Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 + Móöir okkar, MALFRÍOUR BENEDIKTSDÓTTIR fré Þorleifsatööum, Skagafiröi, andaöist í Landakotsspítala 3. janúar. Hólmfríöur Jóhannesdóttir, Hólmsteinn Jóhannesson. Móöir mín og fósturmóðir okkar, HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR fré Sigtúni, Vestmannaeyjum, verður jarösungin frá Kópavogskirkju í dag, 6. janúar, kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Oddlaug Valdimarsdóttir, Svala Sölvadóttir, Pétur Jónsson. + Útför eiginkonu minnar, SVEINDÍSAR MARTEINSDÓTTUR, fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 7. janúar kl. 2 e.h. Ólafur Guöjónsson. + Útför eiginkonu minnar og móður okkar, ÖNNU JÓSAFATSDÓTTUR, Lagarfelli 8, Fellabæ, sem andaöist á nýársdag fer fram frá Egilsstaöakirkju laugardag- inn 7. janúar kl. 14.00. Jónaa Pétursson og börn. Snorri Kjartans- son - Minningarorð Fæddur 5. mars 1948 Dáinn 29. desember 1983 Flestir munu viðurkenna, að mannkynið rekur uppruna sinn til hitabeltisins. Þótt líf hafi þar með kviknað, þar sem lífsskilyrðin voru hægust, verður að viður- kenna að framþróun mannkynsins hefur í seinni tíð verið hvað stór- stígust þar sem lífsbaráttan er harðari. Á þetta bæði við þegar tekin eru mið af heimsálfum og þegar litið er á þrengra svið, svo sem lönd eða landsvæði. Þetta gildir bæði um eínislega og and- lega framþróun. Eins og mennirnir héldu á sér hita í árdaga með því að þjappa sér saman og bæði gáfu og þáðu hitann, kalla harðbýl byggðalög á víðtækara samstarf íbúanna, en auðbyggðari staðir virðast krefj- ast. Þar mun því meðal annars að leita skýringarinnar á styrkleik ýmissa harðbýlla sveita þessa lands. Bárðardalur í Suður-Þingeyj- arsýslu verður trúlega talinn í fiokki harðbýlli sveita, enda þótt þar sé ýmsa góða landkosti að finna. Byggðin nær þar 400 metra hæð yfir sjó, og er þar með komin upp fyrir mörk hins byggilega hérlendis, samkvæmt almennri skilgreiningu þeirra marka. Ekki hefur uppgjafatónn þó einkennt íbúa þess byggðarlags. Strax á fyrstu árum rafvæðingar til sveita um 1930 voru byggðar 7 einka- rafstöðvar í sveitinni og í þeirri sömu sveit er að finna íbúðarhús úr steini, sem reist var árið 1890. Þar var og fyrsta ungmennafélag- ið á íslandi stofnað. Eitt mesta framkvæmdaheimil- ið í sveitinni í lok fyrsta þriðjungs þessarar aldar var Víðiker, sem raunar er ekki í hinum eiginlega Bárðardal, heldur uppi á heiðar- brúninni austanverðri í um það bil 300 metra hæð yfir sjó. Þar bjuggu þá hjónin Sigrún Ágústa Þorvaldsdóttir og Tryggvi Guðna- son ásamt sonum sínum. Reistu þau á árinu 1930 íbúðarhús upp á tvær hæðir og kjallara, einka- rafstöð og keyptu vörubíl. Árið 1913 höfðu þau byggt heyhlöðu úr steinsteypu, sem á þeim tíma var nánast óþekktur myndarskapur í íslenskri sveit. En Víðikersheimilið var ekki einungis þekkt fyrir stórhug á framkvæmdasviði, þar ríkti mikill áhugi á bókmenntum og þar var hljóðfæraleikur í hávegum hafður, enda léku mörg systkinanna á hljóðfæri. Þar var og snemma til myndarlegt safn af sígildum hljómplötum. Þetta var því sann- kallað menningarheimili í bestu merkingu þess orðs. Upp úr þessum jarðvegi óx Snorri Kjartansson, sonur hjón- anna Kristbjargar Jónsdóttur frá Stóruvöllum og Kjartans Tryggvasonar í Víðikeri. Ekki stóðu að honum ómerkari ættir í móðurætt, afi hans var Jón sonur Páls hreppstjóra á Stóruvöllum og amma hans Guðbjörg dóttir Sig- urðar alþingismanns og ráðherra frá Ystafelli. Snorri var næstyngstur í hópi fjögurra systkina. Búa tvær syst- ur hans, Vera og Þorgerður, á Húsavík, en bróðir hans, Páll, er bóndi í Víðikeri. Snemma varð Snorri sterkari en aðrir rtienn og einstaklega ósér- hlífinn til allra átaka, hvort sem þeim var beitt í þágu Víðikers- heimilisins eða hann var að að- stoða nágrannana í vinnuskiptum þar sem vinnustundirnar voru ekki taldar. Snemma tók Snorri upp þann forna þingeyska sið að fara suður á vetrarvertíð. Mun hann fyrst hafa starfað í frystihúsum í Vest- mannaeyjum en fljótlega var hon- um boðið skipsrúm á báti frá Eyj- um þar sem hann réri síðan flest- ar vetrarvertíðir, þar af lengst af hjá sama skipstjóranum. Síðustu + Ástkær eiginkona mín og móöir okkar, ÓLÍNA STEINDÓRSDÓTTIR, (GÓGÓ), Beykihlíð 31, Rvk., veröur Jarösungin (rá Dómkirkjunni i Reykjavík laugardaginn 7. janúar kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag islands. Eínar Pélsson, Geröur Einarsdóttir, Einar K. Sigurgeirsson, Kristrún Einarsdóttir, Erla K. Sigurgeirsdóttir, Guömundur K. Sigurgeirsson. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, GUNNAR ÁRNASON, Vesturbrún 16, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, laugardaginn 7. janúar kl. 13.30. Salmanía J. Jóhannesdóttir, Styrmir Gunnarsson, Hjördís Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Vilborg Sigríöur Gunnarsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför elskulegrar móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og lang- ömmu, MARÍU WILHELMÍNU HEILMANN EYVINDARDÓTTIR, Grenimel 35, Reykjavík. Erna Árnadóttir, Eyvindur Árnason, Böðvar Árnason, Gunnar Árnason, Gottfreö Árnason, barnabörn og Margrét Gestsdóttir, Guömunda Gunnarsdóttir, Stefanía Stefénsdóttir, Ásdís Magnúsdóttir, barnabarnabörn. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför ÁSTÞÓRS B. JÓNSSONAR, Kleppsvegi 28. Ester Rut Ásþórsdóttir og fjolskylda. Reynir Ástþórsson og fjölskylda. + Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jarðarför HARALDAR EYLANDS PÁLSSONAR fré Siglufiröi, Hólmgaröi 10, Reykjavík. Guöbjörg Haraldsdóttir, Haraldur Haraldsson, Eyþór Haraldsson, Guöbjörg Eiríksdóttir. árin var hann þó á vertíðarbátum sem gerðir voru út frá fastaland- inu og hafði nýlega ráðið sig á tog- ara er kallið kom. Fyrir Snorra var Víðiker mik- ilvægara en allt annað, en þar á eftir kom sveitin hans, Bárðardal- urinn. Vegna dugnaðar gáfu ver- tíðarferðirnar honum oft dágóðan skilding. Þeim peningum var ekki sóað í hégóma, heldur voru þeir óskiptir notaðir til þess að byggja upp og búa í haginn í Víðikeri. Sá þess enda fljótt merki að vel var dregið að búi, enda þótt hann væri þar einn í hópi sérlega atorku- samra og verkhygginna manna. í Vestmannaeyjum var Snorri sá gæfumaður að bjarga eit sinn manni frá drukknun. Um þann at- burð var hann ekki margmáll, en vel mátti sjá á svip hans, ef á það var minnst, að það þótti honum vænt um. En Snorri sótti einnig aðra vinnu utan heimilis, svo sem bygg- ingarvinnu í nágrannabyggðum. Þeim fjármunum og reynslu, sem hann sótti þar beitti hann einnig Víðikersheimilinu til góða. Heima í Víðikeri var hann sér- lega gestrisinn og vílaði ekki fyrir sér að ganga úr rúmi fyrir gesti, ef þröngt var orðið. Var hann þar enginn eftirbátur annarra heimil- ismanna. Hann hafði líka mikið yndi af gestakomum og var þá ræðinn vel. Við frændsystkinin sunnan jökla höfðum talsvert mikið af Snorra að segja, bæði í ferðum hans í verið og úr, úti í Vest- mannaeyjum og nú hin síðustu ár var hann tíður gestur okkar um helgar er hann stundaði sjóróðra frá verstöðvum á Suðurnesjum. Hann gætti þess vandlega að heimsækja okkur öll til skiptis og var óþrjótandi við að segja okkur fréttir úr okkar gömlu heimasveit, Bárðardalnum. Mun á engan hall- að þótt hér sé fullyrt að enginn Bárðdælingur var duglegri en hann við að segja okkur fréttir að „heiman", enda dvaldi hugur hans þar löngum meðan á vertíðar- störfum stóð. En strax og voraði héldu honum engin bönd, fyrst var skroppið norður um páskana og páskahrotunni þá fórnað og svo var hætt það snemma, að sauð- burður væri ekki hafinn. Snorri eyddi þó ekki öllum sín- um tíma í að tala við okkur full- orðna fólkið. Börn okkar hændust að honum, sérstaklega á ungaaldri og hann gaf sér oft góðan tíma til að leika við þau, enda átti hann sérlega gott með að setja sig inn í hugarheim þeirra. En hann einskorðaði sig ekki við að ganga milli frændsystkinanna og kunningja þegar hann var í Reykjavík. Hann var einnig ódeig- ur við að ganga á milli stofnana og ráðamanna, til þess að hamra á framfaramálum byggðarlagsins. Má í þessu sambandi minnast á dreifingu sjónvarps um Bárðardal, vegamál og raforkumál. Ekki veit ég, sem þetta rita, hvort heima- mönnum var ljóst, hversu miklum tíma hann eyddi í áróður fyrir sína heimabyggð hér fyrir sunnan, enda var sú vinna innt af hendi af einskærum áhuga og án þess að hann hefði verið til þess kjörinn. En mér er hinsvegar fullkunnugt um, að þessi áróður skilaði nokkr- um árangri. Þegar kom fram um 1970 var ljóst, að gamla rafstöðin, sem afi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.