Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 8
8 Bridgemenn fari að spýta í lófana: MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 Frægustu spilarar heims væntanlegir BRIDGEÁHUGAMENN geta fariö að pússa gleraugun og spýta í lófana, því nú eru allar líkur á því að ítölsku meistararnir Belladonna og Garozzo, frægustu spilarar allra tíma, komi á stórmót Bridgefélags Reykjavíkur og Flugleiða, sem fram fer í byrjun mars. Engu minni fengur er í að fá hingað nýkrýndan heimsmeistara, góðkunningja íslendinga, Bandaríkjamanninn Alan Sontag, sem kemur einnig á mótið með sveit sína. Að sögn Karls Sigurhjartarson- ar, stjórnarmanns BR og forstjóra Úrvals, má heita fullvíst að Bella- donna láti sjá sig, en Garozzo er eitthvað tvístígandi. En komi Gar- ozzo ekki, hleypur Lauria í skarð- ið, en hann er margreyndur lands- liðsspilari og var talinn hafa spil- að einna best, ásamt félaga sínum Mosca, á HM í Stokkhólmi í haust, þar sem ítalir urðu í öðru sæti eftir æsispennandi viðureign við bandarísku A-sveitina. Annar gamalreyndur landsliðsmaður verður með í förinni, DeFalco, og mun hann spila við kunnan ísra- ela, Tapeia. Alan Sontag hefur tvisvar kom- ið á stórmót BR og líkað dvölin svo vel að hann hyggst nú koma hið þriðja sinn. Hann spilar um þess- ar mundir við Sion, ungan og frægan spilara í heimalandi sínu og góðkunningja Einars Guð- johnsen, sem flutti búferlum til Bandaríkjanna fyrir nokkrum ár- um og hafði þá þegar getið sér góðan orðstír sem spilari hér heima. Sion kemur líklega og ör- ugglega Molson og Cokin, sveitar- félagar Sontag um þessar mundir. Óvíst er hvort Einar Guðjohnsen kemur á stórmótið, en hann hefur spilað í sveit Sontag annað slagið undanfarið. Það stóð til að bjóða einnig til landsins frönsku Evrópumeistur- unum og danska parinu Möller — Blakset, en þessir spilarar sáu sér ekki fært að koma. En það er í athugun að bjóöa sænsku pari á mótið og breska parinu Sowter- Lodge, sem komu á síðasta stór- mót. Mótið fer fram dagana 2. til 5. mars, fyrst verður tvímenningur með barómetersniði, sennilega 44 pör, en síðan tekur við opin sveita- keppni, sem spiluð verður með Monrad-sniði, þ.e.a.s., þá kljást efstu sveitirnar saman og þannig koll af kolli. Samanlagt verð- launafé í báðum mótunum er sjö þúsund Bandaríkjadalir. Hlutabréf ríkissjóðs í Iðnaðarbankanum: Væntanlega boðin föl í mánuðinum — segir iðnaðarráðherra Sverrir Hermannsson „ÞAU VERDA fljótlega boðin föl. Það hefur því miður ekki tekist enn þá að fá mat hlutlaus.s aðila á verðgildi bréfanna en væntanlega verður hægt að ganga frá þessu í mánuðinum,“ sagði Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra, er hann var spurður hvenær hlutabréf í Iðnaðarbankanum, sem eru í eigu ríkissjóðs, yrðu boðin til sölu. Iðnaðarráðherra sagði, að reynt hefði verið að fá mat á bréfunum og í því sambandi leit- að til ríkisskattstjóra, en hann hefði vísað því frá sér og ekki talið sig bæran til að fja.Ha um málið. Hann kvaðst þó vænta 30 krónur fyrir karfa í Þýzkalandi FIMM íslenzk fiskiskip seldu afla sinn í Bretlandi og Þýzkalandi í gær og fyrradag og fengu mjög gott verð fyrir aflann. í Þýzkalandi fengust um 30 krónur í meðalverð fyrir karfa og 28 til 32 krónur fyrir þorsk og ýsu í Bretlandi. þess að mat þetta fengist fljót- lega. Sverirr sagði einnig, að ríkis- sjóður ætti 27% í bankanum og að iðnaðarráðherra skipaði sam- kvæmt því tvo menn í stjórn bankans, en það breyttist ef rík- issjóður seldi sinn hluta, þá kysu hluthafar alla stjórnarmenn. Hann sagði ennfremur, að auð- vitað hefðu núverandi hluthafar forkaupsrétt að bréfum ríkis- sjóðs. Sjóli RE seldi 74,4 lestir í Bremerhaven á miðvikudag. Heildarverð var 2.181.700 krónur, meðalverð 29,31. Engey RE seldi 172,6 lestir í Cuxhaven sama dag. Heildarverð var 5.469.000 krónur, meðalverð 31,68. Hafnarvík ÁR seldi ennfremur á miðvikudag 58,7 Iestir í Hull. Heildarverð var 1.874.700 krónur, meðalverð 31.95. I gær seldi Viðey RE 145,5 lest- ir í Bremerhaven. Heildarverð var 4.451.100 krónur, meðalverð 30,60. Þá seldi Ýmir HF 95,6 lest- ir í Grimsby. Heildarverð var 2.672.700 krónur, meðalverð 27.95. Skipin selja aðallega karfa og ufsa í Þýzkalandi en þorsk og ýsu í Bretlandi. ■ ' l ■ Íl 1— ■ iii "tsJEl,PÚ ERT EKKIR HRIf\16- BRRUTtNNI. RO ERT I 5TVKKI5HÓLMI" AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Þversagnir í mannlífi í Kabul Þar sem kók er að verða þjóðardrykkur og dollarar og amerísk- ar sígarettur flæða um allt SAM FRÆNDI er sannarlega persóna non grata í huga Brabraks Karm- als, forseta Afganistan, og fylgifiska hans af sovézkum ættum, en hvar- vetna í Kabul, höfuðborg landsins, blasir eitthvað það við sem minnir á Bandaríkin; grænir dollaraseðlar í umferð, unga fólkið sprangar um í bandarískum gallabuxum og reykir bandarískar sígarettur og kókakóla er drykkja vinsælastur. Þetta kemur fram í grein Kajendra Sareen í nýjasta tölublaði af vikuritinu Far Eastern Economic Review, en Saren virðist vera einn örfárra erlendra blaðamanna, sem hefur fengið að heimsækja Afganistan. í greininni segir, að lífið í höf- uðborginni einkennist af furðu- legum mótsögnum. Þrátt fyrir opinberan fjandskap milli Banda- skæruliðar vinni þar ýms skemmdarverk eins oft og þeir mega. Byggingaframkvæmdir i Kabul hafa staðið í stað, enda erf- Amerískar sígarettur seldar út um allt. Mujahideen-skæruliðar meö tvo sovézka fanga. ríkjastjórnar og Kabulstjórnar- innar, viti allir, að bandaríski gjaldmiðillinn sé eftirsóttari en afgani, gjaldmiðill Afganistan. Þó svo að eitt hundrað þúsund sov- ézkir hermenn að minnsta kosti séu í landinu, er rúblan sjaldséð enda eftir henni engin eftirspurn. En dollaraseðlar eru hvar sem lit- ið er og alls staðar er hægt að skipta þeim. Æskilegast er auð- vitað að komið sé með þá í banka, og þar er greitt fyrir einn dollar 56 AFS. í verslunum og ýmsum fyrirtækjum er gengið á dollar 100 AFS og enn hærri á svörtum markaði. Peningamarkaður Kabuls er ekki tengdur alþjóðagjaldeyris- kerfinu en byggist fyrst og fremst á vöruskiptaverzlun við Pakistan, íran og ýmis ríki Vestur-Asíu önnur, og þá sér í lagi löndin við Persaflóa. Stjórnvöldum er full- kunnugt um að svartamarkaðs- brask blómstrar með bandaríska dollarinn, en það er látið óátalið. Né heldur blanda stjórnvöld sér í að Afganir reyki amrískar sígar- ettur, hvað þá heldur að kókakóla er að verða þjóðardrykkur höfuð- borgarbúa. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórn- arinnar í Kabul gangi sinn vana- gang, er óhætt að fullyrða, að sögn Rajendra Sareen, að þar ríki eins konar umsátursástand. Verzlun og viðskipti eru þar mikil og vöruúrval býsna gott, miðað við það sem gerist annars staðar í landinu. Verðlag á nauðsynjum og öðrum varningi hefur tvöfaldazt á allra síðustu árum, leiga á íbúð- arhúsnæði hefur farið upp úr öllu valdi, enda er íbúafjöldi í borginni nú um 2,5 milljónir, en var 900 þúsund fyrir fáeinum árum. Þetta stafar einkum og sér í lagi af vax- andi flóttamannastraumi utan af landsbyggðinni, vegna styrjaldar- átaka sem eru langtum harð- skeyttari þar en í Kabul, þótt „Forseti“ Afganistan, Babrak Karmal. itt um vik: hvortveggja er að flestir vinnufærir karlmenn eru annaðhvort flúnir eða hafa verið kvaddir í herinn, fjármagn fer til að halda áfram styrjöldinni við skæruliða og í þriðja lagi reyna skæruliðar að sprengja jafnóðum í loft upp sé hafizt handa um ein- hverjar byggingaframkvæmdir. fbúar Kabul nú eru að meiri- hluta ungt fólk, konur og börn og gamalt fólk og víst hefur karl- mannafæðin sett svipmót sitt á lífið í borginni. Þá nefnir blaða- maður vikuritsins að ferðamenn komi nú ekki lengur til landsins og þar hafi Afganir misst spón úr aski sínum, því þegar ástand þar var með eðlilegum brag gerðu ferðamenn sér alltíðförult þang- að. Afganir gerðu átak í að byggja hótel og útbúa ýmsa aði a aðstöðu fyrir ferðamenn, en þessar vist- arverur standa nú flestar auðar. Síðustu árin hefur verið útgöngu- bann í Kabul frá klukkan 22 á kvöldin til fjögur að morgni. Mót- tökur og veizlur diplómata eru haldnar að degi til, öllum verzlun- um er lokað klukkan átján og eftir þann tíma er Kabul nánast sem draugaborg. Erlendir blaðamenn, sem koma til Kabulflugvallar eru litnir tortryggnisaugum — nema þeir séu í svokölluðum „vináttu- hópum" sem koma öðru hverju til Afganistan, einkum frá austan- tjaldslöndunum, tii að prísa ástandið. Ferðagögn og skjöl blaðamanna eru skoðuð vandlega og leitað í farangri. Blaðamaður verður að gera ítarlega grein fyrir þeim gjaldeyri sem hann hefur meðferðis inn í landið. Allt er þetta skráð og síðan rannsakað á ny, þegar viðkomandi heldur í brottu. Vestrænt sendiráðsstarfsfólk fær ekki að ráða Afgani í þjón- ustu sína eins og áður var. Af ör- yggisástæðum er sovézki fáninn aldrei hafður á bifreið sovézka sendiherrans, þegar hann ekur um, og almennt reynir starfsfólk sovézka sendiráðsins að láta sem minnst á sér kræla. Umferð til og frá Kabul er mjög lítil, nema í bílalestum, enda hafa skæruliðar látið þar mjög að sér kveða, sprengt bíla í loft upp og rænt föggum og fjármunum. Stjórnvöld hafa reynt að bregða við skjótt þegar eitthvað ber út af í borginni og er umhugað um að sem allra minnstar fréttir berist. Reynt er eftir föngum að láta lita svo út fyrir, að allt sé með eðli- legum brag. En skuggi skæruliða- starfseminnar er ekki langt und- an. Og færist í aukana. íbúar Kabul eru ekki öfundsverðir að hlutskipti sínu, segir Rafjendra Sareen. Þrátt fyrir amrískar sígarettur og sand af bandarísk- um dollurum. Jóhanna Krístjónsdóttir er blaða- maður á Morgunhlaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.