Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 21 Hver er sinnar gæfu smiður — eftir Steinar Guðmundsson Maðurinn er þannig gerður að honum er ekki sama um náunga sinn. Sumum finnst að náungan- um vegni of vel, og ráða ekki við öfundina, en hún kvelur þann sem hana ber. Öðrum svíður undan hlutskipti náungans og reyna að rétta honum hjálparhönd. Oft höfum við heyrt getið manna sem gleymdu sjálfum sér í ákafanum við að reyna að afstýra óláni annarra. Má þar t.d. nefna Ólafíu Jóhannsdóttur, sem svaraði köllun sinni úti í Noregi á fyrri hluta aldarinnar. Sú gæfukona var eitt ljósið sem lýsti hinni ungu reglu Góðtemplara á íslandi um aldamótin. Nú hyllir undir aldarafmæli Góðtemplarareglunnar á íslandi. 10. janúar 1884 var stúkan ísafold nr. 1 stofnuð á Akureyri og þar með kveikt það ljós sem átti eftir að lýsa um allt land. Þarna urðu tímamót í íslenskri menningar- sögu, því takmark Góðtemplara- reglunnar var ekki það eitt að rétta þeim bróðurhönd sem á hjálp þurftu að halda, heldur átti hún eftir að koma víða við og láta margt gott af sér leiða almenningi til heilla áður en alda hennar fór að hníga í samræmi við eðli bylt- ingarkenndra menningarstrauma allra alda. Góðtemplarareglan skaut rót- um vestur í Ameríku um miðja nítjándu öldina og fluttist til Evr- ópu árið 1868 með iðnaðarmannin- um Jósep Malin, en hann var með- al þeirra frumkvöðla sem mótuðu IOGT á heimaslóðum reglunnar vestan hafs. Jósep var fæddur og uppalinn í Birmingham á Eng- landi, en einmitt þar stofnaði hann fyrstu Góðtemplarastúku í Evrópu í september 1868, þá ný- fluttur heim frá Ameríku. En sagt er að hann hafi tekið land í Dublin á írlandi og Evrópustarfið hafi hafist strax þar. Fyrsta sáðkorn- inu hérna megin hafsins mun því hafa verið sáð í Dublin. Ég get þessa hér til gamans og fróðleiks því réttum 78 árum seinna tók önnur bandarísk hug- sjónastefna land á þessum sama stað. Það var AA. Báðar tóku þessar stefnur land í Dublin og báðar áttu þær upptök sín á sömu slóðum í Bandaríkjun- um, Ohio og New York. frskur útflytjandi sneri heim til gamla landsins árið 1946 og hóf AA-starf í Dublin með því að leita verkefna hjá heilsugæslustöð sem bauð honum upp á útjaskaða og að því er talið var vonlausa fyllibyttu á miðjum aldri. Byttan breyttist í fyrrverandi drykkjumann vegna afskipta AA-mannsins og helgaði síðan starfskrafta sína útbreiðslu AA-stefnunnar. Fyrir skemmti- lega tilviljun hitti ég þennan mann á ferðalagi í Skotlandi haustið 1970. Ég gekk í stúku u.þ.b. 10 árum eftir að af mér rann í hópi AA- manna hér í Reykjavík. Stúkan mín heitir Verðandi nr. 9. Ástæð- an til þess að ég gekk í stúku var sú, að ég átti svo bágt með að sætta mig við þetta sífellda skít- kast inn á lendur stúkumanna. Ég vildi því í raun kynnast hvað var að gerast hjá þessu voðalega vonda fólki. Allt frá því að ég man eftir mér hafði ég þekkt stúkumenn og gat ég ekki komið auga á neinn mun á drengskap þeirra og dingli og „Nú hillir unir aldar- afmæli Góðtemplara- reglunnar á íslandi. 10. janúar 1884 var stúkan ísafold nr. 1 stofnuð á Akureyri og þar með kveikt það Ijós sem átti eftir að lýsa um allt land.“ drengskap annarra sómamanna og þeirra dingli. Það má því segja að ég hafi farið inn í stúkuna í leit að drullusokkum. En ég fann þá ekki. Ég var virkur í stúkustarfi um nokkurra ára skeið, eða þar til ég hafði tekið hástúkustigið, og varð ég margs vísari. Án þess að það væri nokkurn tíma orðað, þá fann ég fyrir því að höfuðmarkmið stúkunnar er að glæða og efla bróðurkærleikann. En ég kannað- ist við þetta, því AA-starfið býr líka við þessa stefnu. En til lengd- ar gat ég ekki verið virkur bæði innan IOGT og AA því virknin byggist á reglulegri fundarsókn og ég var ekki til skiptanna. Með stúkustarfi er stefnt að því að örva menn til hugarfarsbreyt- inga. Með AA-starfi líka. Sá sem nær því að bera virðingu jafnt fyrir sjálfum sér sem náunganum er ólíklegri til að skrumskæla sjálfan sig með ruglandi inntök- um. Þarna voru IOGT og AA sam- mála. Að batavon byttunnar felist í auknum þroska deila menn ekki um, og ættu það ekki að skipta miklu máli á hvern hátt þroskans er leitað, aðeins ef ekki er nýddur skórinn niður af náunganum við þá leit. Báðir hóparnir hvöttu til reglu i fundarsókn, því báðir gerðu sér ljóst að yfir getur skænt góðan ásetning. Samhljóms virðist gæta í öllu starfi þessara tveggja stefna, én útfærslan er ekki sú sama. Stúkunni var hallmæit fyrir trúarsiði og sálmasöng. í AA lærði ég að biðja Faðirvorið opin- berlega án þess að skammast mín. Stúkunni var álasað fyrir að auð- mýkja menn með endurreisn ef þeir brutu stúkuheitið sitt. í AA stöndum við upp meðal félaganna og segjum frá seinheppni okkar ef út af ber. Stúkunni var álasað fyrir bindindisheitið. I AA hvetj- um við til bindindis þann sólar- hringinn og göngum í nýtt bind- indi á hverjum einasta degi. Allt sækir þetta til sömu átta. Aðeins breyttar siðvenjur. Pabbi vill keyra vinstra megin niður göt- una. Og ég brosi. Eg vil keyra hægra megin. Ég gleymi því, að með sinni aðferð komst hann niður á torgið. Ég líka. En þangað var ferðinni heitið. Ég fór i bindindi í 24 klukku- stundir — pabbi fór í ævilangt bindindi. Og enn brosi ég. Eg gleymi því að tilgangur okkar var sá sami — við vildum ekki bragða áfengi. Hvorugur vildi bragða áfengi. Báðir stefndum við að sama marki, en gátum ekki orðið samferða, því kynslóðir okkar virtu ekki sömu siðvenjur. En við sem að ofdrykkjuvörnum stöndum eigum eitt sameiginlegt án tillits til kynslóðabils og breyttra siðvenja, við viljum auð- velda náunganum að öðlast það sem við sjáum í hugsýn. Hvað svo sem bindindisfélgasskapurinn heitir, þá stendur hann ekki undir nafni nema bróðurkærleikur fái að bjarma um starf hans, því reynslan hefur kennt okkur að ef ekki er hægt að vekja manninn upp til að hjálpa sér sjálfur en hætt við að von um afturhvarf frá ofdrykkju verði óskhyggjan ein. Hvergi á það betur við en hér, gamla máltækið sem segir: „Hver er sinnar gæfu smiður." En eitt verðum við að gera okkur ljóst, hver sem við erum og án tillits til þess hvort við erum ofdrykkju háð eða ekki, að fleíri skortir þroska en drykkjumann- inn og hollt er hverjum einum að reyna að tileinka sér þá fegurð sem felst í mannræktarstefnun- um, því tilvera mannsins ætti aldrei að byggjast á duttlungum augnabliksins. Starf Stúkunnar á tslandi er margþættara en menn gera sér ljóst í fljótu bragði, en þó tel ég að í dag beri hæst æskulýðsstarfið og sú, mig langar til að segja bros- lega, staðreynd, að enn ráða Templarar stefnunni á hinu stjórnarfarslega sviði íslenskra ofdrykkjuvarna, því aðrir hafa ekki gefið kost á sér til að móta það vanþakkláta starf. í þeim efn- um má benda á starfsemi Áfeng- isvarnaráðunauts ríkisins og áfengisvarnanefndanna um allt land, en öll sú starfsemi er meira og minna bundin hugsjónum Góð- templara. Með grein þessari langaði mig til að þakka IOGT óeigingjarnt starf á íslandi í eitt hundrað ár, því ég geri mér ljóst að allt í heimi hér lýtur þróun og ef ekki hefði verið fyrir IOGT þá hefði þróun íslenskra áfengismála mjög senni- lega orðið önnur og verri en hún varð. Steinar Gudmundsson er leiðbein- andi hjá SÁA. morgni aldar“ Bók, sem mér barst í hendur um jól og heitir „Minningar frá morgni aldar", finnst mér einn þeirra þátta í sögu íslands, sem sízt mætti gleymast í skólum þjóðarinnar nú. Þar er brugðið upp í undur- fögru máli myndum af því tíma- bili, sem telja má endurfæðingu hins íslenzka samfélags eða fæð- ingu þeirra þjóðhátta, sem nú ríkja og allir telja sjálfsagða lífshætti. Þar er sagt og kennt af sannri þekkingu eins af ágætustu þátt- takendum frá vexti, þroska og umhverfi þeirrar kynslóðar, sem nefnd er aldamótakynslóðin. En engin kynslóð hefur frá upphafi íslandsbyggðar mótað heillaríkari spor til frelsis, gæfu og menningar bæði á sviði efna- hags og þeirrar menntunar, sem lýst er með orðum stórskáldsins Stephans G. Stephanssonar í þessum örfáu hendingum: „Þitt er menntað afl og önd, eigir þú fram að bjóða; Hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða.“ Án samstarfs þessarar and- legu þrenningar á sálum og hug- sjónum fólksins ættum við ekki hið gróðurríka og fjölbreytta þjóðlíf, sem nú bregður ljóma yf- ir veginn og lýsir um kot og hall- ir, sveit og borg, dali og strend- ur. Það sem var og það sem er virðist að flestu, sem tveir ólíkir heimar. Annars vegar hið gamla ís- land með alla sína örbirgð og erfiði. Hins vegar hið unga ís- land, með allsnægtir og gróandi þjóðlíf. En sá kraftur þolgæðis, þrautseigju, hógværðar og fórna, sem kynslóð örbirgðarinnar ávaxtaði í sjóði anda síns má samt aldrei gleymast. Það er ábyrgðin í sjóði eilífðar. Það er uppspretta lifsins linda. Og án þess að varðveita þann sjó til vaxtar og virkja þær lindir til orku gæti allt, sem nú varpar ljósi tæknialdar á veginn, glat- ast á stuttri stund. Sjálfur jarð- vegurinn orðið eyðimörk, með visnuðum stráum og fúakjarri á víð og dreif. Með þetta í huga og auðlegð aldamótakynslóðar í hjarta og hönd, má hið gamla sem var aldrei gleymast, „lastað og lítt, heldur lyft upp í framför, hafið og prýtt," svo notuð séu spekiorð eins af vitringum aldamótanna. Með þetta í huga vil ég benda á gildi þessarar bókar, sem birtir á ýmsan hátt í leiftursýn, það, sem aldrei má gleymast né glat- ast. En um leið opnast þar sá heimur, sem nú er orðinn ókunn- ur flestum á landinu, öðrum en þeim, sem lifað hafa i veröld ör- birgðar hið ytra, en átt orku hins innra auðs til að skapa og sigra, plægja og sá. Þess vegna ættu allir skólar að eignast þessa bók og taka sér tíma með nemendum til íhugun- ar og lærdóms. Auk þess yrði hún tiltæk á hverju safni til lestrar og íhug- unar hinum beztu börnum lands- ins ekki sízt þeim, sem gegna margvíslegri forystu og fræðslu. Svo væru flest eða öll heimili vel sæmd af þessum minningum Dalabóndans djúpúðga. Höfund- urinn Geir Sigurðsson, bóndi og kennari, er einn af þeim, sem einmitt bezt hafa varðveitt og vaxtað arfinn frá Auði djúp- úðgu, bænum hennar og blessun. En samt ekki síður andlegan þroska Ólafs pá, sem allt kunni að fyrirgefa. Höfðingjans mikla og fagra, sem átti þann auð frið- ar og kærleika, sem heiminn skortir nú mest til lífs og fram- tíðar. Hann vissi, að ekki yrði sonurinn glæsti bættari, þótt hefndir færu fram undir merkj- um hatursins í anda þess „rétt- lætis", sem segir: Auga fyrir auga. Tönn fyrir tönn. En lítum nú aðeins á efni bók- arinnar „Frá morgni aldar“ máli mínu til sönnunar. Fyrsta minn- ing drengsins, það er að segja höfundarins, er um bólu- setningu, sem olli óvitanum ang- istar og ótta, en um leið þess trúaruppeldis, sem tíðkað var. En þá var einmitt brugðið fyrir augu hans undurfagurri Krists- mynd, sem glömul kona hélt í hönd sér við andlit hans og hann segir: „Einhver geislandi kraftur gerði þrennt í einu: Dró úr sársauka, þerraði tár og lét birta í litlum huga.“ Þetta mætti telja sem tákn um þá trú, sem ræktuð var í barns- sál í baðstofunni, þrátt fyrir ör- birgð og umkomuleysi. Minna mætti svo á prestinn unga og ágæta sem fyrstur varð á vegi, sr. Kjartan Helgason frá Hruna. Þessi frjálslyndi drottins þjónn kenndi söfnuði sínum að elska landið sitt og finna fegurð þess. Hann lagði grunninn að upphafi og afrekum ungmenna- félaganna, þar sem „Vormenn fslands" hösluðu sér völl og bindindi var talið fyrsta skilyrði til gæfu og síðan „að leggja fram krafta sína sérplægnislaust til allra þeirra starfa, sem kynnu að verða falin til að leysa af hendi fyrir félagið." Svo stofnaði presturinn lestr- arfélag, kenndi sálma og söngva og var ekki síður í fararbroddi við fræðslu, trjárækt, söngnám og félagsstarfsemi en flytjandi predikanir í kirkjunni. Hann var þarna í Hvammi í Dölum aðeins nokkur ár, en gleymdist aldrei. Hér er auðvitað ekki hægt að minnast á margt úr þessari merku bók. Samt er ekki hægt annað en benda á kaflann um „mátt mannúðarinnar", sem á örfáum blaðsíðum opinberar þann reg- inmun, sem orðinn er á allri að- stöðu til hjálpar, líknar og hjúkrunar á íslandi, þótt oft sé lítt metið og þakkað. Barátta fjölda fólks við að koma einum sjúklingi undir læknishendur kemur þar fram í frásögn höfundar, svo segja má: „Björgum lyft og biðjast aldrei vægðar." Presturinn hættir meira að segja við hátíðarmessu aðvent- unnar til að taka að sér stjórn smábáts í straumröstum Hvammsfjarðar í skammdeg- ismyrkrum og allra veðra von. Svo bregður bókin upp skýrum myndum og lifandi af löngu horfnum lífsháttum eins og frá- færum, hjásetu, heyskap á út- engjum, kvöldvökum og kveð- skap rímna og ljóða, sem nú hverfur óðum í djúp gleymsk- unnar. Þar er fulltrúi baðstofunnar Guðmundur Gunnarsson frá Tindum í broddi fylkingar, sem tákn þessa þáttar íslenzkrar menningar. „Eflum manndáð. — Leitum lags lífs að vanda hróður. Styrkjum bandið bræðralags. Blómgum andans gróður “ Þannig má telja þessa bók bregða upp á einfaldan og hug- þekkan hátt hverri myndinni eftir aðra frá þeim framandi heimi, sem ísland aldamótanna er nú að verða í vitund og hug- arlöndum æskunnar. En þar eð sú veröld er jarðveg- ur alls þess, er sízt má týnast og dýrmætast reynist í tækni og tölvum his nýja tíma, verður að fræða næstu kynslóðir um þessi fortíðarlönd og þær fornu dyggð- ir, sem enga uppgjöf kunnu og allt gátu sigrað til að skapa hið gróandi þjóðlíf, sem nú fæst not- ið. Þá fræðslu íslenzkrar sögu verður nú að veita í skólum und- ir leiðsögn góðra og viturra kennara. Afi og amma eru flest á einhverjum hælum og heimilum og lítt á þau hlustað og þeim tæpast trúað. Margt af því fólki, sem bezt man þessi morgunljóð anda og handa frá sólrisi síðustu aldamóta, er nú óðum kallað yfir landamærin miklu. Þá er slík fræðsla, sem bók Geirs Sigurðssonar, Dalamanns- ins vitra og vel minnuga, getur veitt, ómetanlegt veganésti og góð jólagjöf um mörg komandi ár. Reykjavík, 25. des. 1983. Arelíus Níelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.