Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.01.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 13 _ _________________________________________________—------------------- Jaruzelski og Glemp ræddust við á lokuðum fundi Úr dönsku kosningabaráttunni Kosningabaráttan í Danmörku er nú að ná hámarki fyrir þingkosningar þær, sem fram eiga að fara þar í landi á þriðjudag. Mynd þessi er af Erhard Jakobsen, leiðtoga miðdemókrata á kosningafundi. í skoðanakönnun blaðsins Jyllandsposten, sem skýrt var frá nú i vikunni, var því spáð, að flokkur Jakobsens myndi tapa miklu fylgi. Varsjá, 5. janúar. AP. FRÁ ÞVÍ var greint í Varsjá í gær, að Wojciech Jaruzelski, yfirmaður pólsku herstjórnarinnar, hefði hitt Jozef Glemp erkibiskup að máli á lokuðum fundi. Er þetta í fyrsta skiptið sem þeir ræðast við síðan að Jóhannes Páll páfi II heimsótti landið í júní síðastliðnum. Hin opinbera fréttastofa, PAP, greindi einungis frá því að fundurinn hefði farið fram og staðið yfir í um klukkustund. Annað kom ekki fram. Búist var þó við því að Glemp myndi greina nánar frá viðræðunum í dag, föstudag. Háttsettir kirkjunnar menn í Póllandi, sem ekki vildu láta nafns getið, sögðust þó telja að umræðuefnið hefði verið tví- Tillögur Kissinger-nefndarinnar: Einn milljarður dollara í aðstoð við Mið-Ameríku þætt. Glemp hefði viljað ræða mögulega frelsun háttsettra Samstöðumanna, hverra rétt- arhöld standa yfir, með tilliti til sjóðs þess sem kirkjan ræður nú yfir til handa sjálfseignarbænd- um í landinu og er byggður á verðlaunafé því sem Lech Wal- esa fékk er hann var útnefndur til friðarverðlauna Nóbels. Auk þess telja umræddir kirkjumenn að Glemp hafi not- að tækifærið og mótmælt of- sóknum þeim er fáeinir prestar hafa sætt að undanförnu, svo sem Jerzy Popieluszko, sem sagður er hafa misnotað trú- frelsið í landinu í þágu Vestur- landa. Fundur þeirra Glemp og Jaruzelski kom nokkuð á óvart að sögn fréttaskýrenda, þar sem stjórnvöld í Póllandi hafa aukið þrýsting á kirkjuna til þess að kveða niður áhrifin sem heim- sókn páfa hafði síðastliðið sumar. W ashington, 5. janúar. AP. Kissinger-nefndin svo- nefnda, sem fjallar um mál- efni Mið-Ameríku, er talin munu mæla með því, að Banda ríkin verji einum milljarði dollara í efnahags- og hernaðaraöstoð á næstu árum í því skyni að leysa þró- unar- og öryggisvandamál ríkjanna á þessu svæði. Var Moskvu 5. jan. AP. Úrslitaeinvígi árskorendakeppn- innar í heimsmeistaramótinu í skák hefst að öllum líkindum 10. mars nk. í Vilnius, höfuðborg Litháens, að því er sovéska dagblaðið Izvestia greindi frá í dag. þetta haft eftir bandarískum embættismönnum í Wash- ington í dag. Er gert ráð fyrir, að skýrsla nefndarinnar verði lögö fyrir Reagan for- seta í næstu viku. Nefnd þessi hefur dregið heiti sitt af Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er for- maður nefndarinnar. Ekki er Keppiendur eru Garry Kasparov og Vasily Smislov. Kasparov, sem er tvítugur, sigraði Korchnoi, og Smislov, sem er 62 ára, sigraði Ungverjann Zoltan Ribli í undan- keppni í Lundúnum í síðasta mán- uði. gert ráð fyrir, að nefndin leggi til miklar breytingar á núver- andi stefnu Bandaríkjastjórn- ar gagnvart löndum Mið- Ameríku. Fulltrúar beggja bandarísku flokkanna eiga sæti í nefndinni, sem fengið hafði fyrirmæli um að hafa tillögur sínar tilbúnar eigi síð- ar en 10. janúar nk. Nefndin er sögð mæla með því, að meginhluta fjárins verði varið til efnahagsað- stoðar, sem er í samræmi við núverandi stefnu Bandaríkja- stjórnar. Tólf manns eiga sæti í nefndinni, sem stofnuð var síðastliðið sumar í þeim til- gangi að koma fram með til- lögur, sem jafnt hægri menn sem frjálslyndir í Banda- ríkjunum gætu vel við unað og myndu því njóta víðtæks stuðnings hjá almenningi og á Bandaríkjaþingi. í því skyni að afla upplýs- Henry Kissinger inga til grundvallar skýrslu sinni fóru nefndarmenn í tvær ferðir til Mið-Ameriku. Jafn- framt fengu þeir á sinn fund tugi sérfróðra manna, þeirra á meðal alla núlifandi menn, sem áður hafa gegnt embætti forseta eða utanríkisráðherra í Bandaríkjunum. Óeirdir á Jamaica: 4 létu lífíð Kingston, Jamaica 5. jan. AP. LÍKIREGLA og vopnaðir hermenn voru á verði í vesturhluta Kingston í dag eftir að þar hafði komið til al- varlegra átaka milli andstæðra stjórnmálahópa. Fjórir létu lífið í átökunum og 160 manns voru hand- teknir. Edward Seaga, forsætisráð- herra Jamaica, hefur fordæmt morð á lögregluforingja og ófrískri vinkonu hans í gær, en þau voru vegin í borgarhluta þar sem kom til blóðugra átaka í kosn- ingabaráttunni fyrir fjórum ár- um. Kallaði ráðherrann morðið „viðurstyggð" og „hugleysi". Einvígi Kasparovs og Smislovs hefst 10. mars t.d. plaköt frá kr. 10. Innrammaðar myndir frá kr. 59. Rýmum til fyrir nýjum vörum MYNDIN Dalshrauni 13, Hafnarfiröi. Sími 54171.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.