Morgunblaðið - 07.02.1984, Qupperneq 21
JÓHANN INGIAÐSTOÐAR SCHOBEL
SIMON SCHOBEL landsliösþjálfari Vestur-Þjóöverja í handknattleik hefur fengið
þrjá þjálfara í Bundesligunni til aö aöstoða sig viö þjálfun landsliðsins. Jóhann Ingi
Gunnarsson er einn þeirra. Þeir munu sjá um sérþjálfun landsliösmanna á vissum
landsvæöum í Þýskalandi.
Þeir þrír þjálfarar sem hér um ræöir eru, auk Jóhanns, ekki ófrægari menn en
Rúmeninn Ivanescu, þjálfari Essen, sem sér um þjálfun í miö-Þýskalandi, Berdstrásser,
hjá Grosswaldstadt, sem sér um þjálfunina í Suöur-Þýskalandi. Jóhann Ingi mun sjá
um sérþjálfun landsliösmanna frá noröurhluta landsins.
Þess má geta aö Þjóöverjar munu leika 26 landsleiki fram aö áramótum. SH.
• íslenska landsliöiö í alpagreinum. Frá vinstri eru Hafsteinn Sigurðsson, þjálfari, Guömundur Jó-
hannsson, Árni Þór Árnason, Daníel Hilmarsson og Nanna Leifsdóttir. Myndin var tekin áöur en liðið
hélt utan — en eftir keppni var endanlegt Ólympíuliö valiö. Þá datt Daníel úr hópnum.
Fulltrúar íslands á Ólympíuleikunum:
Komnir til
Sarajevo
ÍSLENSKU keppendurnir á
Ólympíuleikunum í Sarajevo
komu til borgarinnar í gær. Þeir
hafa feröast um Evrópu aö und-
anförnu — æft og keppt á
nokkrum mótum og staðið sig
eftir atvikum vel.
Fyrsta keppnin sem íslend-
ingar taka þátt í á leikunum er á
dagskrá á föstudag; þá keppa
Einar Ólafsson og Gottlieb Kon-
ráösson í 30 km. göngu. Á mánu-
dag veröa þeir félagar síöan aftur
á feröinni í 15 km. göngunni.
Sama dag tekur Nanna Leifs-
dóttir þátt í stórsvigi. Fyrri feröin
fer þá fram en daginn eftir,
þriðjudag, veröur seinni feröin.
Miövikudaginn 15. keppa Árni
Þór og Guðmundur í stórsvigi; þá
er fyrri feröin á dagskrá og dag-
inn eftir veröur síöari feröin.
Föstudaginn 17. keppir Nanna í
svigi. Síðasta keppnisdag
Ólympíuleikanna, sunnudaginn
19. febrúar er svig karla á
dagskrá.
Ólympíuleikarnir veröa settir
viö hátíölega athöfn á Kosévo-
leikvanginum i Sarajevo á morg-
un kl. 14.30 aö staöartíma.
B
Vestur-þýsku blöðin:
Atli ætti að
semja um visst
kflómetragjald
Frá Jóhanni Inga Gunnaraayni fréttaritara Mbl. í V-Þýakalandi.
VESTUR-ÞÝSK blöð hrósa Atla
Eövaldssyni mikið fyrir leik hans
gegn Bayern MUnchen á föstu-
daginn. Atli var valinn leikmaöur
helgarinnar og er að sjálfsögöu í
liði vikunnar. Hann fær mjög víöa
einn í einkunn í dagblöðunum og
hið virta blað Kicker gefur honum
einn, telur leik hans hafa veriö
sérlega góöan.
I blöðum má sjá aö undraast er
yfir hinni miklu yfirferö Atla í leikj-
unum. Hann hleypur og hleypur
endalaust. „Hann hlýtur aö vera
meö hestalungu," segja blööin. Og
þau bæta góöum punkti viö:
„Næst þegar Atli semur, á hann
aö semja um visst kílómetragjald
vegna þess hve hann hleypur
mikið í leikjum. Þá yröi hann meö
langbesta samninginn í Bundes-
ligunni.“
Það er mjög langt síöan Bayern
hefur fengiö aðra eins útreiö og
liöiö fékk gegn Fortuna Dússel-
dorf. Bayern haföi ekki tapaö meö
þriggja marka mun síöan 15. maí
1982 — þá 0:3 gegn Borussia
Mönchengladbach.
Karl Heinz Rummenigge sagði
eftir leik liöanna aö Dússeldorf
heföi aldrei átt jafn gott liö. „Meö
sama áframhaldi veröa þeir meö í
baráttunni um meistaratitilinn,“
sagöi Karl. Lattek þjálfari Bayern
sagöi: „Þetta var veröskuldaður
sigur Dússeldorf. Viö vorum í
kennslustund í knattspyrnu."
Kr. 490.638
fyrir 12 rétta
í 22. leikviku Getrauna kom fram
einn seöill með 12 réttum og er
vinningur fyrir rööina kr. 365.370.00
og meö 11 rétta reyndust vera 5
raðir og vinningur fyrir hverja röð
kr. 31.317.00. Nokkrir starfsfélagar á
Neskaupstað eiga seöilinn meö 12
réttum og er heildarvinningur fyrir
hann kr. 490.638.00, þar sem hann
er einnig meö 11 rétta í 4 rööum.
Eftir stendur þá einn seöill meö 11
réttum í einni röö og er sá seðill frá
Hafnarfirði.
Utsýn með hópferðir
á leiki í Stuttgart
FERDASKRIFSTOFAN Utsýn hef-
ur ákveöiö aö efna til hópferöar á
tvo leiki í vestur-þýsku 1. deild-
inni í knattspyrnu. Fyrri leikurinn
sem fariö verður aö sjá er á milli
Fortuna DUsseldorf og Stuttgart
á heimavelli Stuttgart 13. apríl.
Síöari leikurinn er þegar vestur-
þýsku meistararnir Hamborg
leika gegn Stuttgart, 26. maí.
Gæti þaö oröiö úrslitaleikurinn í
deildarkeppninni í ár.
I báöum tilvikum veröur flogið til
Luxemborgar og ekiö þaöan til
Stuttgart. Um takamarkaöan
sætafjölda veröur aö ræöa í báöar
ferðirnar. Þarna er um einstakt
tækifæri aö ræöa til þess aö sjá
stórleiki i knattspyrnu og um lelö
íslensku snillingana Ásgeir og Atla
sem gera þaö svo gott um þessar
mundir í knattspyrnunni í Vestur-
Þýskalandi.
ATLI LEIKMAÐUR HELGARINNAR í ÞÝSKALAN0I:
Morgunblaöiö/ Horst Muller
• Atla Eövaldssyni og fólögum í Fortuna Dússeldorf hefur gengið einstaklega vel aó
undanförnu eins og kunnugt er. Síöasta skrautfjöðrin í hatt þeirra var stórsigur á Bayern
MUnchen á föstudagskvöldið eins og við sögðum frá á iaugardag. Atli átti stórleik gegn
Bayern — skoraöi eitt mark og lagði upp tvö. Hér gengur hann glaöur af leikvelli eftir
sigurleik — aö vísu ekki gegn Bayern — en ekki leynir sér að gaman er þegar vel gengur.
Sjá nánar um þýsku knattspyrnuna/23.