Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið. Veðurofsinn Hvar sem me'Tm koma í ver- öldinni er veðurfarið með- al helstu umræðuefna, enda ekki að ástæðulausu því að það setur manninum hvað mestar skorður, hann hefur ekki enn náð því á sitt vald. Þurrkar og flóð, hitabylgjur og fimbulvet- ur, allt eru þetta tíð fréttaefni í fjölmiðlum og síðasta sólar- hring hefur veðurofsinn sett allt úr skorðum hér á landi. Þeir sem á þéttbýlustu svæðum íslands búa hafa ekki farið varhluta af óvenjulega erfiðri veðráttu í heilt ár ef undan eru skildir haustmánuðirnir og tíð- in fram að jólum sem var mild. Er þakkarvert að ekki urðu nein alvarleg slys á mönnum í fyrradag, ýmsir urðu fyrir eignatjóni vegna snjóflóða og í gær varð mikið tjón vegna sjávarflóða. Veðurfræðingar fluttu viðvaranir í tæka tíð, björgunarsveitir lögðu sig allar fram, snjóruðningstæki voru skjót á vettvang um leið og veðrinu slotaði og síðast en ekki síst ber að þakka lögregl- unni sem átti víða annríkt en þó helst í höfuðborginni þar sem veita þurfti hundruðum ef ekki þúsundum manna aðstoð. „Annasamasti dagur í starfi lögreglunnar," sagði í fyrirsögn helstu fréttar Morgunblaðsins af óveðrinu. Vegna þess hve maðurinn er varnarlaus gagnvart veðrinu er ekki óalgengt að tekið sé mið af hindurvitnum þegar spáð er fram í tímann af þeim sem | styðjast ekki við fræðilegar | forsendur og sífellt fullkomn- j ari tækjakost veðurfræðinga. Þannig spáði Hartmut Radel, þýskur stjörnuspekingur, því í I Morgunblaðinu á gamlársdag, að gera megi ráð fyrir miklum flóðbylgjum hér á landi á þessu ári, sem stafi af veðurhamför- um, er rót eigi að rekja til þess að jarðsegulsviðið verður fyrir truflunum. Illviðratímabil verði lengri og samfelldari en á undanförnum árum og eigi sálrænir sjúkdómar eftir að aukast í kjölfar þess. Eins og lesendum er kunnugt styðjast forystugreinar Morg- unblaðsins að jafnaði ekki við j útlistanir stjörnuspekinga, j þótt þeirra ráð kæmu vafalaust I oft og tíðum að jafn miklum | notum og annarra þegar reynt j er að rýna í atburði líðandi j stundar. Vonandi er veðurofs- | inn sem nú er að ganga yfir ekki upphafið á þeim veðraham sem þýski stjörnuspekingurinn spáði með vísan til þeirra fræða sem hann hefur lagt stund á. Sjálfur andmælti hann því máli margra stjörnu- spekinga, að á árunum 1984 til 1986 gæti orðið „pólvelta", að gífurlegt aðdráttarafl reiki- stjarnanna Mars, Júpíters, Satúrnusar, Úranusar, Nept- únusar og Plútó, sem nú standa nokkurn veginn í röð, velti jörðinni á hliðina. Allt er þetta með miklum ólíkindum og fjarlægt þeim heimslitaspám sem yfir mann- fólkið hafa gengið af meiri þunga undanfarið en oft áður, að það muni sjálft verða sér að aldurtila með kjarnorku- sprengjunni. Fjölmennar hreyfingar vara við þessari ógn og ríkisstjórnir um heim allan keppast við að koma í veg fyrir að þessar spár rætist. En með henni verðum við að lifa eins og veðurofsanum sem við ráð- um ekki við. í dag er þrettándinn og að baki hátíð ljóss og friðar, þar sem kristnir menn minntust þess enn einu sinni að yfir veg- ferð þeirra, jörðunni og öllu lífi vakir góður guð. Upplausn í Mið-Austur- löndum Svo virðist sem innbyrðis rígur og óðaverðbólga séu að setja allt á annan endann í ísrael. í nágrannalandinu, Líb- anon, er engin lausn í sjónmáli. Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínuaraba, er enn einu sinni orð- inn landlaus. Friðargæslu- sveitir vestrænna ríkja um- hverfis Beirút eiga í vök að verjast vegna hryðjuverka. ír- anir og írakar berjast af jafn mikilli grimmd og áður. Sýr- lendingar sem staðið hafa næst Sovétmönnum af þjóðunum þarna færa sig upp á skaftið á hernaðarsviðinu en afla sér um leið vinsælda í Bandaríkjunum með því að láta bandarískan herflugmann lausan í fjöl- miðlaljósi fyrir atbeina Jesse Jackson, sem keppir eftir að verða forsetaframbjóðandi og fella Ronald Reagan. Um svip- að leyti og Bandaríkjamenn fagna komu flugmannsins og Reagan segist tilbúinn til að ræða við Hafez Assad, Sýr- landsforseta, gera herþotur ísraelsmanna árásir á bæki- stöðvar Sýrlendinga. Upplausnin á þessu hættu- lega ófriðarsvæði er nú meiri en oftast áður og ástæða til að óttast þróun mála takist ekki tafarlaust að snúa henni til betri vegar. Hurdir flutu á móti okkur, fiskikassar voru eins og hrávið Mesta flóðatjón frá upphafi á Akranesi - segir Daníel Arnason bæjartæknifræðingur „ELSTU menn hér á Skaga muna ekki annað eins flóð og þetta og ég tel víst að hér hafi orðið mesta eignatjón, sem orðið hefur á Akranesi fyrr og síðar,“ sagði Daníel Arnason, bæjartæknifræðingur á Akranesi, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkvöldi. Daníel sagði enn ekki að fullu Ijóst hve mikið tjón varð í foráttubrimi er þar var í fyrrinótt og í gærmorgun á háflóði. „Ég treysti mér ekki til að slá á neinar tölur um tjón að svo komnu máli,“ sagði Daníel, „en þetta skiptir mörgum tugum milljóna króna, hvort sem það nú fer í 100 milljónir eöa ekki.“ Meðal skemmda sem urðu sagði Daníel að væru þessar: Hafnargarðurinn skemmdist, en þó ekki verulega og minna en óttast var í upphafi. Miklar skemmdir urðu á húsi Haraldar Böðvarssonar og co., þar sem meðal annars fór af öll einangrun og sjór flæddi inn. í húsi Hafarnarins urðu einnig talsverðar skemmdir er sjór flæddi inn, en fiskbirgðir virðast hafa sloppið. Þá flæddi inn í kjallara íbúðarhúss við Vesturgötu og skemmdist allt meira og minna sem þar var, en sjórinn bókstaflega brotnaði á húsgaflinum að sögn Daníels. Nokkrar skemmdir urðu á trésmíðaverkstæði bæjarins. Verulegar skemmdir urðu á Fiskverkun Þórðar Óskarssonar og einnig á Bílasprautun- arverkstæðinu, sem þar er skammt frá. Enn urðu stór- skemmdjr á húsi Útgerðarfélags Vesturlands. Þá bók- staflega molnaði niður steinsteypt hús Vélaleigu Birgis Hannessonar, svo varla er unnt að sjá að þar hafi staðið hús áður, og einnig urðu þar skemmdir á bifreiðum og tækjabúnaði. Húsnæði Bílaverkstæðis Guðjóns og Ólafs skemmdist einnig talsvert og meiri og minni skemmdir urðu þar á átta bílum. Tiltölulega litlar skemmdir urðu hjá Pípulagningarþjónustunni, en hins vegar hrundi alveg múrsteinshús hlaðið, hjá Útgerðarfélagi Birgis. Enn urðu skemmdir á íbúðarhúsi við Presthúsabraut og margvís- legar aðrar skemmdir urðu víða í bænum og voru þær ekki fullkannaðar í gærkvöldi. Ekki urðu frekari skemmdir á flóðinu í gærkvöldi, en Daníel sagði menn bíða með nokkrum kvíða eftir morg- unflóðinu, nú í dag, föstudag. í lagi meðan ekki urðu slys á fólki - sagði Haraldur Sturlaugsson „MÉR sýnist þetta hafa sloppið furðanlega vel en þó er ckkert hægt að fullyrða um það á þessari stundu, það hefur ekki gefíst tækifæri enn til að meta skemmdirnar, sem orðið hafa,“ sagði Haraldur Sturlaugsson, frarakvæmdastjóri H. Böðvarsson & Co., í samtali við Mbl. í gær. „Flóðið og brimið hefur fyrst og fremst verið hérna niðurfrá og þeir Töluverðar skemmd- ir á stöð Olís: Grafið und- an olíutanki „PLANIÐ þar sem við höfum haft smurolíugeymsluna í áraraðir er horfíð og það fóru margar smur- olíutunnur út í sjó,“ sagði Gunnar Sigurðsson, stöðvarstjóri OLÍS á Akranesi, í samtali við Mbl. í gær en talsvert tjón varð í stöð OLIS í sjóganginum þar. „Sjóvarnargarðurinn fyrir framan olíutankana tvo er horf- inn, og þegar ég fór í morgun að athuga tankana, virtist ekki mjög mikill sjógangur. En þegar ég er að athuga þetta þá kom alda sem skall yfir mig og ég steinlá, og ég hefði farið út með henni ef ég hefði ekki stöðv- ast á röri, en þá marðist ég illa,“ sagði Gunnar. Töluvert gróf undan öðrum olíutanknum og var reynt að fylla undir hann á ný, en einnig voru soðnar undir tankinn undirstöður og vírar voru strengdir í hann til þess að veita honum stuðning. Um 80.000 lítr- ar af gasoiíu voru teknir úr tankinum og fluttir til Borgar- ness og Reykjavíkur. Ekki gróf undan hinum olíutankinum, en hins vegar dældaðist hann af völdum sjógangsins. Ekki kvaðst Gunnar geta gert sér grein fyrir tjóninu, en taldi þó að það skipti milljónum. Gunnar Sigurðsson gömlu segja, að brimið hafi ekki verið svona mikið í 20—30 ár. Þó var veðurhæðin ekkert óskaplega mikil. Hjá okkur skemmdist fyrst og fremst síldarlagerinn, sem stendur hérna á Breiðinni niður við sjóinn. Þar hafa verið hækkaðir veggir upp að þaki og bilið stálklætt. Lengjan á suðurgaflinum gaf sig og sjór komst inn um alit húsið. Það er fullt af síldartunnum en ég held að þetta hafi sloppið sæmilega, ætli séu nema eins og hundrað tunnur í hættu." Haraldur sagði að þar sem Breið- in hefði fyllst af sjó hefði flætt inn í fjöldamörg hús þar. „Einhverjar veiðarfærageymslur hafa brotnað og margar aðrar fyllst af sjó. Við erum með neðstu hjallana þarna og út úr þeim neðsta rennur enn sjór, jafnvel þótt nú séu rúmir sex tímar síðan flóðið fór að sjatna. Það hefur flætt hér áður en ekki svona ... Hjallarnir, sem við erum með hér vestast, hafa líka farið mjög illa, en það er þó lán í óláni, að það var Haraldur Sturlaugsson: Brimið ekki svona mikið í 20—30 ár segja þeir gömlu ... MorgunblaðiA/Rax. enginn fiskur á þeim. En allt er hægt að bæta, svo þetta er ekki til- finnanlegt þannig. Þetta er í góðu lagi á meðan ekki urðu slys á mönnum. Tjónið er erfitt að meta. Þak og hlið á einu veiðarfærahúsinu okkar hefur farið illa. Maður veit ekki hvað hlutirnir kosta, eins og til dæmis snurvoð, fyrr en þarf að fara að nota hana og hún er þá ekki til. Það líður einhver tími áður en öll kurl koma til grafar í þessu," sagði Haraldur Sturlaugsson. Sjór gekk í gegnum frystihús Hafarnarins: Aðalbrotið var 10-12 metra hátt Hurðir og gluggar mölbrotnuðu, einnig á efri hæð hússins „VIÐ ÓÐUM sjóinn upp fyrir mið læri þegar fyrst var komið hingað inn í morgun. Hurðir flutu á móti okkur, fískikassar og þungir stál- kassar voru eins og hráviði um allt. Sjórinn streymdi í gegnum húsið og út á planið hinum megin við húsið. Aðkoman var vægast sagt hrikaleg." Svo lýsti Guðmundur Finnboga- son, framkvæmdastjóri frystihúss Hafarnarins á Akranesi, ástandinu í húsinu eftir flóðið í gærmorgun þegar blm. Morgunblaðsins hitti hann að máli í myrkvuðu húsinu síðdegis í gær. „Það gáfu sig engir veggir hjá okkur,“ sagði Guðmund- ur, „en þrjár hurðir komu inn með körmum og öllu saman sjávarmegin og fjölmargir gluggar brotnuðu í mask. Húsið hálffylltist allt af sjó og sjór rann í gegnum það. Við höldum að vélarnar hafi allar sloppið en þó er enn ekki vitað um rafmagnsmótorana með vissu. Það vitum við ekki fyrr en við fáum rafmagn frá færanlegri stöð og það gæti orðið í kvöld eða fyrramálið. Það er búið að þvo úr rafmagns- töflunum hér í dag en í þær komst sjór og þess vegna er allt raf- magnslaust. Sjór komst inn í annan frystiklefann, eins og flesta aðra sali hér, en þar var allur fiskur á brettum, svo við teljum víst að eng- ar skemmdir hafi orðið á birgðum." Guðmundur sagðist aldrei hafa orðið vitni að öðrum eins flóðum á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.