Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 19 Reykjanesbraut: Gáleysislegur akst- ur lokar brautinni Ljósm.: Heirair Stígsson. Álfakóngur og drottning á þrettándagledinni í Keflavík í fyrra. Þrettándagleði í Keflavík í kvöld ÞRETTÁNDAGLEÐI verður haldin í Keflavík í kvöld með hefðbundnu sniði, en það eru karla- og kvennakórarnir í Keflavík, sem gangast fyrir skemmtuninni. Hefst hún með skrúðgöngu frá Sérleyf- isbifreiðastöðinni við Hafn- argötu klukkan 20, og verður gengið eftir Hafnargötu, niður Skólaveg að íþrótta- vellinum. „Margt verður gert til skemmtunar, 1 göngunni verða álfar, púkar, jóla- sveinar og ýmsir aðrir góð- ir gestir. Skuggasveinn og Ketill skrækur verða lík- smáauglýsingar tilkynningar' __JlA__aa__/LjL/_ Vetrarverö 1 manns herbergi kr. 250 per. nótt. 2ja manna herb. kr. 350 per. nótt. Auk þess sérstaklega hagstætt verð tyrir íþróttahópa. Ökum gestum til og frá skipi, eða flugvelli, þeim að kostnaöar- lausu. Gistihúsiö Heimir, Heiöarvegi 1, sími 98-1515, Vestmannaeyjum. Einstakling vantar litla íbúö meö þægindum í grennd viö Hrafnistu í Reykjavík eöa i Heimunum. Reglusemi heitiö. Fyrirframgreiösla. Tilboö merkt: .DAS — 1001“ sendist blaöinu fyrir 12. þ.m. Til sölu íbúöin aö Grundarstig 11, Flat- eyri. Laus strax. Góöir greiöslu- skilmálar. Uppl. í sima 94-7761. þjónusta l VEROBRÉFAMARKAÐUR HUSI VERSLUNARINNAR SIMI 687770 Simatímar kl. 10—12 og 3—5. KAUP 0G SALA VEÐSKULOABRÉFA □ St.: St.: 598416 — Rh. I kl. 18.00. lega einnig á staðnum. Álfakóngur og drottning munu leiða sönginn. Á íþróttavellinum verður sungið og dansað og í lokin skotið upp flugeldum. Auk þeirra leggja mörg önnur félög eitthvað af mörkum, þar á meðal hestamannafélagið Máni, Hjálparsveit skáta í Njarð- vík, björgunarsveitin Stakkur, skátafélögin í Keflavík, Leikfélag Kefla- víkur og nýstofnað leikfé- lag nemenda úr gagnfræða- skólanum sem kallar sig MUK,“ segir í frétt frá Keflavík, sem Mbl. hefur borist. Vogum, 4. janúar. „ÞAÐ var ekki stætt á braut- inni, við urðum að skríða um, svo við fykjum ekki,“ sagði Hallgrímur Einarsson vara- formaður björgunarsveitar- innar Skyggnis í Vogum, en þeir fóru að beiðni lögregl- unnar í Keflavík til aðstoðar umferð á Reykjanesbraut í Kúagerði, þar sem gáma- flutningabifreið frá Eimskip hafði fokið til, og fest í snjóskafli, ásamt fólksbifreið og lokað veginum. Tvær gámaflutningabifreiðir frá Eimskip áttu leið um Reykjanesbraut til Reykjavík- ur. Hafði annarri þeirra verið lagt, þegar hin bifreiðin fauk til, þannig að gámavagninn fauk yfir á hinn vegarhelming- inn og festist í snjóskafli ásamt fólksbifreið og munaði litlu að þær rækjust saman. Lokaðist þá brautin. Mun það hafa verið um miðjan dag. Þegar lögregla og björgunarsveitin komu á staðinn höfðu nokkrir bílar stöðvast á brautinni Keflavík- urmegin, en engin umferð var frá Reykjavík. Að sögn Hall- gríms var lítið hægt að gera er þeir komu á staðinn vegna veð- urs, eins og áður segir, og hætt- unnar á að gámavagninn fyki um og velti bifreiðinni. Fljót- lega eftir að fólksbifreiðin Búnaðarfélag Engihlfðarhrepps: 100 ára afmælishátíð Blönduósi, 5. janúar. HINN 8. janúar næstkomandi verð- ur Búnaðarfélag Engihlíðarhrepps 100 ára. Af því tilefni gengst félagið fyrir kaffisamsæti á Hótel Blönduósi þann sama dag klukkan 15, þar sem þessara merku tímamóta í sögu fé- lagsins verður minnst. Stjórn félagsins væntir þess að sem flestir núverandi og fyrrver- andi félagsmenn sjái sér fært að koma, til að lyfta sér upp úr amstri hversdagsins og gleðjast með glöðum. Formaður Búnaðarfélags Engi- hlíðarhrepps er Ágúst Sigurðsson, Geitaskarði. _______________________ - BV. Minningarguðsþjóii- usta í Hallgrímskirkju FYRSTA góðtemplarastúkan á ís- landi var stofnuð á Akureyri 10. janúar 1884. í næstu viku á því fé- lagsstarf templara hér á landi ald- arafmæli, segir í fréttatilkynningu frá þingstúku Reykjavíkur, IOGT. Þessara tímamóta og félags- starfs templara verður minnst við messu í Hallgrímskirkju klukkan 2 á sunnudaginn 8. janúar. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson prédikar en auk þess verður flutt ávarp frá þingstúku Reykjavíkur. í fréttatilkynningunni segir ennfremur: „Aldrei hefur verið meiri þörf en nú fyrir þróttmikið og ákveðið bindindisstarf á ís- landi. Oft var þörf en nú er nauð- syn. Þingstúka Reykjavíkur vænt- ir þess að bindindisvinir fjölmenni til þessarar minningarmessu. Hittumst í Hallgrímskirkju á sunnudaginn til að þakka hundrað ára starf og biðja saman um styrk til að halda því áfram í trú, von og kærleika." Vatnsleysustrandarhreppur: Rafmagnslínur slitnuðu Vogum. 4. janúar. RAFMAGNSLAUST varð í Vogum og á Vatnsleysuströnd um kl. 11 f dag, vegna þess að raflínur slitnuðu á 6—7 stöðum á dreifikerfi rafveitunnar, sem er tæplega fimmtán km að lengd. Mun ísins hafa þyngt línurnar svo að þær slitnuðu. Viðgerð var erfið í fyrstu vegna veðurs og ófærðar. Að sögn Viðars Péturssonar, verkstjóra hjá Vatnsleysustrandarhreppi, var fenginn aðstoð frá björgunarsveit- inni Skyggni. Á undan viðgerðar- mönnum fór snjóruðningstæki, en hafði verið dregin frá, kom snjóruðningstæki og opnaði fyrir umferð um brautina. Að beiðni lögreglunnar fóru björgunarsveitarmenn á undan bílalestinni áleiðis til Straumsvíkur, vegna þess að talið var að þar væru smábílar sem þyrftu aðstoð, en svo var ekki. Þar sneru þeir við og fóru ekkert varð komist án þess. Að sögn Viðars slitnuðu línur á tveimur stöðum frá aðveitustöð við Voga- stapa og að Vogum, en viðgerð lauk á þeirri leið um kl. 6.30. Þá kom rafmagn á í Vogum. Þegar þetta er skrifað var viðgerð að hefjast á Vatnsleysuströnd, en ekki var búist við að rafmagn kæm- ist á þar í kvöld, nema þá að hluta. Þar voru raflínur slitnar á 4—5 stöðum. E.G. © INNLENT til baka eftir Reykjanesbraut- inni, sáu þá hvar gámaflutn- ingabifreiðirnar komu á móti þeim á ferð, ýmist á rétturft vegarhelmingi eða þá að gáma- vagninn tók þann hluta sem eftir var vegarins. Auk þess mátti oft litlu muna að vagninn fyki. Var af þessu mikil hætta, en umferð var lítil frá Reykja- vík. Hallgrímur Einarsson sagði að þarna hefði verið ákaflega gáleysislega ekið, og hefur Mbl. svipuð ummæli eftir lögregl- unni í Keflavík. Þá minnir Hallgrímur fólk á að fara eftir tilmælum lögreglu þegar aug- lýstar eru aðvaranir til fólks til dæmis vegna ófærðar. E.G. Vaxta- og peningamál Athugasemd við athugasemd eftir Jónas H. Haralz Gunnar Tómasson hefur sent Morgunblaðinu athugasemd við ummælum mínum á fundi Fé- lags íslenzkra stórkaupmanna í byrjun desember (Mbl. 30. des. sl.). Dregur hann þar í efa, að jákvæðir raunvextir séu undir- staða þess, að bankar geti aukið útlán sín og lengt lánstíma. Bendir hann í því sambandi á, að aukning útlána leiði til aukn- ingar innlána og því sé „einnig sönnu nær að segja, að aukning „útlána" (sé) forsenda þess að „innlán“ aukist!" Það er alkunna, að í efna- hagslífinu tengist hver þáttur öðrum og áhrif þræðast frá ein- um þætti til annars í allar áttir. Neyzla getur auðsjáanlega ekki orðið, ef framleiðsla er engin, en neyzla er jafnframt forsenda framleiðslu. Með hliðstæðum hætti byggjast útlán á innlán- um, en án útlána yrðu innlán heldur ekki til. Að því leyti sem fyrir Gunnari vakir að vekja at- hygli á þessu mikilvæga sam- hengi, er ekki um ágreining að ræða. En með þessu er sagan þó ekki hálfsögð. Enda þótt tveir þættir hafi mikil áhrif hvor á annan og séu jafnvel forsenda hvor annars, verða þeir jafn- framt fyrir áhrifum frá öðrum þáttum og enga nauðsyn ber til, að þeir þróist ætíð með sama hætti. Neyzla getur aukizt hrað- ar en framleiðsla, a.m.k. um all- langt skeið, og framleiðsla hraðar en neyzla, og það varðar miklu um framtíðarþróun efna- hagsmála og þar með bæði framleiðslu og neyzlu hvað ger- ist í þessu efni. Með hliðstæðum hætti geta útlán aukizt hraðar en innlán, og innlán hraðar en útlán, og það skipt miklu máli fyrir framleiðslu og velmegun hvort af þessu tvennu gerist. Þegar verðbólga tók að aukast hér á landi með miklum hraða á miðjum síðastliðnum áratug og vextir urðu mjög neikvæðir, minnkuðu innlán í bönkum og sparisjóðum um meira en þriðjung samanborið við þjóðarframleiðslu á örfáum árum. Þetta hafði víðtækar af- leiðingar. Vegna versnandi lausafjárstöðu var bönkum nauðugur einn kostur að draga Jónas Haralz úr útlánum, en tókst það þó ekki í sama mæli og innlán höfðu minnkað. Verðbólga færðist enn í aukana, viðskipta- halli jókst og erlendar lántökur urðu æ meiri. Til lengdar hlaut þetta að leiða til stöðnunar þjóðarframleiðslu og koma í veg fyrir frekari aukningu velmeg- unar, eins og vissulega kom á daginn. Þegar vextir voru færð- ir nær verðbólgustigi og verð- tryggingu innlána smátt og smátt komið á síðar á áratugn- um, tóku innlán að vaxa að nýju, en náðu þó hvergi nærri fyrra stigi, enda var þessari breyttu vaxtastefnu framfylgt af hálfum huga við vaxandi verðbólgu. Ég er ekki einn um að hafa dregið þá ályktun af þessari reynslu, að jákvæðir raunvextir séu forsenda aukinna innlána og þá jafnframt aukningar út- lána og lengingar lánstíma. Við þetta mun þó óhætt að bæta annarri forsendu, þeirri, að verðbólga fari jafnframt minnkandi. Ég fæ heldur ekki betur séð, en að þetta sé sú sama ályktun, sem komið hafi fram á peningamörkuðum víðs- vegar í heiminum að afloknu nýliðnu verðbólguskeiði, en þar eru raunvextir nú hærri en um langan aldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.