Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 17 Hjálparstarf á óveðursdaginn gekk vel en illa búnir smábílar töföu fyrir var samdóma álit björgunarmanna „ÁSTANDIÐ var einna verst í Breiðholti og upp í Árbæ, auk þess sem Miklabrautin var mjög slæm. Illa búnir bíl- ar töfðu mikið fyrir, þeir festu sig víöa í tiltölulega sæmilegri færð og urðu þess valdandi að snjóruönings- tæki borgarinnar komust ekki að til að ryðja götur,“ sagði Magnús Einarsson að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, en hann stjórnaöi hjálparaðgerðum lögreglunn- ar og björgunarsveita í óveðr- inu í fyrradag. „Við byrjuðum strax um tíu- leytið um morguninn að senda til- kynningar til fólks í gegnum út- varpið um að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu, og þá ekki nema á vel búnum bílum. Einnig hvött- um við forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana, einkum skóla og barnaheimila, til að halda fólki innandyra á meðan veðrið gengi yfir. Og ég veit mörg dæmi þess að vel var við þessari beiðni brugðið, víða var slegið upp innanhússskemmtunum í fyrir- tækjum og stofnunum, og menn drápu tímann með því að grípa í spil. Ég held að fólk verði að fara að átta sig á því að við lifum á ís- landi og getum átt von á að svona veður skelli á hvenær sem er yfir vetrartímann. Og þá verður fólk að sýna þolinmæði og biðlund, halda kyrru fyrir inni í húsum sem mest, því yfirleitt slotar slíku veðri innan fárra klukkustunda. Þá verða færri bílar til trafala á götunum, snjóruðningsmenn fljótir að ryðja og allt gengur miklu greiðlegar fyrir sig. Nú, strax um morguninn bjugg- um við okkur út á kranabílum, jeppum og rútubíl með drifi á öll- um fjórum frá Guðmundi Jóns- syni, auk fólksflutningabíla lög- reglunnar, venjulega lögreglubíla og sjö jeppa með fjórhjóladrifi. Um hádegisbilið óskuðum við eft- ir aðstoð björgunarsveita, björg- unarsveitar Ingólfs hjá Slysa- varnafélaginu, Hjálparsveitar skáta og Flugbjörgunarsveitar- innar. Þessar sveitir eru vel út- búnar með stóran bílaflota og höfðu meðal annars stóran trukk frá Slökkviliðinu og snjóbíia. Auk þess buðu ýmsir einstaklingar á góðum bílum fram aðstoð sína og unnu undir okkar stjórn. Það var tvöföld vakt hjá okkur á stöðinni, morgunvakt og dagvakt saman og dagvakt og kvöldvakt saman, svo það var nægur mannskapur og tækjabúnaður til að takast á við vandann. Björgunaraðgerðirnar miðuð- ust fyrst og fremst við það fram- anaf, að koma nauðstöddu fólki úr bílum sínum í húsaskjól. Við fengum inni í flugstöðinni og Bíó- höllinni, en einnig komu hundruð- ir manna á lögreglustöðina á Hverfisgötu og við reyndum að gefa því kaffi og láta fara vel um það eftir bestu getu. Þurftu marg- ir að bíða á þessum stöðum upp í sex klukkutíma áður en hægt var að koma þeim heim. Mér er ekki kunnugt um að fólk hafi verið beinlínis hætt komið í veðurofsanum, en margir voru orðnir mjög kaldir og hraktir eft- ir að hafa reynt að brjótast í hús úr bílum. Og margir þurftu að bíða langtímum saman í bílum sínum, sem getur verið mjög varasamt ef fennir að púströrinu. Við sendum aðvaranir til fólks um útvarpið að láta bíla sína snúa þannig að ekki fennti mikið að út- blástursrörinu. í heiidina tekið held ég að hjálparstarfið hafi tekist nokkuð vel. Þegar líða tók á kvöldið fóru leiðir að opnast, það var til dæmis fært í Hafnarfjörð um sexleytið og um kvöldmat var orðið þokka- lega fært víðast hvar og flest fólk komið til síns heima. En snjó- ruðningstækin héldu áfram til klukkan tíu um kvöldið; þá var ekki meira hægt að gera fyrir föstum bílum, og við fórum af stað með kranabíla og færðum bíla af götum yfir á nærstatt bíla- stæði. Snjóruðningur hófst síðan aftur klukkan þrjú um nóttina og í gærmorgun hafði verið rutt víð- ast hvar. Lögreglan vill þakka sérstak- lega fyrir samstarfið við þá mörgu aðila sem lögðu hönd á plóginn, hjálparsveitunum, sjálfboðaliðum utan þeirra, fjöl- miðlum, og síðast en ekki síst, starfsmönnum borgarverkfræð- ings í Reykjavík, sem önnuðust snjóruðning og stóðu sig mjög vel. Fólk illa klætt „Við vorum að frá hádegi og fram til miðnættis, með þrjá bíla og mannskap, auk snjósleða og snjóbíla, sem við höfðum tiltæka, en þurftum ekki að nota,“ sagði Ingvar Valdimarsson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar í sam- tali við Mbl. „Það gekk vel hjá okkur að keyra um borgina, en litlir fólks- bílar sem sátu fastir úti um allar trjssur, töfðu mjög fyrir. Margir hverjir voru fastir í lítilli ófærð þar sem hægt var að komast um á keðjum. Það er ótrúlegt hvað fólk sinnir lítið viðvörunum lögregl- unnar um að hreyfa ekki illa búna bíla undir slíkum kringumstæð- um. Eins virðist fólk klæða sig illa og var margt blautt og upp- gefið af þeim sökum fyrst og fremst. A móts við sjúkra- bfl á Sandskeiði „Við hófum okkar störf í Breiðholti, þar sem við byrjuðum að aðstoða börn og sjúklinga," sagði Erlingur B. Thoroddsen stjórnarmaður í björgunarsveit Ingólfs, en sveitin var með fjóra bíla í gangi auk tveggja snjóbíla. „I einu tilfelli hafði hjarta- sjúklingur þurft að bíða í bíl frá tíu um morguninn til fjögur um daginn, þegar við komum til að- stoðar, en beiðni barst ekki til okkar fyrr en um tvöleytið. í öðru tilfelli sendum við bíl upp á Sandskeiði á móti sjúkrabifreið sem var að koma með sjúkling frá Selfossi. Það gekk að óskum, en tók sinn tíma. Við lögðum af stað úr Reykjavík klukkan fjögur, en vorum komnir í bæinn aftur hálf níu. Okkur gekk yfirleitt greiðlega að aka um göturnar, og ég hef það eftir félögum mínum að það hafi ekki verið veðrið og snjórinn sem töfðu fyrir, heldur illa útbúnir fólksbílar sem mynduðu tappa í göturnar. t rauninni finnst mér ekkert óeðlilegt að setja einhvers konar „útgöngubann" þegar svona stendur á, hreinlega láta það varða sektum ef menn eru á ferð- inni á vanbúnum bílum. Við fáum sektir fyrir að leggja ólöglega, sem er að mínu mati miklu minni sök. Ég held að þetta sé nauðsyn- legt, því fólk virðist ekki láta sér segjast. Við munum hvernig þetta var í fyrra á sama tíma, þrátt fyrir ófærð dag eftir dag, hélt fólk áfram að reyna að komast leiðar sinnar á vanbúnum bílum." Hálft annað hundrað skátar tóku þátt í hjálparstarfinu Fjöldi bíla frá Hjálparsveit skáta aðstoðaði á óveðursdaginn, bæði í Reykjavík og nágrenni og víðar um landið. Tryggvi Páll Friðriksson, formaður lands- sambandsins, taldi að í heildina hefðu yfir 20 bílar aðstoðað víða um land, þar af um 10 í Reykjavík og nágrenni. Auk þess lögðu fjöl- margir skátar starfinu lið á einkabílum. Má gera ráð fyrir að um 150 manns úr Hjálparsveit- inni hafi tekið þátt í hjálparstarf- inu. Er börn msttu í skóla á miðvikudagsmorgun var veður skaplegt og þau því ekki öll klædd með tilliti til þess veðurs, sem gerði síðar um daginn. Sums staðar var því brugðið á það ráð að leita hlífðarfatnaðar í körfu með óskila- munum. Morpinbl»dið/ KAX Sitt sýnist hverjum um niðurfellingu kennslu Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur hef- ur hlotið gagnrýni fvrir það að fella kennslu í skólum ekki niður á óveð- ursdaginn, fvrr en klukkan ellefu. Þá voru mörg þúsund böm þegar komin í skóla og brutust sum þeirra eins síns liðs heim á leið þegar veðrið var sem verst. Blm. Mbl. hafði samband við Kagn- ar Georgsson skólafulltrúa í gter vegna þcssa máls. „Hér hefur síminn ekki stoppað og er fólk ýmist að kvarta yfir því að skólum var ekki aflýst strax á óveðursdaginn eða að skólum í dag var aflýst strax áður en ljóst var með veður. Sitt sýnist því hverjum," sagði Ragnar. „ Grunnskólar Rey kj avíku rborgar eru 14.000 manna starfsstöð og er það alltaf stór ákvörðun að fella niður starf- semi þar sem svo margir eiga hiut að máli. Til að stöðva börnin sem mæta eiga að morgni þurfum við að taka ákvörðun klukkan sjö árdegis og koma tilkynningu í útvarp. Um það leyti á óveðursdaginn var veðrið ekki slæmt og áður en það versnaði um níuleytið var morgunhópurinn segir Ragnar Georgsson skólafulltrúi yfirleitt kominn inn í skólana og ekki í neinni hættu staddur. Við til- kynntum svo klukkan ellefu að kennsla eftir hádegi félli niður til að síðdegishópurinn færi ekki af stað og áminntum meira að segja for- eldra um að halda börnum sínum innandyra. Svo aflýstum við skóla í dag, vegna þess hve færðin í borg- inni er fádæma erfið.“ En hversvegna er börnum leyft að fara einum heim úr skólunum? Eru engar öryggisreglur sem skólayfir- völd verða að fara eftir þegar svona stendur á? „Slíkt er ekki gert, skólarnir reyna að stjórna af fremsta megni heimferð barnanna og í mörgun skólum voru börn í gæslu fram und- ir kvöld. Öryggisreglur sem Fræðsturáð Reykjavíkur samþykkti á síðasta vetri eru vissulega til stað- ar og hafa að sjálfsögðu verið kynntar skólastjórum og fer vel á þvi að cifja þær nú upp, en þær eru efnislega á þessa leið: (1) Mikilvægt er að foreldrar og aðrir forráðamenn barna meti ávallt aðstæður og sendi þau ekki af stað í skóla ef tvísýnt þykir um öryggi þeirra vegna óveðurs eða ófærðar, jafnvel þó ekki hafi verið auglýst um stöðvun skólastarfs. Slíkar fjarvistir eru heimilar og skulu foreldrar í þessum tilvikum gera skólum vart símleiðis. (2) Þegar svo illa viðrar að örugg- ara þykir að fella niður kennslu að einhverju eða öllu leyti til þess að aftra því að börn haldi út í óveðrið, skal tilkynnt um það i hljóðvarpi frá fræðsluskrifstofu. (3) Þegar svo stendur á er að sjálfsögðu ekki um LOKUN skóla í bókstaflegri merkingu að ræða og skal starfslið skólans annast þá nemendur sem kunna að mæta og nemendur ekki látnir fara úr skóla- húsinu nema í fylgd fullorðinna hafi veðri ekki slotað."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.