Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 Heilsuvernd er sparnaður eftir Ólaf Ólafsson landlœkni íslenska þjóðin á við efnahags- lega erfiðleika að stríða og þess vegna er eðlilegt að rætt sé meira um sparnað m.a. í heilbrigðisþjón- ustu en áður. Umræður um kostnað við heil- brigðisþjónustu hér á landi hafa einkum snúist um bein útgjöld, þ.e. kostnað við heilsugæslu- og sjúkrahúsþjónustu. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna á Norður- löndum er ljóst að óbein útgjöld, þ.e. kostnaður vegna sjúkdóma og vanheilsu sem stafar af fjarvist- um vegna sjúkdóma, örorku og dauða fyrir aldur fram er mun meiri en beinn kostnaður. í stór- um dráttum er hlutfallsleg dreif- ing heildarkostnaðar eins og hér segir: Beinn kostnaður vegna heilsu- gæslu og sjúkrahúsþjónustu 35%. Obeinn kostnaður vegna veikinda, fjarvista og örorku 50%. Fram- leiðslutap og útgjöld vegna dauða fyrir aldur fram 15%. Helstu sjúkdómar er valda fjarvistum og ótímabærum dauóa Helstu orsakir fjarvista karla á aldrinum 20—64 ára og kvenna 20—34 ára í Reykjavík voru eftir- farandi sjúkdómar (Hjartavernd): Vöðva- og liðasjúkdómar Slys Magasjúkdómar Hjarta- og æðasjúkdómar Höfuðverkur og þreyta Öndunarfærasjúkdómar Geðsjúkdómar Sömu sjúkdómar eru algengustu orsakir fjarvista í nágrannalönd- um. Athuganir Landlæknisembætt- isins benda til þess að flest æviár sem tapast fyrir 70 ára aldur vegna ótímabærs dauða megi rekja til: Slysa Hjarta/æðasjúkdóma Krabbameins Lungnasjúkdóma Samhljóða niðurstöður hafa fengist við athuganir t.d. í Kanada og Svíþjóð. Tilraunir til sparnaðar eru nú gerðar á sjúkrahúsum. Þær bein- ast aðallega að: 1. Aukinni hagræðingu í rekstri. 2. Takmörkun á mannahaldi. Ólafur Ólafsson Ennfremur hefur verið rætt um sérstakan sjúklingaskatt en ákveðnar tillögur hafa ekki komið fram í því efni og mun ég geyma mér að fjalla um þær þar til þær hafa séð dagsins ljós. Sjálfsagt er að huga vel að auk- inni hagræðingu. Ég hefi þó ekki mikla trú á að spara megi veru- lega útgjöld varðandi framan- greinda liði, nema að af hljótist verulegur samdráttur í þjónustu við sjúka. Að öllu jöfnu er betri kostur að leggja auknar byrðar á heilbrigðar herðar. Skoðun mín byggist á eftirfar- andi staðreyndum: 1. 1. í heilbrigðisþjónustu er nær undantekningalaust haldið uppi svipaðri þjónustu hér á landi og gert er meðal ná- grannaþjóða — enda ekki ann- að gerlegt. Ekki er trúlegt að fslendingar geti veitt svipaða heilbrigðisþjónustu og veitt er í nágrannalöndum án þess að kostnaður verði svipaður. Læknar okkar eru vel menntað- ir og skylda þeirra er að upp- lýsa sjúklinga um bestu úr- lausn á vandamálum þeirra. Ég veit ekki til þess að sjúklingi hafi t.d. verið neitað um utan- för til aðgerðar ef skortur er á fullnægjandi þjónustu hér á landi. 2. Bein útgjöld hér á landi til heil- brigðisþjónustu sem hlutfall af vergum þjóðartekjum eru held- SALA ROANOI LYFJA OG SVEFNLYFJA Dagsk jmmtar á hverja þúsund íbúa 23.4% 1974 1978 1982 Breytingar á reykingum 10—16 ára nemenda í grunnskólum Reykjavíkur. Efri tölurnar sýna allar reykingar, en þær neðri daglegar reykingar. Aldursstöðluð dánartíðni, miðað við 100 000 -60 -65 -70 -75 -80 ur minni en á öðrum Norður- löndum (nema Finnlandi). Heilsuvernd er sparnaður Ég tel að með aukinni heilsu- vernd og heilbrigðisfræðslu megi draga verulega úr veikindum og dauðsföllum fyrir aldur frarri og á þann hátt megi spara ómælda fjármuni. Vil ég nefna nokkur dæmi sem rökstyðja mál mitt. Sumar heilsuverndaraðgerðir skila árangri strax, en aðrar er frá líður. 1. Umferðarslys Samkvæmt bráðabirgðanið- urstöðum frá Slysadeild Borg- arspítalans munu um 500 færri sjúklingar hafa heimsótt deildina vegna áverka eftir umferðarslys það sem af er þessu ári (nóv. 1983) í samanburði við árið 1982. Innlögnum fækkaði um 25% á sama tímabili. Meðalkostnaður vegna hvers slyss er vægt áætl- aður um 30.000 kr. Orsakir þessara breytinga eru sjálfsagt margþættar — en án efa vegur hér þyngst hinn mikli áróður fyrir bættri umferð á norræna umferðarárinu. 2. Heimaslys Komur á Slysadeild Borg- arspítalans jafngilda því að þriðja hvert barn 2—3ja ára á Reykjavíkursvæðinu heimsæki Slysadeildina árlega vegna heimaslyss. I sumum ná- grannalöndum hefur tekist að fækka heimaslysum um 30—40% með markvissri fræðslu og áróðri meðal almennings. í undirbún- ingi er svipuð herferð hér á landi eftir áramótin. Því miður hefur hún tafist vegna skorts á fjárveitingum. 3. Reykingar Samfara fræðslu Krabbameins- félagsins meðal grunnskólanema Svíar á hringvegi Bókmenntir Erlendur Jónsson Sænsk-íslenska félagið í Lundi og Málmey gefur út ársritið Gard- ar (heitið eftir Garðari Svavars- syni) og hef ég nokkrum sinnum áður getið þess hér i blaðinu. Skömmu fyrir jólin barst mér í hendur fjórtándi árgangur. Ritið er að þessu sinni með minna móti, tæpar fimmtíu síður auk nokkurra auglýsingasíðna. Ritstjóri er 3em fyrr Lars Svensson. Fremst er þáttur eftir Knut Jönsson, Hringinn um ísland á sex dögum. Segir þar frá ferð sem höf- undur fór um ísland með fjörutíu manna hóp sumarið 1979. Man ég ekki rétt að það væri kalda sumar- ið? — Eigi að síður láta Svíarnir vel af íslandsferðinni, enda munu fæstir þeirra hafa lifað hlýtt sumar á íslandi (og raunar ekki ungir íslendingar heldur því slíkt sumar hefur ekki runnið hér upp síðan 1960 en það er önnur saga). Ferðalangarnir fóru meðal annars að Glaumbæ í Skagafirði, gengu um Dimmuborgir við Mývatn, heimsóttu Skálholt og Þingvelli. Og svo auðvitað Gullfoss og Geysi! Á Þingvallavegi var hópurinn stöðvaður af lögreglu. Verið var að kvikmynda »Laxnessroman«. En sú töf stóð aðeins stutta stund. Höfundur segir að íslandsferðin hafi verið sér »en fantastisk och oförglömlig upplevelse*. Hrifnast- ur var hann af Svartafossi í Öræf- um. Arfsögnin um dauða Sveins tjúgu- skeggs heitir þáttur eftir Sven Sandquist. Sveinn féll við Gains- borough 1014. Arfsögn varð til um dauða hans. Var hún skrásett þeg- ar um 1100 af enskum munki, Her- manni að nafni. Telur höfundur að þaðan hafi síðari söguritarar haft frásögnina af dauða Sveins, þeirra á meðal Snorri Sturluson. Inge Knutsson, sem oft hefur komið nálægt íslenskum nútíma- bókmenntum, kynnir ljóð þeirra Snorra Hjartarsonar með stuttri hugleiðingu. Leggur hann meðal annars áherslu á sambland það, I,ar.s Svensson sem gætir í kvæðum Snorra, af þjóðrækni og rómantík annars vegar en alþjóðahyggju hins veg- ar. Inge Knutsson mun vera kunn- ugur einhverjum íslenskum bókmenntamönnum og hafa ým- islegt frá þeim. En gengi sitt á Snorri fyrst og fremst að þakka það að hann hefur verið eins kon- ar máiamiðlun í íslenskri menn- ingarpólitík síðustu áratugina, róttækur í stjórnmálum en þjóð- legur í tjáningu. Án þeirrar sam- þættingar hefði kveðskapur hans varla hlotið þá almennu og lítt umdeildu viðurkenningu sem raun ber vitni. Efnið í Gardar er oftast íslandi tengt, stundum líka Færeyjum. En fyrir kemur að þar birtast þættir sem fremur höfða til Skandínava, beint. Svo er t.d. um þáttinn Fote- viksprojektet eftir Birgittu Hárdh. Sömuleiðis eru þarna umsagnir um bækur sem fjalla um ýmiss konar samnorræn fræði. Þó Gard- ar sé misjafnlega efnismikið rit er lofsvert að fámennt félag skuli halda því úti reglulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.