Morgunblaðið - 06.01.1984, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.01.1984, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 23 okkar frændsystkinanna, Tryggvi í Víðikeri, lét byggja 1930, var að syngja sitt síðasta. Þeir feðgar í Víðikeri gerðu sér þess glögga grein, að án öruggs og nægilegs rafmagns var lítil framtíð í bú- skap á jörðinni. Til mála kom að tengjast samveitukerfinu, sem lagt var fram dalinn um þetta leyti. Sá kostur var þó í hæsta máta óaðgengilegur fjárhagslega fyrir íbúa Víðikers og Svartárkots vegna mikilla vegalengda milli bæja. Því varð það niðurstaðan, að á þeim báðum voru snemma á síð- asta áratug reistar einkarafstöðv- ar í Svartá af miklum stórhug og myndarskap, sem fullnægja allri orkuþörf þeirra. Hafa þessar rafstöðvar síðan malað eigendum sínum gull og átt stærri þátt í að halda þessum harðbýlu jörðum í byggð en nokkur önnur fram- kvæmd á þeim. Rafstöðin fyrir Víðiker var reist við svonefndan Ullarfoss um 3,5 km frá bænum. Stendur hún í gilskorningi við rætur fossins. Nokkuð bar á rennslistruflunum á vetrum og varð þá að fara til að hreinsa krap og jaka er söfnuðust á vatnsinntakið. Oft munu þessar ferðir hafa verið heldur glæfra- legar, bæði var það að truflanir urðu yfirleitt þegar veður var sem verst og svo var erfitt að athafna sig í nágrenni fossins vegna klaka- brynju sem myndaðist í gilinu út frá fossúðanum. Stöðugt var þó unnið að endurbótum á mann- virkjum, sérstaklega þó sl. sumar og var það von manna að tekist hefði að komast fyrir þennan vanda. Svartáin heillaði Snorra snemma. Til hennar sótti hann sitt kærasta tómstundagaman, sil- ungsveiði á stöng. Virkjun hennar mun og hafa veitt honum ríkari lífsfyllingu en nokkurt annað verk sem hann tók sér fyrir hendur. Það var við Svartá sem Snorri frændi mætti örlögum sínum. Þeir bræður höfðu farið til þess að hreinsa inntaksmannvirki svo að heimilisfólkið í Víðikeri mætti njóta birtu og yls um áramót. Á leið í rafstöðina skrikaði honum fótur á gilbarminum, féll niður gilið í ána og beið bana. Snorri frændi í Víðikeri undi ekki athafnaleysi. Hann var mað- ur, sem alltaf þurfti að hafa nóg fyrir stafni og gekk að hverju verki með afli og áræði. Hann féll frá í hita vinnugleðinnar í glímu við náttúruöflin, sem hann hafði svo oft beygt undir vilja sinn og á kærasta blettinum í öllum heimin- um, virkjunarstaðnum við Ullar- foss í Svartá. Við frændsystkinin sunnan jökla og fjölskyldur okkar sendum þeim Kristbjörgu og Kjartani, for- eldrum Snorra, systkinum hans og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Með ykkur mun hugur okkar dvelja á kveðju- stund. Snorra frænda biðjum við bless- unar Guðs. Haukur Harðarson frá Svartárkoti Sigríður Guðmunds- dóttir — Minning Til hafs sól hraðar sér hallar út degi eitt skeiðrúm endast hér á lífsins vegi. Þannig byrjar kvöldsálmurinn hans langafa okkar. Þetta kemur mér fyrst í hug, þegar hún er horf- in héðan yfir móðuna miklu, en ég sit hér og minnist liðinna daga. Við vorum systradætur og bár- um báðar nafn hinnar elskuðu móður mæðra okkar, Sigríðar Arnórsdóttur frá Vatnsfirði við ísafjarðardjúp. Vinátta okkar hef- ur varað frá því við vorum mjög litlar, og þó vík væri stundum milli vina, var vináttan söm þegar við hittumst eða vorum samvist- um aftur. Tryggð frænku minnar var ávallt hin sama. Sigríður Jóna Guðmundsdóttir eins og hún hét fullu nafni var fædd í Bolungarvík 20. ágúst 1903. Guðríður Hannibalsdóttir móðir hennar var fædd að Neðri-Bakka í Langadal, Nauteyrarhreppi (áður Kirkjubólsþingum), f. 20. júní 1874, dóttir Hannibals Jóhannes- sonar bónda þar, frá Kleifum í Skötufirði og konu hans, Sigríðar Arnórsdóttur frá Vatnsfirði prests og prófasts, Jónssonar prests að Mosfelli, Hannessonar að Marteinstungu í Holtum, en faðir Sigríðar, Guðmundur Steinsson, var sonur Steins Dav- íðssonar og Signýjar Gissurs- dóttur frá ósi í Bolungarvík. Systkini Siggu (þannig vorum við báðar kaliaðar) sem komust til fullorðinsára voru Sigurvin (dó 20 ára, ókv.), Steinn, búsettur á ísa- firði, Hannibal, bóndi að Hanhóli, Bolungarvík, Elín, búsett í Reykiavík, og Guðmundur, búsett- ur á lsafirði. Nánar um ætt og æfi Guðríðar og systkina hennar vís- ast til rita „Menningar- og minn- ingarsjóðs kvenna“. Snemma heyrði ég þess getið hversu myndarleg og dugleg Sigga frænka væri, við að gæta yngri systkina sinna og hjálpa mömmu sinni við húsverkin, svo hún gæti stundað fiskvinnu, þrátt fyrir sitt stóra heimili. Á sumrin var Sigga hjá móðurbróður sínum, Arnóri í Tungu í Dalmynni (hið gamla æskuheimili Arnórs, Guðríðar, mömmu og systkina) alls 7 sumur. Þar var nóg að gera og gaman að vera hjá öllum frændsystkinun- um. Við vorum þá vestur í Arnar- firði og því mun lengra burtu. Á veturna voru nógir í Bolungarvík sem gátu þegið hjálp myndarlegr- ar lítillar stúlku. Ó guð hvort annað nú, ennþá vor bíður auglýsir engum þú, óðar en líður. Árið 1921 var harma- og örlaga- ár okkur nöfnum báðum, ég missti föður minn 29. mars og Sigga frænka móður sína 20. júní. Hún varð bráðkvödd. Bæði dóu á af- mælisdegi sínum. Það ár kom Sigga frænka til ísafjarðar og réðst í vist, því faðir hennar tók sér ráðskonu. Á þessum árum var litla hjálp að fá til að geta mennt- að sig. Það var Siggu heitasta ósk að geta lært matreiðslu og hús- stjórn og með dugnaði og spar- semi tókst henni að komast næsta vetur í húsmæðraskólann á ísa- firði, sem reyndist ágætis skóli, undir stjórn Gyðu Maríasdóttur. Síðar keypti hún sér orgel og fékk sér tíma í orgelspili. Á ísafjarðarárum Siggu vorum við mikið saman og stundum bjó hún hjá mömmu. Vissi ég því vel hversu vel hún var látin, hvar sem hún vann, hvort heldur var í vist eða fiskvinnu. Til dæmis hafði hún verið í vetrarvist hjá presthjónun- um Sigurgeir Sigurðssyni síðar biskupi og frú Guðrúnu Péturs- dóttur. Þegar faðir séra Sigurgeirs dó fengu þau Siggu frænku eftir- gefna úr fiskvinnu innan úr Álfta- firði til að gæta heimilis og barna, svo þau hjónin gætu bæði farið og fylgt honum til grafar í Reykjavík. „Sigríður er sú eina sem við getum treyst eins og sjálfum okkur," sagði séra Sigurgeir. Árið 1922 dó Arnór móðurbróðir okkar, sem Sigga hafði verið hjá á sumrin og yngsti bróðir hennar, Guðmundur, hafði verið sendur til þegar mamma þeirra dó svo snögglega (Mummi var þá á sjöunda ári), og 1923 misstu þau föður sinn líka. Báturinn sem hann var á fórst, en tveir af áhöfninni björguðust, annar með- vitundarlaus, það var Guðmundur Steinsson. Hann komst aldrei til meðvitundar. Sigga þurfti þá að sjá um útför hans og allt sem því fylgir. Systk- ini hennar voru öll yngri, og yngst var nokkurra mánaða hálfsystir, Halldóra. Dáðu margir Siggu frænku þá. Eftir að Sigga flutti til Reykja- víkur vann hún í húsum hjá tveimur konsúlum (Konsul Bay og Ásgeiri Sigurðssyni) o.fl. en veikt- ist svo af brjósthimnubólgu og fór þá á .Vífilsstaði í ljós. Þegar hún var albata nokkrum mánuðum síð- ar réðst hún í vinnu á straustofu hælisins. Fáir sóttu víst gæfu sína til Vífilsstaða á þessum árum en það gerði Sigga frænka, því þar kynntist hún manni sínum Birni Þórðarsyni, ættuðum úr Svarfað- ardal, hann var þá bústjóri á Víf- ilsstaðabúinu. Á 1000 ára alþing- ishátíðinni var Sigga ein af þeim sem fengin var til að ganga um beina í konungstjaldinu á Þing- völlum (allar voru þær í þjóðbún- ingum) en um sumarið flutti hún til Akureyrar og giftist 16. ágúst. Björn hefur unnið hjá KEA alla áratugina síðan. Minning: Guðbjörg Gunn- arsdóttir Briem Fædd 5. október 1898 Dáin 2. janúar 1984 Guðbjörg Gunnarsdóttir Briem var fædd 5. október 1898 á Eiríks- stöðum í Geithellnahreppi, Suð- ur-Múlasýslu. Foreldrar hennar voru Gunnar, bóndi á Nefbjarnarstöðum í Hró- arstungu, Norður-Múlasýslu, Jónssonar bónda á Geirastöðum og Húsey, Jóhannessonar og kona hans, Steinunn Hinriksdóttir Friðriks Grönvold, verslunar- stjóra á Djúpavogi Báða foreldra sína missti Guð- björg í æsku og ólst hún því upp hjá föðurbræðrum og föðursystur á Nefbjarnarstöðum. Árið 1923 hóf hún nám við Al- þýðuskólann á Eiðum og lauk það- an prófi 1925. Að því loknu lá leið Guðbjargar í Kennaraskólann og tók hún kennarapróf 1929. Hún var kennari við barnaskólann í Grenivík, Suður-Þingeyjarsýslu, 1929—30 og í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi 1930—31. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Eggert Ólafssyni Briem, frá Álfgeirs- völium í Skagafirði, og voru þau gefin saman í hjónaband 12. sept. 1931. Þeim Guðbjörgu og Eggert varð 3ja sona auðið. Sá elsti dó í æsku en hinir tveir komust til fullorð- insára. Þeir eru Ólafur, f. 30. júlí 1933, nú búsettur í Svíþjóð, og Halldór Þorsteinn, f. 25. jarifiar 1935, búsettur í Reykjavík. Mann sinn missti Guðbjörg 1963. Hún var húsmóðir í Reykja- vík frá 1936 til dauðadags, 2. janú- ar 1984. Heimili þeirra hefur lengst af verið á Oddagötu 5 og þar hefur hún Sigga Guðmunds tekið á móti ættingjum og vinum og hjálpað þeim sem hjálpar voru þurfi. Það var ávallt hátíð að heimsækja Siggu og Björn í sumarbústað á Svalbarði, Vargjá eða heima á Oddagötu. Þar var bæði hjarta- rúm og húsrúm hvort sem dvalið var lengur eða skemur hjá þeim og það var gaman að sjá heimili þeirra. Dæturnar þrjár bera þeim fag- urt vitni og uppeldinu sem þær hlutu. Þær eru Guðrún, gift Árna Gunnarssyni skrifstofustjóra í menntamálaráðuneytinu, Erla, húsmæðrakennari, gift Erni Guð- mundssyni kennara, og Birna, gift Heimi Hannessyni framkvstj. Haustið 1982 veiktist mín kæra nafna og frænka svo enginn ætlaði henni líf. Þá sýndu dæturnar kærleika sinn í verki til foreldr- anna. Þær fóru norður og voru til skiptis á Akureyri svo þær gætu verið hjá mömmu sinni hvern ein- asta dag og líka verið föður sínum til styrktar. Með vorinu jókst þróttur Siggu, hún komst á fætur og gat sinnt heimili sínu í nokkra mánuði, notið sumarsins með manni sínum og fjölskyldu allri. Glaðst með þeim, þegar hún varð áttræð og þau voru öll saman á Þingvöllum. Henni fannst það stór gjöf sem hún fékk að njóta í sumar. Með haustinu fékk sjúkdómur- inn yfirhönd. Hún lá á Landspítal- anum og þar voru dæturnar hjá henni, til skiptis, hvern einasta dag, og næturnar með, síðari hluta þessara erfiðu mánaða. Slíkur kærleikur barna í verki mun sjaldgæfur, ef ekki einsdæmi. Sjúkrastríðinu lauk að kvöldi ann- ars jóladags. Þá var hún kölluð til starfa í öðrum og betri heimi — trúi ég. Guð blessi frænku mína og launi henni alla vináttu langrar æfi. Hafi hún þökk fyrir allt. Björn og þið öll vitið, að ég tek þátt í sorg ykkar. Svo lífið braut er breið til banakífsins og dauðinn eins er leið aftur til lífsins. Svo lifa sérhver á sem sálast eigi, og andast eins og sá sem aldrei deyi. 1 þína umsjón nú ástríki faðir, felum, líf byggð og bú, blundum svo glaðir. (Arnór Jónsson) Þannig endar kvöldsálmur lang- afa okkar Siggu frænku. Sigríður Valdemarsdóttir Fylgja Kristi? Hvers vegna skyldi ég helga líf mitt Kristi og láta hann fá stjórntaumana í hendur? Mér gengur ágætlega án hans og ég sé enga ástæðu til að snúa mér til Krists strax. Kannski verður það „þess virði“, þegar ég er orðinn gamall og stend við dyr dauðans. Ég hygg, að til séu milljónir kristinna manna, sem myndu segja yður, ef þér hittuð þá að máli núna, að ekki sé til neitt eftirsóknarverðara í tilverunni, en að vera kristinn. Já, yður kann að virðast, að yður gangi svo sem ágætlega, en þér mynduð öðlast miklu betra líf með Kristi. Biblían segir: „Sjá, nú er mjög hagkvæm tíð. Sjá, nú er hjálpræðisdagur" (2. Kor. 6,2). Hví segir hún okkur þetta? Ég held, að ástæðurnar séu margar. Það er eitt, eins og ég hef þegar vikið að, að við verðum ekki kristin til þess eins að komast til him- ins, þegar við deyjum, þó að það sé vissulega mikil- vægur þáttur í hjálpræði okkar. En að vera kristinn táknar að lifa Kristi á hverjum degi, að leitast við daglega að þjóna honum. Það er spennandi að geta risið úr rekkju á hverj- um morgni og vita, að Guð er með mér og vill stjórna mér þennan dag. Jesús sagði, að hann væri kominn til þess að lærisveinarnir hefðu líf og nægtir (Jóh. 10,10). Minnist þess líka, hversu lífið er ótryggt. Já, við höldum öll, að slys eða skyndileg veikindi muni ekki bera okkur að höndum. En ef þér eruð alveg einlæg- ur, verðið þér að viðurkenna, að líf yðar getur slokknað á svipstundu, áður en yður gefst tóm til að iðrast og snúa yður til Krists. Það væri hörmulegt, ef þér kysuð heldur að njóta stundarunaðar á þess- ari jörð og yrðuð síðan að gista víti um alla eilífð, fjarri Guði. Biblían kennir okkar, að hættulegt sé að snúa baki við Guði, því að hjörtu okkar geti orðið blind og lokuð gagnvart Guði. „Leitið Drottins, meðan hann er að finna. Kallið á hann, meðan hann er nálægur“ (Jes. 55,6). Snúið yður til Krists nú þegar, og þér verðið glað- ur, af því að þér gerðuð það? ÞorsU'inn Briem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.