Morgunblaðið - 07.02.1984, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.02.1984, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 17 brag og hlýju að þeir gleymdu því aldrei. Þetta voru heimsfrægir listamenn sem voru vanir að láta pakka sér í flugvélar og hótel um allan heim og komust sjaidan í snertingu við þá mannlegu tillits- semi sem Ragnar veitti þeim. Eng- um er fremur að þakka þessar heimsóknir og ég þarf að sjálf- sögðu ekki að taka það fram hve mikið þær auðguðu íslenskt tón- listarlíf.“7) Þrátt fyrir eldmóð og áhuga gekk erfiðlega að láta enda ná saman fjárhagslega við rekstur Hljómsveitarinnar og Tónlist- arskólinn bjó við sífellda húsnæð- iseklu. Þegar fram liðu stundir gat skólinn þó fest kaup á eigin hús- næði og seinna Trípolíbíó á Grímsstaðaholti sem varð tekju- lind skólans og tónlistarsalur. Þegar Trípolíbíó var svo rifið réðst Tóniistarfélagið í að reisa það húsnæði sem í dag hýsir Tón- listarskólann og Tónabíó. Hljómsveit Reykjavíkur þróaðist aftur á móti til þess að öðlast nafnið Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Mættu þeim félögum marg- ir fjallháir erfiðleikar við að tryggja henni fastan starfsgrund- völl en sá áfangi náðist þó að lok- um. Ragnar hefur lítið viljað kann- ast við sín óeigingjörnustu störf. Er athyglisverð klausa í stuttu spjalli sem tekið var við hann á 75 ára afmælisdegi hans: „Ragnar gerði lítið úr þátttöku sinni í tón- listarlífi borgarinnar í gegnum ár- in, sagðist aðeins vera mikill áhugamaður um tónlist.“8) Bókmenntir Um miðjan fjórða áratuginn byrjar Ragnar að þreifa fyrir sér með bókaútgáfu, fyrst í félagi við Kristin E. Andrésson en seinna einn og þá mest undir nafni Helgafells. Gerðist hann geysilega athafnasamur og öflugur útgef- andi og hafði um margra ára skeið alla helztu penna íslenzkra bók- mennta innan sinna vébanda. Olli þar miklu að Ragnar fór að greiða hærri ritlaun en áður hafði þekkzt. Helgafell fór margar áður óþekktar leiðir í útgáfustarfsemi sinni, enda var Ragnar óþreytandi við að prófa eitthvað nýtt. Til að mynda auglýsti hann vöru sína af meiri dirfsku en keppinautarnir, gaf út sölubæklinga fyrstu for- leggjara og tók upp kápu- og myndskreytingar svo eitthvað sé nefnt. Útgáfa á fornsögum á nú- tíma stafsetningu á rætur sínar að rekja til Helgafells er Regnar fékk Halldór Laxness í lið með sér við útgáfu á Laxdælu. Stóðu þeir á tímabili í harðri rimmu við Jónas frá Hriflu og löggjafann varðandi það mál því að um þessar mundir voru sett lög um einkarétt ríkisins á útgáfu rita sem samin voru fyrir 1400. Létu þeir Halldór reyna á réttmæti þessarar órökvísi og ger- ræðislegu laga og höfðu betur, lög- in voru ómerk dæmd enda í and- stöðu við Stjórnarskrána. Frá stofnun dældi Helgafell ógrynni bóka út í þjóðfélagið, bóka margvíslegs efnis sem þó virðast hlekkir hinnar sömu keðju: gera Islendinga að vel upplýstri, menntaðri þjóð, meðvitaðri og stoltri af uppruna sínum. Dreifing þeirra fór að miklu leyti fram í bókaverzlunum útgáfunnar sem staðsettar voru víðsvegar um bæ- inn. Halldór Laxness, Gunnar Gunn- arsson, Davíð Stefánsson, Þór- bergur Þórðarson, Tómas Guð- mundsson, Sigurður Nordal, Magnús Ásgeirsson, Einar ól. Sveinsson, Ólafur Jóhann Sigurðs- son, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, Steinn Steinarr, Jakob Thoraren- sen, Guðmundur G. Hagalín, Kristmann Guðmundsson, Guð- mundur Daníelsson, Þorsteinn frá Hamri, Sigurður A. Magnússon, Jökull Jakobsson, Hannes Pét- ursson, Thor Vilhjálmsson, Matthías Johannessen, Guðbergur Bergsson, Steinar Sigurjónsson. Svo mætti lengi telja. Höfundar þeir, sem Helgafell hafði á hendi, spanna fullt hús í spilastokki pennafærra íslendinga á tuttug- ustu öid. Naut forlagið þess vel við útgáfu á tímaritinu Helgafelli sem gefið var út með hléum á fimmta og sjötta áratug aldarinnar. Var hér um að ræða vandað efnismikið tímarit um menningarmál og list- ir; ritdómar og gagnrýni, frum- birting ljóða og ritgerða hinna rit- færustu manna. Störf Ragnars í gegnum tíðina voru jafnan unnin í krafti sann- færingar og trúar á hvað væri rétt, hvað væri gott. Má finna vissan hvata bókaútgáfunnar í skoðun hans á hlutverki bóka- skápsins. „ ... Þær eru alltaf við höndina til tryggingar gegn leið- indum og aðgerðarleysi á sama hátt og menn geyma peninga í banka til tryggingar gegn hungri og klæðaleysi.“9) Myndlistin Snemma gerðist Ragnar stór- tækur listaverkakaupandi og voru það helzt málverk sem lentu í hans eigu. Væntanlega hefur hon- um gengið tvennt til; annarsvegar að styrkja misstönduga íslenzka myndlistarmenn og hinsvegar að safna saman ómetanlegum menn- ingarverðmætum. Hið sama gilti um þennan hóp listamanna og aðra; allir þekktu til Ragnars og fjölmargir komust fyrr eða seinna í kynni við rausn hans og athafna- semi. Algengt var að Ragnar hlypi undir bagga með listamönnum eða öðrum sem börðust í bökkum fjár- hagslega. Áhrifarík er frásögn Sigurjóns heitins Ólafssonar myndhöggvara en á árunum 1958—60 var Sigurjón illa haldinn lungnaveiki: „En þegar ég kom heim af spítalanum beið mín nýtt og glæsilegt íbúðarhús sem var áfast litla steinhúsinu okkar. Ragnar í Smára hafði byggt húsið meðan ég lá veikur. Og ekki datt honum í hug að krefja mig um eina krónu fyrir vikið. Ég vil einn- ig geta þess að Auður Laxness, kona Halldórs og einnig ættuð af Eyrarbakka, ýtti mjög undir allar framkvæmdir varðandi húsbygg- inguna. Þetta nýja húsnæði olli hvörfum í lífi mínu og listsköpun. Slíkan vinargreiða getur Ragnar einn gert. Ekkert fannst honum sjálfsagðara en að byggja hús yfir vini sína ef þeir þyrftu þess með.“10) Hér að framan er minnzt á draum Ragnars um að gera menn- inguna að almenningseign. Einnig hefur verið fjallað um áhuga hans á bókmenntum og tónlist sem mið- að hafa að þessu marki. Nú tengist dreifing myndlistarinnar að vissu leyti bókaútgáfunni því Helgafell sendi frá sér fjölda myndlistar- bóka á blómaskeiði sínu auk mál- verkaeftirprentana. Bækur helg- aðar einstökum meisturum litu dagsins ljós með sýnishornum þess bezta sem gert hefur verið í íslenzkri myndlist. Það var svo árið 1961 að Ragnar kórónaði þessi störf sín. Þá sendi hann Alþýðusambandi íslands bréf þess efnis að hann gæfi sam- bandinu listaverkasafn sitt, alls 120 verk. Var hér um að ræða mál- verk eftir flesta snjöllustu lista- menn þjóðarinnar. Ekki lét stórhugurinn þar stað- ar numið. í bréfinu sagðist Ragn- ar mundu innan tveggja ára hafa tilbúna bók um safnið: „stóra listaverkabók með myndum af öll- um málverkunum, um þriðjung þeirra í litum. Bókin yrði í senn handbók um íslenska list og lykill að safninu fyrir eigendur þess, skrifuð af Birni Th. Björnssyni. 5000 eintök munu fylgja safninu og verða andvirði þeirra notað til að byggja vísi að safnhúsi."111 Samning þessa mikla verks um íslenzka myndlist á 19. og 20. öld útheimti meiri vinnu en nokkurn hafði órað fyrir. Var það ekki fyrr en að 11 árum liðnum að lögð var lokahönd á þetta stórvirki: eina yfirlitsverkið sem til er um ís- lenzka myndlist. Með þessari gjöf sinni til fjöl- mennustu félagssamtaka á land- inu fannst Ragnari myndlistar- kynningu til alþýðu þjóðarinnar bezt borgið. Hefur Listasafni al- þýðu stöðugt aukizt listaverkaeign og vegur og er ein aðalheimild þessarar greinar afkvæmi þess. Er það fyrsta bókin í flokki um ís- lenzka myndlist sem Listasafnið stendur að ásamt bókaútgáfunni Lögbergi, en í henni segja ýmsir merkir menn frá kynnum sínum af Ragnari í Smára. Þetta er glæsilegt rit, verðskuldaður virð- ingarvottur, sem meðal annars hefur að geyma myndir úr lista- verkagjöfinni. Að lokum er vert að minnast þess að þegar farið var að huga að fyrstu Listahátíð í Reykjavík stóðu að henni ríki og bær auk ýmissa stofnana og félaga. Aðeins einn einstaklingur var í þessum hópi: Ragnar Jónsson. Auðurinn Eins og nærri má geta bera listamenn hlýjan hug til Ragnars. Gleggsti vitnisburður þess er vafalaust afmælisrit, útgefið á 50 ára afmæli hans. Segir þar í inn- gangi: „Ragnari Jónssyni, sem um langt árabil hefur unnið að ís- lenskum menningarmálum af heillandi stórhug og örlæti og mest og best sinna samtíðar- manna eflt íslenska listamenn til framtaks og sjálfstæðis, er rit þetta tileinkað með þakklæti og vinarkveðjum á fimmtugsafmæli hans.“12) Þessa afmæliskveðju undirrituðu 120 manns, rithöfund- ar, listamenn og unnendur menn- ingarmála. Slík voru hin sönnu laun Ragn- ars. Þó hann hafi alla jafna haft góð fjárráð þá hefur hann veitt sér fátt, lifað í efnalegu fábroti. Umhugsunarverð eru orð hans um auðinn: „Auður er hvorki góður né vondur, það er afstaða mannsins til auðsins sem er annaðhvort góð eða vond.“13) Þótt ótrúlegt megi virðast hefur hér að framan einungis verið stiklað á stóru varðandi ævistarf Ragnars í Smára. Það er í raun svo mikið að vöxtum að ómögulegt er að henda reiður á því öllu. Það sem hér hefur þó verið fram dreg- ið ætti að vera einhliða hvatning til sérhvers okkar; að sjá hverju einstaklingurinn getur áorkað á æviskeiði, svo fremi hann starfí, knúinn áhuga og þrótti sannra verðmæta. Heimildarskrá: 1) Ragnar í Smára, viAtalsbók skráð af Ingólfi Margeirssyni, Reykjavík 1982, Listasafn ASÍ og Lögbergs, bls. 52. 2) Morgunblaðið 7. febrúar 1954. 3) Skrafað við skemmtilegt fólk, viðtalsbók skráð af Guðmundi Daníelssyni, Setberg, Reykjavík, 1976, bls. 202. 4) Afmæliskveðja til Ragnars Jónssonar, 7. febrúar 1954, Prentsmiðjan Hólar hf. 5) Sjá 4) 6) Sjá 2) 7) Sjá 1) bls. 73. 8) Morgunblaðið 8. febrúar 1979. 9) Sjá 2) 10) Sjá 1) bls. 105. 11) Sjá 1) bls. 140. 12) Sjá 4) 13) Sjá 1) bls. 12. Ragnar Jónsson, forstjóri, betur þekktur sem Ragnar í Smára, er áttræður í dag, 7. febrúar. Það er ekki hallað á neinn þótt fullyrt sé að Ragnar í Smára sé einn merkastur maður sinnar samtíðar á landi hér, vegna starfs síns í þágu íslenskrar þjóðmenn- ingar. Skáld og myndlistarmenn leituðu snemma fulltingis hans á framabraut sinni og hann brást þeim aldrei. Og þegar tónlistar- skólinn komst í rekstrarörðug- leika á fyrstu starfsárum sínum, þá gerðist Ragnar einn af „postul- unum“ og þeirra fremstur. Málun- um var bjargað með stofnun Tón- listarfélagsins. Frá því að Tónlistarfélagið var stofnað 1932 og fram á síðastliðið haust, var Ragnar sjálfkjörinn formaður félagsins, en þá baðst hann undan endurkjöri af per- sónulegum ástæðum. Hann var þá jafnframt kjörinn heiðursforseti Tónlistarfélagsins. Við félagarnir þökkum Ragnari rúmlega 50 ára ánægjulegt sam- starf og órofa tryggð hans og fórn- fúst starf í sambandi við það hugðarefni, sem batt okkur félags- og vináttuböndum. Tónlistarfélagið æ% afsláttur Vegna breytinga, veitum við 30% afslátt, á nokkrum gerðum af sófasettum - bókaskápum o.fl. Afsláttinn veitum við til 15. febrúar n.k. _______SfcHiin_____ Smiðjuvegi 6 - Simi 44544 Við opnun Listasafns alþýðu ásamt fjölskyldumeðlimum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.