrýstingur/heilablæðing A árunum 1966—1980 lækk- aði dánartíðni vegna þessara sjúkdóma um allt að helming. Enginn efnast nú um að orsökin sé stórbætt sjúkdóma- leit og meðferð. 6. Smitsjúkdómar í tveimur rauðhundafaröldr- um, þ.e. 1964 og 1972—’73 fædd- ust alls 45 verulega sködduð börn vegna veirusýkingar. Árið 1979 gekk mikill faraldur yfir landið en einungis 2 sködduð börn fæddust eftir þann farald- ur. Að svo tókst til má þakka víðtækri heilsuvernd (ónæmis- aðgerðum). Kostnaður við þess- ar aðgerðir nam sem svaraði beinum útgjöldum ríkis vegna framfærslu eins heyrnarskadd- aðs barns. Allt bendir til þess að árið 1980 hafi tekist að koma í veg fyrir mislingafaraldur hér á landi. Af fyrri faröldrum má áætla að komið hafi verið í veg fyrir að 10.000—12.000 börn og unglingar hafi veikst af misl- ingum. Aldursstööluð dánartíðni. miðað við 100 000 -70 -75 -80 7. Kynsjúkdómar Á árunum 1979—’82 fækkaði Iekandatilfellum meðal 15—19 ára unglinga um 45%. Þetta skeði í kjölfar öflugrar fræðslu- herferðar í skólum. Þetta eru mjög alvarlegar sýkingar því að talsverður hluti kvenna fær eggjaleiðarabólgu. Talið er að orsök ófrjósemi sé fyrri eggja- leiðarabólga í allt að Vs tilfella. 8. Tannsjúkdómar Eitt glæsilegasta dæmið um sparnað er hlotist hefur af öfl- ugri heilsuvernd og heilbrigðis- fræðslu eru aðgerðir nágranna- þjóða í tannverndarmálum. Bein afleiðing þessara aðgerða í Noregi er að kostnaður sveitarfé- laga vegna tannviðgerða hefur lækkað um 40—50%. Hér á landi er varið auknu fjármagni til tannviðgerða. 9. Ávanabindandi lyf Með markvissum aðgerðum hefur tekist að minnka sölu sterkra ávanabindandi lyfja um 60—70% og róandi lyfja um 40% á síðastliðnum sex árum. Heim- sóknum vegna eitrana á slysa- deild Borgarspítalans fækkaði um helming á sama tíma. 10. Fíkniefni Án efa er unnt að draga úr notkun fíkniefna með mark- vissri fræðslu og eftirliti. Því miður skortir upplýsingar um dreifingu þessara efna, sem m.a. hefur valdið því að furðu- fregnir eru fluttar um út- breiðslu þeirra. T.d. er því hald- ið fram að allt að fjögurra tonna af kannabís sé neytt ár- lega hér á landi. Vitað er að venjulegur dagskammtur er um eitt gramm. Fjögurra tonna ársneysla svarar til þess að á milli 30—40 þúsund manns, það er allir í árgöngum 16—25 ára neyti þessara efna reglulega tvisvar í viku. Söluverð þessa magns er 1,5—1,6 milljarðar á ári. Á sama tíma er selt áfengi fvrir tæpan milljarð árlega hjá ÁTVR!! Furðufregnir sem þess- ar draga sennilega ekki úr sókn unglinga í fíkniefni „vegna þess að allir nota þau“. Um heilbrigdisfræðslu Heilbrigðisfræðslu sem fellur undir almenna menntun þarf að efla til muna. Sérstaklega fyrir börn og unglinga. Ég tel að skólinn þurfi að sinna þessum málum mun meira en gert er nú. Á skólaárum mótast neysluvenjur fólks varðandi t.d. tóbak og áfengi. Staðreynd er að fæstir stórreyk- ingamenn hætta reykingum, þess venga er helst til ráða að hafa áhrif á ungt fólk. Næst foreldrum er skólinn í bestri aðstöðu til þess að hafa áhrif á lífsvenjur unglinga á mótunartímanum. Um fíkniefni gildir hið sama. Til þess að draga úr helstu sjúk- dómum er okkur hrjá, þ.e. hjarta/- æðasjúkdómar, krabbamein og slys — þarf að feista þess m.a. að fræða unglinga mun betur en gert er. Mikil þörf er á virkari og meiri fræðslu um slysavarnir í skólum, því að skólabörnum og unglingum er margfalt hættara við áverka og/eða dauða en öðrum aldurshópum. Sam- kvæmt lögum ber skólum skylda til þess að kenna börnum sund — eins og nú er komið ber skólum ekki síður skylda til að kenna börnum og unglingum að bjarga sér í umferðinni. Nauðsynlegt er að taka upp ökukennslu í síðasta bekk grunnskóla og framhalds- skólum. Nokkrum árum eftir að stúlkur ljúka námi í grunnskóla hefur helmingur þeirra alið bðrn og stofnað heimili. Vinnustaður þeirra er m.a. eldhús. í eldhúsum, sem eru hættulegir vinnustaðir, eru fleiri tugir hættulegra efna og margar slysagildrur. Með hliðsjón af þeim fjölda ungbarna sem heimsækir slysadeildir á ári hverju eftir að hafa gleypt einhver efni eða slasast á bitjárni væri ekki úr vegi að verja t.d. nokkrum efnafræðitímum og öðrum kennslu- stundum til þess að kenna þessum stúlkum um hættur heimilisins. Annaðhvort verður að fá skóla- hjúkrunarfræðinga eða lækna til þess að taka virkari þátt í fræðsl- unni eða gera kennurum kleift að menntast í heilbrigðisfræðum. Jamm og já og seisei yes Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Yes 90125 Atco/Steinar Það er orðið æði langt síðan Yes lét síðast heyra frá sér á breiðskífu. Reyndar átti enginn von á að heyra nokkuð frekar frá þeim köppum eftir að flokkurinn liðaðist sundur fyrir fáum árum, en eins og James Bond segir: „Segðu aldrei aldrei." Yes er nú mætt til leiks að nýju og heyrist mér hljómsveitin hafa haft gott af hvíldinni. Tón- listin var orðin nokkuð útþynnt undir það síðasta á fyrra ævi- skeiðinu eftir að Yes hafði skap- að sér nafn sem eitthvert fram- sæknasta rokkbandið á árunum um og eftir 1970. Eðlilega fylltust menn efa- semdum er fréttist af þessari nýju plötu Yes, því dæmin hafa sannað áður, að uppátæki af þessu tagi geta reynst illilega misheppnuð. Efasemdir í garð Yes á þessari plötu reyndust al- gerlega óþarfar. Þá, sem ekki hafa heyrt 90125, get ég upplýst um að Yes kemst frá þessu nýj- asta verkefni sínu með miklum sóma. í hinni nýju útgáfu Yes sakna ég Steve Howe, sem enn er að paufast með Asíu við þverrandi orðstir. Þeir Jon Ánderson, söngur, Chris Squire, bassi, Tony Kaye, hljómborð, Álan White, trommur, og Trevor Rabin, gít- ar, halda manni hins vegar vel við efnið. Rabin er svo að segja sá eini þeirra fimm, sem eitt- hvað fær að spreyta sig í stutt- um sólóum og gerir það snotur- lega. Þótt tónlist Yes sé á þessari plötu að mörgu leyti lik því sem gerðist á gullskeiði hennar eru útsetningar breyttar, áherslur aðrar og yfirbragðið allt fágaðra og þá um leið meira „commer- cial“. Söngur Andersons er sam- ur við sig og fjölröddun er mikið beitt á 90125. Menn mega hins vegar ekki halda að öll platan sé í anda lagsins vinsæla (og reynd- ar þrusugóða) Owner Of A Lone- ly Heart. Það er nokkuð sér á báti. Undirrituðum finnst öll fyrri hlið plötunnar vera sérstaklega heilsteypt og sannfærandi. Þar rekur hvert hörkugóða lagið annað. Önnur hliðin er ekki eins sterk, en lögin Our Song og City Of Love mjög góð. 90125 er fylli- lega þess virði að menn gefi henni gaum, og fjárfesti hafi þeir aura. [WO AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK City of Hartlepool 26.jan. Bakkafoss 3. febr. City of Hartlepool 15. febr. Bakkafoss 24. febr. NEW YORK City of Hartlepool 25. jan. Bakkafoss 2. febr. City of Hartlepool 14. febr. Bakkafoss 23. febr. HALIFAX City of Hartlepooi 28. jan. City of Hartlepool 17. febr. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 15. jan. Álafoss 22.jan. Eyrarfoss 29. jan. FELIXSTOWE Álafoss 9. jan. Eyrafoss 16. jan. Álafoss 23. jan. Eyrarfoss 30. jan. ANTVERPEN Álafoss 10.jan. Eyrarfoss 17. jan. Álafoss 24. jan. Eyrarfoss 31. jan. ROTTERDAM Alafoss 11. jan Eyrarfoss 18. jan. Álafoss 25. jan. Eyrarfoss 1. febr. HAMBORG Álafoss 12. jan. Eyrarfoss 19. jan. Álafoss 26.jan. Eyrarfoss 2. febr. WESTON POINT Helgey 16. febr. LISSABON Skeiösfoss 10.jan. LEIXOES Skeiösfoss 11. jan. BILBAO Skeiösfoss 13.jan. NORÐURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 6. jan. Mánafoss 13. jan. Dettifoss 20. jan. Mánafoss 27. jan. KRISTIANSAND Dettifoss 9. jan. Mánafoss 16. jan. Dettifoss 23. jan. Mánafoss 30. jan. MOSS Dettifoss 6. jan. Mánafoss 17. jan. Dettifoss 20.jan. Mánafoss 31. jan. HORSENS Dettifoss 11. jan. Dettifoss 25. jan. GAUTABORG Dettifoss 11. jan. Mánafoss 18 jan. Dettifoss 25. jan. Mánafoss 1. febr. KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 12.jan. Mánafoss 19.jan. Dettifoss 26. jan. Mánafoss 2. feb. HELSINGJABORG Dettifoss 13.jan. Mánafoss 20. jan. Dettifoss 27. jan. Mánafoss 3. febr. HELSINKI Irafoss 5. jan. írafoss 30. jan. GDYNIA Irafoss 7. jan. irafoss 1. febr. ÞÓRSHÖFN VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram og til baka frá REYKJAVÍK alla manudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI o alla fimmtudaga EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.