Morgunblaðið - 07.02.1984, Side 20

Morgunblaðið - 07.02.1984, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 20 IHtqpu Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakið. Stjórn borgarmála Fyrr en varir verða tvö ár liðin síðan sjálfstæðis- menn endurheimtu meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur undir forystu Davíðs Oddsson- ar, borgarstjóra. Strax á fyrstu mánuðum hins nýja meirihluta urðu borgarbúar varir við að skipulegar og skynsamlegar var tekið á mál- um en í tíð vinstri glundroða- aflanna. Réttmæti glundroða- kenningarinnar sést best ef menn bera saman kjörtímabil vinstri meirihlutans og hvern- ig á stjórn borgarinnar hefur verið haldið síðan í maí 1982. Á fundi hjá Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, í síðustu viku gerðu þau Davíð Oddsson og Ingibjörg Rafnar, borgarfulltrúi, grein fyrir stjórn borgarmála það sem af er kjörtímabilinu. Breytingin til batnaðar hefur tvímæla- laust orðið mest í skipulags- málum og varðandi úthlutun lóða. Morgunblaðið hefur áður kallað þessa breytingu þögula byltingu og er ástæða til að ítreka þá lýsingu með vísan til þess að á hverjum fundi borg- arráðs er nú úthlutað einni eða fleiri lóðum. Punktakerfið sem vinstri meirihlutinn beitti í skömmtunarstjórn sinni á lóðum var fljótt afnumið og meira en það: með stórhuga framkvæmdum við Grafarvog- inn hefur verið brotið land undir íbúðarhús og telur Dav- íð Oddsson að líkja megi um- framlóðum borgarbúa við bankainnstæðu, sem ávaxtar sig vel. Á þessu stigi er of snemmt að átta sig á því hvaða áhrif hin þögula bylting í lóðamálum höfuðborgarinn- ar hefur, eitt er víst, hún léttir þeim sem vilja eignast þak yf- ir höfuðið sporin og dregur úr óeðlilegri spennu sem stuðlaði að margskonar braski. Athyglisvert er að sam- kvæmt frásögn Morgunblaðs- ins af fundi þeirra Davíðs og Ingibjargar hjá Hvöt eru helstu deiluefnin varðandi stjórn borgarmála þau, hvað gera eigi við hunda í höfuð- borginni og aðild borgarinnar að nýju fyrirtæki á sviði sjón- varps- og myndbandatækni. Ekki verður annað sagt en áhyggjur manna einungis af þessum tveimur málum sýni að vel hafi til tekist þar sem mest á reynir. Geti meirihlut- inn hoggið á hnútinn í hunda- málinu, sem velkst hefur fyrir yfirvöldum um áratugaskeið, væri það fagnaðarefni. Um nýja fyrirtækið er of snemmt að segja nokkuð á þessu stigi, en þátttaka borgaryfirvalda í tækniframförum sem snerta hag hvers Reykvíkings ob landsmanna allra getur ekki verið ámælisverð vilji menn líta á málið fordómalaust. Ragnar í Smára áttræður Eg held að vinstrimenn misskilji mest hlutverk sitt, þegar þeir eru að gera barnalegar árásir á þá menn, sem stunda atvinnurekstur, ekki einungis á kaupmenn, heldur líka á alla aðra sem eru að basla við að bjarga sér á eigin spýtur. Undirstaða sjálfstæðs fyrirtækis er fram- tak einstaklingsins. Engin þjóð verður nokkurn tíma sjálfstæð nema hún eigi skap- andi menn, listamenn og at- hafnamenn. Það þarf mikinn áhuga og úthaid til þess að reka fyrirtæki vel. Sannleikur- inn er sá, að starfsgleði at- hafnamannsins og sköpunar- gleði listamannsins eru af sama toga. Það þarf að tryggja listamanninum að- stöðu til að stunda list sína, og það þarf líka að gera athafna- manninum kleift að reka sitt fyrirtæki. Þjóð er báglega á vegi stödd þar sem athafna- menn og listamenn þurfa að leita til æðstu stjórnvalda um hvern tittlingaskít." Þannig komst Ragnar Jóns- son í Smára að orði í Eimreið- arviðtali fyrir átta árum. Orð hans eiga vel við í dag þegar áttræðisafmælis Ragnars í Smára er minnst, því að hann er sá athafnamaður meðal samtíðarmanna sem unnið hefur mest stórvirki í þágu lista, bókmennta, tónlistar og myndlistar um sína daga. Ragnars í Smára verður ætíð getið í íslandssögunni þegar minnst er á hlut athafna- manns í Iistalífi þjóðarinnar. Stórhugur og örlæti hans hef- ur hvatt listamenn til dáða og veitt þeim það frjálsræði sem er nauðsynlegt til að sköpun- argleðin fái notið sín. Á þeim árum sem liðin eru síðan Ragnar í Smára mælti hin tilvitnuðu orð hefur þróunin í atvinnu- og listalífi þjóðarinnar orðið á þann veg að heldur hefur dregið úr því að athafnamenn og listamenn eigi allt undir æðstu stjórn- völdum. Frekari skref á þeirri braut yrðu þjóðinni allri til heilia. Launakönnun Vinnuveitendasambands íslands: Ætla má að könnunin nái til nær 5. hvers vinnandi manns MORGUNBLAÐINU barst í gær launakönnun Vinnuveitendasam- bands íslands. Könnunin er fram- kvæmd meðal 40% aðildarfélaga VSÍ og nær til rúmlega 14.000 starfsmanna þessara aðildarfélaga sambandsins. Könnunin sýnir heild- artekjur starfsmanna fyrirtækjanna og því kemur ekki fram skipting milli dagvinnutekna, yfirvinnu- eða bónusgreiðslna. Niðurstöður könn- unarinnar fara hér á eftir, eins og þær eru kynntar I VSÍ-tíðindum, fréttabréfi VSÍ: „Vinnuveitendasamband fs- lands hefur nýverið lokið við úr- vinnslu á gögnum í launakönnun, er VSf stóð fyrir meðal aðildar- fyrirtækja sinna í lok nýliðins árs. Könnun þessari var einkum ætlað að leiða í ljós, hverjar heild- arlaunagreiðslur til starfsmanna raunverulega voru um þessar mundir og hvernig háttað er dreifingu starfsmanna í hinum ýmsu starfsstéttum á launabil. Þátttaka var mjög almenn, en alls skiluðu 510 fyrirtæki af öllum stærðum og í öllum starfsgreinum upplýsingum um launagreiðslur, heildarfjölda starfsmanna ásamt upplýsingum um fjölda og dreif- ingu starfa á tiltekin launabil. Hluti svara reyndist ekki með öllu fullnægjandi, en til úrvinnslu komu upplýsingar frá 454 fyrir- tækjum. Starfsmenn þessara fyrirtækja reyndust vera 19.284, en af þeim voru 14.003 í fullu starfi á því tímabili, er könnunin miðaðist við, þ.e. í októbermánuði sl. Könn- unin er talin hafa náð til a.m.k. 40% af heildarfjölda starfsmanna aðildarfyrirtækja VSÍ. Sé miðað við upplýsingar um vinnumarkað- inn 1982, er Framkvæmdastofnun hefur nýverið birt, má ætla að upplýsingar um launadreifingu starfsmanna taki til nær 5. hvers manns á vinnumarkaðnum sé landbúnaður ekki með talinn. Könnunin ætti því að gefa næsta raunverulega mynd af launadreif- ingu og heildarlaunum á almenn- um vinnumarkaði. Hlutastörf reyndust vera 5.281 eða sem svarar 27,4% af heildar- fjölda starfsmanna. Er það nokkru lægra hlutfall, en upplýs- ingar Framkvæmdastofnunar um vinnumarkaðinn 1982 benda til að almennt sé. Hæsta hlutfall hluta- starfa reyndist vera í verslun og þjónustu; um og yfir 50%, en áberandi lægra í iðnaði af öllu tagi, 20—30%. Laun og launadreifíng Könnunin tók til allra starfs- manna, sem voru í fullu starfi hjá viðkomandi fyrirtækjum í októ- ber 1983. Voru fyrirtækin beðin um að tilgreina fjölda starfs- manna í hverju tilgreindra launa- bila og miða við heildarlaun við- komandi starfsmanna. Laun mán- aðarkaupsmanna miðast við allan októbermánuð, en upplýsingar um launadreifingu vikukaupsfólks miðast hins vegar við laun fyrir 1. viku októbermánaðar. Það skal sérstaklega áréttað, að með launum skyldi telja allar greiðslur, hverju nafni sem þær nefnast, þ.m.t. laun vegna yfir- vinnu, ákvæðis- og bónusvinnu o.s.frv. ásamt verkfæra-, fata- og fæðispeningum og öðrum því lík- um greiðslum, en þó ekki orlof, hvorki af dag- né yfirvinnu. Þá voru fyrirtækin beðin um að flokka starfsmenn í starfsgreinar, svo sem fram kemur á meðfylgj- andi töflu. Á það skal lögð áhersla, að tafl- an um launadreifingu gefur engar upplýsingar um það, hvað liggur til grundvallar launum viðkom- andi starfsmanna, s.s. menntun, starfsaldur, eðli starfa, persónu- bundin hæfni né yfirvinna. í töl- unum felast því einungis upplýs- ingar um heildarlaun starfs- manna f viðkomandi fyrirtæki á þeim tíma, er könnunin náði til. Könnunin gefur þvi ekki tæmandi upplýsingar um mðgulegar tekjur viðkomandi starfsmanna á um- ræddu tímabili, því ekkert er vit- að um aðrar launatekjur eða greiðslur. (Sjá um könnun Kjara- rannsóknanefndar hér á eftir.) Sú mynd, sem með þessum hætti hef- ur fengist af launum og launa- dreifingu er því háð framan- greindum fyrirvörum. Launadreifíng starfsmanna í fullu starfí. Launakönnu VSÍ 1983 Hlutfallsleg skipting eftir starfsgreinum Launabil þús. kr. Verkafólk % lónverka* fólk % Idnaóar- menn % Verslun/ þjónuNta % Sérfræóingar /Ntjórnendur % Sjómenn % Fluglióar % Annaó % Vegió % Fjöldi Ntarfam. 11-13 þús. 6,5 15,9 0,2 5,7 0,1 1,0 4,6 5,1 717 13-15 þús. 7,7 14,0 U 9,7 0,6 0,3 2,9 6,2 868 15-17 þús. 15,6 14,5 2,2 12,2 1,1 1,8 0,7 6,8 9,5 1332 17-19 þús. 11,1 16,0 4,8 12,4 0,7 3,5 2,3 5,5 8,9 1244 19—21 þús. 12,4 11,0 5,9 11,6 2,4 5,8 5,2 12,6 9,2 1289 21-23 þús. 10,0 9,5 10,1 10,9 2,1 3,8 2,3 8,9 8,4 1179 23-25 þús. 8,4 5,8 10,2 8,3 3,6 4,0 4,2 10,1 7,3 1018 25—30 þús. 13,6 7,3 23,8 12,9 15,5 14,0 18,3 16,9 14,6 2041 30—35 þús. 7,4 3,2 14,8 6,7 17,6 13,8 7,2 13,1 9,7 1358 > 35 þús. 7,3 2,8 26,9 9,6 56,4 52,9 58,8 18,6 21,1 2957 Samtals 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 Fjöldi starfsm. 4.200 1.696 1.942 2.720 1.770 1.132 306 237 14.003 Skýringar við launadreifingatöflu Taflan hér að framan um launadreifingu sýnir að á launa- bilinu 11—13 þúsund kr. voru 6,5% verkafólks, .15,9% iðnverka- fólks og 0,2% iðnaðarmanna. Yfir 35 þús. kr. voru hins vegar 7,5% verkafólks, 2,8% iðnverkafólks og 26,9% iðnaðarmanna. í öftustu dálkunum tveimur kemur fram samtala allra starfshópa, bæði fjöldi í hverju launabili og hlutfall af heild. Þannig voru 5,1% eða 717 af 14.003 með 11—13 þúsund króna tekjur og 21,1% með meira en 35 þúsund kr. tekjur. í neðstu linunni kemur fram fjöldi í hverri starfsgrein og sést þar m.a. að könnunin náði til 1.942 iðnaðarmanna og 4.200 töld- ust til verkafólks. Þáttur lágmarkstekna í könnuninni var sérstaklega leitað eftir fjölda starfsmanna í fullu starfi, sem fengu greiddar lágmarkstekjur fyrir fulla dag- vinnu skv. svofelldu samnings- ákvæði: Frá 1. október 1983 skulu lág- markstekjur fyrir fulla dagvinnu vera kr. 10.961 á mánuði en hlut- fallsiega lægri þegar um hluta- starf er að ræða. Þegar metið er, hvort starfs- maður á rétt á greiðslu vegna þessa ákvæðis, skal telja með dagvinnutekjum allar launa- greiðslur aðrar en greiðslur vegna yfirvinnu, vaktavinnu eða kostn- aðargreiðslur. Ákvæði þessarar greinar tekur ekki til unglinga innan 16 ára ald- urs. Fram kom, að 581 starfsmaður hafði á tímabilinu notið launa skv. umræddu ákvæði og svarar það til 4,1% af heild. Vissa fyrir- vara verður þó að gera varðandi þessa niðurstöðu, þar sem fram kom að nokkurs misskilnings virt- ist gæta um efni spurningarinnar. Allt að einu má ætla að fram- angreind niðurstaða gefi vissá vísbendingu um vægi þessa samn- ingsákvæðis. Frávik frá meðallagi í könnuninni var sérstaklega spurst fyrir um það, hvort laun væru frábrugðin því, sem venja væri til, ýmist til hækkunar eða lækkunar. Alls töldu 16,5% fyrir- tækjanna heildarlaun vera hærri en að jafnaði, en 11% töldu heild- arlaun hins vegar vera lægri. Áberandi var, að í fyrrnefnda hópnum voru það einkum fram- leiðslufyrirtæki í iðnaði, sem töldu heildarlaunagreiðslur vera hærri og þá væntanlega vegna meiri umsvifa. Hins vegar voru þau fyrirtæki, er töldu launa- greiðslur með minna móti einkum í sjávarútvegi. Kemur þessi niður- staða ekki á óvart, ef litið er til annarra fyrirliggjandi upplýs- inga. Launakönnun þessi var frum- raun af hálfu VSI á þessu sviði, en undirtektir aðildarfyrirtækja gefa tilefni til þess, að áfram verði haldið á sömu braut. Könnun kjararann- sóknanefndar Eins og kunnugt er hefur Kjararannsóknanefnd unnið að sérstakri könnun á kjörum lág- launafólks undanfarnar vikur. Endanlegar niðurstöður þessarar könnunar liggja enn ekki fyrir. Rétt er að vekja athygli á að at- hugun Kjararannsóknanefndar beinist eingöngu að þeim verka- lýðsfélögum sem talin hafa verið láglaunafélög, þannig að af henni fæst alls ekki heildarmynd af launakjörum þjóðfélagsins. Þessi könnun er að því leyti fyllri en launakönnun VSl, að spurt er um nokkra félagslega þætti auk tekna af öðrum störfum en aðalstarfi svo og tekna maka. Með þessu ætti því að koma fram haldbetri mynd af afkomumöguleikum heimilanna en áður hefur fengist. Þær upplýsingar hljóta að teljast afar mikilsverðar með hliðsjón af því að atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist að mun og er hér meiri en í nálægum löndum. Heimilistekjur er því það hugtak sem mikið verður litið til í um- ræðu um þá sem verst eru settir. Fyrstu vísbendingar sýna veru- lega samsvörun við launakönnun VSÍ, að svo miklu leyti sem um samanburð getur verið að ræða, en niðurstöður verða að sjálf- sögðu kynntar í VSÍ-tíðindum þegar þær liggja fyrir."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.