Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 20 Roðinn í austri — - ' : • * h „ 15. grein _______fjj* * O'_•> *'_V_____ ^ ^_______.__________________ 1____*__________' Orustan um Atlantshafið — eftir dr. Sigurð Pétursson Staða Islands Vegna legu sinnar er ísland hentugasti viðkomustaður og her- stjórnarlega mikilvægasti punkt- urinn á leiðinni yfir Norður- Atlantshafið, bæði á siglinga- og flugleiðum milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á þetta reynir auðvitað mest á stríðstímum, og nægir að benda á rás viðburðanna í upphafi síðustu heimsstyrjaldar og hversu fljótt ísland kom þar við sögu. Styrjöldin hófst með innrás Þjóðverja í Pólland 1. september 1939. En augljóst var, að þeir mundu fljótlega þurfa að berjast líka Atlantshafsmegin, enda her- námu þeir bæði Danmörku og Noreg í apríl 1940. Þann 10. maí 1940 réðust svo Þjóðverjar inn í Belgíu, og þann sama dag her- nema Bretar ísland, til þess að trygRja Vesturveldunum þennan mikilvæga reit í taflinu. Þann 7. júlí 1941 leysti bandaríski herinn þann brezka af víð gæzlu íslands, til þess að létta álagið á Bretum. Þar við sat út allt stríðið, og Þjóð- verjar gerðu hér enga innrás. Herstöðvum Vesturveldanna hér á landi var svo fyrir að þákka, að orustan un N-Atlantshafið var í þetta sinn ekki háð á íslandi sjálfu, heldur á hafinu umhverfis það. En hvernig yrði rás viðburð- anna nú í dag, ef styrjöld brytist út á milli stórveldanna, Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna? Við upp- haf þeirrar styrjaldar yrði vafa- laust barizt af hörku um yfirráðin hér á íslandi, og það bæði á hafinu umhverfis landið og landinu sjálfu. Yfirlýst hlutleysi íslands væri einskis virði. Staða íslands hefur mikið breytzt frá því á stríðsárunum 1940—’45. Upphaf þeirra breyt- inga var stofnun lýðveldisins, þann 17. júní 1944, og aðild íslands að Sameinuðu þjóðunum 29. ágúst 1946. Þann 20. september 1946 var gerður samningur við Bandaríkin um varnir landsins, og var samn- ingurinn staðfestur á Alþingi 5. október 1946. Gerðu kommúnistar hér þá mikið uppþot og Alþýðu- bandalagið gekk úr Nýsköpunar- stjórninni. Þann 22. júlí 1949 gekk ísland í Atlantshafsbandalagið NATO, og aðild að Evrópuráðinu fékk landið þann 7. febrúar 1950. Herverndarsamningurinn við Bandaríkin var svo endurnýjaður 5. maí 1951, og fengu íslenzkir kommúnistar þá aftur æðiskast. Sérstaða kommúnista Það kom að sjálfsögðu engum á óvart, að Sovétríkin yrðu á móti Að gefnu tilefni vekur Áfengis- varnaráð athygli á eftirfarandi: 1. í áfengislögum, en þau voru sett undir handarjaðri Bjarna Benediktssonar, segir að Áfengisvarnaráð skuli „stuðla að bindindis.semi“ og „vinna gegn neyslu áfengra drykkja". 2. Viðhorf og afstaða Áfengis- varnaráðs eru að flestu leyti svipuð stefnumiðum stofnunar þeirrar í Noregi sem sinnir sams konar verkum þar og heitir Norsk Edruskapsdirekt- orat. 3. Áfengisvarnaráð hefur engra hagsmuna að gæta í sambandi við vímuefnasölu. Bjórsala eða bjórbann snerta hagsmuni annarra en þess. Atlantshafsbandalaginu, því að þetta var yfirlýst varnarbandalag Vesturlanda, þ.e. þjóða báðum megin Atlantshafsins á norður- hveli jarðar, allt frá Kyrrahafi og austur að „járntaldinu", og stofn- að einungis vegna síaukinnar hættu af útþenslustefnu Sovét- ríkjanna og vaxandi vígbúnaðar þeirra. Hitt vakti aftur á móti furðu, að á íslandi skyldi í raun og veru finnast þjóðarbrot, sem lýsti yfir stuðningi við Sovétríkin og andstöðu við NATO og Bandarík- in. Tilvera og hlutverk íslands- deildar Komintern var hér að vísu flestum kunn, ekki sízt vegna áminningarbréfsins frá Komint- ern árið 1933 til deildarinnar, er áður var getið. En meginhluti ís- lenzku þjóðarinnar hafði ekki tek- ið þetta landráðabrall nógu alvar- lega. Bréfið bar það þó með sér, að Kommúnistaflokkur íslands var þá þegar tvímælalaust bundinn Komintern og tók tilskipunum þaðan. Bréfritarinn ræðir um hlutverk flokksins okkar, og við verðum hiklaust að tryggja mikinn meirihluta af verkalýð í deildina og allar leiðandi stöður hennar. Og bréfinu lýkur þannig: „Við treyst- um á Kommúnistaflokk íslands, ... að hann geri allt sem hann get- ur til þess að framkalla hjá sér þá krafta, er gera hann færan um að eyðileggja áhrif sosíaldemókrat- anna, og vinna meirihluta verka- lýðsins til fylgis við sig og skapa þannig skilyrði sigursælli verka- lýðsbyltingu." Undirskrift: Framkvæmdanefnd Alþjóðasambands kommúnista. (Verkalýðsblaðið 3/10 1933.) Það hlýtur að vera öllum þjóð- hollum (slendingum ljóst, að hér var mikil hætta yfirvofandi þegar árið 1933, 16 árum fyrir aðild okkar að NATO. Hér var annars vegar stórveldi, risavaxið einræð- isríki, grátt fyrir járnum, sem stefndi að allsherjar byltingu, og hins vegar frjálst og friðsamt smáríki, sem öldum saman hafði ekki iðkað aðra hernaðarlist en bændaglímu og knattleiki. Sömu aðstöðu komust íslendingar í gagnvart einræðisríki Hitlers á árunum 1935—'40, en nazistar náðu hér mjög litlu fylgi og hurfu úr sögunni. Barátta kommúnista gegn NATO Hernaðarleg aðstaða á íslandi er nú orðin mikilvægari en nokkru sinni fyrr. í síðustu heimsstyrjöld var hún notuð, til þess að halda opinni siglingaleið kaupskipa frá Bandaríkjunum til Murmansk, svo að Sovétríkin gætu tekið þátt í því Sigurður Pétursson að sigra nazistana. En nú yrði þessi hernaðaraðstaða notuð af NATO, til þess að hindra för sov- ézkra herskipa frá Murmansk út á Atlantshafið, ef til stríðs kæmi milli þessara aðila. Svo er fyrir að þakka skarp- skyggni og framsýni I utanríkis- stefnu íslendinga, að hafnað hefur verið hér öllu einskis nýtu hlut- leysisbulli og tekin ákvörðun um að fylgja nágrannaþjóðunum báð- um megin Átlantshafsins, bæði í orði og verki. Og allt hefur þetta verið gert gegn hávaðasömum mótmælum hins kommúníska kjarna Alþýðubandalagsins og hinna svokölluðu „hernámsand- stæðinga“. Samtök hernámsand- stæðinga urðu annars til á stríðs- árunum 1940—45 sem eðlilegt andsvar gegn hernámi íslands, sem að vísu var nauðsynlegt eins og á stóð, en þjóðin vildi alls ekki una við að stríðinu loknu. Her- náminu lauk því á sínum tíma, en í tengslum við aðild (slands að NATO var gerður varnarsamingur við Bandaríkin árið 1946. Undir nafninu „hernámsandstæðingar" stofnuðu þá kommúnistarnir enn ein hliðarsamtök sín, er þeir hafa síðan notað í baráttunni gegn NATO og varnarliði Bandaríkj- anna hérlendis. Hér var þó alís ekki lengur um hernám að ræða, heldur frjálsa samninga innan NATO. Sá heiftarlegi áróður gegn NATO, sem íslenskir kommúnist- ar reka hérlendis, verður ekki túlkaður á annan hátt en að þeir stefni að inngöngu (slands í Var- sjárbandalagið. Þeir vilja sýnilega setja tsland við hlið Eystrasalts- landanna, Póllands, Tekkóslóv- akíu, Ungverjalands og annarra „austantjaldsríkja". Aftur á móti vildu þessar kúguðu þjóðir Aust- ur-Evrópu, ef þær mættu ráða, vafalaust miklu heldur standa við hlið okkar (slendinga, sem frjáls- ar og fullvalda lýðræðisþjóðir. En þessir frávillingar íslenzku þjóð- arinnar, kommúnistarnir, mættu nú gjarnan minnast pólsku þjóð- arinnar, sem hefur um aldir, og ekki sízt í dag, hrópað á frelsið í þjóðsöngnum sínum, sem endar á þessari angistarfullu bæn: „Guð heyr vor hróp, er grátnir þig vér biðjum: Gef oss vort land og frelsa það úr viðjum! (Felinski/St. Th. þýddi.) Réttarstaða Alþýðu- bandalagsins Kommúnistaflokkur íslands er réttarfarslega ekki til sem stjórn- málaflokkur, það er Sameiningar- flokkur alþýðu. Sosíalistaflokkur- inn ekki heldur. íslenskir komm- únistar tilheyra Alþýðubandalag- inu. Moskvukommúnistar kenna sig heldur ekki lengur við III. Int- ernationale né Komintern, heldur hafa þeir tekið upp nafnið Kom- inform. En þrátt fyrir allar þessar nafnbreytingar, þá er stefna og markmið allra þessara flokka og sambanda í aðalatriðum óbreytt og alls staðar það sama: Trúin á fræðikenningu Marx og Lenins, og stefnan að öreigabyltingu allra þjóða heims. En þó að Alþýðubandalagið hafi réttarstöðu hér heima, sem aðrir stjórnmálaflokkar íslenzkir, þá eru þessir hlutir öðru vísi skráðir erlendis. Þar er Alþýðubandalagið skilmerkilega skráð sem kommún- istaflokkur. í tímaritinu „Problems of Communism“, sem gefið er út í Kaliforníu, er árlega birtur listi yfir helstu kommúnistaflokka heimsins. Listinn er gerður af próf. Robert Wesson, og eru þar skráðir 107 kommúnistaflokkar í nálægt eitt hundrað löndum. Síð- asti listinn birtist í mars-apríl- heftinu 1983 og ber nafnið „Checklist of Communist Parties 1982“. Þarna er talinn einn komm- únistaflokkur á (slandi, merktur AB, sem vitanlega á við Alþýðu- bandalagið. Foringi flokksins ber nafnið Svavar Gestsson, og félag- ar eru á að gizka 2.200. í þingkosn- ingunum 1979 er flokkurinn sagð- ur hafa fengið 19,7% atkvæða og 11 þingmenn kjörna af 60. Um réttarstöðu flokksins segir, að hann sé lögmætur, fylgjandi Moskvu og hóflega óháður (Status: legal, pro-Moscow, moderate in- dependent). Sömu réttarstöðu og Alþýðubandalagið hafa kommún- istaflokkarnir á Ítalíu, Hollandi, Spáni, Svíþjóð, San Marino, Mex- íkó og Ástralíu, og annar af tveim- ur í Austurríki, Indlandi, Japan og Nýja-Sjálandi, alls 12 flokkar. Vel að merkja er Alþýðubandalagið á íslandi sá eini af þessum flokkum, sem ekki hefur manndóm til, eða telur ekki heppilegt, að bera sitt rétta nafn, kommúnistaflokkur, heima hjá sér. Spurning um kjörgengi íslenzkir kommúnistar hafa með sér félagsskap, leynifélag, sem þeir þora ekki að nefna kommúnistaflokk, en taka sér í þess stað villandi nöfn. Þeir kenna sig við „sósíalista", sem er mjög víðtækt samheiti um allan heim. Þeir kalla sig „sameiningarflokk alþýðu“ sem eru ósannindi, því að þeir hafa aðeins sameinað mjög (ítinn hluta íslenzkrar alþýðu. Og að síðustu nefna þeir sig „alþýðu- bandalag", sem er villandi og læ- vís orðaleikur við „alþýðusam- band“, löglegt heiti Alþýðusam- bands íslands. Málflutningur þessa rangnefnda flokks, Alþýðu- bandalagsins, einkennist af fylgi- spekt við Sovétríkin og hatursfull- um áróðri gegn Atlantshafs- bandalaginu og sérstaklega Bandaríkjunum. Áróðurinn er að mestu fluttur í Þjóðviljanum, sem sagður er gefinn út með fjárhags- aðstoð frá Sovétríkjunum, auk þess sem áróður af sama tagi set- ur mjög svip á fréttaþjónustu Ríkisútvarpsins, sem er þungt haldið af áðurnefndri kommún- istapest og virðist gjarnan túlka sína „prívat" skoðun á hlutunum. Að lokum ber að líta á þá hlið þessa máls, hvort stjórnmála- flokki einnar þjóðar sé ætlandi eða leyfilegt að ganga á mála hjá erlendu stórveldi, eins og Alþýðu- bandalagið gerir hjá Sovétríkjun- um. Hlýtur íslenzka þjóðin að krefjast rannsóknar á því fyrir næstu alþingiskosningar hvort Al- þýðubandalagið hafi ekki með tvö- feldni sinni og svikráðum fyrir- gert rétti sínum til kjörgengis á Islandi. Minni Þórðar kakala Greinaflokkur þessi hófst með hugleiðingum um stríðssöng ís- lenzkra jafnaðarmanna: „Sjá roð- ann í austri“. Þætti mér það vel við eigandi, að íslenzkir sósíalist- ar, upp til hópa, tækju upp þann sið í fundarlok, eftir að hafa sung- ið „internationalinn" og sinn eigin stríðssöng, að minnast Þórðar kakala, er hér var áður getið, með því að syngja kvæði Hannesar Hafstein: „Þá kakali gerðist kon- ungsþjónn", Kvæðið og lagið er mjög vinsælt á góðum stundum, einkum í hópi stúdenta, en síðasta erindið er á þessa leið: ,,Uans minning lifði, leyst frá vömm, lifir hún enn í dag, en það, sem Hrrti hann þjóðarNkömm, það var — brennivínsslag. AHir: Svík þú aldrei ætíland þitt í tryggdum, drekk þú heldur. drekk þú þig heldur í hel. er áfengisvarnaráð? 4. Hins vegar hefur verið reynt að koma á framfæri ýmsum staðreyndum varðandi áfeng- ismál, m.a. með því að kynna hvað Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin leggur til í þeim efnum. 5. Það er ekki nýtt að upp rísi menn sem hafa lausnir á vímuefnavandanum á taktein- um. Um 1930 átti til að mynda sala sterkra drykkja að bæta drykkjusiði íslendinga, undan- farna tvo áratugi vínsöluhús og nú telja sumir áfengt öl ailra áfengismeina bót. 6. Bjórdrykkja virðist síður en svo draga úr neyslu sterkari vímuefna. Holland og Dan- mörku byggja ekki bjórvana þjóðir. — Þó er neysla annarra vímuefna en áfengis stórfelld- ara vandamál þar en víðast annars staðar í námunda við okkur. 7. Hvarvetna virðast nýjar áfengistegundir (líka bjór) ekki aðeins bætast við þá neyslu vímuefna sem fyrir er heldur beinlínis auka hana. 8. í Svíþjóð deyja 30 sinnum fleiri af völdum áfengis en allra annarra vímuefna enda áfengi það vímuefni sem út- breiddast er og helst notað. Hlutfallið er ef til vill svipað hér. 9. Nú er a.m.k. á Norðurlöndum yfirleitt rætt um vímuvenjur („ruskultur") þegar stefnu í þeim málum ber á góma og áhersla lögð á að greina sem minnst á milli áfengis og ann- arra vímuefna þegar unnið er að því að draga úr tjóni vegna neyslunnar. Neysla ólöglegra vímuefna tengist yfirleitt áfengisnotkun (oft öli). 10. Það kann að vera að Björn Jónsson ritstjóri og ráðherra hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði í umræðum á Alþingi 1909 að erfiðleikar við það að framkvæma skyn- samlega áfengismálastefnu stöfuðu ekki af mótþróa drykkjumanna heldur frá auð- mönnum sem hefðu hag af áfengisgerð (áfengissölu) og drykkjuskap. 11. Áfengisvarnaráð hefur frá 1967 staðið straum af vísinda- legum rannsóknum á ýmsu er varðar áfengisneyslu íslend- inga. Þessar rannsóknir hafa farið fram á vegum Háskóla (slands og færustu vísinda- menn íslenskir á sviði áfengis- fræða hafa stjórnað þeim. 12. Áfengisvarnaráð getur ekki að því gert og eltir ekki ólar við það þó að einhverjum verði gramt í geði ef upplýsingar þess stangast á við hagsmuni þeirra eða það sem þeir gera ráð fyrir eftir „hyggjuviti sínu“. En það telur miður farið ef reynt er að bregða vísinda- blæ yfir brjóstvit, tilgátur og einkavitranir manna. (Frá Áfengbivarnaráái)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.