Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 •*#«» Ætmæ&r • Valbjörn Þorláksson (t.v.), Hreinn Halldórsson og Geir Hall- steinsson hafa allir verið kjörnir íþróttamenn ársins. Valbjöm hlaut nafnbótina tvívegis: áriö 1959 og 1965. Hreinn var þríveg- is kjörinn, áriö 1976,1977 og 1979 og Geir var kjörinn árið 1968. Vaibjörn, sem var lengi meðal fremstu frjálsíþróttakappa hér- lendis, starfar nú sem þjálfari hjá KR. Geir fæst einnig við þjálfun sem kunnugt er, þjálfar handboltalið FH, en Hreinn er ekki í íþróttum lengur, hann varö aö hætta íþróttaiðkun vegna meiðsla. Leikir falla niður - vegna ferðar unglinga- landsliðsins ÞAR SEM unglíngalandsliöið í körfuknattleik er á keppnisferöa- lagi um Bandaríkin falla niður nokkrir leikir um helgina og aörir hafa veriö ákveönir á í staðinn. Ef viö byrjum á Úrvalsdeildinni: Leikur Njarövíkinga og Keflvíkinga sem vera átti í kvöld í Njarðvík fell- ur niöur. Einnig þeir tveir leikir sem á dagskrá voru á sunnudaginn: Haukar—Valur og KR—ÍR. Þór, Akureyri, átti aö koma suð-' ur og leika tvo leiki í 1. deildinni; viö UMFL á morgun og ÍS á sunnu- daginn. Báöir þessir leikir falla niður þar sem einn Þórsari er í Bandríkjunum meö unglinga- landsliöinu. Því má skjóta hér inn í að laugardaginn 14. janúar fær Þór ÍBK í heimsókn í bikarkeppn- inni. Tveir leikir hafa veriö settir á • Óskar Jakobsson sést hér hampa styttunni glæsilegu í janúar í fyrra, en þá var hann kjörinn íþróttamaður ársíns 1982. Loksins snjóaði Snjór fór loksins að falla í Sara- jevo í Júgóslavíu í gær, en þar verða Ólympíuleikarnir haldnir í febrúar. Övenju hlýtt hefur veriö á þessum slóöum aö undanförnu og þeir svartsýnustu voru farnir aö spá því að halda þyrfti Ólymp- íuleikana annars staðar. „Við höfum haft af þessu áhyggjur, ekki er hægt aö neita því — en leikarnir verða ekki færöir til. Engin hætta er á því,“ sagði nefnd- armaöur í skipulagsnefnd leik- anna, sem ekki vildi láta nafns síns getiö í samtali viö fréttamann AP. Hitinn um áramótin fór stundum yfir 12 gráður á Celcius í Sarajevo og nágrenni og aðeins efstu fjalla- toppar voru hvítir. Bjartsýni manna á svæöinu jókst svo aftur þegar fór aö snjóa. „Já, hér hefur snjóaö heilmikið. Nú getur fólk fariö aö koma á skíöi," sagöi afgreiöslu- maöur á skíöahóteli í Kranjska Gora í samtali viö fréttamann AP í gær. SAMTOK íþróttafréttamanna munu í dag tilkynna úrslit i hinu arlega kjöri íþróttamanns ársins, og veröur þetta í 27. skipti sem kjör þetta fer fram. Vilhjálmur Einarsson var fyrstur til að hljóta þennan titil, áriö 1956, er kjörið var í fyrsta skipti. Það ár náði hann þeim frábæra árangri aö hafna í öðru sæti i þristökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Vilhjálmur hefur einnig veriö kjörinn oftast íþróttamaöur ársins, fimm sinnum: árin 1956, 1957, 1958, 1960 og 1961. Sem sagt fimm sinnum fyrstu sex árin. Þrír aörir kappar hafa hlotið þennan titil oftar en einu sinni; Valbjörn Þorláksson, frjálsíþróttamaöur, sem kjörinn var árin 1959 og 1965, Guðmundur Gíslason, sundmaöur, sem var kjörinn 1962, og Hreinn Halldórsson, frjálsíþróttamaður, 1976, 1977 og 1979. Frjálsíþróttafólk hefur veriö sig- ursælt í kjöri íþróttamanns ársins til þessa, af þeim 26 skiptum sem kjörið hefur veriö hafa frjáls- íþróttamenn 14 sinnum hampaö bikarnum giæsilega sem nafnbót- inni fylgir. Þaö er athyglisvert að aöeins einu sinni hefur bikarinn hafnað hjá kvenmanni, þaö var ár- iö 1964 er Sigríöur Siguröardóttir handknattleiksmaóur úr Val hlaut þessa nafnbót. Það ár varö kvennalandsliöið Noröurlanda- meistari. Fyrirkomulag kosningarinnar er þannig aö aö hver fjölmiöill hefur yfir aö ráöa einum atkvæðaseðli aö ráöa og gefur tíu mönnum at- kvæöi. Efsti maður á listanum hlýt- ur 10 stig, næsti 9 stig og þannig koll af kolli. Klukkan þrjú í dag fæst úr þvi' skoriö hver kjörinn hefur veriö íþróttamaöur ársins fyrir áriö Idagskrá um helgina. A morgun leika Snæfell og Fram í Borgarnesi kl. 14 og á sunnudaginn mætast KRb og UMFS í Hagaskóla. Sá leikur hefst einnig kl. 14. Báðir þessir leikir eru í bikarkeppni KKÍ. • Phil Mahre, sem hér sést ésamt eiginkonu sinni og barni, er illa viö aö keppa í gervisnjó. Hann þarf vonandi ekki að kvíða snjóleysi í Sarajevo é Ólympíuleikunum. 1983. Eins og oft áður var frjáls- íþróttafólk mikiö í sviösljósinu á árinu og er þá fyrstan aö nefna Einar Vilhjálmsson. Hann náöi frábærum árangri í spjótkasti náði níunda besta árangri í heiminum og sigraöi meö glæsibrag í keppni Noröurlandanna og Bandaríkjanna i Stokkhólmi. Hann hlýtur því aö koma sterklega til greina í kjörinu. Bryndís Hólm, Kristján Hreinsson og Þórdís Gísladóttir stóöu sig einnig vel. Atli Eövaldsson varö annar markahæsti leikmaöur vestur- þýsku Bundesligunnar í knatt- spyrnu, Bjarni Friöriksson, júdó- maður, náöi mjög góöum árangri á árinu og þannig mætti halda áfram. Þaó eru því margir kallaöir en aöeins einn útvalinn eins og svo oft áöur og menn veröa aö bíöa úrslita i kjörinu þar til seinni part- inn í dag. — SH. í|)róttamenn árs- ins frá upphafi 1956 Vilhjálmur Einarsson ÍR frjálsar íþróttir 1957 Vilhjálmur Einarsson ÍR frjálsar íþróttir 1958 Vilhjálmur Einarsson ÍR frjálsar íþróttir 1959 Valbjörn Þorláksson ÍR frjálsar íþróttir 1960 Vilhjálmur Einarsson ÍR frjálsar íþróttir 1961 Vilhjálmur Einarsson ÍR frjálsar íþróttir 1962 Guömundur Gíslason ÍR sund 1963 Jón Þ. Ólafsson ÍR frjálsar íþróttir 1964 Sigríöur Siguröardóttir Val handknattleikur 1965 Valbjörn Þorláksson ÍR frjálsar íþróttir 1966 Kolbeinn Pálsson KR körfuknattleikur 1967 Guðmundur Hermannsson KR frjálsar íþróttir 1968 Geir Hallsteinsson FH handknattleikur 1969 Guömundur Gíslason ÍR sund 1970 Erlendur Valdimarsson ÍR frjálsar íþróttir 1971 Hjalti Einarsson FH handknattleikur 1972 Guöjón Guömundsson ÍA sund 1973 Guöni Kjartansson ÍBK knattspyrna 1974 Ásgeir Sigurvinsson St. Liege knattspyrna 1975 Jóhannes Eðvaldsson Celtic knattspyrna 1976 Hreinn Halldórsson KR frjálsar fþróttir 1977 Hreinn Halldórsson KR frjálsar íþróttir 1978 Skúli Óskarsson UÍA lyftingar 1979 Hreinn Halldórsson KR frjálsar íþróttir 1980 Skúli Óskarsson UÍA lyftingar 1981 Jón Páll Sigmarsson KR kraftlyftingar 1982 1983 ÓskarJakobsson ??? ÍR frjálsar fþróttir Jalnréttismót í badminton í TBR-húsinu SVONEFNT jafnréttismót TBR verður haldið í húsi TBR, Gnoðarvogi 1, dag- ana 14.—15. jan. nk. Hefst mótið kl. 15.00 á laugar- dag, en kl. 14.00 á sunnu- dag. Keppt verður í einliða- og tvíl./tvenndarleik í eftirtöld- um flokkum, ef næg þátt- taka fæst: B-flokki, A-flokki og meistaraflokki. Mótsgjald er kr. 250 pr. mann í einliðaleik og kr. 200 í tvíl./tvenndarleik. Konur keppa í sömu flokkum og karlar, en vegna þess að þær eru „jafnari" en þeir, hafa konurnar rétt til að keppa einum flokki neðar en þær eru vanar. Þátttökutilkynningar skulu berast til TBR í síð- asta lagi miðvikudaginn 11. jan. nk. Hver hampar bikarnum í dag? - íþróttamaóur ársins kjörinn í 27. skipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.