Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 28
Með aukinni heilsu- vernd má spara ómælda fjármuni Sjá bls. 10. ttrgtmfrlnfeifr UL TIL DAGLEGRA NOTA FOSTUDAGUR 6. JANUAR 1984 VERÐ I LAUSASÖLU 20 KR. Datt í hug að reyna að opna bílrúðuna og troða mér út Rætt við Svavar Ingibergsson sem fór í höfnina í Sandgerði í bfl sínum Svavar Ingibergsson á sjúkrahús- inu í Keflavfk um miðjan dag í gær, þá orðinn sæmilega hress. „I*að eru augnablik sem skipta sköpum, allt gerðist þetta á ör- skotsstund. Maður hefur engan tíma til að hugsa, ekki einu sinni til þess að verða hræddur. Ef brotið hefði riðið yfir mínútu síðar hefði ég slopp- ið,“ sagði Svavar Ingibergsson, en hann bjargaðist naumlega er brot þeytti honum og vörubfl hans í hofn- ina í Sandgerði, þegar hann reyndi að bjarga trillum, sem slitnað höfðu upp og rekið að uppfyllingu í Sand- gerðishöfn. Blm. Morgunblaðsins ræddi við hann á sjúkrahúsinu í Keflavík upp úr hádeginu í gær, og var hann þá mikið farinn að hressast. Fer frásögn hans af atburðinum hér á eftir. „Ég kom niður eftir upp úr sex. Þrír litlir bátar, þar á meðal minn, höfðu slitnað frá og þeir ólmuðust þarna við klettana. Ég átti þann sem innstur lá. Ég vissi ekki hvað gera skyldi, en ég var á störum vörubíl og datt í hug að reyna að draga þá frá grjótinu með honum. Við settum tó á milli og þetta gekk vel enda billinn stór og öflugur. Þegar ég er að beygja fyrir hornið og komast út á hafnargarðin kem- ur fylla, sem við sjómenn köllum svo, þessi feiknalegi sjór yfir hafn- argarðinn, óbrotinn. Það skipti engum togum að brotið þreif bílinn á loft og hann bókstaflega flaug í sjóinn og sökk með það sama. Eg sat þarna og gat ekki hreyft hurð- ina því þrýstingurinn var svo mik- ill. Til að byrja með hafði ég loft, en bíllinn fylltist smám saman af vatni. Mér datt þá í hug að opna rúðuna og reyna að troða mér ut. Það tókst og ég komst út. Þegar mér skaut úr kafi náði ég að synda að uppfyllingunni og koma hend- inni upp á brúnina, en var orðinn svo slappur, að ég hafði ekki kraft til að vega mig upp á land. f þann mund komu þarna tveir ágætir menn, sem gátu hjálpað mér upp. Það var erfitt að komast upp úr bílnum og ég var svo þrekaður að ég gat ekki gengið, þeir urðu að draga mig strákarnir. Þeir fóru með mig upp, í vigtarskúrinn og þar lá ég stynjandi þangað til sjúkrabíllinn kom og flutti mig hingað," sagði Svavar. „Einn hafnarvörðurinn sagði að hann hefði aldrei áður séð slíkan brotsjó ríða þarna yfir. Ef þetta hefði gerst mínútu fyrr þá hefði brotið komið fyrir aftan bílinn og ég sloppið. Veðrið var óskaplegt. Þetta er með verri veðrum sem ég hef upplifað. Það komu oft vond veður hér áður fyrr, útsynningur, og þeir muna það kannski sem eldri eru. Ég er smeykur um að báturinn minn sé mikið skemmd- ur, og svo er það náttúrlega bíllinn. Ég hef gert þarna út í tíu ár og alltaf sloppið vel. Það er styst að sækja þaðan og höfnin er ágæt nema á stórstraumsflóði í hafátt- um,“ sagði Svavar að lokum. 12 bátar upp í fjöru f Sandgerði MorpiiiblaAið/FriAþjórur. Tólf bátar slitnuðu upp í Sandgerðishöfn í gærmorgun og rak upp í grjót- I skipinu, svo drepa varð á aðalvélum. Varð því að hætta þessum tilraunum, garð í höfninni. Mörgum þeirra tókst að bjarga fljótlega en Sjávarborg en það átti að reyna að nýju á morgunflóðinu að ná skipinu á flot. GK-60 4—500 lesta nótaskipi, sem er stærst þessara báta, var reynt að ná á Sjá nánari fréttir og viðtöl á bls. 2 og 3 og viðtal við ökumann flot á flóðinu í gærkveldi. Er það var reynt kom í Ijós að leki var kominn að | vörubifreiðarinnar hér á síðunni. Tekjutap um 1,5 milljarðar við þriðjungs aflasamdrátt Búist við að aflamark verði valid, en ekki sóknarmark, vid kvótaskiptingu STARFSHÓPURINN, sem nú fjall ar um vanda sjávarútvegsins og stjórnun veiða, ræðir nú eingöngu um tvær leiðir hvað varðar veiðarn- ar. Aflamark og sóknarmark. Enn hefur engin ákvörðun verið tekin um hvor leiðin verður ofan á, en heimildarmenn Mbl. telja þó, að aflamarkið verði fyrir valinu. Búizt er við, að ákvörðun þar að lútandi liggi fyrir í upphafi næstu viku. Aflamarkið takmarkar afla- magn hvers skips, eins og áður er fram komið, og verður að öllum líkindum miðað við þriðjungs samdrátt af meðaltali afla síð- ustu þriggja ára, a.m.k. hvað varðar þorskinn. Sóknarmark takmarkar hins vegar heildarúti- vistartíma hvers skips á árinu og verður þá miðað við meðaltals- útivist síðustu þriggja ára. Sem dæmi um þessar leiðir má taka, ef miðað er við þriðjungs sam- drátt, að meðaltalsafli skips síð- ustu þrjú ár hafi verið 4.500 lest- ir, fær það tvo þriðju þess, eða 3.000 lestir, sé miðað við afla- markið, en ha-fi meðalútivist sama skips síðustu þrjú árin ver- ið 300 dagar við veiðar, fær það nú 200 daga. Enn er rekstrarstaða útgerðar- innar ekki ljós, en unnið er að því að reikna hana út þessa dagana, miðað við það heildaraflamark, sem nú hefur verið ákveðið. Sam- kvæmt því mun rekstrartap út- gerðarinnar nú hlaupa á tugum prósenta og þriðjungs samdrátt- ur í afla gæti þýtt tekjutap fyrir útgerðarmenn og sjómenn að upphæð um 1,5 milljarðar króna. Álviðræður hafnar: Rætt um verðtrygg- ingu nýs orkuverðs Sarakeppnisaðstaða nýs eða stækk- aðs álvers á íslandi miðað við Evrópu og Ameríku, orkuverð og sérstaklega verðtrygging nýs orkuverðs voru sam- kvæmt heimildum Mbl. umræðuefni á samningafundi fulltrúa Alusuisse og íslenzkra stjórnvalda í gær. Fundur- inn hófst kl. 15 í gær og verður honum framhaldið í dag. Á dagskrá fundarins í dag eru framhald viðræðna um áðurgreind atriði, auk þess verða skattamálin til umræðu. Að sögn iðnaðarráð- herra er vart að vænta niðurstöðu á þessum fundi, enda framhaldsfund- ir fyrirhugaðir á árinu. Hann kvaðst reikna með að fundinum lyki í kvöld, föstudagskvöld, eða á morg- un. Skaplegu veðri spáð í dag VEÐRIÐ í dag verður ekkert á við það sem var í fyrradag að sögn veðurfræðinga. Lægðin sem er á leiðinni er ekki eins djúp. Þó er allur varinn góður því ef snjó tek- ur að skafa verða götur fljótar að teppast. Fyrrihluta dags er spáð suð- lægri átt á Reykjavíkursvæðinu, snjókomu eða slyddu. Síðari hluta dags verður norðlæg átt og éljagangur. Gert er ráð fyrir að vindstyrkur verði á milli 5 og 7 vindstig og hitastig nálægt frostmarki. Lægð var í gær- kvöldi við Suður-Grænland og hreyfðist allhratt í austurátt. Verður hún vestan við land milli klukkan 9 og 12 í dag og færist síðan austur yfir landið. Gott veður verður því fram eftir degi á Austurlandi en fer að versna síðdegis. Éljagangur verður á Norðurlandi. Fræðsluyfirvöld hafa beint þeim tilmælum til foreldra skólabarna að fylgjast með til- kynningum í útvarpi um hvort kennsla verði felld niður í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.