Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 Beðið eftir brauði AP/ Nímamynd Þrátt fyrir tvöföldun á verði mynduðust biðraðir eftir brauði fyrir utan bakarí í Túnisborg í gær, eins og myndin ber með sér. Hins vegar kom til uppþota vegna verðhækkunar á brauði og öðrum nauðsynjum í borginni i gær og gripu her og lögregla til þess ráðs að skjóta á mannfjöldann. Líbanon: Samkomulag í augsýn um aukin völd stjórnarinnar Wawhimrlon 5 ianiiar AP ” W a.shington, 5. janúar. AP. STARFSMENN bandaríska utanríkisráðuneytisins sögðu i kvöld að stjórn Amins Gemayels forseta og stríðandi fylkingar í Líbanon „væru nánast" að komast að samkomulagi um aukin völd stjórnarinnar og mundi það auka á öryggi stöðva bandaríska friðargæsluliðsins. Einnig væri um að ræða fyrsta skrefið til aukins stöðugleika í Líbanon. Bæði ísraelar og Sýrlendingar hafa samþykkt sérstaka áætlun, sem Saudi Arabar hafa lagt fram, um aukin yfirráðasvæði líbanska stjórnarhersins, sem aðskilja munu stríðandi fylkingar og stuðla að varanlegu vopnahléi. Vonast er til að bardagasveitir shita, drúsa og maroníta samþykki áætlunina á næstunni. Hins vegar mun langt í land að líbönsk yfirvöld hljóti yfir- ráð í Norður-, Austur- og Suður- Noregur: Tólf skipstjórar sektaðir Osló 5. janúar, frá Jan Krik Lauré, fréttaritara Mbl. TOLF skipstjórar á fiskibátum frá Senja hafa verið dæmdir til að greiða skaðabætur, sem nema frá 1.000 til 1.300 norskum krónum, vegna mót- mælaaðgeröa sem þeir stóðu fyrir í janúar 1982. Skipstjórarnir höfðu mótmælt nýju skipulagi þorskveiða með því að loka siglingaleiðinni við Finns- ens með skipum sínum. Þeir neit- uðu að flytja sig þrátt fyrir tilmæli lögreglu. Tíu af skipstjórunum höfðu einn- ig kastað netum fyrir utan Senja þó yfirvöld hefðu fyrirskipað veiði- bann. Skaðabæturnar sem skipstjór- arnir verða skikkaðir til að greiða eru nokkru minni en saksóknari fór fram á. Skaut flugmann til bana Sovézkt blað átelur agaleysi unglinga Moskvu, 5. janúar AP. RÍJSSNESKUR táningur hefur verið dæmdur til langrar fangels- isvistar fyrir að skjóta ölvaður af riffli á þyrlu á flugi með þeim af- leiðingum, að einn úr áhöfninni beið bana. Skýrði blaðið „Sovézk- ur iðnaður“ frá þessu í dag. Blaðið skýrði ekki frá því hve langan dóm pílturinn, Anatoly Markov, hefði fengið, en sagði að föður hans hefði einnig verið „refsað" fyrir að kaupa riffilinn ólöglega og gæta þess ekki að rifillinn væri geymdur á örugg- um stað á heimilinu. Samkvæmt frásögn blaðsins höfðu Markov og nokkrir vinir hans fengið sér neðan í því dag einn í júní sl. og farið út í skóg í nágrenninu með riffil, sem Mar- kov fann heima hjá sér. Síðan segir blaðið: „Anatoly tók að skjóta á allt, sem hann gat séð, hvort heldur fugla, íkorna eða trjátoppa. En einmitt á þessum tíma var þyrla í myndatökuflugi yfir þessu svæði og án þess að Anatoly hefði til þess minnstu ástæðu — eins og hann sagði síðar sjálfur fyrir rétti — tók hann að skjóta á þyrluna og særði þá flugvélstjóra hennar til ólífis. Með þessum hætti missti maður lífið fyrir verknað drukk- íns pörupilts, sem dómarinn dæmdi því í langa fangelsisvist." Blaðið skýrði frá sögu Mar- kovs í langri grein um aga og agaleysi, sem nú er mjög vinsælt umræðuefni í sovézkum blöðum. Jan Mayen: Olíurannsóknum frestad til 1985 Osló 5. janúar, frá Jan-Erik Lauré fréttaritara Mbl. JARÐSKJÁLFTARANNSÓKNUM á landgrunninu við Jan Mayen hefur veriö frestað til ársins 1985. llpphaflega áttu þær að hefjast á þessu ári, en skortur á fjárveitingu veldur töfinni. Rannsóknirnar, sem áætlað er að kosta muni 12—13 milljónir norskra króna, munu gefa nánari upplýsingar um hvort olíu sé að finna á landgrunninu. Það eru Islendingar og Norðmenn sem eiga hagsmuna að gæta varðandi olíuleitina og rannsóknirnar eru gerðar á grundvelli samkomulags ríkjanna um Jan Mayen-svæðið. Falklandseyjadraumar Argentínu: Bretar lítt hrifnir af nýjustu tillögunum Líbanon, sem Sýrlendingar annars vegar og ísraelar hins vegar hafa á valdi sínu. Áætlunin gerir ráð fyrir því m.a. að lögregla og stjórnarhiermenn taki sér stöðu í strandhéruðum suður af Beirút, að maronítar fari úr Chouf-fjöllunum og öðrum svæðum sem þeir settust að á í kjölfar innrásar ísraela 1982 og hverfi til svæða kristinna manna norður af Beirút, og að sveitir shita hverfi frá suðurhverfum Beirút. Einnig að mynduð verði hlutlaus belti í suðurjaðri Beirút og í Chouf-fjöllunum, þar sem 800 menn frá Ítalíu og Grikklandi haldi uppi eftirliti. Þrisvar var ráðist á ísraelska hermenn í borginni Sidon í suður- hluta Líbanon í dag. Kastað var handsprengjum að hermönnum, sem sakaði ekki, en óbreyttur líb- ani særðist. Samkvæmt skoðanakönnun blaðsins Haaretz í fsrael býst 75% fsraela við því að brátt brjótist út stríð ísraela og Sýrlendinga. Lundúnum, 5. janúar. AP. BRESK stjórnvöld hafa tekiö fálega undir nýjustu þreifingar Argentínu- stjórnar varðandi framtíð Falk- landseyja, sem Bretar frelsuöu und- an argentínsku árásarliði árið 1982. Eyjaskeggjar eru breskir þegnar, en Argentína gerir tilkall til eyjanna. Breska utanríkisráðuneytinu barst nýlega bréf frá hinum nýju stjórnvöldum Argentínu þar sem ýjað er að því að Argentínumenn fái með tíð og tíma yfirráð yfir eyjunum. Talsmaður breska ráðu- neytisins, sem ekki lét nafns getið, sagði í gær að bréfið væri enn í athugun hjá viðeigandi aðilum í Lundúnum, hins vegar væri ljóst að mestu að ekkert nýtt virtist vera upp á teningnum í mál- flutningi Argentínumanna. Talsmaðurinn sagði að bresk stjórnvöld myndu standa við skuldbindingar sínar gagnvart eyjaskeggjum, þess eðlis að ekki yrði rætt við Argentínumenn um að eyjarnar myndu hverfa undir argentínska stjórn. Margaret Thatcher hefur hvað eftir annað lýst yfir að Bretar muni ekki svíkja eyjaskeggja, en Argentínu- menn vilja ná eyjunum undir sitt teppi án tillits til óska íbúa þeirra, en þeir eru upp til hópa breskir í anda og stoltir af því. Eða í stuttu máli: vilja ekki vera Argentínu- menn. Lestarstjórar fá ókeypis úr Lundúnum, 5. janúar. AP. Samgönguyfirvöld í Lundúnum hafa sætt mikilli gagnrýni alllengi vegna þess hve erfitt er að treysta á að járnbrautarlestir landsins haldi áætlun. Nú á aö gera átak í þeim málum. 20.000 lestarstjórar fá ókeypis úr frá samgönguráðu- neytinu. Talsmaður ráðuneytisins sagði, að þetta væri leiðinlegt og erfitt mál meðferðar, almenn- ingur væri ýmist reiður, eða gerði grín að lestakerfinu, eða hvort tveggja. Það þykir mörg- um athyglisvert, að það eru 35 ár síðan lestarstjórar byrjuðu að krefjast ókeypis úra. Talsvert fyrir þann tíma viðgekkst, að miðasalar lestanna fengju slíka gripi til afnota. Fimmtán á sjúkrahús vegna blásýrueitrunar ( >hIó, 5. janúar. Frá fréttaritara Morgun blaósins, Per A. Borglund. NORSKA lögreglan gaf út neyðar- aðvörun vegna hættu af völdum blásýrueitrunar í gær. Gerðist þetta í Neðri-Þelamörk, eftir að það uppgötvaðist, að heill vöru- bílsfarmur af mjólk og brauði gat verið eitraður af blásýru. Svo al- varlegt var málið talið, að dagskrá norska útvarpsins var rofin til þess að vara fólk við þessum eitr- uðu matvælum. Viðbúnaður hófst strax í ná- lægum sjúkrahúsum. Hafa 60 manns þegar leitað til sjúkra- húsanna vegna hugsanlegrar blásýrueitrunar og af þeim hafa 15 verið lagðir inn. Enn er þó ekki vitað til þess, að neitt al- varlegt slys hafi hlotizt af þess- um sökum. Sem kunnugt er, þá er blásýra afar sterkt eitur og mjög lítið magn af henni getur verið banvænt. Athyglisverð hugmynd verði mikið tjón af jarðskjálfta á íslandi: Tíu norskír leitarhundar gætu mætt innan 3 klst. Osló, 5. janúar. Frá fréttaritara Mbl. Per A. Borglund. UM ÞAÐ hefur verið rætt, að 10 sérþjálfaðir norskir leitarhundar ásamt húsbændum þeirra gætu stigið upp í flugvél á innan við hálf- tíma eftir útkall og verið komnir á vettvang eftir þrjár klukkustundir ef nauðsyn krefði. Vettvangurinn: ísland, ef til náttúruhamfara kæmi, til dæmis jarðskjálfta. Fulltrúar almannavarna ís- lands hafa rætt mál þetta við forystumenn þeirra sem halda hunda þessa, en þeir eru um 100 talsins í Noregi og alltaf til reiðu þar í landi. Talsmaður hunda- haldaranna, Kjell Askildt, sagði í gær, að enn væri þetta hug- mynd á teikniborðinu, en hug- myndin væri hins vegar afar góð og hann vildi ekkert frekar en að hrinda henni í framkvæmd. „Jarðskjálfti í Reykjavík eða annars staðar á íslandi er auð- vitað hlutur sem við viljum ekki að eigi sér stað, en ísland liggur á virku jarðelda- og jarðskjálfta- belti og það verður að horfa raunsætt á hlutina, allt getur gerst. Ef ef það myndi gerast viljum við geta rétt fram hjálp- arhönd," sagði Askildt. Askildt sagði að hundafélag- inu hefði borist óskir erlendis frá um aðstoð við leit eftir jarðskjálfta, til dæmis í Afríku. „Við höfum orðið að neita beiðn- unum vegna stíflirampa sem þar er landlægur. Á íslandi er eng- inn stífkrampi til og við mynd- um auk þess sleppa við að vera geymdir í sóttkví um lengri eða skemmri tíma,“ sagði Askildt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.