Morgunblaðið - 07.02.1984, Page 19

Morgunblaðið - 07.02.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 19 Nýr aðalræðismaður Rússa í Gautaborg skipaður: Rekinn frá Bretlandi fyrir njósnir árið 1971 SOVÉTMENN hafa skipað nýjan aðalræðismann í Gautaborg í Sví- þjóð. Sá heitir Viktor Karjagin. Skipan hans í embættið þætti e.t.v. ekki svo miklum tíðindum sæta ef ekki kæmi til sú stað- reynd, að Karjagin þessum var ásamt rúmlega 100 sovéskum sendiráðsstarfsmönnum vísað frá Bretlandi árið 1971 fyrir njósnir. Svenska Dagbladet skýrði frá þessu um helgina. Að sögn sænska blaðsins Kvállposten er Karjagin hátt- settur innan sovésku leyniþjón- ustunnar, KGB. Ekki er lengra síðan en í des- ember 1982, að vararæðismanni Victor Karjagin, aðalræðismaður Rússa í Gautaborg Sovétríkjanna í Gautaborg var vísað úr landi samhliða her- málafulltrúa Sovétmanna í Stokkhólmi. Báðum var gefið að sök að hafa stundað iðnaðar- njósnir. Útþensla sovésku ræðis- mannsskrifstofunnar í Gauta- borg hefur verið umtalsverð á undanförnum árum. Alls starfa þar um 20 manns. Þess má geta í lokin, að Gautaborg var ein þeirra borga, þar sem upp komst um smygl háþróaðs bandarísks tölvubún- aðar fyrr í vetur. Tölvubúnaði þessum var ætlað að fara til Sov- étríkjanna. Skipt um nýru í Jury Andropov? JURI ANDROPOV, aðalritari sov- éska kommúnistaflokksins og for- seti landsins, er að ná sér eftir að sett voru í hann ný nýru, eftir því sem vestur-þýskur sérfræðingur um málefni Kreml segir. „Andro- pov er á góðum batavegi og vinnur meira en tvo daga viku hverja,“ sagði sérfræðingurinn, Eberhardt Schneider, og bar fyrir sig orð ónafngreinds tíðindamanns sem er hátt settur embættismaður í Sovétríkjunum. Andropov hefur ekki sést opinberlega síðan í ágúst á síð- asta ári og hafa miklar vanga- veltur verið um hvar hann kunni að vera niður kominn og hvernig heilsu hans sé háttað. Vitað var fyrir að hann væri nýrnaveikur. Schneider hafði eftir tíðinda- manni sínum, að svo hress væri Andropov orðinn, að hann myndi að öllum líkindum koma fram fyrir 4. mars næstkomandi, og flytja ræðu. „En ekkert verður þó fullyrt um þetta, því maður veit aldrei hvaða stefnu veikindi af þessu tagi geta tekið," sagði Schneider. Sem fyrr segir vildi Schneider ekki geta nafns tíðindamanns- ins, en hann segir hann hafa marg oft á síðustu árum lekið til sín fréttum af ráðamönnum í Kreml og til þessa hafi ekkert af því ekki átt við rök að styðjast. Schneider gat þess einnig, að það væri óumdeilanlegt, að þrátt fyrir langvarandi veikindi sín væri Andropov enn sá sem réði í Sovétríkjunum. „Hann markar stefnuna og eftir henni er farið. Þó að Sovétleiðtogar missi heils- una eins og fyrir kemur þýðir það ekki endilega að þeir missi völdin að auki," sagði Schneider. Heræfingar í Tékkóslóvakíu Prag, 6. febrúar. AP. SOVÉTMENN OG tvær Varsjár- bandalagsþjóðir aðrar hafa staðið fyrir umfangsmiklum heræfíng- um í óbyggðum í Tékkóslóvakíu. Alls eiga æfíngarnar að standa yf- ir í fímm daga, en þær hófust á sunnudaginn. I fréttatilkynningu frá ríkisfréttastofu Tékkóslóv- akíu var þess getið að tilgangur æfínganna væri að kanna hversu góð samvinna bandalagsríkjanna væri ef að þeim væri sótt úr vestri. Lítillega var greint frá æf- ingunum í tékkneska sjónvarp- inu og þar mælti þulur á þá leið að með æfingunum væri verið að skerpa bardagalistina og væri ekki vanþörf á þar sem Vesturlönd væru greinilega í vígahug sem sæist best á niður- setningu þeirra á hundruðum meðaldrægra kjarnorkueld- flauga í Vestur-Evrópu. Veður víöa um heim Akureyri +8 snjór Amsterdam 7 rigning Aþena 13skýjað Barcelona 14léttskýjað Bankok 34heiðskírt Beirút 19skýjaö Berlín S rigning Brtissel 8 rigning Buenos Aires 22heiðskírt Chicago -5 heíðskírt Dublín 8 rigning Feneyjar 5 heiðskírt Frankturt 10rigning Genl 12 heiðskirt Helsinki 2 skýjað Jerusalem 19 skýjað Jóhannesarborg 26 heiðskírt Kairó 21sandstormur Kaupmannahöfn 6skýjað Las Palmas 20 léttskýjað Lissabon 15 heiðskírt London 10 skýjað Los Angeles 24 heíðskírt Majorka 15 skýjað Malaga 16 mistur Mexíkóborg 19skýjað Miami 24 skýjað Montreal 2skýjað Moskva +11 heiðskírt New York 4 skýjað Nýja Delhi 20 heiðskirt Osló 4 heiöskírt París 10 skýjað Peking 0 heiðskírt Perth 26 heiðskírt Reykjavík +4 skýjað Ríó de Janeiró 41 heiðskírt Róm 16 skýjaö San Francisco 17 heiðskírt Seaul -Sheiðskirt Stokkhólmur 2 skýjað Sydney 27 skýjaö Tókýó 2 skýjað Vancouver 11 skýjað Vínarborg 6 skýjað Þórshöfn Iskýjað Artamonov og kona hans á leið út í Aeroflot-flugvélina, sem flutti þau frá Noregi. Afleiðingar Treholt-njósnamálsins: Fyrstu Rússarnir eru farnir heim Ósló, 6. febrúar. Krá Jan Erik Lauré, frélUriUra Mbl. TVEIR sovésku sendiráðsstarfs- mannanna, sem vísað var frá Noregi í kjölfar Treholt-njósnamálsins, yfír- gáfu Noreg á laugardag. Var þeim fylgt um borð í flugvélina af her- skara norskra öryggislögreglu- manna, blaðamanna og Ijósmynd- ara. Það voru þeir Jurij Anisimov, fyrsti sendiráðsritari, og Anatolij Artamonov, starfsmaður við sendiráðið, sem fóru fyrstir, að sjálfsögðu með vél frá Aeroflot. Úpphaflega stóð til að vélin lenti á Fornebu-flugvelli, en sökum hálku á flugbrautunum lenti vélin í Gardermoen. Sovésku sendiráðsmennirnir létu sér fátt um finnast um hinn mikla skara blaðamanna og Ijós- myndara, en gátu eðlilega ekki komið í veg fyrir að þeir væru myndaðir í bak og fyrir. „Ég er hvorki starfsmaður KGB né GRU, leyniþjónustu sovéska hersins," sagði Anisimov. Hann hafði annars mestan áhuga á að ræða um íþróttir. Báðir sögðu sendiráðsstarfsmennirnir, að brottvísunin hefði komið sér í opna skjöldu. „Við höfðum ekkert af okkur brotið," sögðu þeir báðir. Mannskæður hótelbruni Sodom, ísrael, S. febrúar. AP. EKRI HÆÐIRNAR á hóteli einu miklu í sumarleyfísparadís viö Dauðahafíð stóðu í Ijósum logum á sunnudaginn og herþyrlur og kranabílar björguöu frækilega fjölda hótelgesta sem leitað hafði skjóls á þaki byggingarinnar og undankomuleiðir voru engar. Tveir létu lífíð, hótelstarfsmaður og slökkvi- liðsmaður, og sjö slösuðust. Hótelið er skammt norður af hinni fornu borg Sodom, sem í eina tið var samnefnari siðspillingar af versta tagi. Varla mun verða gestkvæmt í gistihúsinu á næstunni, þvi megnið af því sem ekki brann, skemmdist mjög af reyk og vatni. Utsalan er í fullum gangi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.