Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 15
I i MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 15 l . . . Birgir Jónsson við vegginn, sem gaf sig: Allt tryggt en spurningin er hvað verður bætt? MorgvnbU«iA/RM. „Það var allt tryggt - en hvað verður bætt?" segir Birgir Jónsson, sem varð fyrir gríðarlegu tjóni í flóðinu BIRGIR Jónsson rekur (eða rak) fisk- verkun í tveimur húsum við Ægisgötu á Akranesi. Skreiðarskemma gjörónýtt- ist, eins og kemur fram í spjalli við syni hans hér á opnunni, en saltfiskverkun- arhús og frystigeymslur sluppu betur. Þó brotnaði vesturveggur í kæli- geymslunni, svo sjór komst um allt húsið. Ekki var þó að sjá á Birgi að hann léti hugfallast þótt hann hafi mátt vaða sjóinn í klof þegar hann kom að húsinu í gærmorgun. „Ég er mest að hugsa um að láta þennan brotna vegg eiga sig í kvöld, ef hann hefði ekki gefið sig í látunum, þá held ég að húsið hefði hreinlega hrunið," sagði hann þegar blm. Morgunblaðs- ins gekk með honum innan um brak og saltfisk. „Gallinn er sá, að lyftar- inn gaf sig við það að lenda í sjó og því höfum við eiginlega verið handa- lausir hérna í dag. Um þitt húsið þarf ekki að tala, það er algjört „knock-out“ þeim megin. Það er bara að hreinsa burtu draslið." Birgir sagðist ætla að reyna að hreinsa til í saltfiskverkunarhúsinu og byrja aftur þar eins fljótt og auðið yrði. „Það hefur verið nóg að gera hér í dag, það er varla að maður viti hvað maður heiti! Hvað verður hin- um megin veit ég ekki. Kannski væri best að byggja, en hver hefur efni á að byggja í dag?“ — Var allt tryggt hjá þér? „Já, auðvitað var allt tryggt. Spurningin er hvað verður bætt,“ sagði Birgir Jónsson. Guðmundur Finnbogason, framkvæmdastjóri Hafarnarins: Hurðirnar komu inn með körmum og öllu saman. MorgunbiabiA/Ru. Akranesi. „Sjórinn gekk yfir húsið líka og það sagði okkur maður, sem sá aðalbrotið ríða yfir húsið, að það hefði verið jafnt ísvélaturninum á húsinu eða 10—12 metra hátt. Gluggar á efri hæðinni, þar sem er umbúðalager, eru mölbrotnir og eitthvað af umbúðum hefur skemmst. Við erum búnir að byrgja alla glugga og dyraop; raunar búnir að gera allt, sem hægt er að gera í augnablikinu. Nú vonum við bara að það dugi þar til þessum hamförum linnir," sagði Guðmundur Finn- bogason. Útgerðarfélag Vesturlands: Tjónið nemur milljónum kr. aðeins spurning hve mörgum - segir Finnur Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri „ÞETTA er um 300 fermetra hús og hér er verkstæði fyrir togarann Óskar Magnússon. Þegar við komum í morgun var sjórinn um allt og hnédjúp- ur inni í húsinu,“ sagði Finnur Sigurgeirsson, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Vestur- lands á Akranesi, í samtali við blm. Mbl. í gær, en miklar skemmdir urðu þar í briminu í gærmorgun. „Sjórinn braut gafl hússins fyrst og þakið féll og sjórinn flæddi um allt. Skrifstofan fór á flot og pappír- Finnur Sigurgeirsson ar og allskyns hlutir voru um allt. í húsinu voru vélar og tæki, auk skrifstofunnar og það má segja að megnið sé talið ónýtt, til dæmis eru rafmagnstækin meira og minna ónýt,“ sagði Finnur. Finnur kvaðst telja að tjónið næmi milljónum króna, aðeins væri spurning um það hve margar þær væru. Ekki kvaðst hann vita um tryggingar, en sagði að allt væri tryggt sem hægt væri að tryggja. Sagði hann að matsmenn frá trygg- ingarfélögunum kæmu í dag, föstu- dag, og myndu þeir reyna að meta tjónið. Sagðist Finnur telja að um óhemju mikið tjón væri að ræða hjá þeim fyrirtækjum í nágrenni við hann, sem lent hefðu í sjóganginum. Skemmdir kannaðar í veiðarfærageymslu og verkstæði. Bifreiðaverkstæði Guðjóns og Qlafs: „LÖGREGLAN hringdi í mig um klukkan sjö í morgun og var þá allt full af sjó og drullu,“ sagði Guðjón Péturs- son, annar eigenda Bifreiða- verkstæðis Guðjóns og Ólafs á Akranesi, í samtali við blm. Mbl. í gær. í húsakynnum verkstæðis- ins voru níu bflar þegar brimið skall á húsinu og skemmdust þeir allir. Ekki var talið að sex þeirra væru mjög mikið skemmdir, en þrír voru mikið skemmdir eða ónýtir. „Við komumst ekki niður að húsinu, það var ólgandi sjór upp að götunni þegar klukkan var orð- in um níu. Annar helmingur húss- ins er ónýtur, en óvíst með hinn helminginn, en megnið af tækjum og verkfærum er ónýtt,“ sagði Guðjón. „Við erum ekki komnir til botns í tryggingarmálunum, við erum ekki með sérstaka sjótryggingu, en það á eftir að koma í ljós hvernig fer,“ sagði Guðjón. Aðspurður um hugsanlegt tjón á verkstæðinu í hamförunum, sagði Guðjón ekki hægt að áætla það að svo komnu máli, en þó sagði hann ljóst að tjónið skipti milljónum. Ólafur óskarsson, hinn eigandi verkstæðisins, sagði að þetta væri hroðalegt áfall og menn hefðu aldrei getað ímyndað sér að svona nokkuð gæti gerst. Ólafur Óskarsson (t.v.) og Guðjón Pétursson við ónýta bflalyftu verkstæðis þeirra. A milli þeirra er sonur Ólafs. „Hroðalegt áfall“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.