Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 25 • Gunnar Gíslason er fjölhæfur íþróttamaöur og hefur leikiö landsleiki bæði í handknattleik og knattspyrnu. Á myndinní til vinstri skorar hann í landsleik gegn Rússum en til hœgri sést hann í leik meé KA í knattspyrnu. Hann mun leika með KR í handboltanum í vetur og einnig í knattspyrnunni næsta sumar. Gunnar leikur með KR næsta í knattspyrnu og verður einnig með félaginu í handboltanum það sem eftir er vetrar GUNNAR Gíslason mun leika með KR í 1. deildar knattspyrnunni næsta sumar. Gengið var frá félagaskiptum hans í fyrrakvöld, að því er Gunnar Guömundsson, formaöur knattspyrnudeildar félagsins sagöi í samtali viö Morgunblaöiö í gær. Robsoní vörninni? - hjá United á morgun Fré Bob Hennesay, fréttamanni Morgunblaösins í Englandi. BRYAN Robson mun aö öllum lík- indum leika sem miövöröur gegn Bournemouth á morgun í 3. um- ferö bikarkeppninnar þar sem báöir miöverðir Manchester Uni- ted eru meiddir. Gordon Mc- Queen, sem meiddist gegn Liver- pool, veröur frá í þrjár vikur og Kevín Moran, sem meiddist á höföi í þeim leik, veröur ekki meö þar sem hann getur ekki skallað knöttinn. Hann ætti þó aö veröa kominn á fulla ferö innan skamms. „Ég er alveg reiðubúinn aö leika sem miövöröur,“ sagöi Robson í gær. „Ég lék nokkrum sinnum í þesssari stööu þegar ég var hjá West Bromwich Albion og líkaöi þaö ágætlega." Rix í hópnum Graham Rix, sem hefur ekki get- aö leikiö meö Arsenal í átta vikur vegna meiösla, er í hópnum sem fer til Middlesbrough í dag en liöin mætast á morgun í bikarnum. Þó eru ekki taldar miklar líkur á því aö hann geti leikiö meö. „Ég vil ekki leika nema ég sé alveg oröinn góö- ur,“ sagöi Rix í gær. Hann lék í vikunni meö varaliöinu og stóö sig vel — sagöist þá ekki hafa fundiö fyrir meiðslunum sem hafa hrjáö hann. Brian Talbot er einnig í Ars- enal-hópnum sem fer til Middles- brough — en hann hefur ekki veriö í liöinu alllengi. Tveir leikir í kvöld EINN leikur fer fram f 1. deild karla { handknattleik I kvöld. Stjarnan leikur gegn KR i íþrótta- húsinu Digranesi i Kópavogi kl. 20.00. Þá leika UMFA og Selfoss að Varmá í 3. deildinni Gunnar, sem leikið hefur hand- knattleik meö KR undanfarna vet- ur mun einnig leikiö meö félaginu á þeim vettvangi í vetur. Hann kom til landsins í vikunni og hefur æft meö liðinu. Fyrsti leikur hans aö nýju meö KR-ingum veröur aö öll- um likindum í kvöld gegn Stjörn- unni í Digranesi i Kópavogi. Ekki er aö efa aö Gunnar mun styrkja KR-liöiö mikið og liöinu veitir svo sannarlega ekki af styrk fyrir Evrópuleikina sem eru á næstunni. Liöiö á góöa möguleika á aö komast í undanúrslit í Evr- ópukeppninni — til þess þarf þaö aö slá út ísraelska liöiö Maccaby Zion og veröur aö telja möguleik- ana á því mikla. Gunnar mun vafalaust einnig styrkja KR-liöiö í knattspyrnu en liöið tekur sem kunnugt er þátt í Evrópukeppni á næsta keppnis- tímabili. Gunnar lék meö vestur- þýska liöinu Oznabruck ( haust, en hætti aö leika meö liöinu fyrir jólin eins og Morgunblaöiö greindi frá. Hann haföi hug á að vera áfram í Þýskalandi og leit á aöstæöur hjá áhugamannaliöi sem Fritz Kizzing þjálfar, en mun ekki hafa litist nægilega vel á sig þar. Tók hann því þá ákvöröun aö koma heim. Gunnar skipti fyrst yfir í KA á Akureyri, en með því félagi hefur hann leikiö i knattspyrnunni hingaö til, en skipti síðan yfir í KR í fyrradag eins og áöur sagöi. —SH. Archibald veikur - leikur ekki með gegn Fulham á morgun og þarf að líkindum ao taka sér frí um tíma Frá Bob Honneuy, (réttamanni Morgunbladsina i Englandi. STEVE Archibald leikur ekki meö Tottenham gegn Fulham á morg- un í bikarnum, í leiknum sem sýndur veröur beint hér á landi, og hann mun að öllum líkindum veröa aö taka sér frí frá knatt- spyrnu í einhvern tíma, þar sem komiö hefur í Ijós aö hann er meö nýrnasjúkdóm. Læknar hafa reyndar ekki enn komist aö því hvaö nákvæmlega er aö Steve, en hann er nú í rannsókn hjá færasta nýrnasérfræöingi Bretlands. „Steve lék báöa leiki okkar um áramótin og hann missti mikið blóö eftir þá báöa. Hann hefur ver- iö mjög lasburða undanfariö og viröist alltaf vera þreyttur," sagöi Keith Burkinshaw, framkvæmda- stjóri Tottenham, í gær. „Archibald er mikilvægur fyrir okkur og viö megum illa viö því aö missa hann. En heilsa hans er þaö skiptir mestu máli og því mun hann ekki leika fyrr en hann veröur góöur af þessum sjúkdómi." Nokkrar vikur eru síðan Archi- bald varö fyrst var viö sjúkdóminn hann pissaöi þá blóöi eftir einn leikinn, en sagöi engum frá því. Þaö var um svipaö leyti aö honum lenti saman viö Burkinshaw: Steve baö um aö sér yröi skipt út af í einum leiknum, en Keith sakaöi hann um aö taka ekki nóg á. Því vildi Archibald ekki segja stjóran- um frá þessu. Sex leikmenn eru nú á sjúkra- listanum hjá Tottenham og hefur Burkinshaw fengiö Garth Crooks aftur frá Manchester United þar sem hann hefur veriö í láni aö und- anförnu. Hann veröur reiöubúinn aö leika gegn Fulham á morgun ef meö þarf og einnig Mike Hazard, sem litiö hefur leikiö meö aöalliö- inu í vetur. Hann lék með varaliö- inu í vikunni og stóö sig mjög vel. Alan Brasil lék einnig meö varaliö- inu í sama leik og skoraöi þrjú mörk. Hann mun þó ekki leika á morgun. Þaö veröur örugglega hart bar- ist á Craven Cottage, leikvelli Ful- ham, á morgun eins og alltaf þegar tvö Lundúnaliö mætast. Ensku blööin hafa gert leikinn aö einvígi milli Malcolm McDonalds, fram- kvæmdastjóra Fulham, og Keith Burkinshaw, kollega hans hjá Spurs. Skýringin er sú aö þegar McDonald lék meö Newcastle á sínum tíma var Burkinshaw einn af þjálfurum félagsins. LIVERPOOL og Newcastle mæt- ast í kvöld í bikarkeppninni á Anfíeld og verður leiknum sjón- varpað beint um England. 12.000 miöar eru enn óseldir á Anfield þannig aö ekki verður uppselt á leikinn. „Viö bjuggumst ekki viö fullu húsi þar eö leiknum veröur sjón- varpaö, þannig aö viö erum alls ekki óánægöir. Ef viö fáum 33.000 manns á völlinn veröum viö tiltölu- • Kevin Keegan í leik með Liv- erpool fyrir nokkrum árum. f kvöld mætir hann sínu gamla fé- lagi á Anfield Road þar sem hann var dýrkaður hér áöur fyrr. lega ánægöir,“ sagöi Peter Rob- inson, ritari Liverpool i gær. Þess má geta aö Kenny Dalglish er enn á sjúkrahúsi eftir aögeröina sem hann fór í. Hann meiddist í leiknum gegn Man. Utd. á mánu- daginn eins og fram hefur komiö. Michael Robinson kemur í liöiö í staö Dalglish í kvöld. Leikur frammi meö lan Rush. Robinson var tekinn fram yfir Ronnie Whelan og David Hodgson. • Steve Archibald sést hér í leik gegn Notts County fyrr í vetur. Hann verður nú aö öllum líkindum aö taka sér hvíld frá knattspyrnunni einhvern tíma. Ekki uppselt - á leik Liverpool og New- castle á Anfield í kvöld Fré Bob Hennesiy, fréttamanni Morgunbladsins í Englandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.