Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 5 Skarð brotið í Eiðið í Vestmannaeyjum: Tugmilljóna verðmæti í hættu „ÞAÐ ER ljóst að hér eru verð- mæti upp á milljónatugi króna í hættu og það verður örugglega miklum vanda bundið að fylla upp í Eiðið vegna þess hve hér er mik- ill skortur á heppilegu grjóti í fyllinguna,“ sagði Ólafur Elísson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við blaöamann Morgun- blaðsins í gær. — En í fyrrinótt braut mjög á Eiðinu í óveðrinu og tók úr tugþúsundir tonna af fyll- ingu, þannig að Skipalyftusvæðið er nú mjög illa varið og þar eru mikil verðmæti í hættu, meðal annars í fjórum bátum, sem þar standa nú uppi. Ólafur Elísson, bæjarstjóri, Á annað hundrað manns voru veður- tepptir í Hrútafirði Borgarnesi 5. janúar. Á annað hundrað manns bíða nú í Hrútafirði eftir aö komast suður yfir Holtavörðuheiði, sumir eru búnir að bíða þar síðan á mánudag. í fárviðrinu í gær, miövikudag, festust um 40 bílar, sem í voru um 100 manns, á heiðinni, en seint í gærkvöldi tókst að koma flestum bílunum og öllu fólkinu unnu vegagerðarmenn að því að frá í gær, til byggða en hætta versnandi veðurs þegar á daginn „Þetta var svakaleg lífs- reynsla sem ég vildi ekki upplifa aftur," sagði Kristín Kristjáns- dóttir í samtali við Morgunblað- ið þar sem hún var stödd í Stað- arskála í dag, en hún var í einum af þeim bílum sem snúið var við á heiðinni í gær. Sagðist hún hafa verið á leið frá Sauðárkróki heim til sín í Hafnarfjörð en verið veðurteppt í Staðarskála frá því á mánudag. „Við vorum í fimm bíla samfloti og komumst að mæðiveiki-girðingunni uppi á heiðinni þegar okkur var snúið við,“ sagði Kristín. „í allt voru þarna um 40 bílar og flestir full- ir af fólki þannig að þetta hefur ekki verið undir 100 manns sem þarna voru. Mannskaðaveður var um miðjan daginn svo ekki var með nokkru móti fært á milli bíla. Við sáum til dæmis ekki til bíls í eina tvo klukkutíma sem þó var lagt fast að stuðaranum á okkar bíl. Þetta var kalsöm bið hjá sumum því nokkrir bílanna drápu á sér og var fólkið í þeim orðið ansi illa blautt og kalt. Varð að skilja átta bíla eftir á til byggða í Hrútafirði. I morgun koma átta bílum, sem ganga varð varð við að opna heiðina vegna leiö. heiðinni. Annars reyndi fólkið að hafa ofan af fyrir sér eftir því sem hægt var, í okkar bíl lásum við og spiluðum og sumir fengu sér blund." Kristín sagðist ætla að bíða í Staðarskála þar til veðrinu slotaði. í Staðarskála voru í gær 40—50 manns og sagði Kristín að öllum þar liði vel. Áuk fólks- ins í Staðarskála beið fólk í Reykjaskóla og á ýmsum bæjum í Hrútafirði. Áætlunarbifreið Norðurleiðar frá Akureyri bíður á Blönduósi. Bragi Jóhannsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni í Borgarnesi, sagði að ekki hefði reynst fært að moka Holta- vörðuheiðina í dag vegna veðurs eins og þó hefði verið áformað, en á morgun, föstudag, væri snjómokstursdagur og yrði heið- in þá opnuð ef nokkur möguleiki væri. Sagði hann að talsverður snjór væri við og á heiðinni og væri hann orðinn harður og erf- iður viðfangs vegna veðrahams- ins. HBj. Ekkert innan- landsflug í gær ALLT innanlandsflug féll niður í gær og voru flugbrautir lokaðar vegna hálku og hliðarvinds. Að sögn Ingibjargar Guð- mundsdóttur, flugafgreiðslu- manns hjá Arnarflugi, voru áætl- aðar ferðir til ellefu staða úti á landi og sagði hún að biðlisti væri í flestar ferðirnar. Ein ferð var áætluð á vegum Arnarflugs til Blönduóss klukkan 17 í gærdag, en ekki reyndist unnt að fljúga þá vegna hliðarvinds. „Það eru þrettán hundruð manns, sem eru á biðlista í innan- landsflug á vegum Flugleiða," sagði Kristinn Stefánsson, af- greiðslustjóri hjá innanlandsflugi félagsins. Kristinn sagði að átján ferðir hefðu verið áætlaðar í gær og flestir væru bókaðir í ferðir til Reykjavíkur. Ennfremur var áætl- að að fljúga til Akureyrar, Horna- fjarðar, Egilsstaða og Húsavíkur. sagði að í fyrravetur hefðu orð- ið skemmdir á Eiðinu, en þær hefðu verið mun minni en nú og gert var við þær í sumar. Eiðið svonefnda aðgreinir Friðar- höfnina frá úthafinu og liggur milli Klifsins og Heimakletts. Þar fyrir innan er uppfyllt svæði, sem nú er athafnasvæði Skipalyftunnar hf. Hrauni úr Vestmannaeyjagosinu var ekið í uppfyllinguna og í Eiðið, en nú er sú uppfylling í hættu. „Við erum mjög uggandi um hvernig fer í nótt og næstu daga,“ sagði bæjarstjóri, „og erum illa búnir undir nýtt óveður. Hvað gert verður mun svo væntanlega skýrast næstu daga, en ég endurtek að skortur á grjóti í garðinn gerir það erfitt að fylla í skarðið. En hvað sem gert verður er ljóst að þær fram- kvæmdir munu kosta milljónir króna. Morgunblaðift/Friftþjófur. Öngþveiti skapaðist þegar sjór flæddi yfir Ánanaust í gærmorgun. Lögreglan dró 10 bfla, sem ekið hafði verið út í vatnselginn, en þar sem dýpst var hafði myndast um 70 sentimetra djúpur sjór. Mikið grjót barst á land í ágangi sjávar. Svo virðist sem ökumenn hafi ekki áttað sig á aðstæðum og ekið út í og síðan fest er drapst á vélum bifreiða þeirra. Þannig var umhorfs í Ánanaustum um kl. 7.15 í gærmorgun. NÝJUNG Á ÍSLANDI KENNSLA í LÍKAMSRÆKT Á NÁMSKEIÐI Dugguvogi 7. Sími 35000. lv\öasX' de,-tO^Í Námskeiö fyrir konur -Ke”ns'a I j ijkamsrækt með tækjum i 2 sölum, tækja- Isal og upphitunarsal. Kennsla og raðgiof i o.H. Megináheraa ttrgO a bnost, llendar og mitti. 11 piðbeinendur: Ómar Sigurðsson og Hrafnhildur Valbjörnsdóttir. Kennt ^öur a mánudögum, miðvikudogum og fostudog OpM ídíwtil kl. 21 C TJ A /1 jr ATT1> Skeifunni 15 H21Un.HU r Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.