Morgunblaðið - 06.01.1984, Side 2

Morgunblaðið - 06.01.1984, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 Miklar skemmdir á flota Sandgerðinga TOLF bátar slitnuðu upp í Sandgerdishöfn í gær- morgunn er mikiö suðvestan og vestan veður gekk yfir landið samhliða stórstraumsflóði og lágum loft- þrýstingi. Veöur var alls staðar mjög mikið á Suður- nesjum. Sjávarborg GK 60, 450 tonna loðnuskip, rak upp í grjótgarðinn og sat þar föst. Reynt var að ná henni á flot á flóði í gærkveldi. Reynir frá Sandgerði, sem er tréskip, og Víðir II frá Garðinum, sem er stálskip, slitnuðu einnig upp og rak þau upp í grjótgarðinn, en með því að koma spilvír á polla á bryggjunni tókst að koma bátunum á flot og leggja þeim að nýju við bryggjuna. Skemmdir á Víði eru taldar hverfandi, en Reynir er að líkindum eitthvað brotinn eftir núninginn við klettana, en skemmdirnar á honum eru ekki fullkannaðar. Níu þessara báta voru 10—12 tonna trillur og tókst að ræsa vélar fjögurra þeirra strax og koma þeim á flot og festa við bryggju á ný án þess að teljandi skemmdir hlytust af. Hinar fjórar rak upp í grjótgarð- inn og strönduðu þar og voru þær hífðar með krönum á þurrt seinnipartinn í gær, öll nema ein sem ekki náðist. Miklar skemmdir urðu á þessum trillum sem eru þó ekki fullkannaöar. I'á fór vörubíll, ásamt bílstjóranum, einnig í höfn- ina. Manninum tókst að bjarga og liggur hann við nokkuð góða líðan á sjúkrahúsinu í Keflavík. Bfllinn var hífður með krana í land um leið og trillurnar. Sjávarborg GK-60 í grjótgarðinum í Sandgerðishöfn. Morp>nbi»ðið/Fri«þjéfur. „Vörubíllinn þeyttist eins og eldspýtustokkur í sjóinn“ Komum vír í land og gátum togað okkur að bryggjunni á ný — segir Mark Brink „Ég var kominn niður eftir um sex leytið í morgun, útgerðarmaðurinn minn hringdi í mig að koma með sér því þeir komu vélinni ekki í gang á bátnum sem ég er vélstjóri á. Við fór- um á vörubfl niður á bryggju og við sáum það strax að við myndum ekki komast á vörubflnum út bryggjuna því það braut svo mikið yfir hana,“ sagði Mark, en hann bjargaði Svavari Ingi- bergssyni á land ásamt Grétari Páls- syni. „Þegar við erum þarna niður frá verðum við vitni að því að þrjár trillur, sem lágu hver utan á ann- arri, slitna upp og reka beint upp í grjótgarðinn. Við förum heim til eins eigandans, Grétars Pálssonar, sem á Sæljónið, til að láta hann vita að bátarnir væru lausir. Hann kem- ur strax með okkur og biður konuna sína um að láta Svavar vita, sem átti Sóleyna en hún var næst grjótgarðinum. Þegar við komum aftur niður eft- ir stóðu bátarnir jafn hátt og plan- ið, ef ekki hærra og slógust í það. Svavar og Grétar settu báða bátana í gang og reyndu að keyra frá grjót- garðinum, en Svavar gat það ekki vegna þess að skrúfan á hans bát var alveg í grjótinu. Þannig að hann tók það ráð að reyna að koma taug í vörubílinn. Ég var í bátnum og kastað til hans tauginni, hann var í landi á bílnum og Grétar keyrði með á sínum bát, Sæljóninu. Það var komin hreyfing á bátana, þegar brotið kemur og það skipti engum togum að vörubíllinn þeytist eins og eldspýtustokkur í sjóinn. Ég stóð í bátnum og rýndi út á höfnina, en sem betur fer var ljós á bryggj- unni, en það hafði alltaf öðru hvoru verið að fara vegna rafmagns- truflana. Sem betur fer rak ég aug- un í höfuðið á Svavari í sjónum. Það var mikill sjór, en mér tókst að stökkva í land úr bátnum og gat náð í handlegginn á honum, en hann hafði á meðan synt að bryggjunni. Grétar kom á eftir mér í land og í sameiningu tokst okkur að draga hann upp og gátum haldið á honum Mark Brink á milli okkar upp í vigtarskúrinn, og þar var hann þangað til sjúkra- billinn kom. Það var þungt að draga hann upp að vigtarskúrnum, hann er þéttur og það er óhætt að segja að þetta sé heljarmenni. Það er sér- stakt að maður á þessum aldri skuli hafa haft það af að bjarga sér í þessum hamagangi, enda var ég forviða þegar ég sá honum skjóta upp, en allt tók þetta bara nokkur augnablik," sagði Mark að lokum. Rætt við Jón Sig- valdason, skip- stjóra á Reyni frá Sandgerði „ÉG VAR komin hingað niðureftir klukkan 6.30. Þá var báturinn komin upp í grjótgarðinn með Víði II utan á sér, en við lágum utan á honum og bátana rak samsíða upp í fjöruna, þar sem Sjávarborgin er núna," sagði Jón Sigvaldason, skipstjóri á Reyni GK frá Sand- gerði, en bát hans, sem er rúmlega 100 tonn, sleit upp og rak upp í fjöru í suðvestan áhlaupinu sem gerði í gærmorgun. „Ég, vélstjóri, stýrimaður og kokkurinn, komumst um borð. Það var ekkert hægt að gera hér í morgun fyrst í stað fyrir veð- urhæð. Smám saman gátum við hreyft Reyni með Víði utan á sér upp í hornið og þegar þangað var komið komum við togvír í land sem við settum utan um polla á bryggjunni þaðan sem okkur hafði rekið. Þegar lag kom losnaði báturinn af grjót- inu og við gátum þannig smá mjakað okkur frá. Þegar við vorum komnir á flot, losuðum við Víði, sem allan tíman var utan á okkur, vélarvana og mannlaus, frá að framan og bökkuðum hingað og gátum lagt hér að. Við drógum Víði á eftir okkur með spilinu og komum Ragnar Þ. Guðmunds- son forstjóri er látinn Látinn er í Reykjavík Kagnar Þ. Guönnindsson, forstjóri Ríkisprent- smiðjunnar Gutenberg, 62 ára aö aldri. Kagnar var fæddur í Keykjavík 15. mars árið 1921, sonur hjónanna Ing- unnar Tómasdóttur og Guðmundar H. Þorlákssonar skipstjóra. Ragnar lærði prentiðn í ísafold- arprentsmiðju og lærði síðar setn- ingu á sama stað og var við nám og störf í ísafoldarprentsmiðju á árun- um 1936 til 1942, en starfaði stðan í Alþýðuprentsmiðjunni frá 1943 til 1944. Þá fór hann til New York og var þar við prentnám, kynnti sér setningarvélar og meðferð þeirra. Eftir heimkomuna 1945 hóf hann á ný störf við Alþýðuprentsmiðjuna sem vélsetjari og var síðan prent- KR byggir félagsmiðstöð við Frostaskjól: Borgin greiðir húsaleigu fyrirfram fyrir 27 ár smiðjustjóri þar árin 1957 til 1967. Ragnar var forstjóri Gutenbergs- prentsmiðjunnar frá 1968. Ragnar var í prófnefnd í setningu frá árinu 1960. Eiginkona Ragnars, Katrín I. Bjarnadóttir, lést árið 1969, en þrjú uppkomin börn þeirra lifa foreldra Reykjavíkurborg og Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur, KR, hafa gert með sér samkomulag, — leigu- og samstarfssamning, um það að borgin leigi hluta húsnæðis í væntanlegri fé- lagsmiðstöð við Frostaskjól sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Ómari Einarssyni, framkvæmda- stjóra /Eskulýðsráðs borgarinnar. Samkomulagið hefur verið sam- þykkt með 4 samhljóða atkvæðum í borgarráði, en fulltrúi Kvennafram- boðs sat hjá og lét bóka mótmæli sín við samningnum. í samningi borgarinnar og KR er kveðið á um að borgin greiði húsa- Albert Guömundsson: Vöruverð ætti að lækka í samræmi við lækkandi fjármagnskostnað „ÉG TEL að það sem verði að gerast núna sé að fyrirtæki og verzlanir lækki vöruverð miðað við lækkandi til- kostnað. Fjármagnskostnaðurinn hef- ur hekkað mikið, en vöruverð lækkar ekki í sama hlulfalli," sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, í viðtali við blm. Mbl. í gær. Albert sagði ennfremur, að hann teldi kaupmenn og verzlunarmenn verða að taka þetta upp af sjálfs- dáðum. „Ef þeir vilja vinna sem frjálsir aðilar, og að frjáls álagning sé viðhöfð, þá mega þeir ekki nota sér frjálsræðið til að viðhalda háu vöruverði," sagði ráðherrann. Albert var spurður hvort stjórn- völd gætu með einhverju móti stuðl- að að lækkun vöruverðs. Hann svar- aði: „Það endar með því að það þarf að kanna hvernig á því stendur að lækkandi verðbólga kemur ekki út í lækkandi vöruverði.' Fjármagns- kostnaður hefur minnkað verulega og þar af leiðandi ætti allur til- kostnaður að minnka." leigu fyrirfram fyrir 555 fermetra húsnæði að upphæð 9 milljónir króna. Er það fyrir leigu í 27 ár, en greiðslu á að inna af hendi á árun- um 1984 til 1986, en dragast lengur ef framkvæmdir við húsnæðið drag- ast. Ómar sagði að grunnteikningar af húsinu lægju fyrir og væri áætlað að það yrði um 867 fermetrar að stærð, en hluti borgarinnar verður 555 fermetrar, eins og áður sagði. Sagði Ómar að í hinni væntanlegu félagsmiðstöð yrði bæði rekin starf- semi fyrir börn, unglinga og aldr- aða, þ.e. tómstundastarf almennt. Áætlað er að húsið verði tilbúið árið 1986. ísbjörninn hf.: Fyrsti togar- inn til veiða „ÞAÐ er fyrirhugað að fyrsti togar- inn okkar, Ásþór, haldi til veiða á laugardag og hinir tveir með skömmu millibili á eftir honum. Vinna gæti þá hafizt í frystihúsinu um miðjan mánuðinn," sagði Ingv- ar Hjálmarsson, forstjóri ísbjarn- arins, í samtali við Morgunblaðið. Ingvar sagði ennfremur, að frá því fyrir jól hefði afli verið tregur og veður slæmt þannig að ekki hefði þótt borga sig að senda skipin fyrr á veiðar. Afla- og gæftaleysi væri of mikið ofan á erfiða rekstrarafkomu, en á hinn bóginn væri nauðsynlegt að fá hráefni til vinnslu í landi til að halda þessu gangandi. Um 230 manns var sagt upp hjá ísbirninum um miðjan des- ember síðastliðinn og fær það fólk væntanlega vinnu aftur þeg- ar hráefni fer að berast að landi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.